Hestamannafélagið Skuggi

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga.

Færslur: 2010 Desember

20.12.2010 10:39

Hrossasmölun

Smölun á haustbeitarhólfinu í Borgargirðingu, fer fram fimmtudaginn 30. desember n.k. og er mæting upp við hlið Borgargirðingar, kl. 11:00. Þeir sem eiga hross í landi Holts eru beðnir um að hafa samband við beitarnefndarformann um smölunina þar.
Allir þeir sem eiga hross í haustbeit á þessum svæðum þurfa að mæta eða hafa samband við formann beitarnefndar.

Beitarnefnd Skugga,
Ólafur Þorgeirsson, form.
s. 899 6179

14.12.2010 23:14

Frá gjaldkera

Gjaldkeri Skugga minnir á ógreidda reikninga vegna félagsgjalda og hagabeitar. Þeir sem eiga eftir að greiða gjöldin endilaga drífið í því fyrir áramót. Áramótin eru tími uppgjöra.  

03.12.2010 00:58

Sýnikennsla

Minnum á sýnikennslu með Mette Moe Mannseth í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 4. Desember n.k. kl. 1800. Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. 
Hvetjum áhugafólk um  þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta frábæra tækifæri ekki fram hjá sér  fara.
Aðgangseyrir aðeins krónur 1500 fyrir 12 ára og eldri. 

  • 1
Flettingar í dag: 583
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2673
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1472623
Samtals gestir: 177062
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 09:16:25

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 583
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2673
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1472623
Samtals gestir: 177062
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 09:16:25