09.05.2016 22:23

Auglýst eftir sjálfboðaliðum

Landsmót hestamanna hafa í áranna rás verið borin uppi af óeigingjörnu framlagi sjálfboðaliða úr hestamannafélögum landsins. Sami eldmóður og hugsjón einkenna starfið í dag og í upphafi og margir sjálfboðaliðar gefa vinnu sína ár eftir ár. Gífurlegur undirbúningur liggur í að skipuleggja Landsmót og til að mæta kröfum nútímans um aðbúnað og skipulag reisum við heilt þorp fyrir allt að 15.000 manns. Framlag sjálfboðaliða er því gríðarlega mikilvægt og skiptir höfuðmáli til að gera umgjörð mótsins sem glæsilegasta.

Sjálfboðaliðar sem taka þátt í Landsmóti vinna a.m.k. þrjár vaktir á meðan á mótinu stendur. Þeir sem eru áhugasamir geta þó að sjálfsögðu tekið að sér fleiri vaktir því verkefnin eru næg. Hver vakt varir í 6 klukkustundir og er sjálfboðaliðum skipt niður í hópa sem fá síðan úthlutað ákveðið ábyrgðarsvið eða verkefni.

Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðastarfið má finna hér 

Til að sækja um þarf að fylla út umsókn og senda góða andlitsmynd með umsókninni á johanna@landsmot.is

Umsóknarfrestur er 15. maí 2016!

09.05.2016 08:37

Umsókn um beitarhólf

Umsóknir um beitarhólf fyrir árið 2016 skulu berast skriflega til beitarnefndar Skugga fyrir 16. maí n.k., í netföng:

dila@simnet.is, Ólafur Þorgeirsson (899 6179)

habbasigga@simnet.is, Andrés Jóhannsson (860 9030)

Í umsóknum skal tilgreina fjölda hrossa sem sótt er um fyrir, í sumarbeit, í haustbeit eða í heilsársbeit.

Mikilvægt er að umsóknir séu komnar til beitanefndar í síðasta lagi 15. maí, n.k., annars er ekki tryggt að menn fái beitarhólf.

Skilyrði fyrir úthlutun, er eins og áður, að gengið sé frá beitarsamningi og greiðslu beitargjalds áður en beitartími hefst, en skv. samningi við Borgarbyggð er það 10. júní, ár hvert.

 

Beitarnefnd Skugga

07.05.2016 23:03

Arionbankamótið

Dagskrá morgundagsins

Úrslit
Fjórgangur V2 10:00 Ungmennaflokkur
10:25 Barnaflokkur
10:50 Unglingaflokkur
11:15 Opinn flokkur
Fimmgangur F2 11:40 Ungmennaflokkur
12:10 Hádegishlé
12:50 Opinn flokkur
Tölt T3 13:20 Unglingaflokkur
13:40 Barnaflokkur
14:00 2. flokkur
100 m. Skeið 14:20 Opinn flokkur
Tölt T4 14:50 Ungmennaflokkur
15:10 Opinn flokkur
15:30 Kaffihlé
Tölt T1 15:50 Ungmennaflokkur
16:20 Opinn flokkur
Gæðingaskeið 16:50 Ungmennaflokkur
Opinn flokkur

04.05.2016 22:39

Úr reglugerð um velferð hrossa

Með hækkandi sól þá setja margir hesteigendur hross sem eru á húsi út í gerði og hafa þau þar jafnvel daginn. Því er rétt að minna á 10. grein reglugerðar um velferð hrossa en þar er m.a. fjallað um vatn og brynningu.

10. gr.

Fóðrun, beit og brynning.

Hross skulu hafa aðgang að fóðri a.m.k. tvisvar á sólarhring og skal aðgangur að gróf­fóðri aldrei vera minni en sem svarar til 4 kg af þurru heyi, daglega, fyrir hvert hross.

