Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2011 Júní

28.06.2011 11:54

LM - A flokkur

Krás og Gunnar áttu góða sýningu og hlutu í einkunn fyrir hana 8,28. Ekki dugir það til að komast í milliriðil. Þá hafa allir okkar keppendur lokið forkeppni og er Aron Freyr sá eini af Skuggafélögum  sem kemst áfram í milliriðil, keppt verður í dag milli kl. 16 og 18. Óskum við honum góðs gengis. 

28.06.2011 10:47

Staðan á LM

Háar tölur sáust í B flokknum í gær og ekki virðast þær ætla að vera lægri í A flokknum eftir 20 riðla. Til að komast í milliriðil í B flokki þurfti amk að fá 8,45. Eskill og Gunnar fengu 8,32, Kolfreyja og Halldór 8,28 og Ösp og Halldór fengu 8,27. Í ungmennaflokki var einnig hart barist, þurfti amk 8,28. Eini keppandi Skugga, Erla Rún, fékk 7,80. 
Krás og Gunnar eru í næst síðasta riðli A flokks en þar sjást margar flottar sýningar, trúlega þurfa þau að fá amk 8,40 til að komast í milliriðil. 

26.06.2011 22:47

Börn og unglingar á LM

Í dag var keppt í unglingaflokki og barnaflokki. Skuggi átti þrjá keppendur í unglingaflokknum og stóðu þeir sig vel þótt ekki kæmust í milliriðil en efstu 30 í hverjum flokki komast þangað. Þorgeir og Sólbrá fengu 7,97, Axel Örn og Fiðla 8,05 og Atli Steinar og Diðrik 8,11. Er þeirra keppni þar með lokið á þessu móti. Í barnaflokki á Skuggi einn keppenda, Aron Frey Sigurðsson og Svaðilfari, áttu þeir góðan dag í dag, einkunnin 8,27 og 19. sæti. Því keppa þeir aftur í milliriðli á þriðjudaginn kl. 16 - 18. Hægt er að kaupa aðgang að beinum útsendingum á síðu landsmótsins og virkar það vel og er góður og ódýr kostur fyrir þá sem ekki ætla norður. 

Á morgun verður forkeppni í ungmennaflokki og B flokki gæðinga. Á Skuggi fulltrúa í báðum þessum flokkum og vonandi gengur allt vel hjá þeim. 

25.06.2011 00:28

Landsmót - ráslistar

Gefnir hafa verið út ráslistar fyrir Landsmót á Vindheimamelum sem hefst þann 26. júní og stendur í viku. Listarnir eru hérna

Öllum þeim sem keppa fyrir hönd Skugga er óskað velgengni. Börnin og unglingarnir keppa á sunnudaginn. Fyrir þá sem komast ekki á mótið er möguleiki að kaupa aðgang að beinum útsendingum á netinu. Upplýsingar eru á heimasíðu mótsins. 

25.06.2011 00:23

Íslandsmót 2011

Íslandsmót í hestaíþróttum 2011 verður verður haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 13.-16. júlí nk.
Skráning á mótið fer fram hjá aðildarfélagi hvers keppanda.  Aðildarfélagið skráir síðan sína keppendur  á mótið í gegnum sportfengur.is skráningargjaldið er kr. 5.000- fyrir hverja grein og greiðist við skráningu.   Síðast skráningardagur er 7. Júlí nk.

Nánar verður sagt frá mótinu þegar nær dregur og fyllri upplýsingar liggja fyrir. 

22.06.2011 10:19

Síðsumarsferð Skugga

Ákveðið hefur verið að fara í Álftanesfjöru laugardaginn 13.ágúst

Girðing til staðar fyrir hrossin og aðstaða til að tjalda .

Lagt af stað í fjöru um kl. 11.00 laugardagsmorgun,( háfjara um hádegið).

Kostnaður í algjöru lágmarki. Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 07. ágúst.

Gott að fá upplýsingar um hverjir ætla að nýta sér girðinguna (hrossafjölda).

Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Þátttaka tilkynnist til:

Maju sími 6984338 eða marey@simnet.is

Björgvins sími 8613399 eða kvistas123@simnet.is

Gullu sími 8465151 eða ammagulla@internet.isirðing til staðar fyrir þ

Ferðanefnd Skugga.

