23.05.2015 00:07

Æskulýðsdagur

Föstudaginn 29.maí 2015 stendur Hestamannafélagið Skuggi fyrir kynningardegi á hestinum og starfi Æskulýðsnefndar kl.18:00 í Reiðhöllinni Faxaborg Borgarnesi.

? Krakkar úr hestamannafélaginu verða með atriði
? Teymt verður undir þeim sem vilja
? Grillaðar pylsur

Allir eru hjartanlega velkomnir, mömmur og pabbar, ömmur og afar, frændur og frænkur. Eigum frábæra stund saman og gefum börnunum okkar tækifæri à að kynnast fjölbreyttu og ànægjulegu samspili æskunnar og hestsins.

Aðgangur ókeypis

Æskulýðsnefnd Skugga

11.05.2015 23:37

Frá beitarnefnd Skugga

Umsóknir um beitarhólf fyrir árið 2014 skulu berast skriflega til beitarnefndar Skugga fyrir 14. maí n.k., í netföng:

dila@simnet.is, Ólafur Þorgeirsson (899 6179)

habbasigga@simnet.is, Andrés Jóhannsson (860 9030)

Í umsóknum skal tilgreina fjölda hrossa sem sótt er um fyrir, í sumarbeit, í haustbeit eða í heilsársbeit.

Mikilvægt er að umsóknir séu komnar til beitanefndar í síðasta lagi 14. maí, n.k., annars er ekki tryggt að menn fái beitarhólf.

Skilyrði fyrir úthlutun, er eins og áður, að gengið sé frá beitarsamningi og greiðslu beitargjalds áður en beitartími hefst, en skv. samningi við Borgarbyggð er það 10. júní, ár hvert.

 

Beitarnefnd Skugga

10.05.2015 00:52

Arionbankamótið - niðurstöður

Hér koma inn niðurstöður úr keppni á Arionbankamótinu. Mótið gekk vel í alla staði og var sterkt. Gaman að sjá hvernig mótið hefur fest sig í sessi hjá mörgum sterkum knöpum sem koma um töluverðan veg til að vera með okkur. 

08.05.2015 01:43

Ráslisti Arionbankamót

Uppfærður ráslisti kl. 13:40
Arionbankamótið hefst á laugardaginn, 9. maí, kl. 10 á keppni í fjórgangi, síðan tekur fimmgangurinn við og töltið. Keppni dagsins lýkur á gæðingaskeiði og 100 m. sprettskeiði. Röð flokka verður eins og fram kemur í auglýsingunni. En hér er ráslistinn. Tímaseðill kemur annað kvöld. 

02.05.2015 00:18

Arionbankamót Faxa og Skugga

Arionbankamót Faxa og Skugga verður haldið á félagssvæði Skugga 9. og 10. maí n.k. Allar upplýsingar um mótið koma fram á auglýsingunni sem hér er. Minnt er sérstaklega á skráningarfrestinn en hann rennur út á miðnætti n.k. miðvikudag, 6. maí. 

01.05.2015 23:10

Firmakeppni Skugga - úrslit

Hér koma úrslitin í firmakeppninni. Myndir af verðlaunahöfum, teknar af Steinunni Brynju, birtast í myndaalbúmi.

Í pollaflokki voru 16 keppendur og allir fengu verðlaun.

Barnaflokkur (keppendur voru 10).
1. sæti Berghildur Reynisdóttir sem keppti fyrir Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
2. sæti Aníta Björgvinsdóttir sem keppti fyrir Mýranaut ehf.
3. sæti Stefanía Hrönn Sigurðardóttir sem keppti fyrir S.Ó húsbyggingar sf.
4. sæti Andrea Ína Jökulsdóttir sem keppti fyrir Hótel Borgarnes ehf.
5. sæti Elín Sigurþórsdóttir sem keppti fyrir LIT ehf. lögmannsstofu

Unglingaflokkur (keppendur voru 8).
1. sæti Arna Hrönn Ámundadóttir sem keppti fyrir Pál Svansson
2. sæti Ísólfur Ólafsson sem keppti fyrir Eðalfisk ehf.
3. sæti Húni Hilmarsson sem keppti fyrir Kaupfélag Borgfirðinga
4. sæti Gyða Helgadóttir sem keppti fyrir Eirík Ingólfsson ehf.
5. sæti Freyja Þórsdóttir sem keppti fyrir Kræsingar ehf.

