Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2010 Júní

30.06.2010 22:27

Hestamannamót Storms

Félagar okkar á Vestfjörðum láta fátt trufla sig.

Hestamannamót Storms fer fram á Söndum í Dýrafirði 16. og 17. júlí n.k.

                    Rétt til þátttöku hafa allir knapar sem skráðir eru í félög innan LH.

Föstudaginn 16. júlí kl. 15:00 hefst forkeppni í A og B flokkum gæðinga, barna, unglinga, ungmennaflokkum og gæðingatölti.

Kl.  20:00 hefst kvöldvaka í Reiðhöllinni. Setning Hestamannamóts Storms 2010, keppni í fljúgandi skeiði, liðakeppnin ,,Sandariddararnir 2010" o. fl.

Grín og glens fyrir alla fjölskylduna.

Laugardaginn 17. júlí kl. 12:00 hefst dagskráin  á hópreið hestamanna og að henni lokinni verður keppt til úrslita í öllum flokkum. Einnig verður keppt í 300m brokki, 300m stökki og 250m skeiði.

Þegar úrslit liggja fyrir verður farið í útreiðartúrinn góða. Allir hestfærir velkomnir með.

Um kl. 20:00 verður slegið upp grillpartý í Reiðhöllinni. Heitt grill á staðnum.

Tekið verður við skráningu keppnishrossa til kl. 21:00 að staðartíma þann 13. júlí á netfangið valdie@snerpa.is eða í síma 864-7676, Sonja. Gefa þarf upp kennitölu knapa og IS númer keppnishrossa. Skráningar gjald er kr. 1.000,-- pr. hross og greiðist inn á 1128-05-1908, kt. 600783-0259.

Skráningar í fljúgandi skeið og í ,,Sandariddararnir 2010´´, skal skila á netfangið nannabjork@simnet.is eða í síma 895-0711, Nanna.  Engin skráningargjöld! Liðstjórar ,,Sandariddara´´ eru beðnir um að hóa saman liðum sínum og gera sig klára fyrir kvöldvökuna.

                  Gott tjaldsvæði er á Söndum og góð aðstaða fyrir aðkomu hross.

Einn aðgöngumiði sem gildir á allt! Fullorðnir kr. 1.000,-- Börn á grunnskólaaldri kr. 500,-- Börn á leikskólaaldri, ókeypis aðgangur.

 Nánari uppýsingar um dagskrá hestamannamóts Storms munu birtast á http://stormur.123.is/


22.06.2010 12:50

Enn um veikina

Eftirfarandi birtist í dag á vef Hestafrétta.

Hestafréttir spurðu Sigríður Björnsdóttur útí flensuna og hvernig skal haga háttum.


1. Hvernig er hægt að sjá hvort hross séu en veik eða ekki alveg komin í lag?
" Hreyfa þau varlega í byrjun en auka svo við þjálfunina smátt og smátt." 
2. Hvað skal gera við hross með einkenni, setja þau út eða taka þau inn? 
"Alla jafna líður hrossunum betur úti en þau mega líka vera inni ef umhirða er góð."
3. Virkar Pensilín á veikina? 
"Já, Pensilín meðhöndlun virkar í mörgum tilfellum vel. Þó er nauðsynlegt að meðhöndla í allt að 10 daga."
4. Hvað verður þetta lengi að fara úr þeim eða verður þetta krónískt? 
"Flestir hestar eru 3-6 vikur með hósta og/eða hor en 8 vikur er ekki óalgengur tími, fáir lengur. Ekki mikil hætta á að veikin verði krónísk.
5. Má þjálfa hross þó það leki aðeins úr nösum eða hósta bara smá? 
"Það er óhætt að þjálfa hesta þó leki úr nösum glært hor og jafnvel aðeins hvítt ef þeir eru ekki slappir. Hestar sem hósta eitthvað að ráði ættu að vera í hvíld en það má þjálfa hesta þó þau hósti einstaka sinnum til hreinsunar.

