17.04.2014 02:03

Arionbankamót Faxa og Skugga

Opið Arionbankamót Faxa og Skugga (íþróttamót) verður haldið á mótssvæðinu við Vindás helgina 3. - 4. maí. n.k. Keppt verður í barna - unglinga - ungmenna - 2. og 1. flokki (opnum flokki). Mótið er sett á tvo daga enda reiknað með mikilli skráningu. Ef skráningar hins vegar gefa tilefni til þá verður það endurskoðað þ.e. áskilinn er réttur til að setja mótið á einn dag. Opnað verður fyrir skráningar strax eftir páska og mun þeim ljúka á miðnætti 30. apríl. Nánar verður gerð grein fyrir keppnisgreinum og fyrirkomulagi um páskana. Skráning fer fram í gegn um skráningarkerfi Sportfengs og er væntanlegum keppendum bent á  að þeir verða að vera skráðir í hestamannafélag og  hestur verður að vera skráður í Worldfeng. Ekki verður unnt að gera á þessu undantekningar. 

17.04.2014 01:33

Opið íþróttamót Snæfellings

Hestamannafélagið Snæfellingur heldur opið íþróttamót í Grundarfirði laugardaginn 26. apríl n.k. Þar er keppt í öllum helstu greinum hestaíþrótta og í mörgum flokkum - en allt um það hérna

17.04.2014 00:39

Kvennatölt Vesturlands - úrslit

Kvennatölt Vesturlands fór fram í Faxaborg miðvikudaginn 16. apríl. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni er haldin en ekki er ólíklegt að þessi keppni sé komin til að vera. Skráningar um 40 og mótið því af passlegri lengd, hófst kl. 18 og var lokið kl. 20:30. Þeir Ámundi Sigurðsson og Ingi Tryggvason stóðu fyrir mótinu og eiga þakkir skildar fyrir framtakið. Vegleg verðlaun (í formi páskaeggja)  voru veitt, Loftorka gaf verðlaun í B úrslitum, N1 í A úrslitum minna vanar og Samkaup í A úrslitum meira vanar. Þessu til viðbótar fengu sigurvegarar í A úrslitum 25 þús. kr. peningaverðlaun frá mótshöldurum. En úrslit voru sem hér segir:

B úrslit minna vanar

1.       Arna Hrönn Ámundadóttir og Næk f. Miklagarði              5,39

2.       Valka Jónsdóttir og Svaki f. Auðsholtshjáleigu                 5,28

3.       Ágústa Rut Haraldsdóttir og Fáni f. Seli                          5,22

4.       Sóley Birna Björnsdóttir og Lukkudís f. Dalbæ II              4,89

5.       Inga Heiða Halldórsdóttir og Aþena f. Miklagarði             4,89

A úrslit minna vanar

1.       Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Mardöll f. Miklagarði       7,22

2.       Guðrún Ósk Ámundadóttir og Diðrik f. Grenstanga        5,89

3.       Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Aría f. Oddsstöðum 5,78

4.       Arna Hrönn Ámundadóttir og Næk f. Miklagarði              5,72

5.       Steinunn Brynja Hilmarsdóttir og Klöpp f. Skjólbrekku  5,61

6.       Sigríður Þorvaldsdóttir og Flygill f. Hjarðarholti                 5,56

B úrslit meira vanar

1.       Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar f. Hafragili                     6,28

2.       Sigrún Rós Helgadóttir og Bessý f. Heiði                         5,56

3.       Aníta Lára Ómarsdóttir og Greifinn f. Runnum                  5,39

4.       Gyða Helgadóttir og Biskub f. Sigmundarstöðum            5,39

5.       Þórdís Fjeldsteð Þorsteinsdóttir og Snjólfur f. Eskiholti    5,33

A úrslit meira vanar

1.       Linda Rún Pétursdóttir og Snægrímur f. Grímarsstöðum       7,17

2.       Randi Holaker og Þytur f. Skáney                                      6,72

3.       Sandra Steinþórsdóttir og Tíbrá f. Bár                                6,67

4.       Iðunn Svansdóttir og Fjöður f. Ólafsvík                               6,44

5.       Heiða Dís Fjeldsteð og Atlas f. Tjörn                                 6,44

6.       Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar f. Hafragili                       6,44

