Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2010 Júlí

31.07.2010 20:29

Úrslit hestaíþrótta á ulm.

Sæti

Nafn

Hestur

Einkunn

Félag

Fjórgangur barnaflokkur

1

Borghildur Gunnarsdóttir

Frosti f. Glæsibæ

6,37

Snæfellingur

2

Guðný Margrét Siguroddsdóttir

Vordís f. Hrísdal

5,77

Snæfellingur

3

Gyða Helgadóttir

Gnýr f. Reykjarhóli

5,70

Faxi

4

Atli Steinar Ingason

Léttir f. Húsey

5,67

Skuggi

5

Konráð Axel Gylfason

Smellur f. Leysingjastöðum

5,60

Faxi

Fjórgangur unglingaflokkur

1

Fríða Marý Halldórsdóttir

Sómi f. Böðvarshólum

6,73

Þytur

2

Sigrún Rós Helgadóttir

Biskup f. Sigmundarstöðum

6,33

Faxi

3

Valdimar Sigurðsson

Píla f. Eilífsdal

6,23

Þytur

4

Svandís Lilja Stefánsdóttir

Brjánn f. Eystri Súlunesi

6,13

Dreyri

5

Klara Sveinbjörnsdóttir

Óskar f. Hrafnagili

6,00

Faxi

Tölt barnaflokkur

1

Guðný Margrét Siguroddsdóttir

Mosi f. Kílhrauni

6,56

Snæfellingur

2

Gyða Helgadóttir

Hermann f. Kúskerpi

6,22

Faxi

3

Borghildur Gunnarsdóttir

Frosti f. Glæsibæ

6,00

Snæfellingur

4

Atli Steinar Ingason

Léttir f. Húsey

6,00

Skuggi

5

Konráð Axel Gylfason

Mósart f. Leysingjastöðum

5,17

Faxi

Tölt unglingaflokkur

1

Fríða Marý Halldórsdóttir

Sómi f. Böðvarshólum

6,83

Þytur

2

Valdimar Sigurðsson

Píla f. Eilífsdal

6,72

Þytur

3

Sigrún Rós Helgadóttir

Biskup f. Sigmundarstöðum

6,44

Faxi

4

Svandís Lilja Stefánsdóttir

Brjánn f. Eystri Súlunesi

6,44

Dreyri

5

Sigríður María Egilsdóttir

Garpur f. Dallandi

6,00

Sörli

31.07.2010 16:39

Myndir af verðlaunahöfum

Komnar eru inn myndir sem teknar voru við lok úrslita í dag og síðan við verðlaunaafhendingu kl. 14 við Íþróttamiðstöðina. 
Niðurstöður úrslita í morgun verða birtar eins fljótt og hægt er. 

30.07.2010 21:39

Unglingalandsmótið - forkeppni

Þá er lokið forkeppni í hestaíþróttum á Unglingalandsmóti. Mótið gekk vel fyrir sig í aldeilis frábæru veðri. Úrslit fara fram á morgun, laugardag, og hefjast kl. 10 á fjórgangi barnaflokks. Hér er að finna einkunnir keppenda í forkeppni en í einhverjum tilfellum er ekki réttur hestur á bak við einkunnina því í nokkrum tilfellum þurftu þátttakendur að skipta um hesta t.d. v. hóstapestar. Þetta verður yfirfarið betur eftir að móti lýkur. Ef einhver hefur tekið myndir meðan á forkeppni stóð væri okkur fengur í því að fá sendar nokkrar. 


29.07.2010 13:31

Endurskoðaðir ráslistar

Búið er að gera smávægilegar breytingar á ráslistum í fjórgangi barnaflokks og í tölti unglinga. Eru þeir vonandi réttir undir tenglunum í fréttinni hérna fyrir neðan. 

