Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2010 Apríl

28.04.2010 23:44

Þátttaka á LM 2010

Nú liggur fyrir að Skuggi má senda 3 keppendur í hvern keppnisflokk landsmótsins, þ.e. 3 hesta í A og B flokk og síðan 3 börn, unglinga og ungmenni. Verði liðið fullskipað telur það því 15 manns og hefur sjálfsagt aldrei verið fjölmennara á landsmóti. Væntanlega verður hart barist, en drengilega þó, um sætin þann 22. maí n.k. 

28.04.2010 17:17

Viðburðadagatöl

Stjórn Skugga hefur gengið frá viðburðadagatali fyrir okkur hestamenn. Komin eru út dagatöl fyrir apríl - ágúst. Hérna er hægt að nálgast þau fyrir hvern mánuð fyrir sig. Upplagt að prenta út og hengja upp á kaffistofum og öðrum stöðum þar sem hestamenn hittast.Því eins og kemur fram í síðustu frétt þá er margt framundan. 
Viðburðadagatal fyrir apríl - maí - júní - júlí - ágústFlott framtak hjá stjórninni. Þessum skrám verður svo komið fyrir á síðunni Fréttabréf og skjöl.

27.04.2010 22:51

Líf í hestamennskunni

Það er víst óhætt að segja að mikið líf sé í hestamennskunni og félagslífi tengdu henni hjá Skugga. Hver viðburðurinn rekur annan og mikið framundan. Næsta laugardag, 1. maí,  er karlareiðin sem auglýst er hérna fyrir neðan, síðan er íþróttamót þann 8. maí og svo Vesturlandssýningin í Faxaborg þann 15. maí. Gæðingakeppnin og úrtakan fyrir LM er svo þann 22. maí. Kvennareiðin er síðan á kosningadaginn 29. maí. Sem sagt allt á fullu. 
(breytt 28.apríl).

27.04.2010 22:45

Karlrembureið - auglýsing

Farin verður hin árlega karlrembureið laugardaginn 1. maí. 
Farið verður frá félagsheimili Skugga kl 14:00 og verður farin um 16-18 km leið. Eins og alltaf eru allir
karlar velkomnir óháð félagi svo endilega að taka sem flesta með.
Gott væri ef menn væru búnir að skrá sig fyrir kl 13:00 föstudaginn 30. apríl í síma 8609075 Siggi eða 8632294 Stebbi.
Þátttökugjaldið er 1200-1500 kr. á mann.

27.04.2010 08:13

Úrslit í firmakeppni

Hér koma úrslitin í firmakeppninni. 

Barnafl. 
    1. Landlínur ,Aron Sigurðsson og Svaðilfari
    2. Marteinn og Maggi,Arna Ámundadóttir og Léttir
    3. María Erla og Inga Lára , Þorgeir Ólafsson og Sólbrá
    4. Gösli , Ísólfur Ólafsson og Sindri
    5. Norðurál , Guðbjörg Halldórsdóttir

Unglingafl. 
    1. Vindás 9 , Axel Ásbergsson og Kjarni
    2. Guðmundur Árnason , Sandra Bergsdóttir
    3. Ingvar og Erla ,Sigríður Þorvaldsdóttir og Gloría
    4. Handavinnuhúsið , Ólafur Axel Björnsson og Ari
    5. Vöruflutningar Vesturlands, Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir 

Konur 
    1. Borgarverk,Halldóra Jónasdóttir
    2. Vindás 8 ,Ágústa Hrönn Óskarsdóttir
    3. Gallerí Brák,Margrét Grétarsdóttir og Víkingur 
    4. Húsasmiðjan ,Steinunn Brynja Hilmarsdóttir og Pjakkur
    5. Vífill Karlsson ,Heiðrún Halldórsdóttir

Karlar 
    1. Bjarni Guðjónsson,Ásberg Jónsson og Flögri
    2. Arion banki Borgarnesi , Ingvar Þór Jóhannsson
    3. Sjóvá Borgarnesi , Bjarki Þór Gunnarsson og Gabríel
    4. Kaupfélag Borgfirðinga, Reynir Magnússon
    5. Steini Eyþórsson,Bjarni Guðjónsson og Hrafn 

