Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2011 Mars

26.03.2011 00:36

Styrkur frá N1

Öllum hestamönnum stendur nú til boða að fá N1 kortið með sérkjörum og um leið geta viðkomandi aðilar valið sitt hestamannafélag til þess að styrkja. Hálf króna af hverjum seldum lítra rennur þá sem fjáröflun til viðkomandi félags.

Þeir aðilar sem nú þegar hafa N1 kort eru vinsamlega beðnir að senda tölvupóst til LH áhm@landsmot.is eða hringja í síma 514-4030 með ósk um hvaða hestamannafélag það vill að kortið sitt styrki og mun sú ósk í engu breyta um kjör viðkomandi hjá N1. LH mun síðan koma þeim skilaboðum áleiðis til N1.

Það er því hagur hestamannafélaganna að þeirra félagar noti kortin frá N1 og er þetta mjög góð fjáröflun fyrir félög innan Landssambands hestamannafélaga.

Aðildarfélög LH og félagsmenn fá frábær kjör með N1 kortinu.
5kr afsláttur af eldsneyti
15% afsláttur af smurolíu
15% afsláttur af smurþjónustu
15% afsláttur af almennum rekstrarvörum
13% afsláttur af vinnu á verkstæði Funahöfða (ísetningar tækja, radíóviðgerðir ofl)
10-30% afsláttur af bíla-og rekstrarvörum (mism eftir vöruflokkum) / (sem dæmi: rafgeymar 18%, síur 30%, bílperur 18%, bremsur 20%, frostlögur 15%, pappírsvörur 15%, bón og hreinsivörur 10-20%).

Sérstök tilboð eru í gangi á hverjum tíma varðandi fjáröflunarvörur.
15% afsláttur af hjólbörðum
15% afsláttur af vinnu við hjólbarða
15% afsláttur af dekkjageymslu
15% afsláttur af Nítró vörum s.s. fatnaði, aukahlutum, varahlutum o.fl. (mótorhjól, fjórhjól, vespur, Jet-Ski o.s.fv. eru undanskilin).

Hægt er að greiða fyrir allar vörur í öllum N1 verslunum og þjónustustöðvum með N1 punktum (1 punktur = 1 króna).

Endilega nýtið þetta góða tækifæri sem getur verið góð tekjuöflun næstu árin og þess má geta að hver N1 korthafi fær 1000 króna afslátt af hverjum miða inn á Landsmót hestamanna 2011 og 2012.

23.03.2011 20:54

Hestadagar í Reykjavík

Hestadagar i Reykjavík nálgast - fyrir þá sem vilja kynna sér dagskrána sem er mikil að vöxtum og fjölbreytt þá er hún hérna undir

22.03.2011 21:29

Nýdómara /landsdómaranámskeið í gæðingadómum

Ákveðið hefur verið að halda nýdómara og landsdómaranámskeið  í  Gæðingadómum,ef næg þáttaka fæst,lágmark 14 manns þurfa að skrá sig á námskeiðið.

 Námskeiðið verður  haldið í Reykjavík  29.apríl næstkomandi og hefst kl 14,00 og stendur fram á sunnudaginn  1.maí .  Námskeiðinu lýkur með prófi eftir hádegi.

Kennt verður í húsakynnum ÍSÍ og  á svæðum hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að skrá sig til leiks ekki seinna en miðvikud 20.apríl og staðfesta þáttöku með staðfestingargjaldi kr 25.000.   Verð námskeiðs og gagna er kr 58.000 fyrir nýdómaranámskeið og kr 38.000 fyrir Landsdómaranámskeið.  Gögn verða send  til viðkomandi um leið og skráningarfrest líkur.  Nauðsynlegt er  að fólk sé mjög vel undirbúið þegar námskeið hefst er þar átt við lög og reglur LH/Gæðingakeppni  og leiðara. 

Flest Hestamannafélög styrkja sitt fólk til þátttöku og hvetjum við áhugasama til að kynna sér málið og vera í sambandi ef frekari upplýsinga er óskað .

Skráning á námskeiðið og fyrispurnir skal senda á gaedingadomarar@gmail.is

21.03.2011 21:51

Miðasala LM 2011

Miðasala Landsmóts 2011, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 26.júní til 3.júlí, er nú hafin. Miðasala fer fram á heimasíðu Landsmóts, http://www.landsmot.is/
Félagar innan Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands fá 20% afslátt af miðaverði í forsölu til 1.maí.
Auk þess fá N1 korthafar 1000 kr. afslátt af miðaverði. N1 kortið veitir afslátt af eldsneyti og ýmsum vörum og þjónustu, t.d. á þjónustustöðvum, á hjólbarða- og smurverkstæðum, í verslunum, á sjálfsafgreiðslustöðvum og hjá fjölda samstarfsaðilum. Kortið er einstaklega auðvelt í notkun um land allt. Hestamenn geta með notkun N1 kortsins styrkt sitt hestamannafélag en af hverjum seldum eldsneytislítra rennur hálf króna til hestamannafélagsins. 
Á heimasíðu Landsmóts má finna glæsilegt kynningarmyndband um mótið.

20.03.2011 16:29

Nýjar myndir

Steinunn og Björgvin í Kvistási hafa sett inn  myndir frá mótinu í gær - er að finna í myndaalbúmi. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Notendur síðunnar eru beðnir um að virða höfundarrétt þeirra að myndunum. 

20.03.2011 01:11

KB - verðlaunahafar

Hér er að finna yfirlit yfir alla þá sem unnu til liða - og einstaklingsverðlauna á KB mótaröðinni. Verðlaunahöfum er óskað til hamingju með árangurinn og eins er öllum þátttakendum þökkuð þátttakan. Svona mótaröð gerir mikið fyrir hestamennskuna í héraði. 

