26.02.2015 23:28

Vesturlandssýning 2015

26.02.2015 23:24

Stóðhestar á vegum Hrossvest

Nú er Hrossaræktarsamband Vesturlands búið að auglýsa hvaða stóðhestar verða á þess vegum nú í sumar. Alls er hér um að ræða 12 stóðhesta, hvern öðrum betri. Opnað hefur verið fyrir pantanir og er hryssueigendum því ekkert að vanbúnaði að panta. Auglýsingin er hérna.

18.02.2015 23:07

Sýnikennsla í Faxaborg

Laugardagskvöldið 21.febrúar n.k. kl 20:00 ætlar

Þorvaldur Árni Þorvaldsson að vera með sýnikennslu í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi.

Þorvald þarf vart að kynna fyrir hestamönum, hann hefur sýnt og kennt með góðum árangri. Nú ætlar hann að sýna okkur hvernig hann þjálfar sinn hest.

Þetta tækifæri ætti enginn að láta framhjá sér fara!!

Aðgangseyrir 1000.kr

ALLIR VELKOMNIR!

16.02.2015 23:11

HM í Herning 2015

Hér má finna auglýsingu frá Úrval Útsýn en það fyrirtæki býður upp á pakkaferðir á HM í Herning í sumar. Þeir sem kaupa í gegn um þá eru um leið að styrkja íslenska landsliðið. Eins er hægt að kaupa bara miða sem hentar þeim sem koma sér á eigin vegum til Danmerkur. 

16.02.2015 23:04

KB mótaröðin - niðurstöður

Hér má nú finna allar niðurstöður fjórgangskeppni KB mótaraðarinnar sem fram fór sunnudaginn 15. febrúar. Þrátt fyrir frestun sem alltaf er til vandræða þá kom það ekki niður á mótinu - skráningar héldu sér nánast að fullu og fór mótið vel fram í hvívetna. Allt rann í gegn alveg smurt og eiga allir sem að mótinu komu miklar þakkir skildar. Fjölmörgum áhorfendum eru einnig færðar þakkir. Þetta mót sýndi að við eigum gott töltmót í vændum eftir rétt um mánuð en næsta mót verður haldið 14. mars. Nánar um .það síðar. Myndir af verðlaunahöfum eru í myndaalbúminu. 

13.02.2015 19:49

Frestun móts

Í ljósi afar slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta mótinu til kl. 11 á sunnudaginn. Það er ekki gaman að standa frammi fyrir svona en okkar mat er að það sé ekki forsvaranlegt að halda mótið m.v. þá spá sem nú er í gangi. Það er vitað að þetta raskar plönum hjá mörgum en vonandi getum við samt sem áður haldið gott mót. Skráningar eru rétt innan við 80 og margir sterkir keppendur á ráslistanum. 

12.02.2015 19:37

KB fjórgangur - ráslisti

Þá er komin út fyrsta útgáfan af ráslistanum fyrir laugardaginn. Athugasemdir, ef einhverjar, berist til Kristjáns eða Jóns Kristjáns. Annað kvöld kemur svo út endanleg útgáfa ef á þarf að halda. Mótið hefst kl. 10 árdegis og er röð flokka eftirfarandi: Unglingaflokkur - barnaflokkur - ungmennaflokkur - 2. flokkur, 1. flokkur - opinn flokkur. Eins verður reynt að setja tímasetningar inn eins og hægt er. 

08.02.2015 22:18

Þorvaldur Árni í Faxaborg

Fræðslunefndir Dreyra, Faxa og Skugga - auglýsa;

Reiðnámskeið Þorvaldar Árna Þorvaldssonar verður laugardaginn 21 febrúar og sunnudagin 22 febrúar  n.k.

Á námskeiðinu eru 2x45 mínútur og mun Þorvaldur Árni ljóstra upp leyndarmálum góðrar og árangursríkrar reiðmennsku og þjálfunar á hestum. Hann mun einstaklingsmiða námið svo hver og einn fái sem mest út úr því.

Námskeiðið kostar 25.þús  á hvern knapa og komast 4 frá hverju félagi , Dreyra, Faxa og Skugga - svo frumskógarlögmálið ræður enn ríkjum!

Námskeiðið verður í Faxaborg í Borgarnesi

 Eftirtaldir taka við skráningum:

Eygló Hulda  fyrir Dreyra Eyglo.krossi@gmail.com

Gunnar Halldórsson  fyrir Faxa gunnar.arnbjorg@gmail.com

Valdimar Ólafsson fyrir Skugga valdi@husa.is

06.02.2015 23:39

KB mótaröð - Fjórgangur

KB mótaröðin - fjórgangur

 

Fyrsta mót KB mótaraðarinnar verður haldið í Faxaborg laugardaginn 14. febrúar n.k. og hefst kl. 10.

Keppt verður í fjórgangi V2 í öllum flokkum. Keppt er í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki,  2. flokki, 1. flokki og opnum flokki.

Skráningu skal lokið fyrir kl. 24 miðvikudaginn 11. febrúar og verður unnt að skrá í skráningakerfi Sportfengs eftir mánudaginn. Velja skal Skugga sem mótshaldara. Þeir sem skrá um helgina senda nauðsynlegar upplýsingar á netfangið kristgis@simnet.is og fá þá sent númer reiknings svo hægt sé að standa skil á skráningargjöldum sem eru kr. 1.000. - í barna - og unglingaflokki en kr. 2.500.- í öðrum.

Bent er á Facebook síðu mótaraðarinnar en þar koma nánari upplýsingar til með að birtast og þar er einnig hægt að koma á framfæri fyrirspurnum og athugasemdum.

