Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2010 Janúar

31.01.2010 13:58

Bingó og pizzur

Æskulýðsnefndin stóð fyrir bingó og pizzu kvöldi síðasta fimmtudagskvöld. Kvöldið heppnaðist mjög vel, 23 börn, unglingar og ungmenni tóku þátt og spilaðar voru nokkrar umferðir í um klukkutíma.Síðan var boðið upp á gos og pizzur.Knapinn - hestavöruverslun og KB búrekstrardeild gáfu glæsilega vinninga og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. 

31.01.2010 01:24

Landsmót 2010

Eins og allir vita verður 19. landsmót LH haldið á Vindheimamelum í sumar. Hefst það 27. júní og stendur til 4. júlí. Ekki er að efa það að margir Skuggafélagar hugsa sér að mæta þangað sér til skemmtunar og eins til að taka þátt í keppni, náist tilskilinn árangur. Úrtaka fyrir landsmótið hefur verið ákveðin þann 22. maí. Allar upplýsingar um landsmótið er að finna á heimasíðu mótsins.
Nú eru heitar umræður á hestavefjum um þá ætlun að halda landmót 2012 í Reykjavík og sýnist sitt hverjum.  

30.01.2010 23:57

Mótin byrjuð

Félagar okkar og vinir í Glað riðu á vaðið hér á Vesturlandi með mótahald á þessu keppnisári. Keppt var í "smala" á föstudagskvöldið og eru úrslit kynnt á heimasíðu Glaðs. Fyrsta mót hjá Faxa og Skugga verður 13. febrúar og verður þá keppt í fjórgangi. Styttist í það og nú er um að gera að æfa sig og hestana vel fyrir mótið. Sterkur leikur er að kaupa sér einkatíma í reiðhöllinni. 

29.01.2010 12:17

Frá æskulýðsnefnd

Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi reiðnámskeiðs fyrir 11 ára og yngri. Í staðinn fyrir tvær kennslustundir með Birnu í febrúar hefur stundunum verið fjölgað í tíu alls sem skipast á fjórar vikur. Námskeiðið hefst 1.febrúar.
Kveðja nefndin.

Sjá einnig auglýsingu frá æskulýðsnefnd frá 21. jan. neðar á fréttasíðunni.

27.01.2010 21:34

Eldri fréttabréf

Búið er að setja inn á síðuna "Fréttabr. og skjöl" eldri fréttabréf, frá des. 2008 og mars 2009. Eru fréttabréfin ómetanleg heimild um starf félagsins á hverjum tíma.  

26.01.2010 22:28

Kynningarfundur um reiðhöll

Í kvöld var haldinn kynningarfundur um reiðhöllina og þá möguleika sem hún gefur okkur hestamönnum. Ingi Tryggvason form. Selás ehf. fór yfir það sem framundan er, mót og sýningar, og síðan voru alm. umræður. Bar þar margt á góma líkt og venjulega þegar hestamenn koma saman.Fundurinn var vel sóttur eins og sjá má á myndinni hér að neðan. 

 

25.01.2010 23:35

Íþróttadómaranámskeið

Endanlegar dagsetningar á samræmingarnámskeiðum HÍDÍ verða eins og áður var auglýst sunnudaginn 21. feb. 2010 í reiðhöllinni á Blönduósi og sunnudaginn 7. mars 2010 í Ingólfshöllinni í Ölfusi.
Námsskeiðin munu hefjast klukkan 9.00 árdegis og standa fram eftir degi. Áríðandi er að hestaíþróttadómarar mæti og viðhaldi réttindum sínum. Fyrirhugað er að hafa nýdómaranámskeið í tengslum við Reykjavíkurmeistaramótið í vor ef næg þátttaka næst.  Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að láta vita til HÍDÍ á netfangið: pjetur@pon.is.  (tekið af vef LH). 

24.01.2010 23:06

Nýtt fréttabréf

Komið er út 1. fréttabréf ársins 2010. Er það stútfullt af fréttum og fróðleik, hér er fjallað um námskeiða - og mótahald, reiðhöllina, umgengnisreglur í hesthúsahverfinu, reiðvegi og fleira. Eru allir hvattir til að lesa það. Er það að finna hérna til hliðar undir "Fréttabr. og skjöl" en einnig má nálgast það hérna en fréttabréfið er á pdf formati. 

24.01.2010 01:56

Hross í óskilum

Eftirtalin hross eru í óskilum hjá Borgarbyggð.

