Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2011 Apríl

30.04.2011 23:04

Íþróttamótið

Hestamannafélagið Skuggi heldur opið íþróttamót á velli félagsins við Vindás laugardaginn 7. maí n.k. Undankeppni byrjar kl. 10, byrjað á fjórgangi, síðan fimmgangur og svo tölt. Ráslistar verða birtir fyrir kl. 17 á föstudag.   

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:

Barnaflokkur - tölt og fjórgangur

Unglingaflokkur - tölt og fjórgangur

Ungmennaflokkur - tölt og fjórgangur

Opinn flokkur - tölt, fjórgangur, fimmgangur og gæðingaskeið.

Skráningargjöld eru kr. 2.000.- fyrir fyrstu skráningu og kr. 1.000.- fyrir næstu skráningar (kr. 1.000/500- í barnafl.) Skráningargjöld greiðist inn á reikning 0326 - 13 - 004810, kt: 481079-0399. Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is. Skráning (IS númer hests, kennitala knapa og upp á hvora hönd á að byrja þarf að berast fyrir kl. 22 fimmtudaginn 5. maí á netfangið kristgis@simnet.is. Upplýsingar hjá Reyni í síma 860-9014.

Hægt er að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni fyrir kr.  1.000.-  - Umsjón Ámundi s: 892-5678.  Fótaskoðun fer fram í reiðhöllinni og þar verður jafnfram hægt að hita upp ef þannig stendur á.

Mótanefnd

30.04.2011 20:08

Firmakeppnin

Firmakeppnin fór fram í dag svo sem til stóð. Veður var nú ekki upp á það allra besta, snjóaði í logni sem betur fer, en það spillti þó ekki þátttöku. 9 pollar, 11 börn, 7 unglingar, 10 konur og 18 (óstaðfest) karlar tóku þátt. Dómarar og stjórnandi komu frá Hestamannafélaginu Faxa, Sveinbjörn Eyjólfsson stjórnaði keppninni og þeir Baldur í Múlakoti og Jóhannes á Stafholtsveggjum dæmdu - skiluðu þeir góðu starfi sem hér er þakkað. Ekki er búið að taka saman skrá yfir vinningshafa og fyrir hverja þeir kepptu en það kemur fljótlega. En í myndaalbúni er að finna möppu með myndum af þátttakendum og svo verðlaunahöfum þegar þeir tóku við viðurkenningum sínum í félagsheimilinu að aflokinni keppni. Þar svignuðu borð undan bakkelsi. En nánari upplýsingar um úrslitin leið og gagnaöflun er lokið.  

29.04.2011 00:26

LH 2011 - fjöldi

Samkvæmt frétt frá LH eigum við í Skugga 3 fulltrúa í alla flokka sem keppnisrétt hafa á landsmótinu á Vindheimamelum í sumar. Úrtakan fer fram í byrjun júní. Verður það auglýst siðar. 

29.04.2011 00:10

Frá stjórn

Nú liggur fyrir niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna í Skugga, vegna könnunar á vilja félagsmanna til sameiningar við Hestamannafélagið Faxa, sem efnt var til í framhaldi af samþykkt aðalfundar 2. mars, s.l. um sameiningu.

Sendir voru út 187 atkvæðaseðlar til þeirra félagsmanna sem náð höfðu 18 ára aldri.  106 félagsmenn skiluðu inn atkvæðum.   Já sögðu 71. Nei sögðu 32. Þrír seðlar voru ógildir.

Þá liggur fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu félagsmanna Faxa, sem fram fór á sama tíma.  Þar sögðu 92 já, 23 sögðu nei og 1 seðill var ógildur.

 Í ljósi þessara niðurstaðna gerir stjórn Skugga ráð fyrir að stjórnir félaganna hittist fljótlega  og komi sér saman um næstu skref.  Sumarið verði notað til að semja drög að lögum fyrir sameinað félag og starfsreglur sem kynnt verði með góðum fyrirvara áður en boðað verður til funda í félögunum til endanlegrar ákvörðunar um sameiningarmálið, í lok sumars.   Því verði lokið fyrir aðalfundi félaganna sem eiga að fara fram í byrjun vetrar n.k.

Rétt er að ítreka það við félagsmenn að ákvörðunin sjálf um sameiningu verður ekki tekin nema á löglega boðuðum félagsfundi og í samræmi við gildandi félagalög um slík málefni.

Stjórn Skugga beinir því til félagsmanna að koma á framfæri tillögum og ábendingum varðandi þá vinnu sem framundan er, til stjórnar félagsins.

Borgarnesi 27. apríl 2011.

Stjórn Hmf. Skugga

27.04.2011 23:37

Opið íþróttamót

Hestamannafélagið Skuggi heldur opið íþróttamót á velli félagsins við Vindás laugardaginn 7. maí n.k. Undankeppni byrjar kl. 10, byrjað á fjórgangsgreinum.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:

Barnaflokkur - tölt og fjórgangur

Unglingaflokkur - tölt og fjórgangur

Umgmennaflokkur - tölt og fjórgangur

Opinn flokkur - tölt, fjórgangur, fimmgangur og gæðingaskeið.