15.06.2010 22:41

Tilkynning frá beitarnefnd

Beitarnefnd mun standa fyrir smölun á Borgargirðingunni n.k. laugardag, 19. júní, kl. 10:00 og eru félagsmenn sem eiga hross í girðingunni vinsamlegast beðnir að mæta við hlið Borgargirðingarinnar á þeim tíma.  Fyrirhugað er að smala hópnum uppí hesthúsahverfi.

Beitarnefnd Skugga.

14.06.2010 20:24

Unglingalandsmót í Borgarnesi

Eins og öllum er vel kunnugt um verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Borgarbyggð nú um verslunarmannahelgina. Ein af þeim íþróttagreinum sem keppt verður í eru hestaíþróttir. Verður keppt í barnaflokki (11 - 13 ára) og unglingaflokki (14 - 18 ára) og keppt er í fjórgangi og tölti. Það er vonandi að börn og unglingar geti fljótlega farið að þjálfa fyrir þetta mót því tækifæri til að keppa gefast varla mörg á þessu sumri ef miðað er við framboð af mótum. Það væri virkilegt áhyggjuefni ef ekki verður hægt að halda glæsilegt mót um mánaðarmótin júlí - ágúst sökum hestapestar. Væntanlega verður þetta eina mótið sem haldið verður í Borgarnesi í sumar. 

  

13.06.2010 12:39

Frá vefstjóra

Afar lítil virkni hefur verið undanfarnar vikur hér á þessari síðu. Ástæðan er auðvitað sú að lítið sem ekkert er að gerast hérna í hestamennskunni.Væri gaman að fá fréttir af því hvernig gengur, eru menn eitthvað farnir að ríða út? Allskonar útgáfur af veikindasögum eru í gangi og gera það að verkum að nánast enginn þorir að prófa. Nú eru senn liðnar 6 vikur síðan útreiðar hættu í Borgarnesi og enn virðast einhver hross vera með nefrennsli. En ef einhverjir luma á myndum frá viðburðum vetrarins sem þeir vilja deilla með öðrum þá endilega hafa samband við umsjónarmann - t.d. vantar alveg myndir úr karlrembureiðinni, sem var víst síðasti reiðtúr vetrarins.  

05.06.2010 22:16

Beitarhólf

 
Beitarnefnd hefur ákveðið, með hliðsjón af góðu tíðarfari, að félagsmenn sem fengið hafa úthlutað beitarhólfum megi byrja að sleppa í sín beitarhólf frá og með morgundeginum (laugardag 05. júní 2010).  Brýnt er fyrir hesteigendum að ganga þó vel úr skugga um að beit í þeirra hólfum sé orðin fullnægjandi fyrir þann fjölda sem þangað er sleppt og tryggja með heygjöf ef einhver vafi leikur þar á.  Ítrekað er að hesteigendur eiga að vera búnir að klippa númer sitt í síður hrossanna, áður en sleppt er í beitarhólfin. 

kv. 
F.h. Beitarnefndar og stjórnar Skugga 
Stefán Logi Haraldsson 

05.06.2010 22:15

Mótahald

Tilkynning frá Mótanefnd Skugga. 

Mótanefnd Skugga vill koma því á framfæri við félagsmenn að vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa með "hesta-kvefpestinni" er öllum fyrirhuguðum mótum á vegum félagsins hér með aflýst.  Ekki eru því fyrirhuguð nein mót á vegum félagsins fyrr en í byrjun næsta árs. 

kv. 
F.h. Mótanefndar Skugga 
Stefán Logi Haraldsson

04.06.2010 13:10

Girðingarvinna

Ágætu Skuggafélagar

Beitarnefnd og reiðveganefnd félagsins blása til átaks í girðingavinnu.  Annarsvegar þarf að endurnýja og/eða setja upp nýjar beitarhólfsgirðingar og hins vegar að girða af  nýjan reiðveg ofan Bjarnhóla. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til þessa verks næsta mánudag, hinn 7.  júní.  Mæting er áætluð kl. 19:00 við Bjarnhóla.   Hafið með ykkur verkfæri eins og hamar, töng, járnkarl, sleggju/staurahnall,  skóflu og strekkjara eftir því sem því hafið yfir að ráða.

Beitarnefnd Skugga

Reiðveganefnd Skugga 

  • 1
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44