Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

16.11.2018 22:37

Aðalfundur Hmf. Borgfirðings

Auglýsing um aðalfund 2018

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Borgfirðings verður haldinn í félagsheimilinu Vindási þriðjudaginn 27. nóvember n.k. Hefst hann kl. 20:30.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

1.       Fundarsetning

2.       Kjör starfsmanna fundarins

3.       Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar, um störf félagsins á síðasta starfsári.

4.       Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af skoðunarmönnum félagsins

5.       Skýrslur nefnda

6.       Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikninga og skýrslur nefnda, ásamt afgreiðslu á ársreikningum

7.       Kynning á inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna

8.       Lagabreytingar, hafi tillaga eða tillögur komið fram

9.       Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna og nefnda.

10.    Ákvörðun um félagsgjöld og hagagjöld

11.    Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram af fráfarandi stjórn

12.    Önnur mál, sem félagið varðar.

13.    Fundarslit."

 

Stjórn Hmf. Borgfirðings.

04.10.2018 22:22

Árshátíð vestlenskra hestamanna og afmælishátíð Glaðs

Þann 17. nóvember næstkomandi verður blásið til hátíðar í tilefni af 90 ára afmæli Hestamannafélagsins Glaðs og um leið verður þetta árshátíð vestlenskra hestamanna.

Undirbúningur er kominn á fullan skrið og það sem nú þegar er búið að ákveða er:

  • dagsetningin er sem fyrr segir laugardagurinn 17. nóvember
  • hátíðin verður haldin að Laugum í Sælingsdal og þar verður gisting í boði
  • Guðbrandur Gunnar Björnsson, kokkur mun laða fram veislumáltíð
  • veislustjóri verður enginn annar en Jóhann Sigurðarson, leikari
  • að lokinni máltíð og dagskrá verður slegið upp balli og dansað fram á nótt

Hátíðin verður nánar auglýst mjög fljótlega, m.a. á vef Glaðs, www.gladur.is, á facebook og víðar en nú er um að gera að taka strax daginn frá (já, og nóttina)!

Afmælisnefnd Glaðs

  • 1
Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 932
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1737723
Samtals gestir: 198541
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 00:28:29

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 932
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1737723
Samtals gestir: 198541
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 00:28:29