Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2011 Október

20.10.2011 22:21

Endurbætur valla

Stjórn Skugga hefur samþykkt að fara út í verulegar endurbætur á keppnisvöllum félagsins. Skipuð var reiðvallarnefnd s.l. vor, skipuð þeim Pétri Sumarliðasyni sem er formaður, Reyni Magnússyni og Halldóri Sigurðssyni. Skilaði hún tillögum að nýjum girðingum sem og tilboðum í efni sem stjórn hefur samþykkt. Mun nefndin svo í framhaldinu skoða hvað þurfi að gera meira s.s. fyrir undirlagið. Farið verður í framkvæmdir strax og hægt er í vor þannig að allt verði klárt þegar útikeppnirnar byrja. 
Mundir sýnir hvaða útfærsla varð fyrir valinu.


14.10.2011 21:45

Frá hrossauppboði

Töluvert margir lögðu leið sína í Faxaborg í kvöld og voru viðstaddir uppboð á hrossum. 10 hross á aldrinum 3. - 15 v. voru boðin upp að þessu sinni og komu boð í þau öll, á bilinu 15 - 100 þús. Sveinbjörn Eyjólfsson stjórnaði uppboðinu af léttleika og með miklum skemmtilegheitum eins og honum er lagið.  Eiga fyrirsvarsmenn uppboðsins þeir Reynir Magnússon og Sigurður Stefánsson þakkir skyldar fyrir tiltækið sem og aðrir sem að þessu komu. Skemmtileg uppákoma á þeim tíma sem minnst er um að vera í hestamennskunni hjá hinum almenna hestamanni.


06.10.2011 22:15

Hrossauppboð

Nú á að reyna að skapa skemmtilega og létta stemningu í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi og er fyrirhugað að halda uppboð á hrossum föstudagskvöldið 14. október kl: 20:00. Uppboðshrossin verða á öllum aldri, frá unghrossum upp í þæg barnahross. Greiðsla fer fram við hamarshögg, ekki posi á staðnum. Tekið er við skráningum á hrossum fyrir uppboðið til kl: 22:00 miðvikudagskvöldið 12. október og er skráningargjald 2500 kr. á fyrsta hest og svo  1000 kr. á hest eftir það.   Nú er um að gera að eiga saman skemmtilegt kvöld og hita upp fyrir sauðamessuna, drykkir verða seldir á staðnum.

Skráning og frekari upplýsingar í síma: 8609014-Reynir eða 8972171-Siggi . Einnig er hægt að skrá á siggie76@gmail.com

  • 1
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04