Hestamannafélagið Skuggi Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga. |
|
Færslur: 2011 Desember31.12.2011 01:11WorldFengur - nýttWorldFengur er nú opinn öllum án endurgjalds. Markmiðið er að opna nýja heima í upplýsingagjöf til áhugafólks um íslenska hestinn sem enn eru ekki aðilar í einum af þeim 19 FEIF félögum um heiminn, en áður hefur öllum þeim sem eru félagar í FEIF verið veittur frír áskriftaraðgangur. Hægt er að leita eftir nafni, uppruna og örmerki og árangri í keppnum, en enn þarf að vera áskrifandi til að hafa aðgang að fullnaðardómum, fullum BLUB, afkvæmum, ættartré o.s.frv. Vonandi á þessi opnun eftir að auka áhuga á íslenska hestinum og vera lyftistöng fyrir íslenska hrossarækt. Þetta kemur fram á vef WorldFengs. (www.hestafrettir.is). Skrifað af Kristján Gíslason 30.12.2011 22:55Umgengni í FaxaborgÞað hefur gerst ítrekað nú að undanförnu að menn hafa komið í Faxaborg til að ríða út og þá hefur verið fullt af hestaskít á reiðvellinum þ. á m. inn í hringgerðinu. Þetta er óþolandi og það vita það allir notendur hallarinnar að hver á að þrífa eftir sig. Það er enginn maður á launum við að þrífa upp skít eftir notendur reiðhallarinnar. Það eru ekki mjög margir sem hafa verið að nota höllina að undanförnu og því koma ekki margir til greina. Sá sem verður uppvís að því að þrífa ekki eftir sig verður bannað að nota reiðhöllina það sem eftir er í vetur - sé viðkomandi búinn að greiða fyrir mánaðar- eða árskort fær hann það ekki endurgreitt. Þeir sem eru enn með lykla síðan síðasta vetur en voru þá aðeins með mánaðarkort eru beðnir að skila lyklum til Inga eða Ámunda eða greiða mánaðar- eða árskort. Þeir sem greiddu fyrir árskort síðasta vetur og árið er að líða eru beðnir að skila lyklum eða greiða aftur mánaðar- eða árskort. Mánaðarkort fyrir félagsmenn Skugga og Faxa er 5.000 en árskort 20.000. Greiða má inn á reikning 0326-26-5206, kt. 520609-0830. Ítreka að þeir sem nota Faxaborg eiga að ganga vel um og þrífa upp hestaskít eftir sína hesta bæði á reiðvelli og í hesthúsi. Minni þá líka á að slökkva ljósin á kvöldin og læsa á eftir sér þ.e. gönguhurðinni á hesthúsinu sé hún ólæst. Þá mega menn alveg tæma hjólbörurnar af og til en það er gámur fyrir utan hesthúsið. Fyrir hönd Seláss ehf. þakka ég félögum ánægjulegt samstarf og samvinnu á liðnu ári og þá sérstaklega þeim félögum sem lagt hafa að mörkum vinnu í reiðhöllinni okkar. Nýárskveðjur Ingi Tryggvason Skrifað af Kristján Gíslason 30.12.2011 22:49Framhaldsaðalfundur - fundarboðBoðað er til framhaldsaðalfundar í félagsheimili Skugga, þriðjudaginn 10. janúar, n.k. kl. 20:00 Dagskrá: 1. Ákvörðun um félagsgjald á starfsárinu 2. Ákvörðun um beitargjöld 2012 3. Kynnt fjárhagsáætlun starfsársins 4. Kosningar: stjórn, nefndir, skoðunarmenn og fulltrúar á þing LH og UMSB 5. Önnur mál Til fundarins er boðað þrátt fyrir að stjórn, sem jafnframt er upptillingarnefnd, hafi ekki ná að ljúka að fullu uppstillingu í stjórn og nefndir. Félagsmenn sem áhuga hafa á, að gegna störfum fyrir félagið, eru hvattir til að hafa samband við einhver stjórnarmanna og láta vita af áhuga sínum í því efni. Félagar eru eining hvattir til að koma á framfæri tillögum til stjórnarmanna. Stjórnin væntir að sjá áfram þann áhuga á félagsstarfi Skugga sem, birtist á fundinum í lok nóvember, s.l. Borgarnesi, 30. desember, 2012. Stjórn Hmf. Skugga Skrifað af Kristján Gíslason 23.12.2011 23:50JólakveðjaHestamannafélagið
Skuggi óskar hestamönnum öllum gleðilegra jóla og margra ánægjustunda með hestum sínum á
