Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2011 Febrúar

28.02.2011 22:11

Aðalfundurinn

Minnt er á aðalfund Skugga sem haldinn verður á miðvikudaginn 2. mars og hefst kl. 20. Hér má nálgast dagskrána og eins er hér að finna tillögur að lagabreytingum sem auglýstar voru með fundarboði skv. lögum félagsins. 

27.02.2011 14:17

KB mót - myndir

Nú eru komnar myndir inn á myndaalbúmið hérna á síðunni. Eru þessar mymdir frá þeim Björgvin og Steinunni í Kvistási og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Gott að eiga að áhugasama ljósmyndara. 

Myndin sem hér er að neðan er af sigurvegurum í B fl. minna vanir. 


27.02.2011 11:14

Barnaflokkurinn

Hérna er mynd af verðlaunahöfum í barnaflokki Gæðingamóts KB mótaraðar. Vonandi koma myndir af öðrum verðlaunahöfum og fleiru síðar inn. 


27.02.2011 00:00

Stóðhestar á Vesturlandi

Hrossaræktarsamband Vesturlands hefur sent út auglýsingu um þá stóðhesta sem verða í boði hérna í sumar. Er hér mikið stóðhestaval og ættu allir að geta fundið eitthvað sem hentar. 

26.02.2011 23:31

Viðburðir framundan

Fyrirsjáanlegar eru miklar annir hjá hestaáhugamönnum ef sinna á öllu því sem framundan er. Í næstu viku heldur Skuggi sinn aðalfund á miðvikudag, á fimmtudag verður Sigurbjörn Bárðarson með kennslusýningu í Faxaborg og svo halda Skuggadísir góugleði í félagsheimilinu á föstudag. Eins þarf að fara að huga að næsta móti, sem er skv. viðburðadagatali tölt og fimmgangsmót, í Faxaborg þann 19. mars. Það er ekki hægt að segja það um okkur Borgfirðinga að við höfumst ekki að. Þetta aukna og mikla líf má rekja beint til tilkomu Faxaborgar, ekki er vafi á því.  

26.02.2011 22:07

Úrslit dagsins í Faxaborg

Þá er lokið stórgóðri gæðingakeppni í KB mótaröðinni. Byrjaði mótið kl. 12 og stóð til kl. 19 með litlum hléum. Gekk mótið vel fyrir sig og eiga knapar og starfsmenn hrós skilið fyrir það hversu vel gekk. Skráningar voru um 90 og voru riðin 8 úrslit. Sáust þar margar glæsisýningarnar. Myndir frá mótinu koma vonandi fljótlega inn á síðuna en hér er skrá yfir helstu úrslit. Reynt verður að gera mótinu betri skil á næstu dögum. 

26.02.2011 12:01

Gæðingamótið

Nú er allt að verða klárt í Faxaborg - keppni hefst eftir nokkrar mínútur og áhorfendur byrjaðir að koma sér fyrir á bekkjunum. Ekkert benmdir til annars en hér verði mikið og gott mót. 

25.02.2011 21:18

Ráslisti - lokagerð

Þá er nú vonandi komin lokaútgáfa af ráslista. Hann hefur tekið smávægilegum breytingum, sérstaklega í unglingaflokki þar sem færa þurfti keppendur til milli ráshópa (holla) til að lágmarka bið eftir þeim sem eru með fleiri en einn hest. Þannig er mótið einnig gert áhorfendavænna en þess er vænst að fjöldi áhorfenda leggi leið sína í Faxaborg á morgun. Bara vera í góðum skjólklæðnaði því höllin verður opin í báða enda líkt og sagt var um ónefndan stjórnmálaflokk fyrir mörgum árum.  

25.02.2011 10:08

KB - Gæðingamót

Breytt kl. 14:25 og 16:04 (smábreyting í unglingaflokki)
Uppfærður ráslisti er nú kominn í loftið. Vonandi er það endanlegur listi, þó kunna auðvitað að vera einhverjar smávægilegar villur. Dagskráin byrjar stundvíslega kl. 12 og er röðin sú sama og fram kemur á ráslistanum. 

