Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2010 Febrúar

27.02.2010 12:37

Opið ísmót á Vatnshamarsvatni við Hvanneyri.

Hestamannafélagið Faxi heldur opið ístölt sunnudaginn 28. febrúar  kl. 13.00 á Vatnshamravatni  (klst. akstri frá Reykjavík,  keyrt í átt að Hvanneyri ef komið er frá Reykjavík. Aftur til vinstri í átt að Hvanneyri og síðan sést vatnið, bílar og fólk á hægri hönd

Keppt verður í fjórum flokkum og verður dagskráin þessi:

17 ára og yngri (hægt tölt og fegurðartölt)

2. flokkur (hægt tölt og fegurðartölt)  

Ung og/eða nýhrossakeppni (ekki keppnisvön hross)  (hægt tölt og fegurðartölt) 

1.flokkur (hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt).

Úrslit í lok hvers flokks.

Skráning á staðnum til kl. 12:45.

Skráningargjald er kr. 1000 í alla flokka.   A.t.h. Tökum ekki kort. 

Gefendur verðlauna er hestavöruverslunin knapinn Borganesi, Íþróttamiðstöðin Borganesi, Hyrnan Borganesi, Hárgreiðslustofan PK, Hárgreiðslustofan Sóló o.fl.

Heit kjötsúpa á staðnum J  Takmarkaður fjöldi bíla kemst að vatninu og því athygli vakin á að fólk velji sér klæðaburð við hæfi þó svo að veðurspáin sé góð.


27.02.2010 00:07

Snjórinn

Víða hefur snjórinn safnast saman í óveðurshvellinum sem gekk yfir á fimmtudag. Hér er hestamönnum vandi á höndum ef þeir vilja komast í burtu á hestum sínum. 


26.02.2010 12:37

Frábær vildarkjör fyrir LH og BÍ félaga

-forsala aðgöngumiða á LM 2010 hafin

 Forsala aðgöngumiða er hafin á Landsmót hestamanna 2010, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27.júní - 4.júlí. Forsalan fer fram rafrænt á slóðinni www.landsmot.is. Söluferlið er einfalt og er væntanlegur landsmótsgestur  leiddur í gegnum ferlið skref fyrir skref.

 Frábær vildarkjör eru í boði fyrir félaga í aðildarfélögum Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtökum Íslands og verulegur afsláttur veittur sé miði keyptur í forsölu. Afsláttur af fullu miðaverði í forsölu er allt að 25% og að auki fá félagar í LH og Bí 25% afslátt. Með þessu móti er hægt að lækka verð á vikupassa um þúsundir króna. Hver félagi í LH og BÍ getur keypt 5 miða að hámarki á vildarkjörum.

 Unnt er að kaupa vikupassa og helgarpassa í forsölu. Lægra gjald er greitt fyrir unglinga 14 - 17 ára og ekkert fyrir börn 13 ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa stúkusæti og hjólhýsastæði með aðgangi að rafmagni í forsölu. Með því að kaupa miða fyrirfram er hægt að spara bæði fé og fyrirhöfn.

 Forsölunni lýkur 1.maí 2010 og eftir það hækkar miðaverð. Hver miði sem keyptur er í forsölu gildir einnig sem miði í happdrættispotti  Landsmóts og samstarfsaðila. Um hver mánaðarmót verður dregið um veglega vinninga, sem eru til að mynda tveir vikupassar á Landsmót, leikhúsmiðar fyrir tvo í boði VÍS, beisli og DVD diskar frá versluninni LÍFLAND.

 

24.02.2010 23:26

Youth Cup

Æskulýðsnefnd LH minnir áhugasama á að skila inn umsóknum á Youth Cup sem verður haldið 10.- 18. júlí nk. Mótið er haldið í Kalo í Damörku.  Útvegaðir verða hestar ef óskað er. Skilyrði fyrir þátttöku: Reynsla í hestamennsku, enskukunnátta, keppnisreynsla í íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi.

 Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði þátttöku.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH undir æskulýðsmál og hjá æskulýðsfulltrúum LH og félaganna.
Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1. mars nk.

Sjá nánari upplýsingar undir ÆSKULÝÐSMÁL
 (á heimasíðu L.H.) 

