Hestamannafélagið Skuggi
Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga.


20.01.2015 00:39

Fundargerð aðalfundar 4.12.2014

Nú er fundargerð aðalfundar sem haldinn var 4.desember s.l. aðgengileg á vefnum, undir "Fundargerðir og skjöl". Eins er hægt að skoða hana hérna á pdf sniði

14.01.2015 10:18

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð 

Skuggafjölskyldunnar

 

Fimmtudaginn 22. janúar kl. 19:00 mun fræðslu- og skemmtinefnd Skugga standa fyrir uppskeruhátíð fyrir alla fjölskylduna í félagsheimili hestamanna í Skugga. 

Aðgangur er ókeypis en í boði verður matur og skemmtileg dagskrá s.s. happdrætti.

Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur í leik og keppni á árinu. 

Vinsamlega látið vita með þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 19. janúar á netfangið jokull73@simnet.is  eða í síma 864-6006.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Nefndin.

08.01.2015 00:31

Íþróttamaður UMSB 2014

Laugardaginn 10.janúar kl.14 mun UMSB standa fyrir íþróttauppskeruhátíð
þar sem ýmiss verðlaun og viðurkenningar verða veitt íþróttafólki af
starfssvæði UMSB ásamt því að íþróttamaður Borgarfjarðar 2014 verður
heiðraður.
Nemendur úr tónlistarskóla Borgarfjarðar munu koma fram með
tónlistaratriði og boðið verður uppá kaffi og meðlæti.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest á laugardaginn.

Með ungmennafélagskveðju.
Stjórn og starfsfólk UMSB.

05.01.2015 22:19

Uppskeruhátíð LH - ítrekun

Miðasölu á uppskeruhátíð hestamanna lýkur á morgun kl. 18:00
Undirbúningur fyrir hátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum 10. janúar næstkomandi stendur nú sem hæst.  Hátíðin er samstarfsverkefnið Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda og hefur verið haldin á haustmánuðum en var frestað.  Dagskráin verður fjölbreytt og létt en eins og vant er verða veittar viðurkenningar fyrir árangur í keppni og ræktun o.fl.  Margt verður til skemmtunar og meðal annars mun nýstofnaður hestamannakvartett skemmta.  Veislustjóri verður hinn geðþekki Gísli Einarsson.
Nú er um að gera fyrir hestamenn að hefja árið af krafti með góðum gleðskap í góðra vina hópi.
Hægt er að fá miða á hátíðina með greiðslu inná reikning Gullhamra.
0301-26-14129
Kt.: 6603042580
Vinsamlegast sendið staðfestingu á gullhamrar@gullhamrar.is
Miðaverð er 9.600 krónur.
Viðburðinn og allar upplýsingar um hann er hægt að finna hér: https://www.facebook.com/events/395865530579934/
 
Miðasölu líkur á morgun þriðjudag 6. janúar klukkan 18.
Greiddir miðar afhentir í Gullhömrum miðvikudaginn 7. janúar milli klukkan 10 og 16.
Þeir sem ekki geta nálgast miða á miðvikudag geta fengið þá afhenta við innganginn á laugardaginn.
Ekki er hægt að kaupa miða í mat eftir þriðjudag en miðar á dansleik eru seldir á staðnum eftir klukkan 23.  Verð á dansleik er 2.500 krónur.
Hótel Saga býður svo gestum Uppskeruhátíðar afslátt af gistingu, um að gera að nýta sér það! Eins manns herbergi á 12.500 kr. Og tveggja manna á 16.000 kr. Morgunverður innifalinn!    www.hotelsaga.is

 

Vonumst til að sjá sem flesta!

03.01.2015 22:08

Skuggi 25 ára

Gleðilegt ár félagar í Skugga og aðrir lesendur þessarar síðu. Eins og margir vita þá er opinber afmælisdagur Hmf. Skugga 1. janúar. Er það talið frá þeim tíma sem Skuggi breyttist úr hesteigendafélagi í íþróttafélag og fékk þ.a.l. aðild að LH og ÍSÍ. Því fagnar félagið 25 ára afmæli sínu þetta árið. Það er því m.a. verðugt verkefni á afmælisári að hlúa að félagsheimilinu okkar sem reist var með samstilltu átaki fjölda félaga. Framkvæmdir hefjast vonandi fljótlega svo allt verði klárt á vormánuðum. Örugglega verður leitað til félaga um vinnuframlag sem vonandi margir geta innt af hendi.   

