22.10.2014 13:23

Framboð til stjórnar LH

Framboð til sambandsstjórnar LH 2014 - 2016

 

Ákvörðun hefur  verið tekin um framhald þingfundar 59. Landsþings LH, laugardaginn 8. nóvember n.k. kl. 9:00 í E-sal á þriðju hæð í húsakynnum ÍSÍ og LH að Engjavegi 6.

 

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru, lýsir kjörnefnd eftir framboðum til sambandsstjórnar LH til næstu tveggja ára.

 

Stjórnin skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum.

Varastjórn skal skipuð fimm mönnum og taka þeir sæti í aðalstjórn í samræmi við atkvæðahlutfall.  

Formaður er kjörin sérstaklega og þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu skal kjósa á ný um þá tvo sem flest atkvæði hlutu. Ræður þá einfaldur meirihluti atkvæða.

Á fyrsta stjórnarfundi að afloknu landsþingi LH skal stjórn LH skipta með sér verkum, kjósa varaformann, ritara og gjaldkera úr hópi stjórnarmanna.

 

Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH.

 

Óskar kjörnefnd LH eftir því að framboð til stjórnar LH berist eigi síðar en á hádegi föstudaginn 7. nóvember 2014 til nefndarinnar.

Þar sem um framhaldsþing er að ræða er rétt að minna á að sömu kjörbréf gilda fyrir framhaldsfund og giltu fyrir þingið á Selfossi 17.-18. október. Breytingar á þingfulltrúum skal tilkynna tímanlega til skrifstofu LH.

Með kveðju,

Kjörnefnd LH

 

Guðmundur Hagalínsson

Sími 825 7383

Netfang ghl@eimskip.is

 

Ása Hólmarsdóttir

Sími 663 4574

Netfang asaholm@gmail.com

 

Margeir Þorgeirsson

Sími 892 2736

Netfang vodlarhestar@gmail.com

20.10.2014 22:44

Af landsþingi LH

Landsþing LH var haldið á Selfossi 16. og 17. október. Rúmlega 50 tillögur lágu fyrir þinginu og hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri. Fjölluðu þær um hin aðskiljanlegustu atriði er varðar keppni, mótahald og félagskerfi hestamennskunnar. Sú tillaga sem mesta athygli fékk var tillaga sem fram kom á þinginu um að stjórn væri falið að ganga til samningaviðræðna við Gullhyl um landsmót í Skagafirði 2016 og ljúka þeim ef hægt væri, en Skagfirðingum hafði verið tilkynnt það tveimur dögum fyrir þing að hætt væri við samningaviðræður og mótið 2016 yrði haldið í Kópavogi. Varð samþykkt þessarar tillögu til þess að formaður LH sagði af sér og stjórnin öll í kjölfarið. Var þinginu slitið þegar hér var komið án þess að gengið væri til kosninga  þar sem allir þeir sem í kjöri voru til stjórnar drógu framboð sín til baka. Eins var ekki búið að ákveða staðsetningu Íslandsmóta en Skuggi er umsækjandi um Íslandsmót yngri flokka árið 2016. 
Framhaldsþing var boðað 8. nóvember og á þá að klára .þingstörfin og kjósa nýja stjórn. Til að undirbúa það hefur verið boðaður formannafundur næsta laugardag. Er vonandi að vel takist til í framhaldinu og þannig verði gengið frá málum að þokkalegur friður ríki um málefni hestamennskunnar. 
Þegar búið verður að ganga frá þinggerð landsþingsins verður hún birt hérna lesendum til upplýsingar og fróðleiks. 
 

20.10.2014 22:40

Reglugerð um aðbúnað hrossa

Nýkomin er út reglugerð um aðbúnað hrossa. Er þar tekið á ýmsum atriðum er tengjast velferð hrossa. Reglugerðina má nálgast hérna á síðunni og eru hestamenn hvattir til að kynna sér hana vel. 

20.10.2014 13:09

Sýnikennsla í heitjárningum

Miðvikudaginn næsta, 22. október ætlar Íslandsmeistarinn í járningum, Gunnar Halldórsson í samstarfi við hestamannafélagið Grana að halda sýnikennslu í heitjárningum á Mið-fossum í Borgarfirði. Gunnar ætlar að leyfa áhorfendum að líta aðeins inní heim heitjárninga.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir hinn almenna hestamann til að öðlast meiri skilning á bæði heitjárningum og járningum almennt.

Sýnikennslan hefst kl 20:00

Kostar 500kr inn

Sjoppa á staðnum

Bestu kveðjur, Grani

02.10.2014 11:59

Sýnikennsla á MIð-Fossum

Þjálfun í byrjun vetrar

Hestamannafélagið Grani í samstarfi við Sigvalda Lárus Guðmundsson reiðkennara, ætla að hafa sýnikennslu á Mið-Fossum í Borgarfirði
miðvikudaginn 8. október næstkomandi.
Farið verður yfir þá þætti sem helst ber að hafa í huga þegar taka á hross inn snemma vetrar og hefja þjálfun. Sigvaldi er þekktur þjálfari, sýnandi og reiðkennari frá Hólaskóla og verður því spennandi að sjá hans nálgun á þessum málum.