23.02.2010 23:02

Nafnaleitin

Nú eru nöfn farin að berast til nafnanefndar, mörg góð og skemmtileg nöfn komin og sýnt að nefndin kemur til með að hafa úr nógu að moða ef marka má fyrstu viðbrögð. Endilega sendið inn ykkar tilögur, því fleiri því betra.  

23.02.2010 09:26

Samkeppni um nafn á reiðhöllina

Ákveðið hefur verið að formleg vígsla Reiðhallarinnar við Vindás í Borgarnesi fari fram sunnudaginn 7. mars næstkomandi. Í aðdraganda vígslunnar hefur einnig verið ákveðið að fram fari samkeppni um nafn á húsið. Nafnanefndin er skipuð þeim Kristjáni Gíslasyni formanni, Sigurði Oddi Ragnarssyni og Magnúsi Magnússyni. Verðlaun verða veitt fyrir tillögu að nafni sem valið verður. Ef fleiri en ein tillaga berst um sama nafnið, verður dregið um vinningshafa. Hér með eru íbúar á svæðinu, hestamenn og Vestlendingar nær og fjær hvattir til að senda inn tillögur að nafni. Þær skulu annað hvort vera póstlagðar í lokuðu umslagi á formann dómnefndar: Kristján Gíslason, Súlukletti 3, 310 Borgarnesi eða sendar á tölvupósti á: kristgis@grunnborg.is (gott að merkja í efnislínu "Tillaga að nafni.") Tillögur þurfa að hafa borist til formanns nafnanefndar fyrir nónbil þriðjudaginn 2. mars 2010.

21.02.2010 11:37

Reiðnámskeið í Söðulsholti

Helgina 27-28 febrúar kemur Maggi Lár og verðu með reiðnámskeið hjá okkur. Námskeiðið kostar 20.000 og innifalið er geymsla fyrir hrossin, hádegismatur, kökur og kaffi báða dagana. Áhugasamir geta sent okkur póst eða haft samband í síma 8995625 (Dóri) og endilega hafa samband sem fyrst ef þið hafið áhuga.

Með kveðju

Dóri og Iðunn.
Söðulsholt
311 Borgarnes
sodulsholt@sodulsholt.is
www.sodulsholt.is
s:8995625

18.02.2010 20:21

Leitarhestafundur sunnudaginn 21.febrúar

Dagskrá leitarhestafundar sunnudaginn 21.febrúar í Pétursborg, húsi Bjsv.Brákar, Borgarnesi.
Fundarstjóri er: Ragnar Frank Kristjánsson
 

Dagskrá leitarhestafundar sunnudaginn 21.febrúar í Pétursborg, húsi Bjsv.Brákar, Borgarnesi.
Fundarstjóri er: Ragnar Frank Kristjánsson

13:00 - 13:20 Hæfniskröfur knapa sem björgunarmanns - Anna P. og Heiða
13:20 - 13:35 Hæfniskröfur hests - Anna P. og Heiða
13:35 - 13:55 Alþjóðlegir staðlar fyrir leitarhestahópa - Halla og María
13:55 - 14:00 "Salernishlé"
14:00 - 14:25 Útbúnaður - Eiríkur
14:25 - 14:35 Tryggingar - Halla
14:35 - 14:55 Leitartækni og hugmyndir að æfingum - Soffía
14:55 - 15:10 Umræður
15:10 - 15:30 Kaffihlé
15:30 - Sigurður Oddur hestaferðafrömuður og járningameistari, fjallar um ferðalög, þjálfun f. ferðalög, útbúnað og járningar á ferðalögum.
(16:30 - 17:00 Ef að Edda Þórarinsdóttir dýralæknir verður ekki vant við látin á vaktinni ætlar hún að mæta og láta ljós sitt skína um sjúkrabúnað hesta)
17:00 - 18:00 Hestamennska og slysavarnir - Umræður varðandi framkvæmd hugmynda um að félagar í Leitarhestum haldi fyrirlestra hjá hestamannafélögum um slysavarnir í hestamennsku. Sameina fræðslu og fjáröflun vegna námsskeiðs. Hverju viljum við koma á framfæri við hinn almenna hestamann?
18:00 - 18:30 Ráðstefnan Björgun 2010 í Október. Erlendur fyrirlesari, T'mi Finkle, verður að öllum líkindum þar með leitarhestafyrirlestur og mun vonandi halda leitarhestanámsskeið á svipuðum tíma á Íslandi. Eru einhver önnur námsskeið (á Íslandi) sem við myndum vilja fá fyrir leitarhestahópa?
18:30 - 19:30 Eðal pottréttur á vegum Gæðakokka, kr.500.- á mann. Láta vita fyrir kl.21:00 nk. föstudagskvöld í síma 6990717 eða á msar_iceland@yahoo.com.