18.06.2011 00:36

Keppendur á LM 2011

Þá er útséð um það hverjir munu keppa undir merkjum Skugga á landsmótinu á Vindheimamelum. Sendum við 9 keppendur, 1 í barnaflokk, 3 í unglingaflokk, 1 í ungmennaflokk, 1 í A flokk gæðinga og 3 í B flokk gæðinga. 
Eru það eftirtaldir:
Barnaflokkur
Aron Freyr Sigurðsson og Svaðilfari frá Báreksstöðum
Unglingaflokkur
Axel Örn Ásbergsson og Fiðla frá Borgarnesi
Atli Steinar Ingason og Diðrik frá Grenstanga
Þorgeir Ólafsson og Sólbrá frá Borgarnesi
Ungmennaflokkur
Erla Rún Rúnarsdóttir og Ljósa Nótt frá Borgarnesi
A flokkur gæðinga
Krás frá Arnbjörgum og Gunnar Halldórsson
B flokkur gæðinga
Eskill frá Leirulæk og Gunnar Halldórsson
Kolfreyja frá Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson
Ösp frá Króki og Iðunn Svansdóttir

Óskum við keppendum öllum góðs gengis á mótinu. Munum við reyna að koma upplýsingum um árangur á framfæri eins fljótt og hægt er - barna - og unglingaflokkur hefst strax sunnudaginn 26. júní. 

16.06.2011 15:30

Þakkir frá stjórn

Ágætu félagar

Nú þegar lokið er tímabili mikilla anna hjá okkur hestafólki og útlit er fyrir að sumarið sé að koma, er ástæða til að vekja athygli á því mikla starfi sem unnið hefur verið í vetur.  Haldin hafa verið mörg mót, sýningar og aðrir viðburðir, sem hafa kallað á mikla vinnu af hendi félagsmanna.  Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að þegar leitað hefur verið eftir aðstoð,  hafa undirtektir lang oftast verið  jákvæðar og góðar.   Stjórn Skugga þakkar öllum þeim sem lagt hafa lið, við að halda úti starfi félagsins í vetur og vor.  Sérsaklega er ástæða til að þakka þeim sem komið hafa að öllum  eða nær öllum uppákomum félagsins og gefið til þess tíma sinn og krafta. 

Eins og þið flest vitið reyndist erfitt að ljúka fjármögnun byggingar reiðhallarinnar og henni er reyndar ekki að fullu lokið enn, en það verkefni er í höndum okkar félaganna í Skugga og Faxa og verður ekki gert með öðru en sjálboðastarfi okkar.  Því er mikivægt að við séum öll reiðubúin að legga því verkefni lið,  því margar hendur vinna létt verk.  Það er því ekki aðeins, að við þurfum að vinna að verkefnum félagsins, heldur líka standa vörð um hið glæsilega mannvirki sem reiðhöllin Faxaborg er og tryggja að að hægt verið að ljúka frágangi byggingarinnar og umhverfi hennar og tryggja að hún verði áfram í okkar höndum.

Starfi ársins er að sjálfsögðu ekki lokið og á næstunni er m.a. landsmót hestamanna. Stjórn Skugga óskar fulltrúum félagsins á þeim vettvangi góðs gengis.

Á hvítasunnu 2011

Stjórn Skugga 

15.06.2011 12:22

Uppboð á hrossum

Miðvikudaginn 15. júní n.k kl 20:00 verður haldið uppboð á ungum hrossum frá Eskiholti II Í gegnum árin hafa hrossin frá Eskiholti II oft skotið upp kollinum á sýningarbrautum landsins. Hryssur verið sýndar, hestar í gæðingakeppnum og núna síðast en ekki síst 5 vetra stóðhesturinn Abel frá Eskiholti II, algjör græja eins og einn kynbótadómarinn sagði. Aðalsmerki hrossanna frá Eskiholti II er fótaburður, vilji og gott geðslag.