Barnaflokkur
UInglingaflokkur
Ungmennaflokkur
B fl. minna vanir
B fl. meira vanir
B fl. opinn fl. 
A fl. 2. flokkur (meira/minna vanir)
A fl. 1. flokkur (opinn flokkur)

20 mín hlé

Úrslit í sömu röð og undankeppnin. 

Nú flykjkjast allir í Faxaborg og fylgjast með spennandi keppni. 

24.02.2011 23:19

Góugleði Skuggadísa

Föstudaginn 4. mars ætla Skuggadísir að halda góugleði í félagsheimilinu samanber þessa auglýsingu. Stelpur, nú er bara að vera í góðum gír þann 4. mars.

24.02.2011 23:03

KB mót - gæðingakeppni - ráslisti

Nú styttist óðum í mót nr. tvö í KB mótaröðinni. Að þessu sinni er það gæðingakeppni og er keppt á beinni braut í gegn um Faxaborg. Ráslistinn er nú tilbúinn en röð keppnisgreina hefur ekki verið opinberuð en líklegt að röðin verði sú sem fram kemur á ráslistanum. Keppendur eru hvattir til að kynna sér listann og senda rafpóst á Kristján ef vart verður við villur. 

Búið að uppfæra listann frá gærkvöldi - Aftur kl. 14:25

23.02.2011 23:29

Hesthús í Faxaborg

Hesthúsið í Faxaborg er nú alveg að klárast. Er þetta hin glæsilegasta framkvæmd og er nú aðstaðan orðin hin besta til námskeiðs - og sýningarhalds. 

Myndin sem fylgir hér er ekki af miklum gæðum en sýnir þó haganlega smíðaðar innréttingar frá LímtréVírnet. 


22.02.2011 15:23

Aðalfundur Skugga 2. mars

Meðfylgjandi er fundarboð vegna aðalfundar Skugga fyrir árið 2010, en hann er boðaður miðvikudaginn 02. mars n.k., kl. 20:00 í félagsheimilinu Vindási.

Einnig eru meðfylgjandi tillögur að lagabreytingum sem lagðar verða fram til afgreiðslu á fundinum.  Breytingar á núverandi lögum eru auðmerktar þannig að texti sem lagt er til að falli út úr lögunum er rauðmerktur og yfirstrikaður, en nýr texti er merktur með bláum lit, skáletraður og breiðletraður.  Svartur texti er óbreyttur texti.

22.02.2011 15:04

Faxaborg - hesthús

Nú er Límtré Vírnet búið að setja upp innréttingarnar í hesthúsið í Faxaborg.  En það er smá vinna eftir til að klára hesthúsið og þar má nefna þetta:
 
·         Setja upp lítinn millivegg fyrir snyrtingu.
 
·         Klæða áfellur á límtrésbita.
 
·         Setja ristar yfir niðurföll í stíum í helmingi hússins.
 
Við stefnum að því að klára þetta á morgun miðvikudag og þá væri gott að fá nokkra menn til að aðstoða við verkið.  Þeir sem gætu lagt hönd á plóg geta í sjálfu sér komið hvenær sem er eftir kl. 17:00.  Væri gott að þeir hefðu þá samband við Ámunda gsm 892 5678
 
Svo á eftir að leggja vatnslögn fyrir brynningu í helminginn og það munu þeir vonandi klára félagarnir og píparnir Bergur og Atli á næstu dögum.  Þeir voru snöggir að klára hinn helminginn.
 
Þegar þetta er búið munum við væntanlega láta staðar numið við framkvæmdir í hesthúsinu í bili enda allir fjármunir löngu búnir og sumir orðnir nokkuð lúnir.

22.02.2011 15:03

Reiðlist meistarans

Sigurbjörn Bárðarson tamningamaður með meiru verður með sýnikennslu í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, fimmtudaginn 3. mars nk. kl. 20:00.  Tilvalið fyrir þá sem vilja afla sér fræðslu og kunnáttu í reiðmennsku o.fl.

Aðgangseyrir 1.500 fyrir 16 ára og eldri.  Ókeypis fyrir 15 ára og yngri.

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53