Ungmennaflokkur (keppendur 6):
1. sæti Þorgeir Ólafssom sem keppti fyrir Borgarverk ehf.
2. sæti Sigrún Rós Helgadóttir sem keppti fyrir Kristján Fjeldsted
3. sæti Guðbjörg Halldórsdóttir sem keppti fyrir HSS verktak ehf.
4. sæti Ólafur Axel Björnsson sem keppti fyrir Bed & breakfast
5. sæti Berglind Ingvarsdóttir sem keppti fyrir Rúnar Karl Jónsson

Kvennaflokkur (keppendur 12):
1. sæti Linda Rún Pétursdóttir sem keppti fyrir Sigvalda Arason
2. sæti Iðunn Svansdóttir sem keppti fyrir Kristján Gíslason
3. sæti Erla Rún Rúnarsdóttir sem keppti fyrir KPMG ehf.
4. sæti Ágústa Rut Haraldsdóttir sem keppti fyrir Borgarverk ehf.
5. sæti Sigrún Ámundadóttir sem keppti fyrir JGR umboðs- og heildverslun ehf.

Karlaflokkur (keppendur 11):
1. sæti Ámundi Sigurðsson sem keppti fyrir Gösla ehf.
2. sæti Ingvar Þór Jóhannsson sem keppti fyrir Framköllunarþjónustuna ehf.
3. sæti Þórður Sigurðsson sem keppti fyrir Límtré-Vírnet ehf.
4. sæti Björgvin Sigursteinsson sem keppti fyrir Landlínur ehf.
5. sæti Helgi Baldursson sem keppti fyrir Brugghús Steðja ehf.

Dómarar voru Kristján Gunnlaugsson og Pétur Kristinsson frá Stykkishólmi.

27.04.2015 19:22

Námskeið fyrir ungmenni

Boðið verður upp á námskeið/aðstoð við þjálfun fyrir öll ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Kennari verður Þórarinn Eymundsson.  Námskeiðið verður haldið í Andvarahöllinni núna um helgina 2.-3. maí og hefst kl. 8:30.
Allar nánari upplýsingar veitir Páll Bragi liðsstjóri landsliðsins.
 
Skráning er hafin á Sportfeng, námskeið, Ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM
 
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
  

27.04.2015 19:11

Góð gjöf frá Lionsklúbbnum Öglu

Lionsklúbburinn Agla færði í dag Hestamannafélaginu Skugga hjartastuðtæki að gjöf. Tækið verður staðsett á félagssvæði Skugga við Vindás, í félagsheimilinu og í Faxaborg eftir því hvar starfsemin er á hverjum tíma. Hestamannafélagið þakkar Lionsklúbbnum Öglu innilega fyrir höfðinglega gjöf sem eykur öryggi þeirra sem á svæðinu eru. Tæki þessarar gerðar hafa sannað notagildi sitt og bjargað mannslífum. Á myndinni sjást þeir Stefán Logi Haraldsson formaður og Kristján Gíslason ritari veita tækinu viðtöku af þeim Maríu Guðmundsdóttur, Ingibjörgu Hargrave og Sigrúnu Elíasardóttur. 


23.04.2015 23:36

Firmakeppni 2015

Firmakeppni Skugga verður haldin föstudaginn 1. maí á félagssvæðinu við Vindás. Verður allt með hefðbundnum hætti. Keppt verður í pollaflokki (teymt undir og allir fá verðlaun), barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Engar skráningar eða slík formlegheit, aðeins mæta á staðinn og taka þátt. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. einu sinni til þrisvar (fer eftir fjölda keppenda) er fækkað í hópnum sem er að keppa þar til fimm standa eftir, Er þeim síðan raðað upp en niðurstöður kynntar í félagsheimilinu eftir keppnina líkt og gert hefur verið s.l ár. 

Gleðin og keppnin hefst kl. 14 stundvíslega.

