26.06.2015 00:53

Bikarmót Vesturlands

Bikarmót Vesturlands verður haldið í Æðarodda,Akranesi 4. júlí og hefst stundvíslega klukkan 09:00.
Dagskrá: 
Forkeppni:
Fjórgangur (V2) opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur (F2) opinn flokkur, ungmennaflokkur
Tölt (T3) barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur
Gæðingaskeið

Úrslit:
Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur F2: opinn flokkur, ungmennaflokkur
Tölt barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur
100m skeið

Athygli er vakin á því að dagskrá er auglýst með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum.
Skráningar: (opið fyrir skráningu frá 27. júni).

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng
Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Mót í valmynd. Áframhaldið rekur sig sjálft, gætið þess bara að fylla í alla stjörnumerkta reiti (einnig félagsaðild þó sjálfgefið félag komi fram), fara svo í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar 
koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur 
merkt við að greiðsla hafi borist.
Skráningargjald er kr. 2.500 í allar greinar, nema barnaflokk þar er gjaldið 1.500 kr. Síðasti 
dagur skráninga er miðvikudagurinn 1.júli á miðnætti og það sama gildir um greiðslu 
skráningagjalda. Netfang motanefnddreyra@gmail.com fyrir skráningargjöldin
Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Belinda Ottosdóttir i sima 8673978

14.06.2015 11:09

Líflandsmótið - niðurstöður

Hérna birtast þá niðurstöður frá Líflandsmótinu. Gekk það í alla staði vel fyrir sig og sáust margar glæsisýningar líkt og einkunnir bera með sér. Mótanefndir Faxa og Skugga þakka öllum sem að mótahaldi félaganna komu á þessu ári fyrir framlagið. Þetta mót var hið síðasta sem haldið er á okkar vegum þetta árið - Bikarmótið verður á Akranesi síðar í sumar. 
Myndir af verðlaunahöfum eru komnar inn á myndaalbúmið. 

12.06.2015 19:09

Líflandsmót Faxa og Skugga


Nú styttist í að endanlegur ráslisti komi út - litlar breytingar. Tímaseðil má sjá á fb síðu KB mótaraðar. 

10.06.2015 23:57

Samningur við Atlantsolíu

Hestamannafélagið Skuggi hefur gert afsláttarsamning fyrir félagsmenn sína við olíufélagið Atlantsolíu en fram hjá stöð þeirra ekur stór hluti félagsmanna í hvert sinn sem farið er í hesthúsið. Samið er um fastan afslátt og eins fær Skuggi ákv. upphæð fyrir hvern lykil sem skráður er í tengslum við þennan samning. 

Allt um samninginn hér undir þessum link en þar er hægt að panta lykil eða breyta áður fengnum lykli í Skuggalykil. 


Férlagsmenn sem og aðrir eru endilega hvattir til að kynna sér hvað hér er á ferðinni. 

10.06.2015 22:26

Beitarmál

Athygli er vakin á því að sumar- og skammtímabeit hefst ekki fyrr en n.k. sunnudag, 14. júní, frá hádegi! 

Bréf hefur verið sent út á póstlistann þessu viðvíkjandi. 

10.06.2015 22:18

Umhverfisdagur Skugga

Umhverfisdagur Skugga verður fimmtudagskvöldið 11. júní og við munum byrja kl 20.00, við félagsheimilið. Ruslapokar á staðnum - mikilvægt að sem flestir mæti!

 Nokkur atriði sem þarf að hnykkja á:

Rúlluplan

Nú er svo komið að við verðum að biðja fólk að merkja rúllurnar sínar því mikið er af gömlum ónýtum rúllum og óskilarúllum á planinu, þetta þarf að gerast sem fyrst.

Eins er fólk minnt á að það er bannað að hafa rúllur annarstaðar í hverfinu eða við hesthús og er heimilt að fjarlægja þær á kostnað eiganda.

Á rúlluplaninu er einnig ýmiskonar járnadrasl og kerru-rusl og verður það fjarlægt, ef eigendur hirða það ekki strax!

Kerruplan

Kerruplanið er ætlað fyrir þær kerrur sem eru í notkun en ekki geymslustaður fyrir hræ - það sama gildir um dráttarvélar.

Kæru félagar! Kerrur, rúllur og traktora á þar til gerð svæði en ekki á dreif um hverfið. Fjarlægja hræ!

Fastar girðingar eru bannaðar innan hverfisins og tímabundnar girðingar eru háðar samþykkis stjórnar!

Gerði þarf víða að laga og eru félagar hvattir til þess að koma þeim í lag, eins eru félagar hvattir til að tína rusl af girðingum í sinni umsjá sem og rusl í þeim

Verið er að skoða gróðursetningar á svæðinu, frekari fréttir af því síðar.

Samþykkt um hesthúsahverfið:  http://www.borgarbyggd.is/Files/Skra_0061034.pdf

Umhverfisnefnd Skugga

05.06.2015 22:09

Líflandsmót Faxa og Skugga

Laugardaginn 13. júní halda hestamannafélögin Faxi og Skuggi gæðingamót sitt, Líflandsmótið. Mótið verður haldið á félagssvæði Skugga í Borgarnesi og hefst kl. 10. Röð flokka verður birt að lokinni skráningu.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:

A flokkur gæðinga, B flokkur gæðinga, C flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, 150 m. skeið. Ennfremur verður haldin hefðbundin hryssukeppni Hmf. Faxa að afloknum úrslitum (skráning á staðnum)

Skráningargjöld eru kr. 2.500.- í A, B og C flokkum en 1.500.- í öðrum flokkum og skeiði. Reikningsnúmer er 0354-13-4810 - kt: 481079-0399.