 

  1. Hestur, jarpur u.þ.b.15 vetra. Frostmerktur 11. Handsamaður vestur á Mýrum.
  2. Hestur, mósóttur u.þ.b. 4 vertra. Ómerktur. Handsamaður vestur á Mýrum.
  3. Hestur, rauður, u.þ.b 16 vetra. Ómerktur. Handsamaður vestur á Mýrum.
  4. Hestur, rauður, u.þ.b. 14 vetra. Frostmerktur L2. Handsamaður vestur á Mýrum.
  5. Hryssa, rauð, u.þ.b. 4 vetra. Ómerkt. Handsömuð vestur á Mýrum.
  6. Hryssa, brún, u.þ.b. 3 vetra, útigengin, óafrökuð. Ómerkt. Handsömuð í fyrrum Borgarhreppi.

Nú þarf að skoða stóðið.

24.01.2010 00:26

Umsóknir fyrir YOUTH CUP

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á Youth Cup sem verður haldið 10.- 18. júlí nk. Mótið er haldið í Kalo í Damörku.  Útvegaðir verða hestar ef óskað er. Skilyrði fyrir þátttöku: Reynsla í hestamennsku, enskukunnátta, keppnisreynsla í íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi.


Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði þátttöku.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH undir æskulýðsmál og hjá æskulýðsfulltrúum LH og félaganna.
Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1. mars nk.

Sjá nánari 
upplýsingar hér undir

23.01.2010 13:23

Umgengnismál

Stjórn Skugga ásamt umhverfisnefnd hefur undanfarið unnið að því að semja umgengnisreglur fyrir hesthúsahverfið. Nú liggja fyrir lokadrög að þessum reglum og er hægt að nálgast þær hérna. Eins er þær að finna undir "Fréttabr. og skrár" hér til hliðar. En rétt er að taka fram að enn hafa þessar reglur ekki verið endanlega samþykktar og kunna því að taka einhverjum breytingum frá því sem hérna kemur fram. 

22.01.2010 22:50

Tilkynning frá yfirdýralækni

Á vef Hestafrétta má sjá tilkynningu frá yfirdýralækni til hrossaeiganda varðandi aukið eftirlit og útfærslu laga er varða skráningu lyfjaleifa í hrossum, örmerkingar og útgáfu hrossapassa. Mikilvægt er fyrir hestamenn að kynna sér þessi mál vel. 

22.01.2010 14:06

Stóðhestar hjá Hrossvest

Frétt tekin af vef Hrossaræktarsambands Vesturlands. (hrossvest.is) 

"Þessa dagana er verið að vinna í því að setja stóðhesta ársins 2010 inn á heimasíðuna.
Margir spennandi hestar eru í boði.   Allss verða átta hestar á vegum Hrossaræktarsambandsins á Vesturlandi á komandi sumri.  Tveir ósýndir folar á fjórða vetur sem farið er að temja, Alvar frá Brautarholti og Krákssonur frá Blesastöðum (móðir: Blúnda frá Kílhrauni).  Þessir ungu hestar eru komnir vel af stað í tamningu og unnið með þá markvisst enda landsmót framundan.  Einnig má nefna Vökul frá Síðu, Þey frá Prestsbæ, Dyn frá Hvammi, Svein Hervar frá Þúfu, Roða frá Múla og Blæ frá Torfunesi.

Opnað verður fyrir pantanir í byrjun febrúar."


21.01.2010 20:02

Reiðnámskeið fyrir 11 ára og yngri

Æskulýðsnefnd hefur skipulagt reiðnámskeið, ef næg þátttaka fæst, fyrir aldurshópinn 11 ára og yngri.

Kennari verður Birna Tryggvadóttir og mun námskeiðið hefjast  1.febrúar, n.k., kl. 18:00 - 18:45, í reiðhöllinni Vindási.

Til að byrja með fá krakkarnir tíma á hálfsmánaðar fresti en ef áhuginn er mikill verður þeim fjölgað í að vera vikulegir og nær tímabilið fram á vor. Hámark nemenda er 6 í hverjum hópi.

Kostnaðurinn er ekki kominn á hreint en reynt verður að miða við önnur gjöld vegna íþrótta- eða æskulýðsstarfs  á öðrum vettvangi.

Mikilvægt er að hestakosturinn sé við hæfi.

Skráning  þarf að berast fyrir 28.janúar hjá Rúnu á netfangið snilldin@simnet.is  eða í s: 898-7086.

Kveðja frá nefndinni

21.01.2010 15:07

Bingókvöld og pizzaveisla !

Æskulýðsnefnd býður upp á bingó og pizzur nk. fimmtudagskvöld, 28.janúar 2010, kl. 19:00, í Félagsheimilinu Vindási.

Öll börn, unglingar og ungmenni velkomin en nokkur verðlaun verða í boði.

Eigum ánægjulega kvöldstund saman í upphafi  ,,hesthúsvetrar".

Kveðja frá nefndinni.

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44