Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

02.07.2018 22:59

LM2018 í Víðidal

Örfréttir af landsmóti. Í gær var sérstök forkeppni í barna - og unglingaflokki. Allir okkar keppendur stóðu sig með miklum sóma. Kolbrún Katla Halldórsdóttir, á Sigurrós f. Söðulsholti, komst í milliriðil í barnaflokki en hún varð í 5. sæti. Í dag var svo forkeppni B flokki og ungmennaflokki. Bestum árangri okkar hesta í B flokki náði Þjóstur f. Hesti, setinn af Valdísi Ýr Ólafsdóttur en þau eru í 24-25 sæti og keppa í milliriðli. Í ungmennaflokki var hart barist eins og í öðrum flokkum og stóðu okkar keppendur sig frábærlega vel. Af þeim komust þrír þeirra í milliriðil, Þorgeir Ólafsson og Hlynur Frá HaukatunguMáni Hilmarsson og Lísbet frá Borgarnesi og Húni Hilmarsson og Neisti f. Grindavík. Á morgun verður svo forkeppni í A flokki. Hægt er að fylgjast með keppni á landsmot.is sem og á worldfeng. Myndin er af Þjósti f. Hesti og Valdísi Ýr Ólafsdóttur.

23.05.2018 23:18

Gæðingamót Hmf. Borgfirðings

Gæðingamót Borgfirðings og úrtaka fyrir landsmót

Mótið verður haldið 02.júní á félagssvæði Borgfirðings við Vindás í Borgarnesi.

Keppnisgreinar: 
A-flokkur gæðinga
B-flokkur gæðinga
Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur 
Barnaflokkur
Pollaflokkur (engin röðun)

Hmf. Borgfirðingur má senda 5 keppendur í hvern flokk á LM2018.

Skráningargjald í A-flokki, B-flokki og ungmennaflokki er 4.500 kr, og í unglingaflokki og barnaflokki 3.500 kr. ekkert skráningargjald er í pollaflokki.

Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hestamannafélaginu Borgfirðingi í polla-barna-unglinga og ungmennaflokki (hestur þarf einnig að vera í eigu félagsmanns).Í A-flokki og B-flokki þarf eigandi hestsins að vera í Borgfirðingi. Keppni hefst stundvíslega klukkan 09:30.

Skráning fer fram á sportfeng og hefst 23.05 2018 og lýkur á miðnætti 30.05.2018, velja þarf Borgfirðing sem mótshaldara og mótið Gæðingamót Borgfirðings, kvittanir fyrir greiðslu á skráningargjaldi sendist á hmf.borgfirdingur@gmail.com, pollar senda skráningar á netfangið falkaklettur5@gmail.com þar sem þarf að koma fram nafn og aldur knapa og nafn hests.

Þeir sem hafa áhuga á að leigja stíu í reiðhöllinni Faxaborg geta sent pantanir á Heiðu Dís Fjeldsted í netfangið ferjukot@gmail.com

Mótanefnd

  • 1
Flettingar í dag: 296
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 379
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 1651450
Samtals gestir: 187800
Tölur uppfærðar: 17.7.2018 09:15:40

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 296
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 379
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 1651450
Samtals gestir: 187800
Tölur uppfærðar: 17.7.2018 09:15:40