Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

30.01.2014 21:13

Sportfengur - leiðbeiningar

KB mótaröðin - fjórgangur 8. febrúar.

Nú er búið að opna fyrir skráningu á fjórgangsmótið þann 8. febrúar. Verður hægt að skrá sig til miðnættis miðvikudaginn 5. febrúar. Skráning fer fram í gegn um skráningarkerfið Sportfeng. Ef einhver þarf aðstoð er velkomið að hringja í Þórdísi Arnard. í s: 856-2734 og fá leiðsögn í gegn um ferlið.

Leiðbeiningar:

Farið inn á sportfengur.com og þar vinstra megin á síðunni er "SKRÁNINGARKERFI". Þá opnast síða þar sem ýmislegt er í boði en þið veljið "Mót". Þar er að finna allmarga fellivalglugga. Byrjað er á því að velja "félag sem heldur mótið" - Þar veljið þið Faxi. Þá er komið að kennitölu, netfangi, síma (kemur oft sjálfkrafa) og aðildarfélagi.

Næst er skráð inn IS númer hests. Ekki þarf að skrá forráðamann knapa. Næst er valið félag og er það eins og áður "Faxi" þá er valið næst "KB mótaröð Faxa, Skugga og Faxaborgar" (það er eini viðburðurinn sem er í boði núna). Þegar búið er að velja viðburð er næst að haka við keppnisgrein og muna eftir vinstri/hægri. Þá er að "setja í körfu" og byrja upp á nýtt ef vill. Annars bara beint í "ganga frá greiðslu"  - yfirfarið upplýsingar og haldið áfram. Þá er beðið um upplýsingar um greiðanda. Næst eru upplýsingar yfirfarnar, hakað við "samþykki skilmála fyrir millifærslu"  og staðfestið. Nú ætti allt að vera komið sem hér er gert en eftir er að millifæra gjaldið - það gerið þið í heimabanka - upplýsingar um reikning birtast og númer pöntunar. Látið það koma fram í skýringu á  millifærslunni og sendið afrit til randi@skaney.is . Þá ætti allt að vera klárt og nafn ykkar kemst inn á keppendalista.

Oft koma upp vandamál tengd því að viðkomandi finnst ekki hjá viðkomandi aðildarfélagi - en ekki er hægt að skrá sig til leiks nema vera í hestamannafélagi. Ef koma samt upp vandamál þá þarf að hafa samband við þann aðila hjá félaginu sem sér um félagakerfið Felix til að ganga frá því að allt sé eins og það á að vera. 

Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751257
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 15:46:08

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751257
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 15:46:08