 Mótanefnd


03.02.2015 19:32

Járninganámskeið

Auglýsing frá Fræðslu- og skemmtinefnd Skugga

Hestamannafélagið Skuggi og Gunnar Halldórsson, Íslandsmeistari í járningum 2013 og 2014, bjóða upp á járninganámskeið í reiðhöllinni Faxaborg Borgarnesi sunnudaginn 8. febrúar.
Námskeiðið hefst kl. 10.00 og lýkur um kl. 17.00. og miðast hámarksfjöldi þáttakenda við 5.

Kennd verður almenn hófhirðing, tálgun og járningar. Farið verður yfir áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk.
Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og sýnikennsla.
Þátttakendur koma með eigin járningaáhöld og reiknað er með að hver þáttakandi komi með tvo hesta til að járna.

Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og lengra komnum, bæði konum og körlum, ungum sem öldnum.
Verð: kr. 20.000,- (Innifalið: kennsla, skeifur, aðstaða fyrir hest, súpa og kaffi).

Upplýsingar og skráning á gunnar.arnbjorg@gmail.com.  Eða í síma 8988134 Gunnar

f.h. Fræðslu- og skemmtinefndar Skugga
Birgir Andrésson, form. 

02.02.2015 22:17

Myndir frá Uppskeruhátíð Skugga

Nokkar myndir frá uppskeruhátíð Skugga eru komnar í myndaalbúmið - en vegna bilunar í kerfi því sem hýsir heimasíðuna hefur ekki verið unnt að uppfæra síðuna um nokkurt skeið og eins hefur útlit hennar farið úrskeiðis. Standa vonir til þess að úr verði bætt innan tíðar. Meiri fregnir af Uppskeruhátíð koma hér fljótlega.  

20.01.2015 00:39

Fundargerð aðalfundar 4.12.2014

Nú er fundargerð aðalfundar sem haldinn var 4.desember s.l. aðgengileg á vefnum, undir "Fundargerðir og skjöl". Eins er hægt að skoða hana hérna á pdf sniði

14.01.2015 10:18

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð 

Skuggafjölskyldunnar

 

Fimmtudaginn 22. janúar kl. 19:00 mun fræðslu- og skemmtinefnd Skugga standa fyrir uppskeruhátíð fyrir alla fjölskylduna í félagsheimili hestamanna í Skugga. 

Aðgangur er ókeypis en í boði verður matur og skemmtileg dagskrá s.s. happdrætti.

Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur í leik og keppni á árinu. 

Vinsamlega látið vita með þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 19. janúar á netfangið jokull73@simnet.is  eða í síma 864-6006.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Nefndin.

08.01.2015 00:31

Íþróttamaður UMSB 2014

Laugardaginn 10.janúar kl.14 mun UMSB standa fyrir íþróttauppskeruhátíð
þar sem ýmiss verðlaun og viðurkenningar verða veitt íþróttafólki af
starfssvæði UMSB ásamt því að íþróttamaður Borgarfjarðar 2014 verður
heiðraður.
Nemendur úr tónlistarskóla Borgarfjarðar munu koma fram með
tónlistaratriði og boðið verður uppá kaffi og meðlæti.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest á laugardaginn.

Með ungmennafélagskveðju.
Stjórn og starfsfólk UMSB.

05.01.2015 22:19

Uppskeruhátíð LH - ítrekun

Miðasölu á uppskeruhátíð hestamanna lýkur á morgun kl. 18:00
Undirbúningur fyrir hátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum 10. janúar næstkomandi stendur nú sem hæst.  Hátíðin er samstarfsverkefnið Landssambands hestamannafélaga og Félags hrossabænda og hefur verið haldin á haustmánuðum en var frestað.  Dagskráin verður fjölbreytt og létt en eins og vant er verða veittar viðurkenningar fyrir árangur í keppni og ræktun o.fl.  Margt verður til skemmtunar og meðal annars mun nýstofnaður hestamannakvartett skemmta.  Veislustjóri verður hinn geðþekki Gísli Einarsson.
Nú er um að gera fyrir hestamenn að hefja árið af krafti með góðum gleðskap í góðra vina hópi.
Hægt er að fá miða á hátíðina með greiðslu inná reikning Gullhamra.
0301-26-14129
Kt.: 6603042580
Vinsamlegast sendið staðfestingu á gullhamrar@gullhamrar.is
Miðaverð er 9.600 krónur.
Viðburðinn og allar upplýsingar um hann er hægt að finna hér: https://www.facebook.com/events/395865530579934/
 
Miðasölu líkur á morgun þriðjudag 6. janúar klukkan 18.
Greiddir miðar afhentir í Gullhömrum miðvikudaginn 7. janúar milli klukkan 10 og 16.
Þeir sem ekki geta nálgast miða á miðvikudag geta fengið þá afhenta við innganginn á laugardaginn.
Ekki er hægt að kaupa miða í mat eftir þriðjudag en miðar á dansleik eru seldir á staðnum eftir klukkan 23.  Verð á dansleik er 2.500 krónur.
Hótel Saga býður svo gestum Uppskeruhátíðar afslátt af gistingu, um að gera að nýta sér það! Eins manns herbergi á 12.500 kr. Og tveggja manna á 16.000 kr. Morgunverður innifalinn!    www.hotelsaga.is

 

Vonumst til að sjá sem flesta!

  • 1
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 152
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 758686
Samtals gestir: 123706
Tölur uppfærðar: 4.3.2015 12:19:39
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 152
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 758686
Samtals gestir: 123706
Tölur uppfærðar: 4.3.2015 12:19:39