Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

18.01.2014 21:54

KB mótaröðin


Nú styttist í það að KB mótaröðin hefjist. Fyrsta mótið verður laugardaginn 8. febrúar og er þá keppt í fjórgangi V2. Síðan er keppt í tölti T3 þann 1. mars og síðasta mótið í röðinni er fimmgangur F2 og tölt T7 þann 15. mars. Hvert þessara móta verður auglýst sérstaklega og eins verður reglugerðin um mótaröðina birt. Er hún lítið breytt frá síðasta vetri. Það er von þeirra sem að mótaröðinni standa að vel takist til. Þess má geta að LH er nú að kynna fyrir félögum hugmynd að hafa nokkurs konar Íslandsmót innanhúss á Hestadögum í Reykjavík í byrjun apríl og þar taki þátt fulltrúar allra félaga/svæða sem vilja. Því er ekki óhugsandi að efstu keppendur (opinn flokkur, ungmenni, unglingar) á hverju móti hjá okkur eigi þess kost að taka þátt í úrtöku hér í Faxaborg eftir miðjan mars. Vonandi skýrist þetta betur á næstu dögum/vikum en þessi hugmynd gæti alveg þróast í eitthvað skemmtilegt.   
Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751257
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 15:46:08

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751257
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 15:46:08