Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

30.12.2011 22:55

Umgengni í Faxaborg

Það hefur gerst ítrekað nú að undanförnu  að menn hafa komið í Faxaborg til að ríða út og þá hefur verið fullt af hestaskít á reiðvellinum þ. á m. inn í hringgerðinu.  Þetta er óþolandi og það vita það allir notendur hallarinnar að hver á að þrífa eftir sig.  Það er enginn maður á launum við að þrífa upp skít eftir notendur reiðhallarinnar.

Það eru ekki mjög margir sem hafa verið að nota höllina að undanförnu og því koma ekki margir til greina.  Sá sem verður uppvís að því að þrífa ekki eftir sig verður bannað að nota reiðhöllina það sem eftir er í vetur - sé viðkomandi búinn að greiða fyrir mánaðar- eða árskort fær hann það ekki endurgreitt.

Þeir sem eru enn með lykla síðan síðasta vetur en voru þá aðeins með mánaðarkort eru beðnir að skila lyklum til Inga eða Ámunda eða greiða mánaðar- eða árskort.  Þeir sem greiddu fyrir árskort síðasta vetur og árið er að líða eru beðnir að skila lyklum eða greiða aftur mánaðar- eða árskort.

Mánaðarkort fyrir félagsmenn Skugga og Faxa er 5.000 en árskort 20.000.

Greiða má inn á reikning 0326-26-5206, kt. 520609-0830.

Ítreka að þeir sem nota Faxaborg eiga að ganga vel um og þrífa upp hestaskít eftir sína hesta bæði á reiðvelli og í hesthúsi.  Minni þá líka á að slökkva ljósin á kvöldin og læsa á eftir sér þ.e. gönguhurðinni á hesthúsinu sé hún ólæst.  Þá mega menn alveg tæma hjólbörurnar af og til en það er gámur fyrir utan hesthúsið.

Fyrir hönd Seláss ehf. þakka ég félögum ánægjulegt samstarf og samvinnu á liðnu ári og þá sérstaklega þeim félögum sem lagt hafa að mörkum vinnu í reiðhöllinni okkar.

Nýárskveðjur

Ingi Tryggvason 

Flettingar í dag: 899
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 2188
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 1715690
Samtals gestir: 195753
Tölur uppfærðar: 21.10.2018 08:00:06

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 899
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 2188
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 1715690
Samtals gestir: 195753
Tölur uppfærðar: 21.10.2018 08:00:06