Fóður skal að magni, gæðum og næringarinnihaldi fullnægja þörfum hrossa til vaxtar, viðhalds og notkunar. Hross skulu hafa aðgang að hreinu og ómenguðu drykkjarvatni eða snjó. Óheimilt er að hafa hross án vatns lengur en 6 klst. og án fóðurs lengur en 14 klst. Óheimilt er að hafa folaldshryssu án vatns eða fóðurs lengur en 2 klst. Forðast skal allar snöggar fóðurbreytingar og aðeins skal nota óskemmt fóður.

04.05.2016 21:58

Firmakeppnin - úrslitin

Firmakeppni Skugga 1. maí 2016

Hér eru úrslitin frá Firmakeppninni, Nafn keppenda og fyrirtæki/einstaklingur

Barnaflokkur:

 1.       Aníta Björk Björgvinsdóttir - Júlli Jóns vöruflutningar

2.       Katla Halldórsdóttir - Bjarni Guðjónsson

3.       Andrea Ína Jökulsdóttir - HSS-verktak ehf

4.     Elín Björk Sigurþórsdóttir - Bifreiðaþjónusta Harðar

 Unglingaflokkur:

1. Húni Hilmarsson  - Brugghús-Steðja

2. Berghildur Reynisdóttir - Kræsingar

3. Arna Hrönn Ámundadóttir - Borgarverk

4. Sólveig Sigurbjörg Sæmundsdóttir - Landlínur

5. Hreiðar Þór Ingvarsson - Hvannes ehf

 Ungmennaflokkur:

1.Máni Hilmarsson  - Límtré-Vírnet

2. Þorgeir Ólafsson  - Reynir Magnússon

3. Sigrún Rós Helgadóttir  - Vatnsverk, Guðjón & Árni

4. Berglind Ýr Ingvarsdóttir  - Hópferðaþjónusta Sigurðar Þorsteinssonar

5. Gyða Helgadóttir  -  Gámaþjónusta Vesturlands

 Kvennaflokkur:

1. Iðunn Silja Svansdóttir  - Kaupfélag Borgfirðinga

2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir  - Atlantsolía

3.Elísabet Fjeldsted  - Grillhúsið

4. Heiða Dís Fjeldsted  - Þorsteinn Oddur  Stefán Logi Haraldsson

 Karlaflokkur:

1.       1. Þórður Sigurðsson  - Halldór Sigurkarlsson

2.      2.  Helgi Baldursson  - Mýrarnaut

3.       3. Ámundi Sigurðsson  - Sjúkraþjálfun Halldóru

4.       4. Björgúlfur Björnsson  - Sigurður

5.      5.  Helgi Gissurarson  - Stefán Logi Haraldsson 

02.05.2016 23:11

Firmakeppni Skugga

Firmakeppnin fór fram þann 1. maí sk. venju. Þátttaka var með ágætum og veðrið frábært. Að lokinni keppni þá var glæsilegt kaffihlaðborð í félagsheimilinu sem fjölmargir nutu. Allar myndir sem fylgja eru teknar af Maríu Magnúsdóttur. Því miður vantar mynd af pollaflokknum. Hér eru þáttakendur í barnaflokki - sigurvegarinn Aníta Björk Björgvinsdóttir er lengst til hægri. Unglingaflokkur - sigurvegarinn Húni Hilmarsson lengst til hægri. Ungmennaflokkur - sigurvegarinn Máni Hilmarsson annar frá hægri. Kvennaflokkur - sigurvegarinn Iðunn Svansdóttir í miðjunniKarlaflokkur - sigurvegarinn Þórður Sigurðsson í miðjunni. 

27.04.2016 23:23

Arionbankamót Faxa og Skugga


Opið íþróttamót, Arionbankamót Faxa og Skugga, verður haldið á félagssvæði Skugga í Borgarnesi dagana 7. og 8. maí n.k. Mótið hefst kl. 10 á laugardag með keppni í fjórgangi V2.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum.

Pollaflokkur: Pollatölt.

Barnaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T1 - Tölt T4 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1

2. flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3

Opinn flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T1 - Tölt T4 - Fimmgangur F2 - Gæðingaskeið PP1 - 100 m. skeið P2

Skráning fer fram í gegn um Sportfeng (mótshaldari Skuggi) og verður skráningu lokað kl. 24 miðvikudaginn 4. maí. Ath: Tölt T4 er skráð sem Tölt T2. Eins er hægt að senda allar upplýsingar á netfangið kristgis@simnet.is ef skráning í Sportfeng gengur ekki. (Þær upplýsingar sem verða að koma eru kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og greinar og eins upp á hvora hönd riðið er í hverri grein).

Skráningargjöld eru engin í pollaflokki, kr. 1.500.- í barna og unglingaflokki pr. grein og kr. 3.000.- í öðrum flokkum. Reikningsnúmer er 0326-13-4810 - kt: 481079-0399.

Reikna má með að forkeppni í hringvallargreinum fari fram á laugardag sem og B úrslit (ef þarf)  en skeiðgreinar og A úrslit í öllum flokkum á sunnudag.

Mótanefnd Faxa og Skugga

26.04.2016 23:35

Firmakeppni 2016

Firmakeppni 2016

Hmf Skuggi heldur sína árlegu firmakeppni sunnudaginn 1. maí n.k. á velli félagsins við Vindás. 

Hefst keppnin kl. 14 og verður keppt í eftirfarandi flokkum.

Pollaflokkur - barnaflokkur - unglingaflokkur - ungmennaflokkur - kvennaflokkur - karlaflokkur.

Fimm efsti í hverjum flokki fá verðlaun nema í pollaflokki en þar fá allir viðurkenningu. 

Allir hestfærir Skuggafélagar eru hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði sem er fyrst og fremst til gamans og tækifæri til samveru. 

Einstaklingar sem vilja styrkja félagið af þessu tilefni og vera í "pottinum" eru vinsamlega beðnir um að greiða valgreiðsluseðil sem kominn er í heimabankann, nánar um það í formannspósti. 

Firmanefndin

01.04.2016 21:28

Fjölskyldureiðtúr

Farið verður í fjölskyldureiðtúr sunnudaginn 3. apríl, n.k. (næsta sunnudag)!

Mæting við félagsheimilið klukkan 14:00, engin skráning. 

Einnig er fyrirhugað að fara í  einn fjölskyldureiðtúr í viðbót þann 8. maí, n.k.


Ferðanefnd Skugga. 

30.03.2016 23:09

Stóðhestaveisla 2016

Skemmtiferð á Stóðhestaveislu 2016

Ágætu Skugga félagar. Fræðslu og kynbótanefnd Skugga stendur fyrir ferð á Stóðhestaveisluna 2016 sem haldin verður laugardaginn 9. apríl nk í Samskipahöllinni í Spretti. Lagt verður af stað með rútu frá plani Menntaskólans í Borgarnesi kl 16:30.

Áætlað er að koma við á leiðinni og skoða a.m.k eitt hrossaræktarbú.

Þátttökugjald er 6500 kr. ( 4500 kr miði á veisluna, bókin fylgir með. 2000 kr í rútuna), greiðist í rútu.

Allir velkomnir - það er þó miðað við að börn og unglingar 16 ára og yngri, séu í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum

Skráning fer fram hjá Baldri í síma 825-8269 eða netfang baldur.petursson@marel.com og hjá Berglindi Ýr í síma 862-8582 eða netfang berglindyri@gmail.com

Skráning er til og með 4. apríl nk.

!ATH! Aðeins 40 miðar lausir, fyrstur kemur, fyrstur fær! 

  • 1
Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 639
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 1048163
Samtals gestir: 145942
Tölur uppfærðar: 31.5.2016 03:26:40
Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 639
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 1048163
Samtals gestir: 145942
Tölur uppfærðar: 31.5.2016 03:26:40