19.03.2011 23:44

KB mótaröð- Úrslit 19.3

Þá er búið að ganga frá úrslitum í tölti og fimmgangi KB mótaraðarinnar frá því í dag. Í skjalinu birtast eingöngu nöfn og sæti þeirra sem riðu úrslit - Allar aðrar upplýsingar um árangur keppenda og stig koma síðar. 

19.03.2011 19:58

Verðlaunaborðið

Mörg verðlaun voru veitt að mótinu loknu í dag - Ýtarlegri skrá um verðlaunahafa birtist síðar en eins og sjá má á þessari mynd voru margir glæsigripir sem keppt var um. Til viðbótar þessu voru einnig í verðlaun fóðurkögglapokar frá KB fóðurvörum og gjafabréf, bæði frá Knapanum og Hyrnunni. 

19.03.2011 19:48

KB mótaröðin

Þá er lokið síðasta mótinu í KB mótaröðinni í Faxaborg. Gekk það afar vel fyrir sig og sáust margar góðar sýningar. Keppt var í sex flokkum í tölti og tveimur í fimmgangi. Verður mótinu gerð betri skil fljótlega, öll úrslit birt og eins koma inn myndir frá henni Steinunni í Kvistási. Hérna eru þó myndir af sigurvegurum í tölti barna og opnum flokki í fimmgangi. Sigurvegari Aron Freyr Sigurðsson á Svaðilfara frá Báreksstöðum. Sigurvegari Birna Tryggvadóttir á Rösk frá Lambanesi. 

18.03.2011 22:14

KB mót - ráslistar

Þá liggja fyrir ráslistar fyrir mótið á morgun, tölt og fimmgangsmótið. Byrjað verður kl. 12, byrjað á tölti og er röð keppnisgreina skv. eftirfarandi:

Tölt: Börn - unglingar - ungmenni - minna vanir - meira vanir - opinn flokkur.

Fimmgangur: 1. flokkur - opinn flokkur.

Úrslit verða riðin í sömu röð. 

16.03.2011 22:37

Hesthús í Faxaborg

Nú er hesthúsið í Faxaborg orðið klárt - eru þar 19 stíur sem rúma auðveldlega tvo hesta hver. Mikið verður um að vera í Faxaborg á laugardaginn og því hefur stjórn Seláss ehf ákveðið að panta þurfi stíur til afnota. Kostar stían 1.000.- kr. Þeir sem ætla að nota sér þetta þurfa að hafa samband við Ámunda í s: 892-5678 eða Inga í s: 860-2181. 

16.03.2011 12:48

KB mótaröð - síðasti skráningardagur

Í kvöld rennur út frestur til að skrá sig til keppni í tölti og fimmgangi á KB mótaröðinni - síðasta mótið í þeirri röð að þessu sinni. Sjá frátt hér neðar varðandi mótið. 
Búið er að uppfæra stöðu í einstaklings - og liðakeppninni. Síðasta mótið verður æsispennandi. 

12.03.2011 23:34

KB - tölt og fimmgangur

Þann 19.  mars næstkomandi verður 3. og jafnframt síðasta mót KB mótaraðarinnar haldið í Faxaborg.  Mótið er opið öllum sem áhuga hafa.

 Mikið verður um verðlaunaafhendingar að mótaröð lokinni  og til mikils að vinna,  þar sem 5 stigahæstu knapar í hverjum flokk (Faxi/Skuggi) verða verðlaunaðir, 3 stigahæstu knapar í hverjum flokk ( óháð félagi),  verða jafnframt verðlaunaðir, 3 stigahæstu liðin fá verðlaun og valinn verður vinsælasti knapinn af áhorfendum,.

 Keppt verður í tölti og fimmgangi.

Mótið hefst kl.12:00

Tölt - Barna-, unglinga-, ungmenna-, 1.flokkur(meira vanir), 2.flokkur(minna    vanir), Opinn flokkur

Fimmgangur - Opinn flokkur og 1.flokkur

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 16.mars á netfangið hrafnhildurgu@torg.is,  eða í s. 691-0280 eða 699-6116. 

Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, nafn og kennitala knapa, nafn og IS númer hests, lið( ef viðkomandi er í liði) og aðildarfélag eiganda hestsins.   Skráningargjald er 1500.kr fyrir 1.,2.flokk, opinn flokk  og ungmenni. (1.000 kr.fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0326-13-004810.Kt. 481079-0399 í síðasta lagi fimmtudaginn 17.mars annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að greiða.  

Aðgangseyri 500kr.

Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.

11.03.2011 13:39

Fjölskyldureiðtúr

Fjölskyldureiðtúr á vegur Æskulýðs - og fræðalunefndar er á dagskrá núna á sunnudaginn,  þann 13. mars, og verður lagt af stað úr hesthúsahverfinu kl. 14. Kaffi og með því í félagsheiliminu á eftir. Nú er bara að fjölmenna, vonandi viðrar vel til til útreiða. 

11.03.2011 13:22

Vesturlandssýning í Faxaborg

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, föstudaginn 15. apríl 2011 kl. 20:00.
 
Hér áður fyrr voru sýningar haldnar af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi og það má segja að verið sé að endurvekja gamla siði.
 
Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum, skeiði, kynbótahrossum og  ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
 
Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta komið þeim á framfæri við þessa aðila:
 
Ámundi Sigurðsson, sími: 892-5678, netfang:  amundi@isl.is
Baldur Björnsson, sími: 895-4936, netfang:  baldur@vesturland.is
Stefán Ármannsson (v/ kynbótahrossa), sími: 897-5194, netfang:  stefan@hroar.is
 
Undirbúningsnefndin

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53