Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2010 Ágúst

12.08.2010 20:51

Skráning á Íslandsmót

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið að Sörlastöðum Í Hafnarfirði dagana 25.-28. ágúst. Hér birtast nokkrir punktar um framkvæmd mótsins. 
Skráning fer fram hjá aðildarfélögum LH sem auglýsa skráningu hjá sér. 
Síðasti skráningardagur er 16. ágúst (félög skrá í sportfeng, mótsnúmer er IS2010SOR054).  
Aðildarfélögin sjá svo um að leggja á inn á reikning 0135-26-002870, kt. 640269-6509 og senda staðfestingu á brs2@hi.is auk þess sem þau senda upplýsingar um hvern og einn keppanda á sama póstfang.
Það sem koma þarf fram með hverri skráningu er: Nafn og kennitala keppanda, IS númer hests, keppnisgrein. 

 Skráningargjald er 4.000 krónur

 Keppendum stendur til boða að fá hesthúspláss með heyi og spæni nálægt keppnisvelli. Þeir sem vilja nýta sér það hafi samband í síma í síma 698-3168 fyrir 20. ágúst.

 Engin einkunnalágmörk eru á mótið.

Framkvæmdanefnd ÍM

03.08.2010 18:54

Faxagleði

Faxagleði og Gæðingakeppni (með sérstakri forkeppni þar sem tveir til þrír verða inná vellinum í einu) verður haldin á Mið-Fossum í Andakíl laugardaginn 7.ágúst.Ef þátttaka verður mikil er hugsanlegt að mótið verði sett á tvo daga.

Eftirtaldar greinar eru á dagskrá:    A-flokkur, B-flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur.   Skráning í gæðingakeppnina á netfangið bjorgm@vesturland.is og í síma 856-2734 Þórdís. Skráningargjöld eru 2500 kr í A-flokk, B-flokk og ungmennaflokk en  1500 kr í unglingaflokk og barnaflokk og skulu þau greidd inná reikn. 0326-26-5300 kt.530169-0659 .  Senda kvittun fyrir greiðslu á bjorgm@vesturland.is. Skráningu lýkur miðvikudaginn 4.ágúst kl.19:00.     Firmakeppni Faxa, keppt er í eftirtöldum flokkum: Pollaflokki Barnaflokki Unglingaflokki Kvennaflokki Karlaflokki   Kappreiðar: 150 m skeið 250 m skeið 300 m brokk 300 m stökk. Eftir kappreiðar verða leikir og grill við reiðhöll.

  • 1
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44