Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2011 Janúar

26.01.2011 22:20

KB mótaröðin - fjórgangur

Þá eru aðeins 10 dagar í fyrsta mót vetrarins í Faxaborg. Er það keppni í fjórgangi. Hér er auglýsing um mótið frá mótanefndinni. Skoðið hana vel en þar koma fram helstu upplýsingar um mótið. Nú hefur verið bætt við flokknum "minna keppnisvanir", fyrir þá sem kannski treysta sér ekki til að etja kappi við margverðlaunaðar hetjur.  

26.01.2011 16:48

Smíðavinna í Faxaborg

Ágætu félagar í Skugga,

Rekstrarnefnd Faxaborgar (Selás ehf.) stendur nú í framkvæmdum við að koma hesthúsinu við reiðhöllina í stand og vantar vinnumenn í smíðaátak annað kvöld (fimmtud. 27/1), kl. 17-18.

Búið er að steypa gólfin í hesthúsinu og þarf nú að klæða veggi og setja upp millivegg í enda hesthússins (á milli hesthúss og snyrtingar/hnakkageymslu í suðurenda).  Einnig þarf að ganga frá niðurföllum og eflaust eitthvað fleira.

Þeir félagar sem hafa tök á að taka þátt í þessu skemmtilega og gefandi starfi við uppbyggingu reiðhallarinnar/hesthússins eru vinsamlegast beðnir um að mæta á morgun með sín verkfæri (ef menn eiga einhver) og gefa sig fram við Inga Tryggvason eða Ámunda Sigurðsson, sem eflaust verða þarna einhversstaðar á sveimi.

Margar hendur vinna létt verk og flestar vinna kraftaverk!

kv.
Stefán Logi Haraldsson, form.

24.01.2011 22:33

Freyfaxi - happdrætti


Við í hestamannafélaginu Freyfaxa vorum að fara á stað með stóðhestahappdrætti.
Okkur langaði að vekja athygli á því að þetta er opið fyrir alla.
Slóðin á síðuna er http://freyfaxi.123.is/page/30608/

24.01.2011 22:31

Folaldasýning í Söðulsholti

Laugardaginn 29. Janúar, kl. 13:00 ætlum við, í Söðulsholti, í samstarfi við Snæfelling að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með tölvupósti til:  einar@sodulsholt.is. Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað, föður, móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið.

Skráningargjald greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 27. Janúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.

Með kveðju
 
Dóri og Iðunn.
Söðulsholt
311 Borgarnes
sodulsholt@sodulsholt.is

21.01.2011 22:24

Viðburðadagatal 2011

Nú er búið að vinna viðburðadagatal fyrir veturinn (excel skjal), bæði fyrir mót á vegum Skugga og það sem vitað er um í Faxaborg og á vegum Skuggadísa. Það á örugglega eftir að taka breytingum, og þá til fjölgunar viðburða, og mun dagatalið verða uppfært eftir því sem tilefni gefst til. 

19.01.2011 22:41

Skuggadísir - dagskrá

Stjórn Skuggadísa, félag kvenna í Hmf. Skugga, hefur sett saman dagskrá vetrarins. Í deildinni eru rétt um 60 konur 16 ára og eldri og eru áhugasamar hvattar til að bætast í hópinn. Markmiðið er að hafa gaman saman líkt og dagskráin ber með sér. Aðeins þarf að hafa samband við Guðrúnu Ástu  til að gerast félagi auk þess að vera félagi í Skugga. Byrjað verður á fræðslukvöldi 16. febrúar, verður það auglýst betur er nær dregur. Endilega kynna sér dagskrána og taka þátt. 

17.01.2011 20:19

Vesturlandssýning

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 26. mars 2011 kl. 20:00.  Má segja að um sé að ræða tilraun til að endurvekja sýningar sem voru haldnar fyrir allt of löngu síðan af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi.

Ætlunin er að sýna fram á og sanna að Vestlendingar eigi góðan og frambærilegan hestakost og hestafólk - jafnt unga sem aldna.

Þess er óskað að allir þeir sem hafa ábendingar um atriði sem eiga heima á sýningu sem þessari komi ábendingum á framfæri við þessa aðila:

Ámundi Sigurðsson     amundi@isl.is  gsm 892 5678

Baldur Björnsson         baldur@vesturland.is   gsm 895 4936

Stefán Ármannsson     stefan@hroar.is           gsm 897 5194 (aðallega tengiliður varðandi kynbótahross)

 Þessir menn munu síðan væntanlega fá fleiri til liðs við sig til að velja sýningaratriði og jafnvel fá aðila til að sjá alfarið um ákveðin atriði.

 Nú er áríðandi að allt hestafólk á Vesturlandi sameinist nú og sýni að á svæðinu séu góð hross og gott hestafólk.

 Stjórn Seláss ehf

 

12.01.2011 22:31

KB mótaröðin 2011

Dagskrá;
5. feb. Fjórgangur
26. feb. Gæðingakeppni (A-og B-flokkur)
19.mars Tölt og fimmgangur

KB-mótaröðin er opin liða- og einstaklingskeppni í hestaíþróttum sem haldin er á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga í reiðhöllinni Faxaborg í Borganesi. 

