Hestamannafélagið Skuggi

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga.

15.11.2017 23:41

Kynningarfundur um sameiningu - myndir

Fundur til kynningar á tillögum sameiningarnefndar Faxa og Skugga var haldinn í kvöld, 15. nóv. í félagsheimili Skugga. 15.11.2017 11:20

Keppnistímabilið: "Erum við á réttri leið?"

Keppnistímabilið: "Erum við á réttri leið?" Opið málþing LH og FT í Léttishöllinni á Akureyri sunnudaginn 19.nóvember kl.14:00. Dómarar, keppendur, mótshaldarar og bara allir hestaáhugamenn hvattir til að mæta https://www.facebook.com/images/emoji.php/v9/f4c/1/16/1f642.png:) Léttar veitingar í boði!

09.11.2017 22:35

Frá MAST

B Ú S T O F N
www.bustofn.is
BÚSTOFN er vefur Matvælastofnunar (MAST) til að halda utan um dýraeftirlit og forðagæslu. BÚSTOFN nýtir sér skýrsluhaldsgagnagrunna Bændasamtaka Íslands ...


 Matvælastofnun vekur athygli á að haustskýrsluskil fyrir árið 2017 standa nú yfir. Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn/eigendur búfjár skila inn haustskýrslu um búfjáreign, fóður og landstærðir fyrir 20. nóvember. Skrá skal haustskýrslu á rafrænu formi í gegnum gagnagrunninn Bústofn.

Aðgangur að haustskýrslu fæst með rafrænum skilríkjum eða kennitölu og Íslykli. Nánari upplýsingar um Íslykil má nálgast hér.  

Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í gegnum Bústofn stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) við skil á haustskýrslu. Fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML.

09.11.2017 09:14

Sameining Faxa og Skugga - tillaga og greinaðgerð

Nú hefur nefnd sú er kjörin var að loknum síðustu aðalfundum félaganna tveggja skilað áliti sínu og er hér að finna tillögu að sameiningu og ítarlega greinargerð. Þessi tillaga ásamt greinargerðinni verður kynnt á férlagsfundi Skugga sem haldinn verður í félagsheimilinu miðvikudaginn 15. nóvember n.k. og hefst sá fundur kl. 20.  


08.11.2017 09:16

Haustfundur HrossVest

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands
Verður haldinn 12. nóvember, kl. 14:00 í Hótel Borgarnesi
Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands verðlaunað.

Þá verða veitt heiðursmerki Hrossaræktarsamband Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi.
Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í opnum umræðum um stefnumótun félagsins.

Stjórnin


07.11.2017 23:49

Frumtamningar námskeið á Skáney í desember.

Markmið námskeiðsins er að tryppið sé gert reiðfært,teymist á hesti og lagður góður grunnur að áframhaldandi þjálfun.

 Helgarnar . 1-3 des, 8-10 des og 15-17 des..

Kennarar: Randi Holaker og Haukur Bjarnason

Verklegt: Föstudagur 1 kennslustund, laugardagur 2 kennslustudir og sunnudagur 2 kennslustundir

Námskeiðið samanstendur af:

Bóklegt x 3 skipti

Sýnikennsla x 3 skipti

Verklegar kennslustundir x 15 skipti

Innifalið í námskeiði er: kennsla, aðstaða, hesthúspláss og hey, matur/kaffi    laugardag og sunnudaga.

Verð: 65.000 þúsund

 Hægt verður að leiga sér pláss á staðnum fyrir tryppið á milli helga gegn vægu verði. Upplagt að nýta sér aðsöðunna til þjálfunar og tamninga á milli námskeiðshelga.

Hægt verður að leigja sér gistingu á staðnum yfir helgarnar.

Áhugasamir hafi samband sem fyrst randi@skaney.is sími 8445546/8946343

13.10.2017 22:05

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi

Ágætu hestamenn á Vesturlandi og víðar

 Komið er að Hestamannafélaginu Skugga að halda árshátíð Vestlenskra hestamanna og er boðað til hennar hér með í félagsheimilinu Lyngbrekku laugardaginn 18. nóvember n.k.

Þriggja rétta kvöldverður - skemmtidagskrá og dans með Einari Þór og Rikka fram á nótt.

Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald síðan kl. 20 undir öruggri veislustjórn varaformanns LH, Jónu Dísar Bragadóttur.

Allt þetta fyrir litlar 7.500. - kr.

Pantanir þurfa að berast til svany@postbox.is eða kristgis@simnet.is  fyrir 13. nóvember n.k.

Þeim sem leita gistingar er bent á Icelandair Hótel Hamar og Egils Guesthouse ehf en báðir þessir staðir eru með sértilboð til hestamanna þessa helgi.

Boðið verður upp á sætaferðir úr Borgarnesi.

Upplýsingar um gistitilboðin

Icelandair Hótel Hamar

Gisting ásamt morgunverði

Tveggjamanna herbergi 18.000

Einstaklings herbergi 15.000

S: 433-6600 netf. hamar@icehotels.is

Gisting á Egils guesthouse

Studio f 2 á 15.000 2manna herb.prívat bað 12.500.-

Tveggja manna herb. M. sameiginlegu baði 9.000.

Fólk getur haft samband í tölvupósti á info@egilsguesthouse.is eða síma 8606655 og pantað.

Takið fram við pöntun að verið sé að fara á árshátíð hestamanna.

Vonumst til að sem flestir mæti til að eiga skemmtilega kvöldstund í góðum félagsskap.

 

Undirbúningsnefnd og stjórn Hmf. Skugga.

07.10.2017 23:43

Málþing um reiðvegamál

Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum þann 14. október næstkomandi í Menntaskóla Borgafjarðar í Borgarnesi.
Málþingið hefst kl.10:00 á skráningu og morgunverði og lýkur um 15:30-16:00 með samantekt og útbúin áskorun um úrbætur í reiðvegamálum. Léttur hádegismatur verður í boði LH. Nánari dagskrá verður auglýst síðar
Fulltrúar reiðveganefnda hestamannafélaga eru sérstaklega hvattir til að mæta, en málþingið er öllum opið sem hafa áhuga á málaflokknum.
Enginn þátttökukostnaður en tilkynna þarf þátttöku á lh@lhhestar.is fyrir 9.október 2017
Vonumst til að sjá sem flesta
 
  • 1
Flettingar í dag: 2561
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 1393807
Samtals gestir: 171729
Tölur uppfærðar: 18.11.2017 21:14:09

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 2561
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 99
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 1393807
Samtals gestir: 171729
Tölur uppfærðar: 18.11.2017 21:14:09