25.04.2010 21:51

Að lokinni firmakeppni

Firmakeppni fór fram eins og til stóð skv. dagskrá. Þátttaka var bara töluvert góð, 11 pollar, 10 börn, 7 unglingar, 13 konur og 19 karlar tóku þátt. Veðrið var eins og best var á kosið. Heildarúrslit koma hér á síðuna fljótlega sem og myndir. Hér birtist þó mynd af verðlaunahöfum í kvennaflokki og unglingaflokki.
Sigurvegari í barnaflokki var Aron Freyr Sigurðsson, í unglingaflokki sigraði Axel Örn Ásbergsson, sigurvegari  í kvennaflokki var Halldóra Jónasdóttir og Ásberg Jónsson sigraði karlaflokkinn. 23.04.2010 11:26

Firmakeppnin

Þá styttist í firmakeppnina en hún hefst kl. 14 á morgun, laugardag. Ekki þarf að skrá, bara mæta og muna eftir hjálminum. Veðurspáin er nokkuð góð, austan eða suðaustanátt, þurrt og 6-8 m/sek. Vonandi nær askan ekki til okkar. Að venju verður kaffisala í félagsheimilinu og þar fer verðlaunafhending fram. 

22.04.2010 23:22

Landsmót á Vindheimamelum

Félagsmenn Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands
MIÐAVERÐ Á LANDSMÓT HESTAMANNA 2010
Landsmót 27. JÚNÍ - 4. JÚLÍ

Þann 1. maí rennur út frestur til að kaupa miða á sérstökum afslætti fyrir félagsmenn í hestamannafélögum og bændasamtökunum. Fyrir þá sem eru ákveðnir í að fara er hér um töluverðan sparnað að ræða. 

Skoðið verðskrána á heimasíðu LH. Hér er líka hægt að komast beint á síðuna. 

21.04.2010 23:57

Námskeið vegna Kappa

Þann 13. apríl síðastliðinn kom út ný útgáfa af Kappa og GagnaKappa, sem hægt er að nálgast á heimasíðu LH, www.lhhestar.is. Frá þeim degi var eldri útgáfa Kappa ónothæf og því er mikilvægt að allir notendur uppfæri hugbúnaðinn. Á næstu dögum og vikum verður Tölvunefnd LH með námskeið um notkun á Kappa. Mælt er eindregið með því að hvert félag sendi sinn fulltrúa á námskeiðið.

Námskeiðin verða haldin sem hér segir:

Selfoss 27.apríl kl.20:00 Félagsheimili Sleipnis
Reykjavík 30.apríl kl.20:00 Íþróttamiðstöðinni í Laugardal
Borgarnes 4.maí kl.20:00 Félagsheimili Skugga
Sauðárkrókur 6.maí kl.20:00 Reiðhöll Sauðárkróks
Akureyri 12.maí kl.20:00 Hafnarstræti 93-95

Vonumst til þess að sjá sem flesta,
Tölvunefnd LH.

19.04.2010 23:34

Firmakeppni

Hestamannafélagið heldur sína árlegu firmakeppni laugardaginn 24. apríl n.k. á félagssvæði sínu við Vindás. Hefst keppnin kl. 14. 

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Pollaflokkur
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Dömuflokkur
Karlaflokkur
Verðlauna afhending verður í félagsheimilinu að lokinni
keppni. Vonumst til þess að sjá sem flesta og koma
sumrinu af stað með stæl.

kv. mótanefnd.18.04.2010 21:54

Útigangurinn og eldgosið

Eigendur útigangshrossa um allt land þurfa að búa sig undir verja hross sín fyrir öskufalli. Of seint er að bregðast við eftir að umtalsvert öskufall er skollið á. Miðað við veðurspá fyrir næstu daga er mest hætta á öskufalli í Rangárvallasýslu en hrossaeigendur á öllu suður- og suðausturlandi þurfa að vera í viðbragðsstöðu.

Þar sem mikið öskufall verður er hrossum bráð hætta búin af því að anda að sér öskunni, drekka mengað vatn og éta hana í sig með menguðu fóðri. Því þarf að hýsa öll hross á þeim svæðum. Sé það ekki hægt þarf að flytja hross á öruggari svæði.

Forðast skal þó flutninga á fylfullum hryssum, einkum af innan við mánuður er í köstun. Sé ekki hægt að hýsa þær með góðu móti skal þeim haldið heim við hús þar sem hægt er að vatna þeim með hreinu vatni og verja fóður fyrir mengun.

Skapist hætta á langvarandi flúormengun er mikilvægast er að verja trippi í vexti því þeim er hættast við varanlegu tjóni á tönnum og beinum. Þá er fylfullum hryssum sérlega hætt við kalkskorti í blóði sem er lífshættulegt ástand.

