Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2010 September

14.09.2010 19:42

Frá rafmagnsnefnd

Rafmagnslaust verður í hesthúsahverfinu (við Vindás og Selás), á morgun, miðvikudaginn 15. september 2010 á milli kl. 14:00 og 17:00 og síðan á fimmtudaginn 16. september 2010, á milli kl. 15:00 og 16:00.  Rafmagnsleysi þetta er vegna vinnu Rarik á svæðinu.

09.09.2010 20:54

Höskuldi frá Hofstöðum reistur minnisvarði

Guðlaugur Óskarsson fv. skólastjóri hefur hrundið úr vör verkefni sem miðar að því að koma upp minnisvarða um Höskuld frá Hofstöðum. Hann hefur útbúið DVD disk með kvikmyndum sem hann tók í vor og sumar af þeim Gísla Höskuldssyni á Hauki f. Hrafnagili og Ingimar Sveinssyni á Pílatusi f. Eyjólfsstöðum. Þeir sem vilja forvitnast meira um verkið finna það hérna undir. 

03.09.2010 21:09

Stóðréttir

Margir hafa gaman að því að fara í stóðréttir, kaupa einhvern vonarpening eða bara sýna sig og sjá aðra. Hér er listi yfir hrossaréttir í haust. Eins og listinn ber með sér er talsvert framboð af skemmtun að þessu tagi. Listinn er tekinn af bondi.is. 

Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardag 4. sept. kl. 8-9
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag.   sunnudag 12. sept. um kl. 16
Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 18. sept. kl. 12-13
Staðarrétt í Skagafirði. laugardag 18. sept. um kl. 16
Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag 19. sept. 
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudag 20. sept. síðdegis
Deildardalsrétt í Skagafirði föstudag 24. sept. kl. 13
Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudag 24. sept. kl. 13
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardag 25. sept. síðdegis
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 25. sept. kl. 13
Undirfallsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardag 25. sept. kl. 10
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 25. sept. um kl. 13
Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardag 2. okt. kl. 10
Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardag 2. okt. kl. 10
Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardag 2. okt. kl. 13
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 2. okt. kl. 10
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 2. okt. kl. 13


  • 1
Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751257
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 15:46:08

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751257
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 15:46:08