Dagskráin framundan hjá Leitarhestum Borgarfjarðar:
23. mars - Fundur
3. eða 4. apríl - Hittast í reiðhöll og fara í þrautabraut. Páskakeppni.
20. apríl - Fyrirlestur um það hvernig á að gera hest "sprengjuheldan". Julio?
18. maí - Fundur
29. eða 30. maí - Stór leitaræfing með gangandi fólki og hestum
15. júní - Fundur
9. - 11. júlí - Útileguhestaferð

17.02.2010 22:53

Námskeið: Hross í hollri vist

Námskeiðið er í boði fyrir hestamannafélög, hestamenn og annað áhugafólk um hesthúsbyggingar.

Lýsing: Á námskeiðinu er farið yfir skynjun og atferli hrossa með sérstaka áherslu á það hvernig hross skynja umhverfið í hesthúsi. Fjallað um mikilvægi réttrar hönnunar loftræstingar og skoðuð nokkur dæmi. Þá verður farið yfir með hvaða hætti hanna á og ganga frá gólfum í hesthúsum og jafnframt rætt um kosti og galla mismunandi undirburðar. Þá verður drjúgum tíma varið til þess að ræða um aðbúnað hrossa og annarrar aðstöðu í hesthúsinu, sem og í útigerði. Að síðustu verður kynning á hönnun lausagönguhesthúsa.

 Umsjón og kennsla: Sigtryggur Veigar Herbertsson og Snorri Sigurðsson, sérfræðingar hjá LbhÍ.

Stund og staður:  lau. 13. mars kl 9:30-17:00 (9 kennslustundir) í Ásgarði á Hvanneyri.

Verð: 14.500 kr (kennsla, gögn og veitingar).

 Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000

(fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

 Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun með skýringu á endurmenntun@lbhi.is . Minnum á stéttarfélags- og starfsmenntasjóði

17.02.2010 22:50

Fræðslukvöld: Litaerfðir hrossa og erfðir á þeim

Á fræðslukvöldinu verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst. Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna.

 Kennari: Guðni Þorvaldsson, sérfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Stund og staður: Mán. 8. mars Kl. 19:30-22:00 í matsal, Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Verð:  1500 kr. Greitt á staðnum, ekki er tekið við kortum. Mikilvægt er að skrá sig fyrirfram!  Skráningar: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000. 

16.02.2010 22:52

Stóðhestar

Nú hefur verið opnað fyrir pantanir undir stóðhesta á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands. Þar er boðið upp á marga góða og efnilega stóðhesta og fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir reiðhallarmót árið 2017alveg frá grunni er ekki seinna vænna en panta pláss núna undir stóðhest. Það er of seint að gera eitthvað róttækt fyrir mótið 13. mars.   

15.02.2010 12:46

Úrslit gærdagsins

Upplýsingar um öll úrslit í fjórgangi KB mótaraðarinnar er að finna hérna. Er þau einnig að  að finna á vef Eiðfaxa og Skessuhorns. 

13.02.2010 18:33

KB mót - A úrslit

Nú eru komnar myndir af verðlaunahöfum í A úrslitum í öllum flokkum. Birtum vonandi myndir frá B úrslitum fljótlega. Myndin hér að neðan er frá verðlaunaafhendingu í 1. flokki - Sigurvegarinn Haukur Bjarnason á Sóloni lengst til hægri. 


13.02.2010 17:45

2. flokkur - verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending í 2. flokki - sigurvegarinn Ámundi Sigurðsson lengst til hægri. 

13.02.2010 17:13

Unglingaflokkur - úrslit

6 efstu í unglingaflokki - Sigurvegarinn Sigrún Rós Helgadóttir lengst til vinstri. 

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44