27.04.2016 23:23

Arionbankamót Faxa og Skugga


Opið íþróttamót, Arionbankamót Faxa og Skugga, verður haldið á félagssvæði Skugga í Borgarnesi dagana 7. og 8. maí n.k. Mótið hefst kl. 10 á laugardag með keppni í fjórgangi V2.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum.

Pollaflokkur: Pollatölt.

Barnaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T1 - Tölt T4 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1

2. flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3

Opinn flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T1 - Tölt T4 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1 - 100 m. skeið P2

Skráning fer fram í gegn um Sportfeng (mótshaldari Skuggi) og verður skráningu lokað kl. 24 miðvikudaginn 4. maí. Ath: Tölt T4 er skráð sem Tölt T2. Eins er hægt að senda allar upplýsingar á netfangið kristgis@simnet.is ef skráning í Sportfeng gengur ekki. (Þær upplýsingar sem verða að koma eru kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og greinar og eins upp á hvora hönd riðið er í hverri grein).

Skráningargjöld eru engin í pollaflokki, kr. 1.500.- í barna og unglingaflokki pr. grein og kr. 3.000.- í öðrum flokkum. Reikningsnúmer er 0326-13-4810 - kt: 481079-0399.

Reikna má með að forkeppni í hringvallargreinum fari fram á laugardag sem og B úrslit (ef þarf)  en skeiðgreinar og A úrslit í öllum flokkum á sunnudag.

Mótanefnd Faxa og Skugga

26.04.2016 23:35

Firmakeppni 2016

Firmakeppni 2016

Hmf Skuggi heldur sína árlegu firmakeppni sunnudaginn 1. maí n.k. á velli félagsins við Vindás. 

Hefst keppnin kl. 14 og verður keppt í eftirfarandi flokkum.

Pollaflokkur - barnaflokkur - unglingaflokkur - ungmennaflokkur - kvennaflokkur - karlaflokkur.

Fimm efsti í hverjum flokki fá verðlaun nema í pollaflokki en þar fá allir viðurkenningu. 

Allir hestfærir Skuggafélagar eru hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði sem er fyrst og fremst til gamans og tækifæri til samveru. 

Einstaklingar sem vilja styrkja félagið af þessu tilefni og vera í "pottinum" eru vinsamlega beðnir um að greiða valgreiðsluseðil sem kominn er í heimabankann, nánar um það í formannspósti. 

Firmanefndin

01.04.2016 21:28

Fjölskyldureiðtúr

Farið verður í fjölskyldureiðtúr sunnudaginn 3. apríl, n.k. (næsta sunnudag)!

Mæting við félagsheimilið klukkan 14:00, engin skráning. 

Einnig er fyrirhugað að fara í  einn fjölskyldureiðtúr í viðbót þann 8. maí, n.k.


Ferðanefnd Skugga. 

30.03.2016 23:09

Stóðhestaveisla 2016

Skemmtiferð á Stóðhestaveislu 2016

Ágætu Skugga félagar. Fræðslu og kynbótanefnd Skugga stendur fyrir ferð á Stóðhestaveisluna 2016 sem haldin verður laugardaginn 9. apríl nk í Samskipahöllinni í Spretti. Lagt verður af stað með rútu frá plani Menntaskólans í Borgarnesi kl 16:30.

Áætlað er að koma við á leiðinni og skoða a.m.k eitt hrossaræktarbú.

Þátttökugjald er 6500 kr. ( 4500 kr miði á veisluna, bókin fylgir með. 2000 kr í rútuna), greiðist í rútu.

Allir velkomnir - það er þó miðað við að börn og unglingar 16 ára og yngri, séu í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum

Skráning fer fram hjá Baldri í síma 825-8269 eða netfang baldur.petursson@marel.com og hjá Berglindi Ýr í síma 862-8582 eða netfang berglindyri@gmail.com

Skráning er til og með 4. apríl nk.

!ATH! Aðeins 40 miðar lausir, fyrstur kemur, fyrstur fær! 

24.03.2016 22:34

Rauðanesfjörur

Hin árlega ferð á Rauðanesfjöru verður farin á föstudaginn langa.

Lagt verður af stað kl. 11:30 (háfjara er um kl. 14) 

Fólk  er vinsamlegast beðið um að stilla hestafjölda í hóf.

