Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2010 Mars

31.03.2010 22:00

Leitarhestaæfing á Miðfossum

Leitarhestar Borgarfjarðar verða með æfingu í reiðhöllinni á Miðfossum laugardaginn 3. apríl. Sett verður upp þrautabraut fyrir knapa og hest. Prófað verður einnig að fara með hest í gegnum inngöngustaðla frá öðrum leitarhestasveitum í Bandaríkjunum. 
Allir eru velkomnir að koma með sinn hest og prófa brautina okkar og skemmtilegt verður að sjá og vita hvernig hestarnir og knaparnir  leysa ýmsar þrautir og sjá hvað takmörkin þeirra eru.

Æfingin byrjar eftir hádegi á laugardeginum um kl. 13.00 
Nánari uppl. má nálgast á heimasíðu okkar og hjá Eiríki & Höllu

Kv. Leitarhestasveit Borgarfjarðar
msar_iceland@yahoo.com

www.leitarhestar.123.is 

31.03.2010 21:53

KB mótaröð - tölt og 5-gangur

4. og síðasta mótið í KB mótaröðinni er nú komið í auglýsingu (PDF skjal með öllum upplýsingum)


31.03.2010 21:46

Fjörureiðin

Minnt er á fjöruferðina á föstudaginn langa, þann 2. apríl. Lagt af stað úr hesthúsahverfinu kl. 12. Auglýsingin er hér neðar á síðunni. 

31.03.2010 11:28

KB Mótaröðin - Úrslit/Gæðingakeppni

Síðastliðinn laugardag fór fram í Faxaborg, 3. mótið af 4 í KB-mótaröðinni, en að þessu sinni var keppt í gæðingakeppni á beinni braut í gegnum höllina. Dómarar voru þeir Sindri Sigurðsson og Stefán Ágústsson en sá háttur var hafður á að þessu sinni að gefin var einkunn strax að lokinni hverri gangtegund hjá hverjum keppanda sem var mjög áhorfendavænt og skapaði mikla stemmningu þar sem keppst var um að hvetja sína menn og sitt lið.

Kalt var í veðri og vindasamt en bæði keppendur og áhorfendur létu það ekkert á sig fá og var alveg frábær stemmning á meðal áhorfenda, stórkostleg tilþrif sáust í bæði A og B flokk og var það mál manna að hestakosturinn væri gríðarlega sterkur og spennandi landsmótsár framundan hjá okkur vestlendingum, þess má geta að síðasta mótið í KB-mótaröðinni fer fram 10 apríl næstkomandi þar sem keppt verður í tölti í öllum flokkum og fimmgang í 1. og 2. flokk.  Úrslit urðu gæðingarkeppninnar urðu eftirfarandi:

Barnaflokkur:

 1. Valdís Björk Guðmundsdóttir og Snælda frá Sviganskarði 8,38/8,45
 2. Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Mosi frá Kílhrauni 8,18/8,28
 3. Konráð Axel Gylfason og Smellur frá Leysingjastöðum 7,95/8,08
 4. Gyða Helgadóttir og Víðir frá Holtsmúla7,98/7,98
 5. Aron Freyr Sigurðsson og Glaumur frá Oddsstöðum 7,90/7,93


Unglingaflokkur:

 1. Sigrún Rós Helgadóttir og Biskup frá Sigmundarstöðum 8,08/8,33
 2. Svandís Lilja Stefánsdóttir og Máni frá Skipanesi 8,28/8,28
 3. Þórdís Fjeldsted og Móðnir frá Skipanesi 7,88/8,08
 4. Axel Örn Ásbergsson og Kjarni frá Miðhjáleigu 7,93/7,97
 5. Íris Ragnarsdóttir og Sörli frá Skaftafelli 7,85/7,90


Ungmennaflokkur:

 1. Heiðar Árni Baldursson og Breki frá Brúarreykjum 8,22/8,40
 2. Marina Schregelmann og Stapi frá Feti 8,10/8,23
 3. Arnar Ásbjörnsson og Brúnki frá Haukagili 7,43/8,00
 4. Höskuldur Kolbeinsson og Kólfur frá Stóra-Ási 7,72/7,77


2.flokkur  B-Flokkur/B - Úrslit:

 1. Halldóra Jónasdóttir og Tvistur 7,75/8,20
 2. Ásberg Jónsson og Flögri frá Hjarðarholti 7,90/8,08
 3. Björgvin Sigurstensson og Grein frá Skjólbrekku 7,83/8,05
 4. Lára Kristín Gísladóttir og Tvistur frá Stóra-Ási 7,83/7,92
 5. Ólafur Þorgeirsson og Sólbrá frá Borgarnesi 7,75/7,18