(tekið af heimasíðu Matvælastofnunar). 

17.04.2010 21:35

Frá æskulýðs - og fræðslunefnd

Æskulýðs - og fræðslunefnd er öflug eins og meðf. auglýsing ber með sér.

  • Keppnisnámskeið:
Fyrirhugað er að halda keppnisnámskeið í maí-mánuði n.k.  Námskeiðið verður opið fyrir alla félagsmenn Skugga sem hafa áhuga á að taka þátt í keppnum. 
Leiðbeinandi verður Heiða Dís Fjeldsted. 
Þeir sem hafa áhuga geta leitað upplýsinga og skráð þátttöku sína hjá neðangreindum nefndarmönnum. 
Auður Ásta Þorsteinsdóttir, gsm. 699-1779, netfang: dila@simnet.is 
Ásberg Jónsson, gsm. 897-7113, netfang: hraunholt@simnet.is 
  • Fjölskylduratleikur:
Nefndin hefur ákveðið að boða til fjölskylduratleiks, með grilli á eftir, sunnudaginn 02. maí n.k. og hefst hann kl. 14:00. 
Allir félagsmenn velkomnir með fjölskyldur sínar. 
  • Síðsumarferð ungmenna:
Fyrirhugað er að bjóða uppá tveggja daga síðsumarferð fyrir unglinga í Skugga, 12 ára og eldri, helgina 07.-08. ágúst n.k. 
Nánar auglýst síðar. 

Kveðjur, 
Æskulýðs- og fræðslunefnd Skugga.

16.04.2010 14:12

Skeifudagur á Mið-Fossum

Á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl, verður haldinn hátíðlegur Skeifudagur Grana á Mið-Fossum. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt við LbhÍ afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum. Morgunblaðsskeifan verður afhent þeim nemenda LbhÍ sem stendur sig best í reiðmennsku- og frumtamninganámi vetrarins.

 Keppt verður um Gunnarsbikarinn, sem gefinn er af Bændasamtökum Íslands í minningu Gunnars Bjarnasonar fyrrum hrossaræktarráðunauts og kennara á Hvanneyri. Kennari í vetur var tamningameistarinn Reynir Aðalsteinsson.

Bryddað verður upp á ýmsum skemmtilegum atriðum þennan dag. Fram mun koma sýningarsveit borgfiskra hestakvenna; Skessurnar, nemendur Reiðmannsins, sem er námskeiðaröð í hestamennsku á vegum LbhÍ, keppa um Reynisbikarinn, ásamt fleiri skemmtilegum atriðum.

Að lokum má geta þess að hestamannafélagið Grani mun halda happadrætti þar sem dregið verður um fjölda glæsilegra folatolla.

Dagurinn verður haldin í glæsilegri aðstöðu LbhÍ að Mið-Fossum í Borgarfirði og byrjar dagskráin klukkan 13:00.

Allir eru hjartanlega velkomnir :)

Kveðja Grani og LbhÍ.

16.04.2010 10:00

Vesturlandssýning

Ákveðið hefur verið að halda Vesturlandssýningu í reiðhöllinni í Borgarnesi 14. og 15. maí næstkomandi, en sýningar af þessu tagi voru haldnar á höfuðborgarsvæðinu hér á árum áður.

Á sýningunni verður m.a. sýnt tölt, fimmgangur, fjórgangur, kynbótahross og atriði frá hestamannafélögunum á svæðinu.  Börn og unglingar munu líka koma fram.

Sýningin er í undirbúningi um þessar mundir og viljum við benda á að allar tillögur um atriði á sýningunni eða fyrirkomulag hennar eru vel þegnar og má hafa samband við Ámunda Sigurðsson (amundi@isl.is eða 892 5678), Baldur í Múlakoti (baldur@vesturland.is eða 895 4936), Kari Berg (karisiggi@visir.is eða 868 1926) eða Stefán í Skipanesi (stefan@hroar.is eða 897 5194).

Þegar nær dregur sýningu má finna nánari upplýsingar á vef reiðhallarinnar í Borgarnesi www.reidholl.is

F.h. undirbúningsnefndar

Jökull H.

15.04.2010 22:11

Síðasti vetrardagur - Ball

Síðasta vetrardag,  21. apríl munu Veðurguðirnir spila í Reiðhöllinni í Borgarnesi frá 23:00 - 03:00. Aldurstakmark er 16 ára. Miðaverð 2.500 kr. Fögnum sumri með einni vinsælustu hljómsveit landsins og takið daginn frá.
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44