Takið með ykkur góða skapið.

Allir velkomnir.

 p.s. Súpa og gleðskapur í Félagsheimilinu á eftir!

 

Ferðanefnd Skugga 

22.03.2016 22:17

Framhaldsskólamótið

Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar tóku þátt í framhaldsskólamótinu í hestaíþróttum sem haldið var laugardaginn 19. mars. Fyrir hönd skólans voru í liðinu Skuggafélagarnir Þorgeir Ólafsson, Gyða Helgadóttir og Guðný Margrét Siguroddsdóttir (aukafélagi). Var árangur þeirra með miklum ágætum og urðu í 2. sæti, tveimur stigum á eftir sigurliðinu FSu. 
Hér má sjá niðurstöður allra greinanna (af vef Hestafrétta). 


21.03.2016 23:09

Lok KB mótaraðar

Síðasta mótið í KB mótaröðinni var haldið í Faxaborg laugardaginn 19. mars s.l. Keppt var í fimmgangi í ungmenna - 1. og opnum flokki og í tölti T3 í barna - unglinga - og 2. flokki. Skráningar voru 75. Mótið hófst kl. 10 og var lokið rétt fyrir kl. 16:30. Um kvöldið var síðan n.k. uppskeruhátíð í félaggsheimilinu og voru þar afhent verðlaun fyrir einstaklingskeppnina í öllum flokkum og síðan fyrir stigahæsta liðið. Óhætt er ða segja að mótin öll hafi gengið vel fyrir sig og óhappalaust. Gott veður var alla keppnisdagana. Hérna er svo að finna niðurstöður úr fimmgangs- og töltkeppninni sem og úrslitin og eins heildarskrá yfir einstaklingskeppnina. Á myndinni sjáum við liðsstjórana taka við verðlaunum sínun, Reynir tók við verðlaunum fyrir Brimhesta sem voru í 5. sæti. 

Liðakeppnin fór þannig:
1. sæti LIT liðið 143,88
2. sæti Lífland 136,43
3. sæti Berserkir 121,31
4. sæti Sólargeislar 107,9
5. sæti Brimhestar. 78,88


19.03.2016 00:10

Gluggar og gler deildin

Skuggafélagar koma víða við og láta að sér kveða. Þrír félagar eru liðsmenn Garðatorg eignamiðlun & ALP/GÁKsem tekur þátt í Gluggar og gler deildinni sem fram fer í Sprettshöllinni. Liðið hefur tvívegis orðið stigahæsta liðið, í 5 gangi og tölti T2. Er liðið sem stendur í fjórða sæti af 15 liðum. Tölt T3 er eftir og spennan í hámarki en félagi Ámundi Sigurðsson er meðal stigahæstu knapa. Auk hans eru Skuggafélagarnir Anna Berg og Stefán Hrafnkelsson liðsmenn. 
18.03.2016 23:44

KB - fimmgangur og tölt

Þá er ráslisti fyrir síðasta mót KB mótaraðar tilbúinn - hann er einnig að finna á fb síðu KB mótaraðarinnar. Eins er hérna tímaseðill mótsins. Mótið hefst kl. 10 á forkeppni í tölti T3 og verður byrjað á barnaflokki. 

05.03.2016 23:33

KB mótaröð - Tölt og skeið

Þá er lokið öðru mótinu í KB mótaröðinni hér í Faxaborg. Þátttaka var allgóð, 77 skráningar, sem er nokkru minna en í fyrra. Mótið byrjaði kl. 10 stundvíslega og því lauk skv. tímaseðli rúmlega 16. Margar góðar sýningar sáust og var mótið í heildina litið sterkt. Gaman er að sjá hversu börnin og unglingarnir eru vel ríðandi, sést vel árangur markviss unglingastarfs sem unnið hefur verið hjá félögunum. En hér má skoða niðurstöður forkeppni og svo úrslitin. Eins niðurstöður "skeið í gegn". Á myndunum sem fylgja eru verðlaunahafar í unglingaflokki og opnum flokki. 
  • 1
Flettingar í dag: 537
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 472
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1030077
Samtals gestir: 144402
Tölur uppfærðar: 1.5.2016 21:13:58
Flettingar í dag: 537
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 472
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1030077
Samtals gestir: 144402
Tölur uppfærðar: 1.5.2016 21:13:58