29.12.2014 11:05

Uppskeruhátíð hestamanna

UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA - MIÐASÖLU LÝKUR 6. JANÚAR!
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Gullhömrum í Grafarholti 10. janúar næstkomandi. Gullhamrar er einn glæsilegasti veitinga- og veislustaður á landinu í dag og ætti því enginn að láta sig vanta á þessa frábæru hátíð okkar. Dagskráin verður með sama móti og venjulega. Verðlaunaafhendingin verður á sínum stað, dýrindis þriggja rétta máltíð og að sjálfsögðu dönsum við saman langt fram eftir nóttu eins og okkur hestamönnum er einum lagið.
 
Viðburðinn er hægt að finna á facebook:https://www.facebook.com/events/395865530579934/

Hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Gísli Einarsson verður veislustjóri og svo mun hljómsveitin Rokk halda uppi fjörinu en í henni eru þeir:


Hreimur Örn - gítar og söngur

Pálmi Sigurhjartarson - píanó og söngur

Benedikt Brynleifsson - trommur

Róbert Þórhallsson - bassi

Vignir Snær - gítar og söngur

Þriggja réttar máltíðin verður með glæsilegu móti:

Forréttur - Austurlensk sjávarréttasúpa með karrí og kókos

Aðalréttur - Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu

Ábætisréttur - Suðrænn kókosdraumur með berjablöndu og crumble.


Ekki láta þig vanta á eina glæsilegustu uppskeruhátíð til þessa!

Fyrstir koma fyrstir fá!

Miðasalan fer fram á
gullhamrar@gullhamrar.is eða í síma 517-9090

Miða og borðapantanir verða til kl. 18, þriðjudaginn 6. janúar.


Miðar verða afhentir miðvikudaginn 7. janúar í Gullhömrum.

Verð: 9600 kr.

Selt inn á dansleik frá 23.30. Verð 2.500 krónur

Gestir þurfa að senda kvittun á
gullhamrar@gullhamrar.is og þá verður tekið frá borð á þeirra nafni.

Borðaröðun fer fram þegar miðasölu lýkur!

24.12.2014 00:40

Jólakveðja

Hestamannafélagið Skuggi sendir félagsmönnum sínum öllum svo og öðrum landsmönnum hugheilar jóla - og áramótakveðjur og ósk um farsælt komandi ár um leið og þakkað er fyrir samstarf og samvinnu liðinna ára. 
Félagið vill jafnframt minna hestamenn á að huga að velferð hesta nú um hátíðirnar.  

23.12.2014 00:10

Stjórn og nefndir 2015

Á aðalfundinum núna í desember þá var kosið í stjórn og nefndir félagsins líkt og gert er á hverju ári. Hér er hægt að skoða hverjir voru kjörnir til ábyrgðarstarfa fyrir félagið næsta ár. Hins vegar er það nú svo að allir áhugasamir eru hvattir til að vinna félaginu það sem þeir geta. Þessi skrá ásamt fundargerð aðalfundar verða svo aðgengileg undir "fundargerðir og skjöl" fljótlega. 

22.12.2014 10:18

Borgargirðing - smölun

Orðsending til þeirra sem eru með hross í haustbeit hjá Skugga - frá Beitarnefnd Skugga!

Smölun á Borgargirðingunni fer fram laugardaginn 27. desember n.k. og hefst smölun kl. 11:00.
Allir þeir sem eiga hesta í Borgargirðingunni eru vinsamlegast beðnir um að mæta stundvíslega við hliðið og taka þátt í smöluninni.

Þeir sem eiga hross í haustbeit á vegum Skugga, annarsstaðar en í Borgargirðingunni, skulu hafa samband við Ólaf Þorgeirsson, form. beitarnefndar (sími: 899-6179), vegnar losunar úr þeim beitarhólfum.

