Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2010 Febrúar

13.02.2010 15:34

Myndir úr forkeppni

Komar eru inn nokkrar myndir úr forkeppni fjórgangs. Senn hefjast úrslit og byrjað er á B úrslitum í unglingaflokki , síðan eru B úrslit í 1. og 2. flokki. Að því loknu hefjast A úrslit í öllum flokkum. Myndir frá úrslitum koma vonandi inn síðar í dag. Forkeppnin gekk vel og var þar mörg góð sýningin. 

13.02.2010 12:36

Símamynd

Strax í upphafi móts voru komnir margir áhorfendur og fjölgaði þeim eftir því sem leið á daginn. 

13.02.2010 00:24

4 - gangur: Dagskrá og ráslistar

Þá liggja fyrir ráslistar fyrir mótið á morgun. Það hefst kl. 12. Er skráning með miklum ágætum en alls eru skráningar 92. Er listann að finna hérna undir. 
Dagskráin er sem hér segir: 

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

2.flokkur

1.flokkur

Hlé

Úrslit í öllum flokkum


11.02.2010 08:44

KB mótaröðin

Munið að skráningarfrestur í 4 ganginn rennur út kl. 20 á föstudagskvöldið 12.2. Auglýsingin um mótið og upplýsingar um stigagjöf eru hér aðeins neðar á síðunni. 

10.02.2010 22:54

KB - mótaröðin: Reglur - liðakeppni/stigahæst knapi

Liðakeppni

1).  Lágmark 3 í liði, ( má vera úr öllum flokkum).

2).  Sérkenni, hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni (nafn, litur, fatnaður, o.s.frv.)

3).  3 efstu einkunnir úr forkeppni hjá hverju liði, telja til stiga. (Ef knapi er með 2 hesta er hærri einkunn sem gildir).

4)  Bónusstig fyrir alla sem komast í úrslit, gildir um alla flokka

1. sæti=10 stig, 2. sæti=8 stig, 3. sæti=6 stig, 4. sæti=4 stig, 5. sæti=2 stig, 

ef B-úrlslit 6. sæti=2 stig og 7.-10. sæti=1 stig.

Þetta bætist við einkunnir liða úr forkeppni.

Í lok mótaraðar  eru 3 stigahæstu liðin verðlaunuð.

Sérstök verðlaun verða veitt fyrir skemmtilegustu liðsheildina !!


Stigahæsti knapi;

1).  3 af 4 mótum gilda til stiga

2).  Efsta einkunn úr forkeppni gildir af hverju móti.

3).  5 stigahæstu knapar verðlaunaðir í hverjum flokk í lok mótaraðar

ATH. stigahæsti knapi gildir aðeins um félagsmenn Faxa og Skugga

Mótanefnd Faxa og Skugga

10.02.2010 16:01

KB - mótaröðin : 4-gangur

Fyrsta mótið í KB mótaröðinni verður haldið Laugardaginn 13. febrúar og hefst keppni kl. 12.00, í Reiðhöllinni í Borgarnesi.

Keppt verður í 4-gangi í;

Barna-, unglinga-, ungmenna-, 1 -  og  2 flokki  (minna keppnisvanir).

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður flokk ef þátttaka er ekki næg.

Minnum á liðakeppnina !!!! ( lágmarksfjöldi er 3 í liði),

Skrá þarf nafn liðs, hvert er einkenni og hverjir eru saman í liði um leið og tekið er við skráningum á fyrsta mótið.

Skráningargjald:  500 kr. fyrir börn, 1.000 kr. fyrir unglinga og 1500 kr. fyrir ungmenni, 1. og 2. flokk. (1.000 kr. fyrir annan hest).

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20:00 kvöldið áður (föstudagskvöldið 12 feb.) á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com eða í símum 691-0280 eða 699-6116.

Ekki verður skráð á staðnum.

Aðgangseyrir: kr. 500 fyrir 18 ára og eldri. (keppendur fá frítt inn)

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á vefsíðunni reidholl.is og á veggnum Facebook.com - hópurinn heitir KB mótaröðin


09.02.2010 23:20

Stórgóð sýning

Sýningin "Ung á uppleið" var í kvöld og tókst hún afar vel. Þrír nýútskrifaðir reiðkennarar, Heiða Dís, Haukur og Randi, öll búsett hér í Borgarfirði, sýndu fjölmörgum gestum listir sínar og fóru yfir mörg atriði sem hafa þarf í huga í árangursríkri tamningu og þjálfun. Nokkrar myndir eru komnar ínn í myndaalbúmið - því miður eru sumar þeirra ekki nógu góðar en það er ekki myndefninu að kenna. 


09.02.2010 00:06

Myndir

Nú eru komnar inn myndir frá skemmtikvöldi Skuggadísa úr safni Guðrúnar Ástu. Eins og sjá má var þetta hin besta skemmtun. 

