29.09.2014 09:22

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi Laugum í Sælingsdal 15. nóvember
Laugardaginn 15. nóvember næstkomandi ætla hestamenn af öllu Vesturlandi að hópast að Laugum í Sælingsdal til að gera sér glaðan dag. Dagskrá eftir hádegið á laugardeginum er í vinnslu og verður auglýst síðar en þó má nefna að hægt verður að komast í sund og að nota íþróttahúsið.
Veislumatseðill að hætti Gunnars Björnssonar:
Forréttur: Blandaðir sjávarréttir á salatbeði
Aðalréttur: Lambafillet - kjúklingabringa

Veislustjóri: Lárus Ástmar Hannesson
Hljómsveitin B4 leikur fyrir dansi
Helstu verð:
Matur og dansleikur: 5.500 kr.
Tveggja manna herbergi: 11.000 kr.
Eins manns herbergi: 8.000 kr.
Ódýrari gisting verður einnig í boði (wc frammi á gangi) og jafnvel gisting í óuppbúnum rúmum eftir því hvernig eftirspurnin verður.
Morgunverður: 1.500 kr.
Pantanir:
Eyþór Jón Gíslason, brekkuhvammur10@simnet.is eða 898 1251
Þórður Ingólfsson, thoing@centrum.iseða 893 1125
Það er um að gera að panta sem fyrst en pantanir þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 11. nóvember.
Athugið að það verða ekki vínveitingar á staðnum.

Undirbúningshópurinn í Glað

24.09.2014 22:24

Landsþing LH

Landsþing LH verður haldið á Selfossi um miðjan næsta mánuð. Skuggi á rétt á því að senda fjóra fulltrúa þangað. 
Meðal þess sem gert verður á þinginu er að velja staði fyrir íslandsmót árin 2015 og 2016. Stjórn Skugga tók ákvörðun um það á síðasta stjórnarfundi að sækja um að fá að halda íslandsmót yngri flokka árið 2016. Ekki er vitað ennþá hversu margir hafa sent umsókn en stjórnarmenn í Skugga eru vongóðir um það að umsókn okkar hljóti brautargengi, enda er hér allt sem á þarf að halda til þess að halda flott mót. 

24.09.2014 22:23

Frá reiðveganefnd

Fyrir nokkru voru settir  steinar á reiðveginn upp að Bjarnhólum  við Hamarslækinn.  Þetta var gert til þess að bægja frá umferð ökutækja,  en þessi steinar hafa verið færðir til hliðar og nýleg hjólför voru á veginum.    Það var engan veginn að ástæðulausu sem þessir steinar voru settir þarna.  Á veginum voru og eru pollar og þeir dýpka og stækka þegar ekið er yfir þá. 

Það er ljóst að enginn þurfti að fara þarna um á ökutæki og að þessi akstur var þarflaus með öllu.  Önnur leið var og er fær.

Það eiga allir að vita sem fara um reiðvegina okkar að þeir eru ekki byggðir fyrir ökutæki og þola þau alls ekki þegar þeir eru blautir. 

Það er ósk og von reiðveganefndar Skugga að félagar okkar og aðrir þeir sem nota reiðvegina umgangist þá af skynsemi.

 

