Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2011 Nóvember

29.11.2011 23:16

Sameiningartillaga kolfelld

Aðalfundur Skugga var haldinn í kvöld. Var fundurinn afar fjölmennur eða rúmlega 60 manns sem hann sátu. Er það trúlega fjölmennasti aðalfundur í mörg ár. Aðalmál fundarins var tillaga um sameiningu Skugga og Faxa. Um þá tillögu urðu miklar umræður og var henni fundið flest til foráttu. Enda varð niðurstaða skriflegrar atkvæðagreiðslu sú að nei sögðu 46 og já 16. Aðalfundi var svo frestað um óákveðinn tíma enda á eftir að kjósa í stjórn og nefndir. Verður það verkefni framhaldsaðalfundar sem boðað verður til fljótlega. Nokkrar myndir frá fundinum, teknar á síma, er hægt að sjá í myndalbúmi. 

29.11.2011 21:46

Myndaskilaboð : 29.11.2011

29.11.2011

29.11.2011 21:45

Myndaskilaboð : 29.11.2011

29.11.2011

21.11.2011 10:27

Aðalfundarboð

Uppfært kl. 15:50


Boðað er til aðalfundar Skugga þriðjudaginn 29. nóvember,

í Félagsheimili Skugga klukkan 20:0

Dagskrá

1.     Setning og kosnir starfsmenn fundarins

2.     Skýrsla stjórnar  -  formaður  

3.     Ársreikningar lagðir fram  -  gjaldkeri  

4.     Skýrslur nefnda

5.     Afgreiðsla ársreiknings

6.     Inntaka nýrra félaga - kynning

7.     Úrsagnir félaga  -  kynning

8.     Tillaga um sameiningu hestamannafélaganna Skugga og Faxa

9.     Kosningar  - frestað til sameiningarfundar eða framhaldsaðalfundar 

10.                        Önnur mál

11.                        Frestun fundarins


Skuldlausir félagar hafa kosningarétt á fundinum.

Nýir félagar velkomnir

Stjórn Hmf. Skugga

Kynningarefni varðandi sameiningu Skugga og Faxa 

Tillaga að nýjum lögum (ef sameining verður samþykkt)

Greinargerð vinnuhóps um sameiningu Skugga og Faxa

19.11.2011 01:24

1001 þjóðleið

Jónas Kristjánsson hefur áratugum saman skrásett þjóðleiðir á Íslandi og birtist afraksturinn í einstakri bók sem nú býðst félagsmönnum í hestamannafélögum á sérstöku kynningartilboði.

Í bókinni er yfir 1.000 reið- og gönguleiðum lýst og þær sýndar á vönduðum kortum. Stafrænn diskur sem gerir kleift að hlaða leiðunum inn í GPS-tæki fylgir.

KJÖRGRIPUR FYRIR ALLA HESTAMENN SEM FERÐAST UM LANDIÐ.

KYNNINGARTILBOÐ:

Verð til félagsmanna kr. 17.900 með sendingarkostnaði (almennt verð kr. 22.900). Tilboðið gildir til 1. desember 2011.

PANTANIR:

Sendið pantanir á tölvupósti: lhhestar@sogurutgafa.is (tilgreinið nafn, heimilisfang, símanúmer, fjölda eintaka og greiðslumáta (bankamillifærsla eða kreditkort).

Eða hringið í síma 557-3100

18.11.2011 11:04

KB - mótaröð 2012

Opin mótaröð í Faxaborg, Borgarnesi

4 feb.   Fjórgangu

 25 feb.  Tölt

18 mars.  Fimmgangur og T2

Mótanefnd Faxa og Skugga kom saman nú á dögunum til að ákveða mótastarf komandi vetrar.  Ákveðið var að halda 3 mót í KB-mótaröðinni næstkomandi vetur, þetta er í þriðja sinn sem þessi mótaröð er haldin, mikil þátttaka hefur verið, hestakostur góður og keppendur komið víða að. 

KB mótaröðin er opin íþróttakeppni, bæði liða og einstaklingskeppni. 

Hörð barátta var á milli liðanna í fyrra og heyrst hefur að verið sé að rotta sig saman hér og þar í héraðinu til að búa til sigurlið fyrir næstu mótaröð.  Í fyrra voru það Gæðakokkar sem höfðu betur á lokasprettinum og unnu verðskuldaðan sigur og gaman er að geta þess að það var hestakonan knáa Kolbrún Grétarsdóttir í Snæfelling sem var stigahæst allra keppenda.   

Auk KB mótaraðar er fyrirhugað að halda, gæðingakeppni á beinni braut úti, ísmót þegar færi gefst og sölusýningu í janúar, en allt verður þetta auglýst síðar. 

Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar um fyrirkomulag og reglur KB mótaraðarinnar á heimasíðu Skugga, hmfskuggi.is  og eins á facebook síðu KB mótaröðin.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Mótanefnd Faxa og Skugga

16.11.2011 21:11

Aðalfundur Hmf. Skugga

Búið er að dagsetja aðalfund Skugga, verður hann haldinn þriðjudaginn 29. nóv. n.k. Fundarboð með dagskrá birtist hér um eða strax eftir helgi.

16.11.2011 21:09

Haustfundur HrossVest

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands

verður haldinn  sunnudaginn 27. nóvember n.k. kl. 14.00 í Hótel Borgarnesi. Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2011 verður verðlaunað. Þá verða heiðursviðurkenningar veittar í fyrsta sinn.
Gestir fundarins verða Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ, sem fer yfir hrossaræktina s.l. sumar og Guðmar Auðbertsson, dýralæknir, sem flytur erindi um sæðingar og fósturvísaflutninga.

Stjórnin.

15.11.2011 22:11

Folalda - og sölusýning

Folaldasýning verður í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, sunnudaginn 4. des. nk. kl. 14:00.  Skráning fari fram í síðasta lagi 01/12 nk. hjá Inga á netfangið lit@simnet.is eða í síma 860 2181.  Skráningargjald á folald er 1.000

Eftir folaldasýninguna verður sölusýning hrossa ef næg þátttaka fæst.  Skráning fer fram hjá Inga í síðasta lagi 01/12 2011. Skráningargjald á hross er 2.000.

Aðgangseyrir 1.000 kr. fyrir 17 ára og eldri.

Nánari upplýsingar á faxaborg.is


Stjórn Selás ehf.

13.11.2011 22:25

Járningar og hófhirða - námskeið

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.      

Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

 Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.

Tími: Lau. 10. des, kl. 10:00-18:00 og sun. 11. des, kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.

 Verð: 22.900kr. (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is eða s: 433 5000. Fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5200 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

10.11.2011 23:02

Faxaborg - vinnudagur

Stjórn Seláss ehf. blæs til vinnudags í Faxaborg núna á laugardaginn. Eitt og annað þarf að gera, mála og smíða og  ganga frá ýmsu sem eftir er að gera svo húsið verði í sem bestu standi fyrir komandi vertíð. Þeir sem geta lagt fram vinnu eru beðnir um að hafa samband við Inga Tryggva (860 2181) eða Ámunda. Áætlað er að hefja störf kl. 9 árdegis. En allt vinnuframlag er vel þegið, hvort sem það er heill vinnudagur eða hluti úr degi. Félagar, leggjum metnað okkar í það að halda Faxaborg í sem allra besta standi. 
  • 1
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04