15.04.2014 22:43

Firmakeppni

Firmakeppni Skugga verður haldin fimmtudaginn 24. apríl, sumardaginn fyrsta, á félagssvæðinu við Vindás. Verður allt með hefðbundnum hætti. Keppt verður í pollaflokki (teymt undir og allir fá verðlaun), barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Engar skráningar eða slík formlegheit, aðeins mæta á staðinn og taka þátt. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. einu sinni til þrisvar (fer eftir fjölda keppenda) er fækkað í hópnum sem er að keppa þar til fimm standa eftir, Er þeim síðan raðað upp en niðurstöður kynntar í félagsheimilinu eftir keppnina líkt og gert hefur verið s.l ár. 

15.04.2014 22:38

Kvennatölt Vesturlands

Þá eru ráslistar fyrir Kvennatölt Vesturlands tilbúnir. Er þá hérna að finna. Mótið hefst stundvíslega kl. 18 á morgun, miðvikudag. Byrjað verður á forkeppni í 2. flokki. 

13.04.2014 21:47

Fundargerðir og skjöl

Undir "fundargerðir og skjöl" er hægt að finna ýmislegt tengt keppnum og félagsstarfi. Nú er búið að setja inn gögn frá aðalfundi sem og niðurstöður allra forkeppna KB mótaraðarinnar. Þetta er allt hægt að sækja á sama stað - er vonandi til þæginda fyrir einhvern. 

12.04.2014 22:09

Rauðanesfjörur

Rauðanesferðin!!

2014

Hin árlega fjöruferð á Rauðanesfjöru verður farin á

Föstudaginn langa 18.apríl

 Lagt verður af stað kl. 11:30

 Fólk er vinsamlegast beðið að stilla hestafjölda í hóf og athuga að ferðin sé ekki hugsuð fyrir unga krakka.

 Takið með ykkur góða skapið og klæðnað eftir veðri og vindum

Allir velkomnir.

                                  Ferðanefnd Skugga 

11.04.2014 11:07

Kvennatölt Vesturlands

Kvennatölt Vesturlands 2014 verður haldið í Faxaborg, Borgarnesi, miðvikudaginn 16. apríl 2014.

Keppt verður í tveimur flokkum - vanar og minna vanar.  Keppnisrétt eiga konur sem tengjast Vesturlandi á einhvern hátt.

Skráning í síðasta lagi mánudaginn 14. apríl 2014 og skulu þær sendast á lit@simnet.is Í skráningu skal koma fram nafn knapa og hests og IS númer hests.  Í hvaða flokki er keppt og upp á hvaða hönd.

Skráningargjald er 2.500 fyrir fyrsta hest en 2.000 fyrir annan hest.  Skal það greiðast í síðasta lagi mánudaginn 14/4 2014 inn á reikning 0354-26-1218, kt. 190262-2009.

 

Undirbúningsnefndin

08.04.2014 12:57

Knapamerkin

Af vef hestafrétta

Fleiri nemendur en oft áður hafa stundað nám í Knapamerki 5 þetta árið. Á síðustu vikum hefur uppskeran verið dæmd og árangur nemenda, hesta og reiðkennara hefur aldrei verið betri frá því að Knapamerkin hófu göngu sína. Merkja má ótrúlegar framfarir í hestakosti, framkvæmd reiðkennslu og prófa og síðast en ekki síst metnaði knapa til að standa sig vel í þessu krefjandi prófi. Það má því segja að viðmiðið hafi verið hækkað þetta árið. Hátt í 30 próf hafa verið dæmd og flestöll staðin með sóma.

Þess má geta að í nýjum aðgangsviðmiðum Háskólans á Hólum er tekið fram að próf í Knapamerki 5 sé eitt af þeim viðmiðum sem skólinn tekur með í reikninginn þegar umsóknir í skólann eru skoðaðar og prófið metið nemendum í hag þegar sótt er um inngöngu í skólann.