F.h. Reiðveganefndar Skugga

Marteinn Valdimarsson

05.09.2014 23:06

Árshátíð vestlenskra hestamanna

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi - Laugum í Sælingsdal 15. nóvember
Laugardaginn 15. nóvember næstkomandi ætla hestamenn á Vesturlandi að hópast að Laugum í Sælingsdal til að gera sér glaðan dag. Laugar eru um 20 km fyrir norðan Búðardal. Þar verður dagskrá frá því fljótlega upp úr hádegi með fróðleik og afþreyingu. Hægt verður að nýta sundlaugina, íþróttahúsið og aðra aðstöðu sem fyrir hendi er að Laugum. Um kvöldið verður kvöldverður, skemmtidagskrá, tónlist og dans.
Nóg gistirými er að Laugum, bæði fullbúin hótelherbergi og svefnpokapláss. Hægt verður að fá morgunverð á sunnudagsmorgninum.
Allt verður þetta auglýst mikið betur innan fárra vikna en undirbúningur er í fullum gangi. Nú þegar er um að gera að taka helgina frá fyrir góða samveru vestur í Dölum. Einnig væri gott ef þið, hestamenn á Vesturlandi, vilduð vera duglegir að tala sem mest um þessa skemmtun hver við annan svo að stemning skapist fyrir góðri mætingu.
Skemmtinefnd Glaðs

18.08.2014 22:54

Bikarmót - niðurstöður

Þá birtast hérna niðurstöður Bikarmótsins sem Hmf. Faxi hélt á Mið-Fossum. Forkeppni og úrslit allra flokka í tölti, fjór - og fimmgangi eru hérna. Úrslit í gæðingaskeiði hér og að síðustu úrslit í 100 m. flugskeiði. . Mótið gekk vel fyrir sig í prýðisveðri, 80 skráningar bárust og stóð mótið frá kl. 10 - kl. 20. 
Stigakeppnin.
Hmf. Skuggi 116,77
Hmf. Dreyri 76,28
Hmf. Faxi 73,87
Hmf Snæfellingur 47,4.

15.08.2014 21:40

Ráslistinn - lokaútgáfa

Þá birtast ekki fleiri útgáfur af ráslista Bikarmóts Vesturlands að sinni - breytingar eru óverulegar.

Tímaplanið er skv. eftirfarandi.

kl. 10:00 - Fjórgangur (13 holl)
kl. 11:15 - Fimmgangur (11 holl)
kl. 12:30 - Matarhlé
kl. 13:00 - Tölt (15 holl)
kl. 14:30 - Gæðingaskeið (20 sprettir)
kl. 15:15 - Úrslit

15.08.2014 13:43

Bikarmót - ráslisti

Þá er hérna ráslisti Bikarmóts Vesturlands. Vonandi er hann sem réttastur - en ef eitthvað er þá má senda póst á kristgis@simnet.is . Keppnin byrjar með forkeppni í 4-gangi kl. 10. Byrjað á opnum flokki skv. auglýsingu sem sjá má hér neðar. Nánari dagskrá kemur vonandi hér inn síðar í dag/kvöld.

02.08.2014 21:47

Bikarmót Vesturlands - auglýsing

Bikarmót Vesturlands

fer fram á Miðfossum laugardaginn 16. ágúst og hefst stundvíslega klukkan 10:00.

 Dagskrá: 

Forkeppni:

Fjórgangur (V2) opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur (F2) opinn flokkur, ungmennaflokkur

Tölt (T3) barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

Gæðingaskeið 

 Úrslit:

Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.

Fimmgangur F2: opinn flokkur, ungmennaflokkur

Tölt barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100m skeið

Athygli er vakin á því að dagskrá er auglýst með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum.

 Skráningar: (opið fyrir skráningu frá 6. ágúst).

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng

Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Mót í valmynd. Áframhaldið rekur sig sjálft, gætið þess bara að fylla í alla stjörnumerkta reiti (einnig félagsaðild þó sjálfgefið félag komi fram), fara svo í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar 

koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur 

merkt við að greiðsla hafi borist.

Skráningargjald er kr. 2.500 í allar greinar, nema barnaflokk þar er gjaldið 1.500 kr. Síðasti 

dagur skráninga er miðvikudagurinn 13. ágúst  á miðnætti og það sama gildir um greiðslu 

skráningagjalda. Netfang faximot@gmail.com  fyrir skráningargjöldin

Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:

Kristján Gíslason  kristgis@simnet.is   simi: 898-4569

 

Mótanefnd Faxa

  • 1
Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 397
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 664819
Samtals gestir: 117047
Tölur uppfærðar: 1.10.2014 16:27:15