Sýnikennslan hefst kl 20:00

Það kostar litlar 500kr inn

Sjoppa á staðnum (seldar pizzur í hléi) 

Kveðja, Hestamannafélagið Grani

29.09.2014 09:22

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi Laugum í Sælingsdal 15. nóvember
Laugardaginn 15. nóvember næstkomandi ætla hestamenn af öllu Vesturlandi að hópast að Laugum í Sælingsdal til að gera sér glaðan dag. Dagskrá eftir hádegið á laugardeginum er í vinnslu og verður auglýst síðar en þó má nefna að hægt verður að komast í sund og að nota íþróttahúsið.
Veislumatseðill að hætti Gunnars Björnssonar:
Forréttur: Blandaðir sjávarréttir á salatbeði
Aðalréttur: Lambafillet - kjúklingabringa

Veislustjóri: Lárus Ástmar Hannesson
Hljómsveitin B4 leikur fyrir dansi
Helstu verð:
Matur og dansleikur: 5.500 kr.
Tveggja manna herbergi: 11.000 kr.
Eins manns herbergi: 8.000 kr.
Ódýrari gisting verður einnig í boði (wc frammi á gangi) og jafnvel gisting í óuppbúnum rúmum eftir því hvernig eftirspurnin verður.
Morgunverður: 1.500 kr.
Pantanir:
Eyþór Jón Gíslason, brekkuhvammur10@simnet.is eða 898 1251
Þórður Ingólfsson, thoing@centrum.iseða 893 1125
Það er um að gera að panta sem fyrst en pantanir þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 11. nóvember.
Athugið að það verða ekki vínveitingar á staðnum.

Undirbúningshópurinn í Glað

24.09.2014 22:24

Landsþing LH

Landsþing LH verður haldið á Selfossi um miðjan næsta mánuð. Skuggi á rétt á því að senda fjóra fulltrúa þangað. 
Meðal þess sem gert verður á þinginu er að velja staði fyrir íslandsmót árin 2015 og 2016. Stjórn Skugga tók ákvörðun um það á síðasta stjórnarfundi að sækja um að fá að halda íslandsmót yngri flokka árið 2016. Ekki er vitað ennþá hversu margir hafa sent umsókn en stjórnarmenn í Skugga eru vongóðir um það að umsókn okkar hljóti brautargengi, enda er hér allt sem á þarf að halda til þess að halda flott mót. 

24.09.2014 22:23

Frá reiðveganefnd

Fyrir nokkru voru settir  steinar á reiðveginn upp að Bjarnhólum  við Hamarslækinn.  Þetta var gert til þess að bægja frá umferð ökutækja,  en þessi steinar hafa verið færðir til hliðar og nýleg hjólför voru á veginum.    Það var engan veginn að ástæðulausu sem þessir steinar voru settir þarna.  Á veginum voru og eru pollar og þeir dýpka og stækka þegar ekið er yfir þá. 

Það er ljóst að enginn þurfti að fara þarna um á ökutæki og að þessi akstur var þarflaus með öllu.  Önnur leið var og er fær.

Það eiga allir að vita sem fara um reiðvegina okkar að þeir eru ekki byggðir fyrir ökutæki og þola þau alls ekki þegar þeir eru blautir. 

Það er ósk og von reiðveganefndar Skugga að félagar okkar og aðrir þeir sem nota reiðvegina umgangist þá af skynsemi.

 

F.h. Reiðveganefndar Skugga

Marteinn Valdimarsson

05.09.2014 23:06

Árshátíð vestlenskra hestamanna

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi - Laugum í Sælingsdal 15. nóvember
Laugardaginn 15. nóvember næstkomandi ætla hestamenn á Vesturlandi að hópast að Laugum í Sælingsdal til að gera sér glaðan dag. Laugar eru um 20 km fyrir norðan Búðardal. Þar verður dagskrá frá því fljótlega upp úr hádegi með fróðleik og afþreyingu. Hægt verður að nýta sundlaugina, íþróttahúsið og aðra aðstöðu sem fyrir hendi er að Laugum. Um kvöldið verður kvöldverður, skemmtidagskrá, tónlist og dans.
Nóg gistirými er að Laugum, bæði fullbúin hótelherbergi og svefnpokapláss. Hægt verður að fá morgunverð á sunnudagsmorgninum.
Allt verður þetta auglýst mikið betur innan fárra vikna en undirbúningur er í fullum gangi. Nú þegar er um að gera að taka helgina frá fyrir góða samveru vestur í Dölum. Einnig væri gott ef þið, hestamenn á Vesturlandi, vilduð vera duglegir að tala sem mest um þessa skemmtun hver við annan svo að stemning skapist fyrir góðri mætingu.
Skemmtinefnd Glaðs
  • 1
Flettingar í dag: 95
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 2115
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 679677
Samtals gestir: 118218
Tölur uppfærðar: 26.10.2014 05:52:51