21.04.2015 21:40

Námskeið

Almennt reiðnámskeið fyrir börn og unglinga
á vegum Skugga - fyrir byrjendur, lítið vana og meira vana -

Námskeiðið verður haldið í Reiðhöllinni Faxaborg
Reiðkennari: Linda Rún Pétursdóttir

Fyrirkomulag kennslu:
Skipt verður niður í hópa eftir getu einu sinni í viku.
Kennt verður á fimmtudögum í 5 skipti.
Verð á námskeiðið er kr. 13.000 en kr. 7.000, fyrir Skugga-félaga.
Námskeiðið mun hefjast fimmtudaginn 30. apríl, n.k., kl. 18:00.

Nánari upplýsingar hjá Æskulýðsnefnd Skugga.
Skráning: aeskulydsnefndskugga@gmail.com , sími 898 7573 Magga
Mikilvægt er að láta koma fram aldur og símanúmer .
Skráningar þurfa að berast fyrir lok dags, þann 24.apríl, n.k.

Æskulýðsnefnd Skugga

19.04.2015 00:20

KB mótaröðin - fimmg /tölt

Nokkar myndir af verðlaunahöfum fimmgangs - og töltmóts komnar inn í myndaalbúm. Niðurstöður forkeppni og úrslita koma hér á morgun. 

18.04.2015 00:18

KB mót - fimmgangur/tölt

Þá er komið að síðasta mótinu í KB mótaröðinni á þessu starfsári. Nú er það fimmgangurinn og tölt T3. Ráslistinn er tilbúinn og nýjung er að nú verður sent út á FM 106,1 frá mótinu. Því ættu upplýsingarnar að berast fljótt og vel um svæðið. Um kvöldið verður síðan verðlaunaafhending í félagsheimilinu en þa´verða veitt einstaklings - og liðaverðlaun. Súpa og brauð á 1.000.kr. 

10.04.2015 00:03

Íslenski hesturinn - stefnumótun í markaðsmálum

Íslenski hesturinn - stefnumótun í markaðsmálum
Kynningarfundur 14. apríl kl. 16.00 í sal Menntaskóla Borgarfjarðar

Íslandsstofa, Félag hrossabænda og Landsamband hestamannafélaga boða til kynningarfundar á stefnumörkun í markaðssamskiptum íslenska hestsins.

Umræða um sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenska hestinn hefur vaxið í greininni á undanförnum árum. Nú er komið að því að hagsmunaaðilar taki höndum saman um að marka stefnu og gera aðgerðaáætlun sem hefur það að markmiði að styrkja ímynd íslenska hestsins með samhæfðum skilaboðum, markaðsaðgerðum og kynningarstarfi.

Við hvetjum alla hagsmunaaðila í greininni til að taka þátt í þessu sameiginlega markaðsstarfi. Verkefnið, markmið þess og framkvæmd verða kynnt á fundi þriðjudaginn 14. apríl kl. 16.00 í sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Boðið verður upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu skemmtilegar umræður.

Áhugasamir vinsamlega skráið ykkur á fundinn með því að svara þessum tölvupósti.

Vonum til að sjá ykkur sem flest!

Nánari upplýsingar veita:
Guðný Káradóttir hjá Íslandsstofu,
gudny@islandsstofa.is / 693-3233
Sveinn Steinarsson hjá Félagi hrossabænda,
sveinnst@fhb.is / 892-1661
Rúnar Þór Guðbrandsson,
runar@hrimnir.is / 861-4000
Tinna Dögg Kjartansdóttir hjá tintinMarketing,
tintinmarketing@gmail.com / 780-1881

Íslandsstofa · Sundagarðar 2, 104 Reykjavík · Sími 511 4000 · Fax 511 4040
islandsstofa@islandsstofa.is · Vefur Íslandsstofu

10.04.2015 00:01

KB mót - Fimmgangur / Tölt

KB mótaröðin

 

Fimmgangur F2 / Tölt T3

Síðasta mót KB mótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 18. apríl n.k. í Faxaborg. Hefst það kl. 10.

Mótið hefst á forkeppni í tölti T3 (þrír saman í holli) - Barnaflokkur - Unglingaflokkur - 2. flokkur

Forkeppni í fimmgangi F2 (tveir saman í holli) - Ungmennaflokkur - 1. flokkur - Opinn flokkur.