2.flokkur B-Flokkur/A - Úrslit:

 1. Ólafur Guðmundsson og Hlýri frá Bakkakoti 8,32/8,38
 2. Gunnar Tryggvason og Kári frá Brimisvöllum 7,93/8,35
 3. Þórdís Arnardóttir og Tvistur frá Þingnesi 8,22/8,28
 4. Halldóra Jónasdóttir og Tvistur 7,75/8,20
 5. Guðni Halldórsson og Gyðja frá Engimýri 7,92/8,07
 6. Ámundi Sigurðsson og Bíldur frá Dalsmynni 7,92/8,07
 7. Steinunn Hilmarsdóttir og Pjakkur frá Skjólbrekku 7,97/8,05


1.flokkur  B-Flokkur:

 1. Birna Tryggvadóttir og Elva frá Miklagarði 8,57/8,78
 2. Benedikt Líndal og Lýsingur frá Svignaskarði 8,53/8,55
 3. Kolbrún Grétarsdóttir og Snilld frá Hellnafelli 8,48/8,55
 4. Gunnar Halldórsson og Eskill frá Leirulæk 8,50/8,52
 5. Randi Holaker og Skáli frá Skáney 8,40/8,40

2.flokkur A-Flokkur:

   1. Ólafur Guðmundsson og Bleikja frá Stóra Langadal 8,12/8,35
   2. Ólafur Tryggvason og Sunna frá Grundarfirði 8,25/8,28
   3. Guðni Halldórsson og Glaður frá Þverholtum 8,23/8,15
   4. Ámundi Sigurðsson og Amon frá Miklagarði 8,08/8,12
   5. Þórdís Arnardóttir og Niður 8,02/8,02
   6. Snorri Elmarsson og Hylling frá Tröðum 8,02/7,83

1.flokkur  A-Flokkur:

 1. Haukur Bjarnason og Sólon frá Skáney  8,51/8,65
 2. Birna Tryggvadóttir og Röskur frá Lambanesi 8,50/8,58
 3. Guðmundur M. Skúlason og Fannar frá Hallkellstaðarhlíð 8,15/8,27
 4. Kolbrún Grétarsdóttir og Ívar frá Miðengi 8,30/8,13
 5. Edda Þórarinsdóttir og Flækja frá Giljahlíð 7,85/7,58

30.03.2010 00:43

Fjöruferðin

Rauðanesferðin!!

Hin árlega ferð á Rauðanesfjöru verður farin á Föstudaginn langa.

Lagt verður af stað kl. 12.00

Menn eru vinsamlegast beðnir að stilla hestafjölda í hóf.

Takið með ykkur góða skapið.

Allir velkomnir.                                              

Ferðanefnd Skugga

28.03.2010 18:17

KB mótaröðin - myndir

Komnar eru inn á myndasafn nokkrar myndir sem teknar voru á mótinu í gær. Eru þetta myndir af verðlaunahöfum í öllum flokkum. Ef einhver lumar á myndum frá mótinu sem hann vill deila með öðrum þá væri frábært að fá þær sendar. 

26.03.2010 11:28

Dagskrá og ráslistar - KB-mótaröð

Nú er hér hægt að finna dagskrá og ráslista fyrir gæðingamótið í KB mótaröðinni á morgun. Mótið hefst kl. 12 og er röð dagskráratriða þannig.

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

2.flokkur   B-Flokkur

1.flokkur   B-Flokkur

2.flokkur   A-Flokkur

1.flokkur   A-Flokkur

HLÉ

Úrlsit

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

2.flokkur   B-Flokkur

1.flokkur   B-Flokkur

2.flokkur   A-Flokkur

1.flokkur   A-Flokkur


24.03.2010 17:01

Auglýsing frá LH

Unga fólkið hvatt til að þátttöku í verðlaunaafhendingu á Landsmóti í sumar!
 
Landsmót hestamanna sem haldið verður í Skagafirði dagana 27.  júní - 4. júlí hefur óskað eftir samstarfi við æskulýðsnefndir hestamannafélaga landsins í þeim tilgangi að virkja ungmenni og unglinga við verðlaunaafhendingu á mótinu.
 
Mælst er til að unga fólkið skarti félagsbúningi sínum við afhendinguna og geta áhugasamir haft samband við æskulýðsnefndir hestamannafélaganna en einnig er hægt að senda póst á  landsmot@landsmot.is.
 
