26.03.2015 08:40

Keppnisnámskeið fyrir vana - á vegum Skugga

Keppnisnámskeið fyrir vana - á vegum Skugga

fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg.

Reiðkennarar: Haukur Bjarnason og Randi Holaker

Fyrirkomulag kennslu:

5 verkleg skipti og 1 bóklegur tími og er hver verklegur tími 30 mín í

einkakennslu.

Kennt verður á þriðjudagskvöldum

Verð á námskeiðinu er 16.100 kr - en fyrir Skugga félaga 8.000 kr

Skráning:

aeskulydsnefndskugga@gmail.com eða í síma 8987573 Magga

Mikilvægt er að láta koma fram nafn og símanúmer.

Skráning þarf að berast fyrir föstudaginn 3.apríl

Æskulýðsnefnd Skugga

24.03.2015 23:53

Vesturlandssýningin 2015

Þá styttist í Vesturlandssýninguna sem haldin er í Faxaborg næsta laugardag, 28. mars. Allt er orðið kklárt og stefnir í enn eina glæsisýninguna. Skoðið auglýsinguna en þar er getið helstu atriða. Forsala aðgöngumiða er hjá KB Borgarnesi. Tryggið ykkur miða í tíma. 

15.03.2015 23:20

KB mótaröð - niðurstöður 15.3.2015

Þá má sjá niðurstöður forkeppni og úrslita annars móts KB mótaraðarinnar. keppt var í tölti og skeiði í gegn um höllina. Mótinu var frestað um einn dag vegna afleitrar veðurspár ( í annað skiptið) sem gekk vel eftir. Hinds vegar var veðrið á mótsdag afar gott, en strax að móti loknu fór að snjóa. 
En skoðið niðurstöður töltsins og eins skeiðkeppninnar. Myndin sýnir sigurvegara unglingaflokks. 


12.03.2015 23:02

Töltmót KB mótaraðar

Vegna afleitrar veðurspár hefur mótinu sem halda átti n.k. laugardag verið frestað til sunnudags. Skoðið facebook síðu KB mótaraðarinnar en þar birtist ýmis fróðleikur um mótið. Vegna þessa er hægt að skrá fram að hádegi á morgun, senda á Kristján póst með skráningu eða afskráningu enda viðbúið að einhverjir geti ekki tekið þátt vegna þessa. Þar sem svo háttar til verða skráningargjöld endurgreidd. En fyrsta útgáfa af ráslista er tilbúin. Örugglega á hann eftir að taka breytingum þannig að þið skuluð fyrst og fremst kanna hvort allar skráningar hafi skilað sér og rétt sé úr þeim unnið. 

12.03.2015 20:00

FEIF Youth Camp í Þýskalandi 2015

FEIF Youth Camp í Þýskalandi 2015

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 28. júní  - 5. júlí 2015 í Berlar í Þýskalandi. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13 - 17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krökkum frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annarra þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.  Umsækjendur þurfa að hafi einhverja reynslu í hestamennsku, vera félagar í hestamannafélagi og skilji og geti talað ensku.

Búðirnar eru haldnar í Reitschule Berger í Bestwig-Berlar sem er 150 km fyrir austan Dusseldorf.  Meginþema búðanna í ár verður Sirkus æfingar án hesta. Eftir vikuna verður sett upp sýning sem þátttakendur taka þátt í. 

Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Þýskalandi er sem dæmi:

Ø  Heimsókn í hið fræga hestasafn Warendorf í Munster.

Ø  Dagur með heimsmeisturunum Silke Feuchtofen og Jolly Schrenk

Ø  Heimsókn í skemmtigarðinn "Fort Fun" (www.fortfun.de)

Ø  Heimsókn í járnnámu sem er í nágrenninu.

Ø  Einn til tveir dagar í æfingum á hestum. 

 

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2015 og skulu umsóknirnar berast á netfangið aeskulydsnefnd@lhhestar.is fyrir þann tíma. Í umsókn þarf að koma fram nafn, heimili, kt, sími, félag, reynsla af hestamennsku, ljósmynd og stutt frásögn af umsækjanda.

Þátttökugjald er 590 ? og hefur hvert land rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Kveðja frá Æskulýðsnefnd LH

10.03.2015 14:38

Starfsmerki UMFÍ

Þing UMSB var haldið í Logalandi s.l. laugardag í boði Umf. Reykæla. Þingið gekk vel fyrir sig og var starfsamt. Formaður okkar , Stefán Logi Haraldsson, var á þinginu sæmdur starfsmerki UMFÍ en það er veitt fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Hann er vel að þessum heiðri kominn og óskar félagið honum til hamingju með hann.