Meiri upplýsingar á föstudaginn. 

27.04.2011 23:30

Firmakeppnin

Firmakeppni Skugga verður haldin á velli félagsins við Vindás laugardaginn 30. apríl.

Keppnin hefst kl. 14 og er keppt í eftirfarandi flokkum og í eftirfarandi röð: Polla - barna - unglinga - kvenna - og karlaflokki. Heimilt er að teyma undir í pollaflokki - allir fá viðurkenningu.

Verðlaunað er fyrir fyrstu fimm sætin og fer verðlaunaafhending fram í félagsheimilinu að keppni lokinni. Þar verður jafnframt kaffisala.

Allir hestfærir Skuggafélagar eru hvattir til að mæta og taka þátt.

Mótanefnd

27.04.2011 10:03

Firmakeppni

Firmakeppni Skugga verður haldin á velli félagsins við Vindás næsta laugardag, 30. apríl. Byrjar keppnin kl. 14 og verður keppt í polla - barna - unglinga - karla og kvennaflokki. Meiri upplýsingar í kvöld. 

25.04.2011 21:32

Fjöruferðin

Góð þátttaka var í fjöruferðinni á föstudaginn langa þrátt fyrir fremur óhagstætt veðurútlit. Rættist þó töluvert úr og betur en margir reiknuðu með. Talið er að rétt um 80 manns hafi farið í hnakk frá Rauðanesi og út á fjörurnar. Meðf. mynd er tekin þar sem snúið er við heim á leið. 


25.04.2011 21:20

Mótin framundan

Töluvert verður um að vera næstu tvær helgar á félagssvæði Skugga. Firmakeppnin 30. apríl og síðan er íþróttamótið 7. maí. Nú er því ekki seinna vænna en að fara að skipuleggja og gera plön, vonandi sjá fjölmargir sér fært að taka þátt í firmakeppninni. Ekki er um flóknar keppnisreglur að ræða, einvörðungu að láta hestinn (og knapann) fara sem best, sem sagt "þvælast þokkalega". Íþróttamótið er hins vegar eftir strangari reglum enda verður um löglegt mót að ræða og öllum opið. En við væntum góðrar skráningar þar einnig. En auglýsingar um bæði þessi mót eru örugglega væntanlegar mjög fljótlega.  

19.04.2011 21:27

Reiðhallardansleikur

INGÓ og VEÐURGUÐIRNIR

spila á stórdansleik í Faxaborg, Borgarnesi, síðasta vetrardag miðvikudaginn 20. apríl 2011 frá kl. 23:00 til 03:00.
Miðaverð 2.500 og aldurstakmark 16 ár.
Ókeypis sætaferðir frá Hyrnunni, Borgarnesi, kl. 23:00 og til baka aftur kl. 03:00

18.04.2011 15:42

Myndir

Hún Steinunn í Kvistási er búin að setja inn myndir frá Vesturlandssýningunni í Faxaborg. Er þær að finna undir myndaalbúm. Kærar þakkir Steinunn fyrir að deila þessum myndum með okkur.

17.04.2011 21:15

Sameining - atkvæðagreiðsla

Á morgun, mánudaginn 18 apríl rennur út frestur til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um sameiningu hestamannafélaga í Borgarfirði. Allir félagsmenn Skugga hafa fengið sendan atkvæðaseðil sem koma þarf til skila í síðasta lagi á morgun. Atkvæði verða talin á miðvikudag, væntanlega birtast þá niðurstöður hérna á síðunni. 

15.04.2011 23:36

Vesturlandssýningin

Þá er lokið afar glæsilegri sýningu í Faxaborg. Amk 500 manns (smekkfull höll) sóttu þessa sýningu sem tókst í alla staði vel og er aðstandendum til mikils sóma. 24 atriði, hvert öðru glæsilegra glöddu áhorfendur og rann allt vel í gegn. Erfitt er að taka einhver atriði út úr en þó má segja að atriði unglinganna og svo hennar Svanhvítar í Lindarholti í Dölum hafi vakið verðskuldaða athygli. Eins voru Skessurnar úr Borgarfirði skemmtilegar svo einhver atriði séu nefnd. Margir góðir hestar komu þarna fram og verður gaman að fylgjast með í sumar þegar kynbóta - og gæðingasýningar byrja en ljóst er að Vestlendingar þurfa engu að kvíða. Myndin sem hér fylgir er tekin þegar börnin stilltu sér upp fyrir áhorfendur. Vonandi birtast fleiri myndir hér innan tíðar. 

 

14.04.2011 16:35

Rauðanesfjöruferð

Hér getur að líta auglýsingu um árlega fjöruferð á Rauðanesfjörur á föstudaginn langa. Ávallt hefur verið fjölmennt og gaman og verður örugglega svo einnig núna.  

14.04.2011 12:54

Dagskrá sýningar í Faxaborg

Nú er komin út endanleg dagskrá fyrir Vesturlandssýninguna á morgun, föstudaginn 15. apríl kl. 20 í Faxaborg. Þetta verður alveg rosalegt. (Uppfært kl. 16:40)
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53