28.07.2010 23:00

Unglingalandsmót - ráslistar

Hér er hægt að skoða röð þeirra þátttakenda sem taka þátt í hestaíþróttakeppni Unglingalandsmótsins á föstudag og laugardag. Forkeppnin hefst kl. 11 á föstudag og er röð keppnisgreina eftirfarandi: 

Ef einhverjir sjá villur í þessu þá endilega láta vita með því að senda póst á sérgreinastjórann - 
Það er ljóst að mikið verður um að vera í Borgarnesi um verslunarmannahelgina - aldrei hafa skráðir þátttakendur á unglingalandsmóti verið fleiri og því má reikna með að íbúafjöldi Borgarness margfaldist. Mótshaldarar munu kappkosta að mótið gangi vel og snurðulaust fyrir sig og vænta þess að allir komi til með að eiga skemmtilega daga hér í Borgarnesi. 


27.07.2010 12:59

Hestaíþróttir á Unglingalandsmóti

Nú er búið að taka saman skráningar þeirra sem taka þátt í hestaíþróttum á Unglingalandsmótinu sem byrjar núna á föstudaginn. Eru þær 56 samtals og skiptast þannig: 
Fjórgangur barnaflokkur 13
Fjórgangur unglingaflokkur 16
Tölt barnaflokkur  12
Tölt unglingaflokkur 15

Forkeppni hefst kl. 11 á föstudag og verður væntanlega lokið kl. 15 - 15.30. Úrslit fara síðan fram á laugardaginn milli kl. 10 og 12. Verðlaunaafhending fer svo fram á aðalvelli við íþróttamiðstöðina kl. 14. 
Ráslistar birtast hérna á morgun, miðvikudag. 

27.07.2010 10:28

Sumarferð barna og unglinga 12 ára og eldri

Æskulýðsnefnd auglýsir síðsumarferð fyrir börn og unglinga, 12 ára og eldri 7. og 8. ágúst ef næg þátttaka næst. Farið verður upp í Álfthreppingakofa og gist þar aðfararnótt sunnudags. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir kl. 22 þriðjudaginn 3. ágúst.Þátttaka tilkynnist til Auðar Ástu s. 699-1779 eða á netfangið dila@simnet.is. Hún veitir einnig nánari upplýsingar.

26.07.2010 19:56

Skráning á Íslandsmót yngri hestamanna

Þeir Skuggafélagar sem ætla að skrá sig til þátttöku á Íslandsmóti yngri hestamanna sem haldið verður á Hvammstanga 12. - 15. ágúst eru beðnir um að senda upplýsingar um sig og hest sinn til Auðar Ástu Þorsteinsdóttir en skráningu lýkur þann 29. júlí. 

26.07.2010 19:50

Flugeldasýning á Unglingalandsmóti

Rétt er að vekja athygli hesteigenda á því að á sunnudagskvöld, kl. 22:45 verður mikil flugleldasýning á Kárastöðum í tilefni af lokum Unglingalandsmóts. Verður hér um mikið sjónarspil að ræða með tilheyrandi braki og brestum. Því er rétt að hafa góða gát á hrossum sem eru á beit í nálægum beitarhólfum en eins og kunnugt er fælast hross auðveldlega í svona látum.

22.07.2010 15:49

Íslandsmót yngri hestamanna

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum fer fram á Hvammstanga 12. til 15. ágúst nk. Skráning fer fram hjá aðildarfélögum LH og er síðasti skráningardagur 29. júlí. 

Upplýsingar um það hvert Skuggafélagar senda skráningar birtast hérna á síðunni fljótlega. 

Keppnisgreinar á mótinu eru:

  • Töltkeppni barna-, unglinga- og ungmennaflokkur
  • - Fjórgangur barna-, unglinga- og ungmennaflokkur
  • - Fimmgangur unglinga- og ungmennaflokkur
  • - Gæðingaskeið unglinga- og ungmennaflokkur
  • - Skeið 100m (flugskeið)
  • - Fimikeppni A barna- og unglingaflokkur
  • - Fimikeppni A2 ungmennaflokkur - Töltkeppni T2 

Formaður mótanefndar er Sigrún Þórðardóttir s. 660-5826 og veitir hún allar nánari upplýsingar. Umsjónarmaður keppnishrossa er Steinbjörn Tryggvason s. 893-5070

Tjaldsvæðið í Kirkjuhvammi verður með tilboð fyrir mótsgesti Íslandsmóts en vert er að geta þess að Útilegukortið gildir ekki þessa vikuna.