komandi ári. Stjórn Hmf. Skugga. Skrifað af Kristján Gíslason 23.12.2011 23:43Reiðkennsla hjá Þórdísi ErluÞórdísi Erlu Gunnarsdóttir þarf vart að kynna en hún mun vera með reiðtíma í Reiðhöllinni Faxaborg í 7. -8. janúar ,það verða tímar 3 sinnum þessa 2 daga, það verða 2 x einkatími í 30 - 40 mín og svo 1 x tveir saman í 40 mín. Skuldlausir Faxafélagar ganga fyrir til 20 des, það komast bara 12 að hjá henni svo um að gera að panta sem fyrst. Helgin kostar 17.000kr sem greiðist á reikning Nafn Hestamannafélagið Faxi Kennitala 5301690659 Reikningsnúmer 0326-13-305301 -- kvittun verður að sendast á eyglo.krossi@gmail.com Skrifað af Kristján Gíslason 23.12.2011 23:40Smölun haustbeitargirðingaTilkynning til þeirra sem eiga hesta í haustbeit í Holti og Borgargirðingunni. Girðingarnar verða smalaðar föstudaginn 30. desember, n.k. kl. 11:00. Allir sem eiga hesta í girðingunum eru beðnir að mæta stundvíslega og taka þátt í smöluninni Beitarnefnd Skugga Skrifað af Kristján Gíslason 16.12.2011 15:32Frá beitarnefnd SkuggaEitthvað er farið að bera á því að hross í beitarhólfum á vegum Skugga eru farin að leggja af. Eigendur eru beðnir að fylgjast vel með sínum hrossum og taka á hús þau hross svo er ástatt um, eða koma þeim á gjöf með öðrum hætti. Beitarnefnd mun fylgja því eftir að hross í aflögn verði tekin úr beitarhólfunum . Eigendur hafi samband við Ólaf Þorgeirsson í síma 899-6179 varðandi hross í Holti og Andrés Jóhannsson í síma 860-9030 varðandi hross í Borgargirðingunni. Hrossin verða rekin saman á upp úr hádegi sunnudaginn 18. desember, n.k. Skrifað af Kristján Gíslason 07.12.2011 23:04Folaldasýning - úrslitAf vef Faxaborgar. Ekki var raðað í sæti fyrir utan 1. sæti. Úrslit urðu þessi. Hryssur: 1. sæti Hrafnhetta frá Innri-Skeljabrekku IS2011235610 brúnskjótt/höttótt Móðir: Nánd frá Miðsitju. Faðir: Álfur frá Selfossi. Ræktandi og eigandi: Þorvaldur Jónsson 2.-4. sæti Brynja frá Oddsstöðum 1 IS2011235715 grá/rauð stjörnótt Móðir: Brák frá Oddsstöðum 1 Faðir: Krákur frá Blesastöðum 1A Ræktandi og eigandi: Sigurður Oddur Ragnarsson Fluga frá Einhamri IS2011235260 brún Móðir: Freyja frá Litla-Kambi Faðir: Krákur frá Blesastöðum 1A Ræktendur og eigendur: Sif Ólafsdóttir og Hjörleifur Jónsson Gloría frá Kópareykjum rauð Móðir: Gleði frá Kópareykjum Faðir: Glymur frá Skeljabrekku Ræktendur og eigendur: Jón Eyjólfsson og Rebecca Dorn Hestar: 1. sæti Sigurberg frá Eiðisvatni IS2011135289 jarpur Móðir: Daladís frá Eiðisvatni Faðir: Heimur frá Votmúla 1 Ræktendur og eigendur: Ása Hólmarsdóttir og Hólmar Pálsson 2.-3. sæti Frakkur frá Ferjukoti IS 2011136553 rauðblesóttur Móðir: Gná frá Skáney Faðir: Asi frá Lundum Ræktandi og eigandi: Heiða Dís Fjeldsted Fálki frá Innri-Skeljabrekku IS2011135612 brúnstjörnóttur Móðir: Brá frá Innri-Skeljabrekku Faðir: Dynjandi frá Innri-Skeljabrekku Ræktandi og eigandi: Þorvaldur Jónsson Áhorfendur völdu svo fallegast folaldið að þeirra mati. Sigurvegari: Fluga frá Einhamri IS2011235260 brún Móðir: Freyja frá Litla-Kambi Faðir: Krákur frá Blesastöðum 1A Ræktendur og eigendur: Sif Ólafsdóttir og Hjörleifur Jónsson Eigendum og ræktendum allra folalda á sýningunni er þakkað kærlega fyrir þátttökuna. Skrifað af Kristján Gíslason 05.12.2011 14:30Ráðstefna um dómaramálÞriðjudaginn 6. desember verður haldin opin ráðstefna um dómaramál. Ráðstefnan verður haldin í félagsheimili Fáks og hefst kl. 19:00 - 22:00 Fjölbreitt framsöguerindi en flutningsmenn verða í þessari röð: 1. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur 2. Pjetur Pjetursson, stjórnarmaður og formaður fræðslunefndar í HIDI 3. Sigurbjörn Bárðarson, formaður fræðslunefndar GDLH 4. Olil Amble, keppnisknapi 5. Lárus Ástmar Hannesson formaður GDLH Að loknum framsöguerindum verða umræður. Umsjón með ráðstefnunni hefur Landbúnaðarháskóli Íslands. Allir hjartanlega velkomnir! ------------------ Nánari upplýsingar veitir Lárus Hannesson, s: 8980548 Skrifað af Kristján Gíslason 02.12.2011 17:34FolaldasýningFolaldasýning verður kl. 14:00 í Faxaborg sunnudaginn 4. des. 2012. Skrifað af Kristján Gíslason
Flettingar í dag: 435 Gestir í dag: 95 Flettingar í gær: 291 Gestir í gær: 50 Samtals flettingar: 1569057 Samtals gestir: 181109 Tölur uppfærðar: 20.4.2018 14:32:46 |
clockhere Eldra efni
Tenglar |
© 2018 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is