08.02.2010 15:22

"Ung á uppleið" þriðjudagskvöld

Félag tamningamanna í samvinnu vinnu við unga og efnilega reiðkennara standa fyrir sýnikennslu í reiðhöllinni Borgarnesi þriðjudaginn 9 febrúar kl 20.00
Haukur Bjarnason, Heiða Dís Fjeldsted og Randi Holaker sýna okkur þeirra vinnubrögð við þjálfun hrossa.
Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa útskrifast nýlega með góðum árangri frá Reiðkennaradeild Háskólans á Hólum.
Aðgangseyri er stillt í hóf og kostar einungis kr 1.000.-
En frítt er fyrir skuldlausa FT félaga.
Rekstrarnefnd reiðhallarinnar mun svo sjá um veitingasölu.

Vonumst til að sjá sem flesta mæta.

Félag tamningamanna.

07.02.2010 21:47

Tamið í blíðunni

Þeir feðgar Ólafur og Þorgeir notuðu góða veðrið til tamninga. Mikið er riðið út þessa dagana enda veðrið með besta móti til þess. Aukin notkun þynginga þykir benda til þess að styttast fari í 1. mót vetrarins. 
06.02.2010 01:15

Skemmtikvöld Skuggadísa

Skuggadísir stóðu fyrir skemmtikvöldi fimmtudagskvöldið 4. febr. í félagsheimilinu. Fjölmennt var og skemmtu konur sér hið besta. Sigríður Klingenberg spá- og galdrakona sá um að engum leiddist. Fljótlega fáum við myndir frá þessu skemmtikvöldi hér inn á myndaalbúmið okkar.  

05.02.2010 08:10

"Ung á uppleið" - sýnikennsla

Félag tamningamanna mun í samstarfi við unga og efnilega reiðkennara standa fyrir sýnikennslu í reiðhöllinni í Borgarnesi þriðjudaginn 9.febrúar kl.20. Þar munu þau Randi Holaker, Haukur Bjarnason og Heiða Dís Fjeldsted sýna okkur þeirra vinnubrögð við þjálfun hrossa.

Hvetjum alla hestamenn að mæta og fylgjast með unga fólkinu.

(tekið af vef hestafrétta). 

04.02.2010 22:44

KB mótaröðin

   KB mótaröðin   

Liðakeppni (lágmark 3 í liði - opin keppni)

Einstaklingskeppni (opin keppni) 

Barna-, unglinga-, ungmenna-, 1.flokkur, 2.flokkur (minna keppnisvanir) 

13. febrúar - Fjórgangur

13. mars - Tölt

27. mars - Gæðingakeppni í gegn um höllina

10. apríl - Tölt og fimmgangur

 Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.  3.stigahæstu liðin fá verðlaun í hæsta gæðaflokki J  Öll mótin hefjast kl.12:00. Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20:00 kvöldi áður á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com eða í s. 691-0280 eða 699-6116. 

KB Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.

01.02.2010 21:32

Námskeið yngri barna

Nú er hafið námskeið fyrir börn yngri en 11 ára. Er þátttaka góð og verður kennt á mánudögum út þennan mánuð. Kennt er í þremur hópum en að hámarki eru 6 í hóp. Myndin er tekin af síðasta hópnum. Birna er að fræða um ásetu. 


01.02.2010 21:22

Unglingaskipti - ath.

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna í samvinnu við aðra æskulýðsfulltrúa innan FEIF mun í sumar gefa íslenskum unglingum kost á að heimsækja önnur aðildarlönd FEIF. Fyrirkomulagið verður þannig að unglingar á aldrinum 14 - 17 ára verða í 1 - 2 vikur hjá fjölskyldum sem eiga íslenska hesta og taka þátt í þeirra daglegu störfum.  Þetta er tækifæri fyrir áhugasama krakka að kynnast hestamennskunni á erlendri grund og mynda vinatengsl.

Einnig er fyrirhugað að bjóða erlendum unglingum til dvalar hér á landi á sömu forsendum.

Æskulýðsnefndin óskar eftir áhugasömum unglingum sem vilja fara og fjölskyldum sem mundu vilja bjóða heim erlendum unglingum.  Miðað verður við að þátttökugjald standi undir kostnaði. Ef þið hafið áhuga vinsamlega hafið samband sem fyrst við æskulýðsnefnd LH. Tölvupóstföng og símanúmer eru á heimasíðu LH á www.lhhestar.is

Með kveðju

 Æskulýðsnefndar LH

Flettingar í dag: 930
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 409
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1737694
Samtals gestir: 198537
Tölur uppfærðar: 20.11.2018 23:56:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 930
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 409
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1737694
Samtals gestir: 198537
Tölur uppfærðar: 20.11.2018 23:56:53