Fyrir þá sem ætla sér að vera með í liðakeppninni, þá þarf hvert lið að hafa sitt sérkenni og verða sérstök verðlaun veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina. Auk þess verða 3 stigahæstu liðin verðlaunuð í lokin. 

Gunnhildur Birna Björnsdóttir sá um að taka myndir af KB mótaröðinni veturinn 2010 og er hægt að skoða myndir á tenglinum hér að neðan.
http://picasaweb.google.com/gunnhildurbirna


Samantekt frá síðastliðnum vetri.

Þátttaka á mótin var mjög góð og ljóst er að þessi mótaröð hefur orðið til að efla mjög keppnis- og félagsanda hestamanna í Borgarfirði og Vesturlandi, því þátttakendur komu víða að og áhorfendur voru fjölmargir á öllum mótunum. Höllin góða, Faxaborg hefur gert þetta mögulegt og mun hún án efa spila stórt hlutverk í vestlenskri hestamennsku á næstu árum. 

Á síðasta mótinu réðust úrslit í liða- og einstaklingskeppni og mátti glöggt finna spennu í höllinni þegar leið á forkeppni og ekki síður í úrslitum. Létu þar áhorfendur mjög til sín taka við að hvetja liðsfélaga áfram.

Til að kóróna verðlaunaflóðið "ruddi" Gunnar Halldórsson bóndi í Þverholtum sig og keypti laglegan farandbikar handa vinsælasta knapanum. Það voru áhorfendur sem völdu knapann og í þetta sinn kom hann í hlut Gyðu Helgadóttur á Mið-Fossum. 

Liðakeppnin á stóran þátt í því hversu mikill áhugi var fyrir þessari mótaröð og voru margir sótraftar á flot dregnir til að styrkja einstök lið og tryggja dýrmæt stig. Liðakeppnina og stigaútreikninginn má útfæra á ýmsan hátt og ekki víst að hann verði eins á komandi mótaröð en það verður nánar auglýst síðar. Andinn er þannig að nú stefna menn fram, harðákveðnir í að gera þetta enn gæsilegra og enn skemmtilegra í ár.


Vonumst til að sjá sem flesta á komandi mótaröð!!

Mótanefnd Faxa & Skugga.


12.01.2011 22:01

Mót á vegum Skugga

Á heimasíðu Landsambands hestamannafélaga er að finna skrá yfir öll mót sem haldin verða á vegum aðildarfélaga á þessu ári. Er listinn langur og ber vitni þess að mikill kraftur verður í hestamennskunni í vetur eftir rólegt sumar síðast. Mót á vegum Hmf. Skugga eru sem hér segir:

16. apríl  Firmakeppni
7. maí  Opið íþróttamót
4. júní Gæðingamót og úrtaka fyrir LM. 

Mótaskrána í heild má nálgast hérna. 

11.01.2011 00:00

Mótaröð í Faxaborg

Líkt og síðasta vetur standa Faxi og Skuggi sameiginlega að mótaröð í Faxaborg, nefnist hún KB mótaröðin. Er búið að dagsetja þrjú mót svo nú er bara að setja aukinn kraft í þjálfunina. Er tæpur mánuður í fyrsta mótið. 
:
                                          5. febrúar Fjórgangur
                                        26.febrúar   Gæðingakeppni, A og B fl.
                                        19.mars   Tölt og fimmgangur
                             
Verður þetta væntanlega með svipuðum hætti og var síðasta vetur en það sýndi sig að þetta voru hin skemmtilegustu mót og ekki spillti hestakosturinn. Nánar er nær dregur. 

09.01.2011 18:42

Sýnikennsla

Sýnikennsla með Mette Moe Mannseth verður í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 15. Janúar  n.k. kl. 18:30. Aðgangur aðeins 1500kr.

Mette er óþarft að kynna sérstaklega hún hefur náð frábærum árangri í bæði  sýningum og keppni, með fallega og vel þjálfaða hesta.

Þetta er önnur sýnikennslan sem hún  heldur að þessu sinni í Faxaborg. Það verður fræðandi og  gaman að sjá hvernig hún heldur áfram að sýna okkur þær aðferðir sem hún notar við þjálfun og uppbyggingu sinna hesta.

Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. Hvetjum allt áhugafólk um  þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér  fara.

Hmf. Faxi

04.01.2011 14:31

Faxaborg o. fl

Gleðilegt ár góðir gestir þessarar heimasíðu - nú er allt að fara á fullt - margir búnir að taka inn og útreiðar að hefjast á fullu. Raunar margir sem eru byrjaðir fyrir löngu. Í komandi kuldum er gott að eiga möguleika á því að þjálfa innanhúss - þá er bara að kaupa sér aðgang að Faxaborg - mánaðargjald er 5 þús. í opna tíma og ef keypt er árskort þá er gjaldið 30 þús. Einkatímar fyrir félagsmenn eru á 3.500.- .Margir eiga lykla síðan í fyrra og þá þarf bara að borga (Reiknisnr. 326-26-5206 kt: 520609-0830) - nýir notendur þurfa að hafa samband við Inga Tryggva. eða Ámunda Sig.  og fá hjá þeim lykla. 
  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53