Úrslit hefjast svo að lokinni forkeppni og verða í sömu röð og í forkeppni.

Skráningargjöld eru kr. 2.500.- í öllum flokkum nema barna - og unglingaflokkum en þar eru þau 1.000.-

Skráningar fara að vanda fram í skráningakerfi Sportfengs (sportfengur.com). Mótshaldari er Skuggi og síðan rekur ferlið sig nokkuð auðveldlega. Í þeim tilfellum sem vandræði koma upp þá má senda upplýsingar (kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og hönd ) á netfangið kristgis@simnet.is eða hringja í síma 898-4569. Allir hestar verða að vera skráðir í World-Feng og allir keppendur skráðir í hestamannafélag. Skráning hefst laugardaginn 11. apríl og lýkur miðvikudaginn 15. apríl kl. 24. Alls ekki draga skráningu fram á síðustu stundu.

Ath: Keppendum verður ekki bætt inn á skrá eftir að 1. útgáfa ráslista kemur út nema um sannanleg mistök sé að ræða.

Mótanefnd Faxa og Skugga

01.04.2015 23:51

FEIF æskulýðsstarf - Lights, camera, action!

Alþjóðleg kvikmyndakeppni 2015

Hvað: Liðskeppni fyrir unga knapa. Þið þurfið að framleiða myndband á bilinu 3-5 mínútur um ákveðið þema.

Þemað fyrir 2015 er: Hamingja! Hamingja er..... (setjið inn ykkar hugmynd af hamingju)

Markmið: Að ýta undir hópastarf og samvinnu, hvetja til góðrar hestamennsku og áframhaldandi lærdóms, vekja athygli á alþjóðlegum þáttum í heimi íslenska hestsins, þróa ímyndunaraflið og stuðla að þrautsegju til að stjórna og ljúka verkefni.

Hver: Hópar af ungu fólki sem tengjast íslenska hestinum. Keppnin er opin hópum á bilinu 4-6 manns, yngri en 21 árs á árinu.

Hvernig: Lágmarkskröfur að efni í myndbandið er 1 íslenskur hestur og að minnsta kosti helmingurinn af skráðum hóp. Allt annað svo sem saga, sviðsmynd, tónlist og fl. er frjálst. Hver meðlimur hópsins þarf að hafa skýrt og ákveðið hlutverk í hópnum. Munið að myndbandið verður sýnt fólki frá hinum ýmsu löndum, svo gott er að hafa samtöl í lágmarki, en þau ættu að vera á ensku.

Myndbandið þarf að hafa titil, kredit lista, dagsetningu, staðsetningu og annað til að myndbandið verði sem best.

Hvenær: Öll myndbönd þarf að setja inn á youtube eða aðrar eins vefsíður. Vinsamlegast ekki hafa það opið almenningi fyrr en í lok ágústmánaðar 2015. Sendið netfangið aeskulydsnenefnd@lhhestar.is ekki seinna en 25. maí 2015. Öll myndbönd verða svo metin af alþjólegum hóp af dómurum.

Ef aðstæður leyfa þá mun myndbandið frá vinningsliðinu verða sýnt á stórum skjá á heimsmeistaramótinu í Herning í ágúst.

Gangi ykkur vel!!

Kveðja,

Gundula Sharman og æskulýðsnefnd FEIF

 

Foreldrar og æskulýðsfulltrúar athugið: Keppnin er ætluð fyrir ungamennin sjálf. Engin þörf er á öðrum tækum en myndbandsupptökuvél eða símamyndavél og öðru grunnforriti í tölvu. Í anda verkefnisins viljum við biðja ykkur um að hvetja liðið áfram án þess þó að verða of hjálpsöm. Einnig viljum við hvetja til að kostnaði við verkefnið verði haldið í lágmarki.

ATH: Knapar í myndbandinu  verða ávallt að vera með hjálm á höfði þegar setið er á hestum.

Flettingar í dag: 499
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 600
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 799424
Samtals gestir: 128820
Tölur uppfærðar: 28.5.2015 11:40:14
Flettingar í dag: 499
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 600
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 799424
Samtals gestir: 128820
Tölur uppfærðar: 28.5.2015 11:40:14