Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

25.01.2013 22:58

Fjórðungsmót á Kaldármelum

Sótt á vef Eiðfaxa.

"Hestamannafélögin á Vesturlandi hafa boðið hestamönnum í Norð-Vestur kjördæmi að taka þátt í Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum nú í sumar. Félögin sem standa að mótinu eru Dreyri á Akranesi, Faxi í Borgarfirði, Glaður í Dalasýslu, Skuggi í Borgarnesi og Snæfellingur á Snæfellsnesi.  Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og Bjarni Jónasson í Grundarfirði verið ráðinn framkvæmdastjóri mótsins eins og 3 undanfarin Fjórðungsmót.

Fulltrúar félaganna á svæðinu hittu framkvæmdanefnd mótsins á fundi sem haldinn var á Gauksmýri 16. janúar sl.  Þar var ákveðið að hestamannafélögin í Skagafirði og Húnavatnssýslu myndu eiga þátttökurétt á mótinu og standa fyrir úrtökum fyrir sína félagsmenn. Mótið verður haldið 3.-7. júlí 2013 á Kaldármelum.
 
Í Skagafirði eru hestamannafélögin Léttfeti á Sauðárkróki, Stígandi í Skagafirði og Svaði á Hofsósi. Í Húnavatnssýslu eru það Neisti og Þytur sem koma að samstarfinu.  Einnig hefur hestamannafélögum á Vestfjörðum verið boðið að taka þátt í mótinu.
 
Gert er ráð fyrir að 50 félagsmenn verði á bak við hvern hest í keppni og standa vonir til þess að með þessu verði fjöldi hrossa í fremstu röð í keppni á mótinu.
Gert er ráð fyrir kynbótasýningu á mótinu, auk ræktunarbússýninga fyrir bú á svæðinu.  Haldin verður opin töltkeppni og jafnvel opin gæðingakeppni fyrir stóðhesta eins og gert var bæði 2001 og 2005.  Sett verður upp heimasíða fyrir mótið og verður hún opnuð fljótlega," segir í tilkynningu frá Framkvæmdarnefnd
Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 254
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 1684680
Samtals gestir: 192368
Tölur uppfærðar: 19.9.2018 04:22:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 254
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 1684680
Samtals gestir: 192368
Tölur uppfærðar: 19.9.2018 04:22:04