Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2010 Nóvember

29.11.2010 16:39

Hestar og mótorhjól


Myndin hér að ofan er af forvarnarplakati sem búið hefur verið til hjá Hmf. Fáki og snýr að samskiptum hesta - og mótorhjólamanna sem því miður eru alltof oft í umræðunni á fremur neikvæðum nótum. Ætlunin er að dreifa þessu plakati sem víðast. Ef þið smellið á myndina þá á plakatið að opnast í betri stærð og upplausn.  

27.11.2010 14:31

Aðal - og haustfundur Hrossvest

Aðal- og haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn á Hótelinu í Borgarnesi 4. desember n.k. kl. 13.3o.

Venjuleg aðalfundar- og haustfundarstörf.

Verðlaunuð verða: Efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktarbú Vesturlands 2010.

Gestir fundarins verða Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ. Hann fer yfir hrossaræktina s.l. sumar og Ingimar Sveinsson mun kynna nýútkomna bók sína, Hestafræði Ingimars.

Stjórnin.

20.11.2010 02:16

Hrossafræði Ingimars

Margir sóttu fyrirlestur Ingimars Sveinssonar í Reykholti þann 16. s.l. Þar flutti hann fróðlegan fyrirlestur um uppruna ísl. hestsins og koma víða við og kynnti svo bók sína Hrossafræði Ingimars sem senn kemur út. Er hér mikið verk og áhugavert á ferðinni og ekki ólíklegt að bókin verði vinsæl til gjafa nú um jólin. 

18.11.2010 23:45

Námskeið og sýnikennsla

Helgarnámskeið og sýnikennsla verða haldin helgina 3-5 desember, kennari verður Mette Moe Mannseth.

Sýnikennsla á laugardagkvöldið frá kl 18-20, sem selt verður inná,  innifalið fyrir námskeiðsþáttakenndur.

Kenndir verða 3 einkatímar á mann. byrjað seinnipart á föstudag,laugardag og sunnudag.

Verð á mann hvora helgi verður um 18000 kr. (gæti orðið minna fer eftir hvað margir munu mæta á sýnikennslu, en aðgangseyrir að henni fer í að greiða niður námskeiðið,(akstur fyrir kennara og leigu á reiðhöll) 

ATH. aðeins 10 manns komast að, nokkur pláss laus -

Skráning fer fram hjá  Eygló Hulda Óskarsdóttir 

Kennslan og sýnikennslan fer fram í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi.

Kveðja hestamannafélagið Faxi

18.11.2010 13:39

Sýnikennsla - Mette Mannseth

Sýnikennsla með Mette Moe Mannseth verður í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 4. Desember n.k. kl. 1800.
Mette er óþarft að kynna sérstaklega hún hefur náð frábærum árangri í bæði  sýningum og keppni, með fallega og vel þjálfaða hesta. Það verður fræðandi og  gaman að sjá hvernig hún þjálfar sína hesta.

Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. Hvetjum áhugafólk um  þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér  fara.

Sýnikennsla með Mette Moe Mannseth  í reiðhöllinni Faxaborg
Sýnikennsla með Mette Moe Mannseth verður í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 4. Desember n.k. kl. 1800.
Mette er óþarft að kynna sérstaklega hún hefur náð frábærum árangri í bæði  sýningum og keppni, með fallega og vel þjálfaða hesta. Það verður fræðandi og  gaman að sjá hvernig hún þjálfar sína hesta.

Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. Hvetjum áhugafólk um  þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.


15.11.2010 08:33

Fyrirlestur í Reykholti

Dagur íslenskrar tungu, þriðjudagurinn 16. október 2010 kl. 20:15

Ingimar Sveinsson kennari og hestamaður fjallar um íslenska hestinn, sérkenni hans og sérstöðu og kynnir einnig bók sína, Hrossafræði Ingimars, sem væntanleg er á allra næstu dögum frá  bókaútgáfunni Uppheimum.

Bókinni er ætlað að nýtast til kennslu í hrossafræðum og sem uppsláttarrit fyrir hinn almenna hestamann. Ingimar mun skýra frá tildrögum þess að hann réðst í að skrifa bókina og hvernig nýta  megi efni hennar í ofangreindum tilgangi.

Kl. 20:15, áður en fyrirlesturinn hefst, verður sýnd stutt videomynd af Ingimar og hestinum Pílatusi, sem Guðlaugur Óskarsson tók af þeim félögum s.l. sumar.

Ingimar er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum en fluttist að Hvanneyri 1986 og hefur starfað þar síðan við kennslu og fræðastörf auk þess að stunda hestamennsku og tamningar.

 Aðgangseyrir kr. 500 - kaffiveitingar í hléi

11.11.2010 23:41

Dagsetningar Íslandsmóta

Það verður nóg um að vera fyrir hestamenn í júli - Nú er bara að vona að hægt verði að þjálfa á fullu. 

Dagsetningar hafa verið ákveðnar fyrir Íslandsmót í hestaíþróttum:
Íslandsmót fullorðinna verður haldið á Selfossi, af hestamannafélaginu Sleipni, dagana 14. - 16. júlí 2011.

Íslandsmót yngri flokka verður haldið í Keflavík, af hestamannafélaginu Mána, dagana 22. - 24. júlí 2011. 


10.11.2010 15:47

Reiðvegagerð

Nú er hafin vinna við nýjan reiðveg frá öskuhaugavegi að Lækjarkotsvegi. Var byrjað lítillega á þessari framkvæmd í fyrra. Verður mikil bót að þessari framkvæmd og fjölgar útreiðarleiðum hjá okkur hestamönnum. Nýlega var sett niður ræsi í veginn meðfram flugvelli og minnkuð beygja sem þar var. Skuggi fékk aðeins 570 þús. kr. úthlutað til reiðvega á þessu ári og hefur því um 770 þús. til ráðstöfunar. Möguleiki er á meira fé ef önnur félög ná ekki að framkvæma fyrir það sem þeim hefur verið úthlutað. 

10.11.2010 15:40

Uppboð á hrossum

Fimmtudaginn 18. nóvember 2010 kl. 17:00 verða eftirtalin óskilahross, sem handsömuð voru í Borgarbyggð síðast liðið sumar og haust, boðin upp, hafi réttmætir eigandur ekki gefið sig fram áður:

1.            Hestur, rauðblesóttur, IS 2004136915.

 2.            Hryssa, bleik, með mósóttu folaldi, IS 2006284378.

 3.            Hestur, brúnn, IS 2009101105.

 4.            Hestur, mósóttur, 2009101106.

 5.            Hestur, brúnn, IS 2005101103.

 6.            Hryssa, brún, IS 2003236914.

 7.            Hryssa, brún, IS 2001236911.

 8.            Hryssa, brún, IS 2007256383.

 9.            Hryssa, jörp, IS 2007201101.

 10.          Hryssa, bleik, IS 2007201107.

 11.          Hryssa, mósótt, IS 2007201103.

Uppboðið mun fara fram í Reiðhöllinni að Vindási (Faxaborg) norðan  við Borgarnes.

Greiðsla skal fara fram við hamarshögg.  Ekki verður tekið við greiðslum með ávísunum eða kreditkortum.

F.h. Sýslumannsins í Borgarnesi.

Jón Einarsson fulltrúi

  • 1
Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21