Skráningarfrestur er til kl. 24 miðvikudaginn 10. júní. Keppt verður eftir reglum LH og eru knapar minntir á að kynna sér þær vel.

Skráningar fara fram í gegn um skráningarkerfi Sportfengs (http://skraning.sportfengur.com/ ) og er Skuggi mótshaldari. Hægt er að leyta aðstoðar í gegn um netfangið kristgis@simnet.is eða í s: 898-4569.

Mótanefnd Faxa og Skugga

01.06.2015 22:52

Karlareið 2015

Föstudaginn 5. júní, n.k., verður hin árlega karlareið hestamanna í Borgarnesi farin.
Lagt verður af stað kl.18:30 úr efra hverfinu og farinn góður hringur, ca. 15-20 km.
Að reiðtúr loknum verður súpa í reiðhöllinni, en verð er kr. 1.500,- á mann, fyrir þáttökuna.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Skráning fer fram hjá:

Sigurþór, í síma: 862 6221
Reynir Magg, í síma: 860 9014
Steini Eyþórs, í síma: 842 5661

Skráningu lýkur á fimmtudag, kl 22:00

30.05.2015 00:40

Frá æskulýðsdegi

Æskulýðsnefnd Skugga stóð fyrir s.k. æskulýðsdegi föstudaginn 29. maí og hófst skemmtunin kl. 18. Fjölmargir mættu til að fylgjast með því sem þar fór fram. Þarna sýndi yngsta kynslóðin margskonar listir á hestum og fóru í leiki og leystu margskonar þrautir. Engin keppni í gangi en gleðin og ánægjan allsráðandi. Þær Sigrún Halldórsdóttir og Linda Rún Pétursdóttir stjórnuðu því sem fram fór og fórst það vel úr hendi. Ánægjulegt var að sjá hvesu margir tóku þátt og er það vísbending um að nýliðun í hestamennskunni sé trygg. Eins ber það öflugu starfi Æskulýðsnefndar Skugga gott vitni. Frábær stund í Faxaborg  en nokkrar myndir ( alls ekki góðar) eru í myndaalbúmi og veita þær innsýn í það sem þar fór fram. 


23.05.2015 00:07

Æskulýðsdagur

Föstudaginn 29.maí 2015 stendur Hestamannafélagið Skuggi fyrir kynningardegi á hestinum og starfi Æskulýðsnefndar kl.18:00 í Reiðhöllinni Faxaborg Borgarnesi.

? Krakkar úr hestamannafélaginu verða með atriði
? Teymt verður undir þeim sem vilja
? Grillaðar pylsur

Allir eru hjartanlega velkomnir, mömmur og pabbar, ömmur og afar, frændur og frænkur. Eigum frábæra stund saman og gefum börnunum okkar tækifæri à að kynnast fjölbreyttu og ànægjulegu samspili æskunnar og hestsins.

Aðgangur ókeypis

Æskulýðsnefnd Skugga

11.05.2015 23:37

Frá beitarnefnd Skugga

Umsóknir um beitarhólf fyrir árið 2014 skulu berast skriflega til beitarnefndar Skugga fyrir 14. maí n.k., í netföng:

dila@simnet.is, Ólafur Þorgeirsson (899 6179)

habbasigga@simnet.is, Andrés Jóhannsson (860 9030)

Í umsóknum skal tilgreina fjölda hrossa sem sótt er um fyrir, í sumarbeit, í haustbeit eða í heilsársbeit.

Mikilvægt er að umsóknir séu komnar til beitanefndar í síðasta lagi 14. maí, n.k., annars er ekki tryggt að menn fái beitarhólf.

Skilyrði fyrir úthlutun, er eins og áður, að gengið sé frá beitarsamningi og greiðslu beitargjalds áður en beitartími hefst, en skv. samningi við Borgarbyggð er það 10. júní, ár hvert.

 

Beitarnefnd Skugga

10.05.2015 00:52

Arionbankamótið - niðurstöður

Hér koma inn niðurstöður úr keppni á Arionbankamótinu. Mótið gekk vel í alla staði og var sterkt. Gaman að sjá hvernig mótið hefur fest sig í sessi hjá mörgum sterkum knöpum sem koma um töluverðan veg til að vera með okkur. 

08.05.2015 01:43

Ráslisti Arionbankamót

Uppfærður ráslisti kl. 13:40
Arionbankamótið hefst á laugardaginn, 9. maí, kl. 10 á keppni í fjórgangi, síðan tekur fimmgangurinn við og töltið. Keppni dagsins lýkur á gæðingaskeiði og 100 m. sprettskeiði. Röð flokka verður eins og fram kemur í auglýsingunni. En hér er ráslistinn. Tímaseðill kemur annað kvöld. 
  • 1
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 598
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 824296
Samtals gestir: 130709
Tölur uppfærðar: 6.7.2015 07:21:33
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 598
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 824296
Samtals gestir: 130709
Tölur uppfærðar: 6.7.2015 07:21:33