Hestamannafélagið Skuggi

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga.

20.03.2017 23:47

Orðsending frá framkvæmdanefnd Fjórðungsmóts Vesturlands 2017

Eins og kunnugt er verður Fjórðungsmót Vesturlands haldið í Borgarnesi 28. júní til 2. júlí 2017 á félagssvæði Skugga.
 
Hér með óskar framkvæmdanefnd mótsins eftir góðu samstarfi við Skuggafélaga við undirbúning og framkvæmd mótsins.  
Þá óskar nefndin eftir því við hesthúseigendur í Borgarnesi að þeir láni hesthús sín fyrir keppendur/sýnendur meðan á mótinu stendur.
Framkvæmdanefndin óskar eftir því að hesthúseigendur láni ekki húsin sín beint til keppenda/sýnenda heldur lofi nefndinni að hafa milligöngu þar um.
En nefndin hefur hugsað sér að úthluta ákveðnum húsum til þeirra hestamannafélaga sem senda keppendur/sýnendur á mótið og það verði síðan félaganna að koma sínu fólki í hús.
Það væri æskilegt ef þeir hesthúseigendur sem vilja lán hús sín myndu tilkynna Inga Tryggvasyni um það á netfangið ingi@lit.i.s eða í síma 860 2181 sem fyrst.
 
Þá hvetur framkvæmdanefnd hesthúseigendur og aðra Skuggafélaga að sjá til þess að félagssvæði Skugga verði snyrtilegt í vor og sumar eins og það á reyndar alltaf að vera svo það sé okkur hestamönnum til fyrirmyndar.
 
Með von um gott samstarf.
 
f.h. framkvæmdanefndar
 
Ingi Tryggvason formaður
 

03.03.2017 23:44

Fundargerð aðalfundar

Nú er (loksins) búið að setja inn á síðuna fundargerð aðalfundar 2016 ásamt skýrslu stjórnar. Eru þessi gögn, ásamt öðrum gögnum frá fundinum, aðgengileg undir "fundargerðir og skjöl"

03.03.2017 23:21

Einkunnalágmörk á Íslandsmót 2017

Tilkynning frá keppnisnefnd LH um einkunnalágmörk á Íslandsmót fullorðinna 2017, sem haldið verður á Hellu dagana 6. - 9. júlí.
Samkvæmt lögum og reglum LH ber keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir Íslandsmót. Það er parið, hesturinn og knapinn sem ná þurfa eftirfarandi lágmörkum. Vakin er athygli á því að einkunnir parsins mega vera allt að tveggja ára gamlar.

Tekin var ákvörðun um að setja lágmörkin þar sem gömlu meistaraflokkslágmörkin voru og eru þau sem hér segir:
Tölt T1 6,5

Fjórgangur V1 6,2

Fimmgangur F1 6,0

Tölt T2 6,2

Gæðingaskeið PP1 6,5

250 m skeið 26 sekúndur

150 m skeið 17 sekúndur

100 m skeið 9 sekúndur

(af vef Hestafrétta)

02.03.2017 23:04

KB - tölt og skeið

Þá er komið að öðru mótinu í KB mótaröðinni. Í þetta sinn verður keppt í tölti T7 og T3 og eins verður keppt í skeiði í gegn um höllina. 

Hér er ráslistinn - það athugist að hér er um fyrstu útgáfu að ræða, endurbætt útgáfa, ef þarf, birtist á fb síðu mótaraðarinnar.


13.02.2017 19:11

Vinnusýning með Benna Líndal

Vinnusýning með Benna Líndal í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, n.k. fimmtudagskvöld, 16. febr. og hefst kl. 20:00.

Benedikt Líndal, tamningameistari, mætir á staðinn með nokkra hesta á mismunandi
stigum í tamningu og þjálfun.
Farið verður í grunnvinnu og síðan hvernig hún tengist áframhaldandi þjálfun.
Einstakt tækifæri, fróðlegt og skemmtilegt.

Verð 1.500 kr. - Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Sjáumst sem flest.

Fræðslunefnd Skugga.

08.02.2017 00:09

KB mótaröð - fjórgangur


Þá er komið að fyrsta mótinu í KB mótaröðinni 2017. Það verður laugardaginn 11. febrúar, n.k. og byrjar klukkan 10:00 í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi.
Það verður byrjað á fjórgangi.  Boðið verður uppá V2 í unglingaflokki, ungmennaflokki og 1. flokki og V5 í barnaflokki og 2. flokki.


Munurinn á V2 og V5:

Fjórgangur V2:
1. Hægt tölt
2. Hægt- til milliferðar brokk
3. Meðalfet
4. Hægt- til milliferðar stökk
5. Yfirferðartölt
Fjórgangur V5:
1. Frjáls ferð á tölti
2. Hægt- til milliferðar brokk
3. Meðalfet
4. Hægt- til milliferðar stökk


Skráningargjald er 2500 kr fyrir ungmennaflokk, 2. flokk & 1. flokk og 1000 kr fyrir barnaflokk & unglingaflokk.

Skráningar fara fram inná Sportfeng
Skráningarfresturinn rennur út miðvikudaginn 8. febrúar


Sjoppa á staðnum


Mótanefnd Faxa & Skugga

30.01.2017 23:15

Knapamerki fyrir fullorðna

Fyrirhugað er að halda knapamerkjanámskeið fyrir fullorðna í Faxaborg í vetur, er áætlað að það hefjist þann 10. mars. n.k. Auglýsinguna er hér að finna

26.01.2017 22:42

Reiðnámskeið


  • 1
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 998
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1250201
Samtals gestir: 161467
Tölur uppfærðar: 23.3.2017 18:04:16

KB mótaröð - fimmgangur og tölt

eftir

16 daga

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 998
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1250201
Samtals gestir: 161467
Tölur uppfærðar: 23.3.2017 18:04:16