Í dag verða boðin upp 9 hross frá Eskiholti II á aldrinum 3-6 vetra. Þau eru velættuð og efnileg. Þau eru:
Breki frá Eskiholti ll , 6v. Rauðskjóttur IS2005136585
F: Illingur frá Toftum IS1998187280
M: Ljóska frá Búðarhóli IS1997284301
Dagur frá Eskiholti ll, 5v. Albínói IS2006136585
F: Dagur frá Strandarhöfði IS1995184716
M: Ljóska frá Búðarhóli IS1997284301
Skúli frá Svignaskarði, 6v. Brúnskjóttur IS2005236529
F: Þjótandi frá Svignaskarði IS1995136525
M: Gnótt frá Svignaskarði IS1995236520
Hvinur frá Eskiholti ll, 6v. Jarpur IS2005136583
F: Prins frá Úlfljótsvatni IS1992187130
M: Iða frá Akranesi IS19AC235036
Andri frá Eskiholti ll, 5v. Brúnn IS2006136583
F: Prins frá Úlfljótsvatni IS1992187130
M: Sunna frá Gröf IS1992235240
Aldur frá Eskiholti ll, 5v. Rauðblesóttur, IS2006136581
F: Víkingur frá Voðmúlastöðum IS1990184419
M: Nanna frá Úlfljótsvatni IS1994287130
Styggur frá Eskiholti ll, 5v. Brúnn, IS2006136580
F: Mökkur frá Eskiholti ll IS1994136585
M: Anna Mæja frá Hrauni IS1985287056
Gleði-Galdur frá Eskiholti ll, 4v. Rauðtvístjörnóttur, IS2007136581
F: Galdur frá Grund ll IS1998165630
M: Gleði frá Eskiholti ll IS1992236582
Ketill frá Eskiholti ll, 3v. Bleikálótturtvístjörnóttur IS2008136584
F: Þjótandi frá Svignaskarði IS1995136525
M: Glettni frá Fjalli IS1994257635

10.06.2011 23:58

Hestaþing Glaðs

Hestamannafélagið Glaður heldur sitt árlega hestaþing í Búðardal 18. og 19. júní. Er mótið öllum opið en hérna er auglýsingin þeirra. Borgfirðingar hafa oft skilið eftir sig hófaförin á hestaþingum Glaðs, því ekki að skella sér. 

05.06.2011 22:27

Myndir

Nú eru komnar myndir inn á myndasíðuna af verðlaunahöfum gærdagsins. Eru þær teknar af Inga Tryggvasyni og eru honum færðar þakkir fyrir. Ef einhverjir eiga myndir frá forkeppni eða úrslitakeppni þá eru þær vel þegnar. 

05.06.2011 10:44

Landsmót UMFÍ 50+

UMFÍ heldur landsmót fyrir 50+ á Hvammstanga 24.-26. júní n.k. Þar verður keppt í hinum ýmsu íþróttagreinum, þar á meðal hestaíþróttum, tölti, fjór- og fimmgangi. Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu landsmótsins. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst en hér er um einstaklingskeppni að ræða. Fyrir kr. 3.000.- er hægt að skrá sig til keppni í öllum þremur keppnisgreinunum, tjaldstæði innifalið og ýmislegt fleira.  

05.06.2011 10:24

Höskuldarvaka

Höskuldarvaka í Logalandi 16. júní kl.20:30. Dagskrá í myndum, tali og tónum. Ræðumaður kvöldsins Erling Ó. Sigurðsson reiðkennari.
Minningabrot og ávörp Guðrún Fjeldsted, sr.Geir Waage og Guðni Ágústsson fyrrv. landbúnaðarráðherra. Tónlist Karlakórinn Söngbræður stjórnandi Viðar Guðmundsson og afkomendur Höskuldarleika og syngja nokkur lög. Brot úr sjónvarpsþætti Ólínu Þorvarðardóttur um Höskuld.
Aðgangur ókeypis en veitingar verða seldar í hléi.

05.06.2011 00:03

Gæðingamót - úrslit

Hérna birtast niðurstöður úr gæðingakeppninni. Úrslit kappreiða birtast síðar en keppt var í 150 m. skeiði, stökki og brokki. 

04.06.2011 19:54

Gæðingamóti lokið

Nýu er lokið gæðingamóti Skugga en mótið var jafnframt úrtaka fyrir LM 2011. Þar skiptir máli í hvaða sæti viðk. lendir í forkeppni en þrír efstu eftir hana öðlast rétt til að fara á Landsmót. Væntanlega birtast helstu niðurstöður síðar í kvöld en segja má að Gunnar Halldórsson hafi verið maður mótsins, hann sigraði í A flokki á Krás f. Arnbjörgum og B flokki á Eskil frá Lairulæk og átti ennfrremur glæsilegasta hest mótsins, Eskil. Erla Rún Rúnarsdottir sigraði ungmennaflokkinn, Axel Örn Ásbergsson sigraði unglingaflokkinn á Fiðlu f. Borgarnesi og barnaflokkinn sigraði Aron Freyr Sigurðsson á Svaðilfara f. Báreksstöðum en hann var í fjórða sæti eftir forkeppni. Myndir frá mótinu koma einnig inn síðar. 
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53