06.10.2016 00:14

Félagsfundur

Félagsfundur um Fjórðungsmót 2017

 

Stjórn Hmf. Skugga boðar til almenns félagsfundar í Skugga, mánudaginn 10. október 2016, kl. 20:00.  Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu við Vindás, Borgarnesi.

Málefni fundarins verður umræður um hvort Hmf. Skuggi skuli sækjast eftir að halda Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi, sumarið 2017, eða hvort leita eigi eftir öðrum stað til mótahaldsins.

Þar sem ljóst er að Fjórðungsmót Vesturlands verður ekki haldið á Kaldármelum sumarið 2017 þá hefur Hmf. Skuggi sóst eftir að halda næsta Fjórðungsmót í Borgarnesi.  Félagsmenn í Hmf. Skugga þurfa þó að gera það upp við sig hvort aðstaðan sem við höfum nú uppá að bjóða dugir fyrir slíkt mótahald eða hvort fari þurfi í frekari framkvæmdir á mótssvæðinu til mótahaldsins.  Einnig hefur verið í umræðunni að hestamannafélögin á Vesturlandi leiti annarra lausna á mótahaldi fyrir Fjórðungsmót 2017.

Mikilvægt er að sem flestir félagsmenn mæti til þessa fundar, þar sem taka þarf ákvarðanir sem fyrst um vilja félagsins, í þessum málum.

Kynntar verða nokkrar sviðsmyndir af hugsanlegu mótahaldi fyrir Fjórðungsmót 2017.

 

Stjórn Hmf. Skugga.

  • 1
Flettingar í dag: 150
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1180828
Samtals gestir: 155145
Tölur uppfærðar: 27.10.2016 02:46:19
Flettingar í dag: 150
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 1180828
Samtals gestir: 155145
Tölur uppfærðar: 27.10.2016 02:46:19