20.07.2010 20:18

Frá stjórn UMSB

Fréttatilkynning frá UMSB

UMSB greiðir þátttökugjöld fyrir félagsmenn sína á Unglingalandsmóti UMFÍ

næstkomandi Verslunarmannahelgi !

Á stjórnarfundi UMSB var ákveðið að Ungmennasamband Bprgarfjarðar greiðir þátttökugjald fyrir ungmenni, 11 - 18 ára sem eru félagar í aðildarfélögum sambandsins.

Þetta er gert til að hvetja ungmenni til þátttöku nú þegar þetta sívinsæla mót er haldið hér heima í héraði.

Mikil hefð er komin fyrir glæsilegri skúðgöngu sem fram fer á föstudagskvöldinu. Við sem gestgjafar ætlum að sjálfsögðu að vera með fjölmenna skrúðgöngu og minnum á að þar eiga allir að vera í UMSB göllum. 

Stjórnin hvetur unglinga til að skrá sig til leiks á  umsb@umsb.is Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það og skoða heimasíðu mótsins ulm.is

Það er mikilvægt að skrá sig í gegnum UMSB til fá þátttökugjaldið greitt.

Hlökkum til að verja Verslunarmannahelginni með ykkur

Stjórn UMSB.

 

15.07.2010 19:30

Reiðmaðurinn - 2. ára nám

Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri auglýsir nú tveggja ára nám í hesta - og reiðmennsku. Er það metið til 33 framhaldsskólaeininga sbr. handbókina um námið sem er aðgengileg hér á síðunni sem og á heimasíðu Landbúnaðarháskólans. Er hér kominn raunhæfur möguleiki fyrir áhugasama til að efla sig sem hesta - og reiðmenn.

15.07.2010 12:12

Íslandsmót barna - og unglinga

Nú fer senn að hefjast skráning á Íslandsmót barna - og unglinga sem haldið verður á Hvammstanga 12. - 15. ágúst. Skuggafélagar sem hafa hug á því að skrá sig til þátttöku eru vinsamlega beðnir um að senda tilkynningu þar um til formanns æskulýðs - og fræðslunefndar, Auðar Ástu sem allra fyrst. Ástæðan er sú að við höfum verið beðin um að gera e.k. forkönnun áður en eiginleg skráning hefst. 

15.07.2010 11:55

Íslandsmót fullorðinna

Tilkynning frá framkvæmdanefnd ÍM2010

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið að Sörlastöðum Í Hafnarfirði dagana 25.-28. ágúst.
Hér birtast nokkrir punktar um framkvæmd mótsins. 


 Skráning fer fram hjá aðildarfélögum LH sem auglýsa skráningu hjá sér. Síðasti skráningardagur er 16. ágúst. Skráningar berist til Stefáns Loga fyrir lok skráningarfrests en þátttakendur verða sjálfir að standa skil á skráningargjaldi. 

 Skráningargjald er 4.000 krónur

Leggja á inn á reikning 0135-26-002870, kt. 640269-6509 og senda staðfestingu á 
brs2@hi.is

 Keppendum stendur til boða að fá hesthúspláss með heyi og spæni nálægt keppnisvelli. Þeir sem vilja nýta sér það hafi samband í síma 698-3168 fyrir 20. ágúst.

06.07.2010 12:43

Unglingalandsmót

Vakin er athygli á því að skráningar á Unglingalandsmótið sem haldið verður hér í Borgarnesi um verslunarmannahelgina hefjast 12. júlí og lýkur 23. júlí. Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu þess og er skráningarformið þar að finna. Slóðin á heimasíðuna er http://www.umfi.is/unglingalandsmot/. Skv. drögum að tímaseðli fer forkeppni fram á föstudegi og hefst hún kl. 11en síðan verða úrslit riðin á laugardag. 
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44