Hestamannafélagið Skuggi

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga.

25.04.2017 23:38

Viðburðir framundan

Nú rekur hver viðburðurinn annan eftir annasaman vetur hjá hestamönnum. Framundan er þetta:
29. apríl - Vesturlandssýning í Faxaborg.
1. maí - Firmakeppni Skugga.
6.-7. mai - Íþróttamót Faxa og Skugga.
27.-28. maí - Gæðinga - og úrtökumót Faxa og Skugga.
28. júní - 2. júlí - Fjórðungsmót Vesturlands.

25.04.2017 23:25

Fræðslu - og skemmtiferð í Húnavatnssýslu

Laugardaginn 13.maí ætlar Æskulýðsnefnd Skugga að fara í ferð norður í Húnavatnssýslu. 

Ferðin er fyrir öll börn í Skugga og þurfa allir undir 10 ára að vera í fylgd forráðamanns.

Kostnaður við ferðina er 3000 kr á barn

en frítt fyrir forráðamann ( miðað við eitt með barni)


 Kl: 10.00 mæting við félagsheimili Skugga

 Kl: 10.30 lagt af stað norður

 Heimsóknir:

1. Hrossaræktunarbúið Bessastaðir

2. Hrossaræktunarbúið Gauksmýri

3. Æskulýðsnefnd Þyts tekur á móti okkur í reiðhöllinni á Hvammstanga

4. Heimferð

Taka þarf með sér nesti til að borða fyrripart dags,

en Þytur býður upp á pítsur seinni partinn.

Skráning í ferðina er hjá Auði Ósk í síma 8672186

 eða á netfangið auduros11@menntaborg.is

Skráningu lýkur þriðjudaginn 9.maí.


Vonumst til að sjá sem flesta

Æskulýðsnefnd Skugga


25.04.2017 21:37

Vesturlandssýning í Faxaborg

Vesturlandssýning verður haldin þann 28. apríl, n.k., klukkan 20:00 í Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi.

Ræktunarbú af svæðinu koma fram.
Börn og unglingar sýna hesta sína.
FT verður með atriði.
Íslandsmeistari frá 2016 kemur fram á gæðing sínum.
Nokkrir glæsilegir stóðhestar munu mæta á svæðið, t.d. Sproti frá Innri-Skeljabrekku, Logi frá Oddsstöðum, Styrkur frá Stokkhólma og Bjarmi frá Bæ.
Grínatriði og fleira óvænt.

Forsala aðgöngumiða hefst þriðjudaginn 25. apríl (í dag) í Líflandi Borgarnesi.

Miðaverð 2.500 kr.

24.04.2017 21:13

Firmakeppni Skugga 1. maí

Hmf Skuggi heldur sína árlegu firmakeppni mánudaginn 1. maí n.k., á velli félagsins við Vindás. 

 

Hefst keppnin kl. 14:00 - og verður keppt í eftirfarandi flokkum:

 

Pollaflokkur - Barnaflokkur - Unglingaflokkur - Ungmennaflokkur - Kvennaflokkur - Karlaflokkur.

Fimm efstu í hverjum flokki fá verðlaunapening - en í pollaflokki fá allir þátttakendur viðurkenningu. 

 Allir hestfærir Skuggafélagar eru hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði sem er fyrst og fremst til gamans og tækifæri til samveru. 

 Einstaklingar sem vilja styrkja félagið af þessu tilefni og vera í "pottinum" eru vinsamlega beðnir um að greiða valgreiðsluseðil sem kemur inná heimabankann ykkar á næstu dögum - ein krafa á hvert heimili. 

 

 

Firmanefnd Skugga

21.04.2017 23:09

Tiltekt í Faxaborg

Æskulýðsnefndin stóð  fyrir tiltektardegi í Faxaborg seinni partinn í dag. Góður hópur, yngri sem eldri félaga mætti og tók til hendinni - m.a. var hringurinn í reiðsalnum málaður þannig að allt verður fínt og flott á Vesturlandssýningunni sem verður 29. apríl n.k. María Magnúsdóttir var á staðnum og smellti nokkrum myndum.


10.04.2017 22:52

Ferð á Rauðanesfjörur

Hin árlega fjörureið Skugga verður farin föstudaginn langa sem er þann 14. apríl, þetta árið.

