Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

01.05.2017 22:27

Arionbankamót Faxa og Skugga

Opið íþróttamót, Arionbankamót Skugga og Faxa

Mótið verður haldið á félagssvæði Skugga í Borgarnesi dagana 6. og 7. maí n.k. Mótið hefst kl. 10 á laugardag með keppni í fjórgangi V2. 
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum. 
Pollaflokkur: Pollatölt. 
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T1 - Tölt T4 - Fimmgangur F2
2. flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T3
Opinn flokkur: Fjórgangur V2 - Tölt T1 - Tölt T4 - Fimmgangur F2 - 100 m. skeið P2 - 150 m. Skeið - 250 m. Skeið

Skráning fer fram í gegn um Sportfeng (mótshaldari Skuggi) og verður skráningu lokað kl. 24 miðvikudaginn 3. maí. Ath: Tölt T4 er skráð sem Tölt T2. Eins er hægt að senda allar upplýsingar á netfangið motanefndsf@gmail.is ef skráning í Sportfeng gengur ekki. (Þær upplýsingar sem verða að koma eru kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og greinar og eins upp á hvora hönd riðið er í hverri grein). 
Skráningargjöld eru engin í pollaflokki, kr. 1.000.- í barna og unglingaflokki pr. grein, kr. 2.500.- í umgmennaflokki, 2. Flokki og Opnum flokki, kr. 1000.- í öllum skeiðgreinum. Reikningsnúmer er 0326-13-4810 - kt: 481079-0399. 
Reikna má með að forkeppni í hringvallargreinum fari fram á laugardag sem og B úrslit (ef þarf) en skeiðgreinar og A úrslit í öllum flokkum á sunnudag.

Hægt er að hafa samband við Maríu Magnúsdóttir til þess að leigja stíur í reiðhöllinni Faxaborg yfir mótið.

Kaffinefnd Skugga verður með kaffisölu ásamt hádegisverði bæði á laugardag og sunnudag í Félagsheimili Skugga á mótssvæði. Viljum við vekja athygli á því að félagsheimilinu verður lokað kl 14 á sunnudeginum vegna fermingarveislu.

Mótanefnd Skugga og Faxa

Flettingar í dag: 893
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 409
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1737657
Samtals gestir: 198537
Tölur uppfærðar: 20.11.2018 23:19:13

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 893
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 409
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1737657
Samtals gestir: 198537
Tölur uppfærðar: 20.11.2018 23:19:13