04.03.2015 23:28

Hestadagar 19. - 22. mars

26.02.2015 23:28

Vesturlandssýning 2015

26.02.2015 23:24

Stóðhestar á vegum Hrossvest

Nú er Hrossaræktarsamband Vesturlands búið að auglýsa hvaða stóðhestar verða á þess vegum nú í sumar. Alls er hér um að ræða 12 stóðhesta, hvern öðrum betri. Opnað hefur verið fyrir pantanir og er hryssueigendum því ekkert að vanbúnaði að panta. Auglýsingin er hérna.

18.02.2015 23:07

Sýnikennsla í Faxaborg

Laugardagskvöldið 21.febrúar n.k. kl 20:00 ætlar

Þorvaldur Árni Þorvaldsson að vera með sýnikennslu í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi.

Þorvald þarf vart að kynna fyrir hestamönum, hann hefur sýnt og kennt með góðum árangri. Nú ætlar hann að sýna okkur hvernig hann þjálfar sinn hest.

Þetta tækifæri ætti enginn að láta framhjá sér fara!!

Aðgangseyrir 1000.kr

ALLIR VELKOMNIR!

16.02.2015 23:11

HM í Herning 2015

Hér má finna auglýsingu frá Úrval Útsýn en það fyrirtæki býður upp á pakkaferðir á HM í Herning í sumar. Þeir sem kaupa í gegn um þá eru um leið að styrkja íslenska landsliðið. Eins er hægt að kaupa bara miða sem hentar þeim sem koma sér á eigin vegum til Danmerkur. 

16.02.2015 23:04

KB mótaröðin - niðurstöður

Hér má nú finna allar niðurstöður fjórgangskeppni KB mótaraðarinnar sem fram fór sunnudaginn 15. febrúar. Þrátt fyrir frestun sem alltaf er til vandræða þá kom það ekki niður á mótinu - skráningar héldu sér nánast að fullu og fór mótið vel fram í hvívetna. Allt rann í gegn alveg smurt og eiga allir sem að mótinu komu miklar þakkir skildar. Fjölmörgum áhorfendum eru einnig færðar þakkir. Þetta mót sýndi að við eigum gott töltmót í vændum eftir rétt um mánuð en næsta mót verður haldið 14. mars. Nánar um .það síðar. Myndir af verðlaunahöfum eru í myndaalbúminu. 

13.02.2015 19:49

Frestun móts

Í ljósi afar slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta mótinu til kl. 11 á sunnudaginn. Það er ekki gaman að standa frammi fyrir svona en okkar mat er að það sé ekki forsvaranlegt að halda mótið m.v. þá spá sem nú er í gangi. Það er vitað að þetta raskar plönum hjá mörgum en vonandi getum við samt sem áður haldið gott mót. Skráningar eru rétt innan við 80 og margir sterkir keppendur á ráslistanum. 

12.02.2015 19:37

KB fjórgangur - ráslisti

Þá er komin út fyrsta útgáfan af ráslistanum fyrir laugardaginn. Athugasemdir, ef einhverjar, berist til Kristjáns eða Jóns Kristjáns. Annað kvöld kemur svo út endanleg útgáfa ef á þarf að halda. Mótið hefst kl. 10 árdegis og er röð flokka eftirfarandi: Unglingaflokkur - barnaflokkur - ungmennaflokkur - 2. flokkur, 1. flokkur - opinn flokkur. Eins verður reynt að setja tímasetningar inn eins og hægt er. 

08.02.2015 22:18

Þorvaldur Árni í Faxaborg

Fræðslunefndir Dreyra, Faxa og Skugga - auglýsa;

Reiðnámskeið Þorvaldar Árna Þorvaldssonar verður laugardaginn 21 febrúar og sunnudagin 22 febrúar  n.k.

Á námskeiðinu eru 2x45 mínútur og mun Þorvaldur Árni ljóstra upp leyndarmálum góðrar og árangursríkrar reiðmennsku og þjálfunar á hestum. Hann mun einstaklingsmiða námið svo hver og einn fái sem mest út úr því.

Námskeiðið kostar 25.þús  á hvern knapa og komast 4 frá hverju félagi , Dreyra, Faxa og Skugga - svo frumskógarlögmálið ræður enn ríkjum!

Námskeiðið verður í Faxaborg í Borgarnesi

 Eftirtaldir taka við skráningum:

Eygló Hulda  fyrir Dreyra Eyglo.krossi@gmail.com

Gunnar Halldórsson  fyrir Faxa gunnar.arnbjorg@gmail.com

Valdimar Ólafsson fyrir Skugga valdi@husa.is

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 238
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 767880
Samtals gestir: 125168
Tölur uppfærðar: 29.3.2015 05:57:07
Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 238
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 767880
Samtals gestir: 125168
Tölur uppfærðar: 29.3.2015 05:57:07