Lagt verður af stað kl. 11:30 frá félagsheimili Skugga og áætlað er að vera niður í Rauðanesi um kl. 13:00

Fjóla ætlar að taka á móti hestum og biðjum við ykkur um að stilla hestafjölda í hóf eða ca 2 á mann.

 

Ferðanefndin.

05.04.2017 22:30

Páskaeggjaleit fyrir Skugga-börn

Föstudaginn 7. apríl 2017 verður páskaeggjaleit fyrir Skugga-börn 13 ára og yngri.
Mæting verður hjá Reiðhöllinni Faxaborg klukkan 18:00.

Leitað verður á svæði í kringum reiðhöllina.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Æskulýðsnefndin


20.03.2017 23:47

Orðsending frá framkvæmdanefnd Fjórðungsmóts Vesturlands 2017

Eins og kunnugt er verður Fjórðungsmót Vesturlands haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júlí 2017 á félagssvæði Skugga.
 
Hér með óskar framkvæmdanefnd mótsins eftir góðu samstarfi við Skuggafélaga við undirbúning og framkvæmd mótsins.  
Þá óskar nefndin eftir því við hesthúseigendur í Borgarnesi að þeir láni hesthús sín fyrir keppendur/sýnendur meðan á mótinu stendur.
Framkvæmdanefndin óskar eftir því að hesthúseigendur láni ekki húsin sín beint til keppenda/sýnenda heldur lofi nefndinni að hafa milligöngu þar um.
En nefndin hefur hugsað sér að úthluta ákveðnum húsum til þeirra hestamannafélaga sem senda keppendur/sýnendur á mótið og það verði síðan félaganna að koma sínu fólki í hús.
Það væri æskilegt ef þeir hesthúseigendur sem vilja lán hús sín myndu tilkynna Inga Tryggvasyni um það á netfangið ingi@lit.i.s eða í síma 860 2181 sem fyrst.
 
Þá hvetur framkvæmdanefnd hesthúseigendur og aðra Skuggafélaga að sjá til þess að félagssvæði Skugga verði snyrtilegt í vor og sumar eins og það á reyndar alltaf að vera svo það sé okkur hestamönnum til fyrirmyndar.
 
Með von um gott samstarf.
 
f.h. framkvæmdanefndar
 
Ingi Tryggvason formaður
 

03.03.2017 23:44

Fundargerð aðalfundar

Nú er (loksins) búið að setja inn á síðuna fundargerð aðalfundar 2016 ásamt skýrslu stjórnar. Eru þessi gögn, ásamt öðrum gögnum frá fundinum, aðgengileg undir "fundargerðir og skjöl"

03.03.2017 23:21

Einkunnalágmörk á Íslandsmót 2017

Tilkynning frá keppnisnefnd LH um einkunnalágmörk á Íslandsmót fullorðinna 2017, sem haldið verður á Hellu dagana 6. - 9. júlí.
Samkvæmt lögum og reglum LH ber keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir Íslandsmót. Það er parið, hesturinn og knapinn sem ná þurfa eftirfarandi lágmörkum. Vakin er athygli á því að einkunnir parsins mega vera allt að tveggja ára gamlar.

Tekin var ákvörðun um að setja lágmörkin þar sem gömlu meistaraflokkslágmörkin voru og eru þau sem hér segir:
Tölt T1 6,5

Fjórgangur V1 6,2

Fimmgangur F1 6,0

Tölt T2 6,2

Gæðingaskeið PP1 6,5

250 m skeið 26 sekúndur

150 m skeið 17 sekúndur

100 m skeið 9 sekúndur

(af vef Hestafrétta)

02.03.2017 23:04

KB - tölt og skeið

Þá er komið að öðru mótinu í KB mótaröðinni. Í þetta sinn verður keppt í tölti T7 og T3 og eins verður keppt í skeiði í gegn um höllina. 

Hér er ráslistinn - það athugist að hér er um fyrstu útgáfu að ræða, endurbætt útgáfa, ef þarf, birtist á fb síðu mótaraðarinnar.


  • 1
Flettingar í dag: 131
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 272
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1266937
Samtals gestir: 163044
Tölur uppfærðar: 30.4.2017 16:32:27

Firmakeppni 2017

eftir

1 dag

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 131
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 272
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1266937
Samtals gestir: 163044
Tölur uppfærðar: 30.4.2017 16:32:27