Hestamannafélagið Skuggi í Borgarnesi setti met í nemendafjölda í Knapamerki 5 þetta vorið en þar tóku 11 nemendur prófið undir öruggri handleiðslu kennara síns Heiðu Dísar Fjeldsted. Og það var ekki nóg með að margir mættu til prófs í Borgarnesi heldur náðu allir prófinu með sóma. Segja má að þessi fríði hópur hjá Skugga hafi sett ný viðmið í Knapamerki 5 og var alveg sérstaklega gaman að dæma þessi próf þar sem fagmennska var í fyrirrúmi að öllu leyti.

07.04.2014 23:42

Páskaeggjaleit

Páskaeggjaleit fyrir Skugga-börn

Laugardaginn 12.apríl 2014 verður páskaeggjaleit á hesthúsasvæði Skugga (fyrir 13 ára og yngri).

Mæting við Reiðhöllina Faxaborg klukkan 11:00

Æskulýðsnefnd Skugga

05.04.2014 23:36

Reiðnámskeið fyrir vana

Almennt reiðnámskeið fyrir vana á vegum Skugga fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Námskeiðið er sniðið að þörfum hvers og eins, svo sem undirbúningur fyrir
firmakeppnina, Íþróttamótið, gæðingaúrtökuna.

Námskeiðið verður haldið í Reiðhöllinni Faxaborg.
Reiðkennari: Linda Rún Pétursdóttir.

Fyrirkomulag kennslu:
Skipt verður niður í hópa og hver hópur mætir í 40 mín. tíma aðra hvora viku.
Kennt verður frá kl: 17-20.

Dagsetningar sem námskeiðin verða:
Fimmtudagur 10.apríl, 8.maí, 15.maí, 22.maí, 29.maí ? hópatímar
Föstudagur 25.apríl , 2.maí ?hópatímar

Verð fyrir félagsmenn 8.000,- kr.

Nánari upplýsingar hjá Æskulýðsnefnd Skugga
Skráning: aeskulydsnefndskugga@gmail.com , sími 898 7573 Magga
Mikilvægt er að láta koma fram aldur og símanúmer.
Skráningar þurfa að berast fyrir 8.apríl, n.k.

Æskulýðsnefnd Skugga

05.04.2014 22:51

Reiðnámskeið fyrir óvana

Reiðnámskeið fyrir börn á vegum Skugga -fyrir byrjendur og lítið vana. 

Námskeiðið verður haldið í Reiðhöllinni Faxaborg

Reiðkennari: Sigrún Katrín Halldórsdóttir (Rúna)
Fyrirkomulag kennslu:
Skipt verður niður í hópa og hver hópur mætir í 40 mín. einu sinni í viku.
Kennt verður frá kl: 17-20.
Dagsetningar sem námskeiðin verða:
Þriðjudagarnir; 22.apríl, 29.apríl, 6.maí, 13.maí,

Nánari upplýsingar hjá Æskulýðsnefnd Skugga
Skráning: aeskulydsnefndskugga@gmail.com , sími 898 7573 Magga
Mikilvægt er að láta koma fram aldur og símanúmer.
Skráningar þurfa að berast fyrir 11.apríl, n.k.

Æskulýðsnefnd Skugga

31.03.2014 10:54

Kvennatölt Vesturlands

KVENNATÖLT VESTURLANDS 2014:

Kvennatölt Vesturlands verður haldið miðvikudaginn 16. apríl 2014 kl. 18:00 í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi. Keppt verður í tveimur flokkum vanar og minna vanar. Skipuleggjendur áskilja sér rétt til að færa þátttakendur milli flokka telji þeir að skráning sé ekki rétt. Keppnisrétt hafa konur sem eru búsettar eða starfa á Vesturlandi eða tengjast landshlutanum með einhverjum hætti. Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti.
Fyrir fyrsta sætið í báðum flokkum verða peningaverðlaun sem fara eftir þátttöku í mótinu (auglýst nánar síðar) og einnig verða verðlaun fyrir 2. og 3. sætið í báðum flokkum.
Skráningar skulu sendar til Inga Tryggvasonar á netfangið lit@simnet.is í síðasta lagi mánudaginn 14. apríl 2014. Fram skal koma nafn á keppanda og hesti og IS númer hests.
Einnig í hvaða flokki keppandi er og upp á hvaða hendi er keppt.
Skráningargjald er 2.500 kr. fyrir fyrsta hest en 2.000 fyrir annan hest. Skráningargjald skal greiðast í síðasta lagi mánudaginn 14. apríl 2014 inn á reikning 0354-26-1218, kt. 190262-2009.
Frekari upplýsingar veita Ámundi Sigurðsson gsm 892 5678 (amundi@isl.is) og Ingi Tryggvason gsm 860 2181 (lit@simnet.is)

Konur eru hvattar til að taka þátt og gera þetta að árlegum viðburði á Vesturlandi.