Í póstinum þarf að koma fram nafn og aldur ásamt upplýsingum um hvaða hestamannafélagi viðkomandi tilheyrir.

23.03.2010 23:25

Stóðhestar á vegum Hrossvest

Hrossaræktarsamband Vesturlanda er með marga góða stóðhesta á sínum snærum í sumar. Nú standa yfir bókanir og er þeim sem ætla að halda undir hesta á vegum sambandsins bent á að panta sem allra fyrst. Auglýsingu er hægt að sjá hérna en einnig eru allar upplýsingar á heimasíðunni www.hrossvest.is 

22.03.2010 21:34

Gæðingakeppnin 27.mars

Minnt er á það að frestur til að skrá sig til þátttöku á gæðingamótinu í Faxaborg næsta laugardag rennur út á miðvikudaginn - eftir tvo daga. Auglýsingin með öllum upplýsingum er hér neðar á síðunni. 


21.03.2010 14:54

Skuggadísir - reiðnámskeið

Skuggadísir auglýsa reiðnámskeið í apríl og maí. Auglýsinguna í heild sinni má sjá hérna undir

Skuggadísir, kvennadeild Skugga í Borgarnesi munu standa fyrir reiðnámskeiðum fyrir konur núna í apríl fram í maí. Bæði verður boðið upp á almennt námskeið, fyrir þær sem eru lengra komnar og einnig byrjendanámskeið.

Hvert námskeið er 7 skipti, 6 tímar í reiðhöll og síðasta skiptið verður jafnvel reiðtúr eða annað skemmtilegt.

Kennt verður á fimmtudögum og föstudögum í apríl-maí.

(8 apríl, 15-16 apríl, 23 apríl,  29-30 apríl og 7 maí)

Hver kennslustund er ca 45 mín og fer kennslan fram í

reiðhöllinni Faxaborg. Kennt verður frá kl 18:00-20:00.

Miðað verður við hámark 5 konur í hóp,

Kennari á námskeiðunum verður Heiða Dís Fjelsted, reiðkennari frá Háskólanum á Hólum

Verð er kr 14.000.-

Skráningarfrestur er til 29. mars.

Allar nánari upplýsingar og skráning hjá Guðrúnu Ástu í síma 860-1990 eða á netfangið gudrunasta@simnet.is

Námskeiðisgjald greiðist við skráningu inn á reikning Skuggdísa

0326-13-111688 kt: 481079-0399

Hestamannafélagið Skuggi / Skuggadísir.

ATH: Námskeiðin verða aðeins haldin ef tiltekin lágmarks þáttaka næst

19.03.2010 21:29

Umgengnisreglur samþykktar

Nú hefur byggðaráð samþykkt umgengnisreglur fyrir hesthúsahverfið og næsta umhverfi þess. Hérna er hægt að nálgast þær og einnig hér til hliðar undir "fréttabréf og skrár". Breytingin frá því síðustu drögum snýr að förgun sorps og plasts og lausagöngu hunda. Hesthúsaeigendur og aðrie sem halda hross í hverfinu ættu að kynna sér þessar reglur vel og búa sig undir að þurfa að fara eftir þeim. 

18.03.2010 23:23

Opin gæðingakeppni í gegnum Faxaborg 27.mars

Mótenefnd er búin að ákveða fyrirkomulag gæðingamótsins laugardaginn 27. mars í Mótaröð KB. Auglýsinguna í heild sinni er að finna hérna undir en hluti hennar er eins og hér stendur.

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 24.mars á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com eða í s. 691-0280 eða 699-6116.  Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, nafn knapa, nafn hests,litur hests, aldur hests, lið  Skráningargjald er 1500.kr fyrir 1.,2.flokk- og ungmenni. (1.000 kr.fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0326-13-004810-4810790399 í síðasta lagi miðvikudaginn 24.mars annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.  B flokkur: hægt tölt, brokk, yfirferð og frjáls ferð. A flokkur: tölt, brokk, skeið og frjáls ferð. (6 í holli, 4 ferðir).  Minnum fólk á að koma vel klætt þar sem að höllin verður opin í báða enda.  Aðgangseyri 500kr.


18.03.2010 20:58

Skemmtiferðin

Senn rennur út frestur til að skrá sig til þátttöku í ferðina á stóðhestasýninguna á Hellu þann 3. apríl n.k. Auglýsinguna er að finna hérna neðar á síðunni. 
Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751234
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 15:12:42

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751234
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 15:12:42