Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

17.02.2010 22:53

Námskeið: Hross í hollri vist

Námskeiðið er í boði fyrir hestamannafélög, hestamenn og annað áhugafólk um hesthúsbyggingar.

Lýsing: Á námskeiðinu er farið yfir skynjun og atferli hrossa með sérstaka áherslu á það hvernig hross skynja umhverfið í hesthúsi. Fjallað um mikilvægi réttrar hönnunar loftræstingar og skoðuð nokkur dæmi. Þá verður farið yfir með hvaða hætti hanna á og ganga frá gólfum í hesthúsum og jafnframt rætt um kosti og galla mismunandi undirburðar. Þá verður drjúgum tíma varið til þess að ræða um aðbúnað hrossa og annarrar aðstöðu í hesthúsinu, sem og í útigerði. Að síðustu verður kynning á hönnun lausagönguhesthúsa.

 Umsjón og kennsla: Sigtryggur Veigar Herbertsson og Snorri Sigurðsson, sérfræðingar hjá LbhÍ.

Stund og staður:  lau. 13. mars kl 9:30-17:00 (9 kennslustundir) í Ásgarði á Hvanneyri.

Verð: 14.500 kr (kennsla, gögn og veitingar).

 Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000

(fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

 Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun með skýringu á endurmenntun@lbhi.is . Minnum á stéttarfélags- og starfsmenntasjóði

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 932
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1737723
Samtals gestir: 198541
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 00:28:29

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 932
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 1737723
Samtals gestir: 198541
Tölur uppfærðar: 21.11.2018 00:28:29