P.s.  Þar sem tíðarfar hefur verið mjög erfitt fyrir hross á undanförnum dögum og vikum er hesteigendum bent á að nauðsynlegt er að fylgjast vel með hrossum í haustbeit - og útigangi almennt.  Eigendur þurfa að fullvissa sig um að hrossin séu vel haldin og hafi aðgang að einhverri beit eða heyfeng.  Heyrst hefur að töluvert beri á því nú að hrossin séu að fá "hnjúska" og þarf því hver og einn að fylgjast vel velferð sinna hrossa!

Að lokum:
Nú gengur jólahátíðin senn í garð og því vil ég nota tækifærið og óska öllum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og gæfuríks komandi árs.


Bestu jólakveðjur,
f.h. Beitarnefndar Hmf. Skugga /...óþ
Stefán Logi Haraldsson

12.12.2014 00:51

Lausaganga hunda

Ágætu Skugga-félagar,

Að gefnu tilefni er bent á að samkvæmt "samþykkt um hesthús og umgengni í hesthúsahverfi í Borgarbyggð", sem samþykkt var af sveitastjórn Borgarbyggðar og undirrituð af Umhverfisráðherra 23. okt. 2012 - er lausaganga hunda bönnuð í hesthúsahverfinu.  Þar segir í 6.gr. "Hundar skulu ekki vera lausir í hesthúsahverfinu og nágrenni sbr. samþykkt um hunda- og kattahald í Borgarbyggð nr. 107/2008 og auglýsingu nr. 480/2006 um fólkvang í Einkunnum, Borgarbyggð".

Töluverð brögð hafa verið á því að þetta bann sé ekki virt og berast undirrituðum oft kvartanir þar um, frá félögum í Skugga og öðrum sem þarna eiga leið um!  
Eigi félagar í Skugga þátt í því að þessi samþykkt sé ekki virt og láti það viðgangast að hundar þeirra gangi lausir, þá er það mjög slæmt mál og getur bara endað með því að gripið verði til róttækra aðgerða!
Okkur ber að virða þær samþykktir sem gilda um þetta svæði okkar, skilyrðislaust!

Nú fer að líða að þeim tíma að líf fari að færast í hesthúsahverfið okkar við Vindás - og skora ég því á alla félaga sem eiga hunda og eru með þá með sér í hesthúsunum (sem ekki er bannað) að sjá til þess að hundarnir gangi alls ekki lausir um hverfið!!!

Bestu kveðjur,
Stefán Logi Haraldsson
Form. Hmf. Skugga
 

06.12.2014 23:05

Áminning - forðagæsla

Frestur til að skila inn forðagæsluskýrslu til Matvælastofnunar rann út fyrir viku síðan. Allir búfjáreigendur skulu fylla út þar til gerða forðagæsluskýrslu og senda til Matvælastofnunar. Á forðagæsluskýrslu kemur fram bústofn hvers og eins ásamt upplýsingum um heyforða og landstærðir.

Allir búfjáreigendur sem Matvælastofnun er með skrá yfir og hafa áður skilað forðagæsluskýrslu fengu bréf frá stofnuninni fyrr í haust og voru beðnir um að skila inn lögboðnum upplýsingum fyrir 20. nóvember sl. Ennþá er þó hægt að skila inn skýrslu. Það er hægt með því að fylla út rafræna forðagæsluskýrslu í Bústofni (www.bustofn.is) eða hafa samband við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem aðstoðar bændur við að skila inn skýrslu með rafrænum hætti gegn gjaldi. Þeir sem ekki fengu bréf en eru eigendur að hrossum eða öðru búfé skal bent á að hafa samband við Matvælastofnun eða dýraeftirlitsmann til að tryggja að unnt sé að skrá skýrslu með rafrænum hætti í Bústofn.
  • 1
Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 742957
Samtals gestir: 122570
Tölur uppfærðar: 2.2.2015 00:10:12


Uppskeruhátíð Skugga

atburður liðinn í

11 daga

KB mótaröð - fjórgangur

eftir

12 daga

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar


Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 742957
Samtals gestir: 122570
Tölur uppfærðar: 2.2.2015 00:10:12