Undirbúningsnefndin

30.03.2014 13:41

FEIF Youth Cup

Minnum á umsóknarfrestinn - 1. apríl

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 11. - 20. júlí 2014 að Hólum í Hjaltadal. Heimasíðan www.lhhestar.is/is/youth-cup-2014  er upplýsingasíða mótsins.

Skilyrði fyrir þátttöku eru: 

·         Reynsla í hestamennsku 
·         Keppnisreynsla í íþróttakeppni 
·         Góð enskukunnátta 
·         Sjálfstæði og jákvæðni 
·         Að geta unnið í hóp 
·         Reglusemi

Á vef FEIF Youth Cup er að finna umsóknareyðublað sem fylla þarf út og senda til skrifstofu LH. Einnig þarf bréf frá umsækjanda að fylgja, þar sem hann segir frá sjálfum sér, áhugamálum, hestamennsu og því sem hann vill koma á framfæri.

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu FEIF Youth Cup, skrifstofu LH og hjá æskulýðsfulltrúum LH og hestamannafélaganna.

Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1. apríl 2014. Senda má umsóknir á ofangreint póstfang í bréfpósti eða í tölvupósti á netfangiðhilda@landsmot.is.

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga 

29.03.2014 01:07

Akstur á reiðvegum

Hér að neðan má sá myndir sem teknar voru 26. mars, s.l.  af reiðveginum frá hesthúsahverfi Skugga upp í Bjarnhóla.   Vegurinn er greinilega merktur sem reiðvegur og að bannað sé að aka um hann. Þrátt fyrir það hafði daginn áður hafði verið ekið á stórri dráttarvél með þungt æki um veginn og að því er best var séð ekki aðeins eina ferð . Vegurinn er illa farinn með 10 - 15 sm.  djúpum hjólförum,  þar sem komin var þíða í veginn og hann mjög blautur.

Á síðustu misserum hafa verið settar upp þrengingar eða annarskonar hindranir á reiðvegina til þess að koma í veg fyrir akandi umferð. Töluvert hefur verið kvartað yfir þessum hindrunum og þær jafnvel fjarlægðar af óviðkomandi.   Þessum lokunum fyrir akandi umferð hefur ekki verið fylgt fast eftir og reynt að treysta fólki til þess að fara eftir reglum og að það valdi ekki vísvitandi tjóni á reiðvegunum.  Þessi reynsla sýnir að því miður er það ekki hægt.

Ekki var nóg með að ekið var um reiðveginn sem var algjörlega óþarft,  þá sturtaði viðkomandi hrossataði þar sem það er óheimilt.  Við sem höfum aðstöðu í hesthúsahverfi Skugga skulum hafa það í huga að fara eftir þeim reglum sem okkur eru settar varandi losun hrossataðs, því ef við ekki gerum það,  getum við búist kostnaður við losun þess verði margfaldur á við það sem nú er. 

Í þessu sambandi er þó ánægjulegt að geta sagt frá því að viðkomandi hefur  lofað að lagfæra veginn þegar hann þornar.  Því er fagnað og verður þakkað  að verki loknu.

Skorað er á alla félaga Hestamannafélagsins Skugga að standa vörð um hagsmuni okkar og gæti þess að valda ekki tjóni á mannvirkjum okkar.  Einnig að hafa auga með því og reyni að koma í veg fyrir að aðrir geri það .

Formaður reiðveganefndar Hmf. Skugga

Marteinn Valdimarsson
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 266
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 587279
Samtals gestir: 106024
Tölur uppfærðar: 20.4.2014 01:16:01