Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

15.11.2010 08:33

Fyrirlestur í Reykholti

Dagur íslenskrar tungu, þriðjudagurinn 16. október 2010 kl. 20:15

Ingimar Sveinsson kennari og hestamaður fjallar um íslenska hestinn, sérkenni hans og sérstöðu og kynnir einnig bók sína, Hrossafræði Ingimars, sem væntanleg er á allra næstu dögum frá  bókaútgáfunni Uppheimum.

Bókinni er ætlað að nýtast til kennslu í hrossafræðum og sem uppsláttarrit fyrir hinn almenna hestamann. Ingimar mun skýra frá tildrögum þess að hann réðst í að skrifa bókina og hvernig nýta  megi efni hennar í ofangreindum tilgangi.

Kl. 20:15, áður en fyrirlesturinn hefst, verður sýnd stutt videomynd af Ingimar og hestinum Pílatusi, sem Guðlaugur Óskarsson tók af þeim félögum s.l. sumar.

Ingimar er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum en fluttist að Hvanneyri 1986 og hefur starfað þar síðan við kennslu og fræðastörf auk þess að stunda hestamennsku og tamningar.

 Aðgangseyrir kr. 500 - kaffiveitingar í hléi

Flettingar í dag: 930
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 409
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1737694
Samtals gestir: 198537
Tölur uppfærðar: 20.11.2018 23:56:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 930
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 409
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1737694
Samtals gestir: 198537
Tölur uppfærðar: 20.11.2018 23:56:53