Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2011 Júlí

26.07.2011 12:42

Sumarferð Skuggaunglinga

Sumarferð unglinga Skugga helgina 6-7 ágúst.

Ferðin er ætluð unglingum fædd 1998 og eldri.

Farið er frá hesthúsahverfinu á laugardaginn 6 ágúst kl, 12:00.  Riðið inn að Lambafelli við Langavatn og gist þar. Á sunnudag  er svo farið niður Hraundal og heim .

Kostnaður er 2000kr á ungling sem er gisting, grill á laugardagskvöld og trúss.

Það sem þarf að hafa með sér er , gott nesti og morgunmat, eitthvað til að sofa við (dýnur eru á staðnum)og góðan fatnað í samræmi við veðurspá .

Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir miðvikudagskvöldið 3. ágúst til Auðar Ástu í síma 699-1779 eða netfang dila@simnet.is

  Æskulýðsnefnd Skugga. 

07.07.2011 00:22

Íslandsmót yngri flokka

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna 2011 fer fram á Mánagrund, félagssvæði hestamannafélagsins Mána dagana 21.-24.júlí. Skráning hefst 4.júlí og fer fram í gegnum tölvupóst og skal senda skráningu á mani@mani.is.

Skráningargjald er kr. 4.500 á hverja skráningu og greiðist við skráningu. Síðasti skráningardagur er 12.júlí.
Hægt verður að hringja inn skráningar þriðjudagskvöldið 12.júlí milli 19-22. Símanúmer verða birt síðar.

Koma þarf fram:
Nafn og kennitala knapa, auk símanúmers.
IS númer hests, keppnisgrein og uppá hvora hönd viðkomandi hyggst keppa.
Kreditkortanúmer og gildistími.
Einnig er hægt er að leggja inn á reikning Mána 0121-26-3873 kt.690672-0229.
Staðfestingu á greiðslu verður að senda á sama netfang og skráningar, mikilvægt er að setja í skýringu kennitölu knapa.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Töltkeppni barna-, unglinga- og ungmennaflokkur
Fjórgangur barna-, unglinga- og ungmennaflokkur
Fimmgangur unglinga- og ungmennaflokkur
Gæðingaskeið unglinga- og ungmennaflokkur
Skeið 100m (flugskeið) unglinga og ungmenna
Fimikeppni A barna- og unglingaflokkur
Fimikeppni A2 ungmennaflokkur
Töltkeppni T4 unglinga og ungmenna

Mótsstjóri er Sigurður Kolbeinsson s. 869-3530
Umsjónarmaður hesthúsplássa er Bjarni Stefánsson s.866-0054.
Tjaldsvæði eru við gistiheilmilið Alex http://www.alex.is/forsida.asp þar er einnig hægt að leigja litla kofa.
Auk þess er tjaldsvæði á Garðskaga http://www.sv-gardur.is/Ferdathonusta/Tjaldstaedi/

Verið velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur.

Mótanefnd Mána

06.07.2011 09:52

Íslandsmót fullorðinna

Hér að neðan er tilkynning um skráningu á Íslandsmót á Selfossi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hmf. Sleipnis . Þar er m.a. að finna drög að dagskrá mótsins. 

Skráning keppenda á Íslandsmót á Selfossi.
Við skráningur keppenda skal senda tölvupóst á islandsmot@gmail.com með skráningu skal fylgja kvittun fyrir greiðslu skráningargjalda. Vinsamlega athugið að skráning verður ekki gild fyrr en greiðsla hefur átt sér stað. Staðfesting á skráningu verður send til baka í tölvupósti, vinsamlega fylgist með staðfestingu um skráningu keppanda.
Upplýsingar sem þurfa að koma fram í skráningur eru:
Nafn keppanda, IS númer hests, keppnisgrein og uppá hvora hönd viðkomandi hyggst keppa.
Einnig verður tekið við skráningu í símum; 862-9354 og 848-7778 milli 18:00 og 21:00 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.
Skráningargjald er kr. 5.000- fyrir hverja keppnisgrein.
Skráningu verður lokað kl. 21.00 fimmtudaginn 7. júlí 2011, ef greiðslur skáningargjalda hafa ekki borist fyrir þann tíma er skráning ekki gild.
Vinsamlega millifærið á reikning; 0586-14-402162 kt. 040362-3399, vinsamlega látið koma fram í skýringu nafn og kennitölu keppanda og símanúmer hans.
Umsjónarmenn hesthúsa eru Karl Áki Sigurðsson gsm: 869-1181 og Steindór Guðmundsson gsm: 898-6266.
Mótstjóri er Ágúst Hafsteinsson gsm: 894-4710

04.07.2011 22:03

Myndir frá LM

Ágústa Hrönn Óskarsdóttir var svo góð að senda okkur myndir frá forkeppni í barna - unglinga - og ungmennaflokki. Eins eru nokkrar myndir frá hópreiðinni sem var á fimmtudagskvöldið þegar mótið var formlega sett. Myndirnar er að finna í myndaalbúminu. Er Ágústu færðar þakkir fyrir að leyfa okkur að njóta. Ef einhverjir eiga myndir sem þeir vilja deila með öðrum þá endilega senda til umsjónarmanns. Vantar frá A og B flokkskeppni og eins af kynbótahrossum borgfirskum. 
  • 1
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44