Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2012 Janúar

31.01.2012 13:00

KB - Fjórgangur

KB mótaröðin

4. febrúar - fjórgangur

Liðakeppni (lágmark 3 í liði - opin keppni)

Einstaklingskeppni (opin keppni)

Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur, 1.flokkur, 2.flokkur

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 fimmtudaginn 2. feb. á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com eða í s. 691-0280 eða 699-6116.  Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, upp á hvor höndina er riðið, nafn knapa, is númer hests. Auk þess þarf að koma fram fyrir hvaða lið keppt er ef keppt er fyrir lið.

Skráningargjald er 2000.kr fyrir opinn flokk, 1flokk og 2.flokk (2.fl. 20 keppnir eða minna) og ungmenni. (1.000 kr.fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0354-26-001688 kt.481079-0399  í síðasta lagi fimmtudaginn 2. feb. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.  Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.   Öll mótin hefjast kl.12:00.

Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum

Stíupláss til leigu (petursum@hotmail.com eða s.895-1748)

Mót vetrarins:

4.febrúar -   fjórgangur

25.febrúar -   tölt

18.mars  -   fimmgangur/T2/T7 f.börn


                                                              

Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.

30.01.2012 09:19

Guðmar Þór í Faxaborg

Sýnikennsla Guðmars Þórs Péturssonar verður kl. 20:00 í Faxaborg í kvöld mánudaginn 30. janúar.
Aðgangseyrir 1.000 fyrir 16 ára og eldri.  Frítt fyrir 15 ára og yngri.
 
f.h. Seláss ehf.
 
Ingi Tryggvason

25.01.2012 22:24

Hestadagar í Reykjavík

Nú er búið að ákveða dagsetningar fyrir Hestadaga í Reykjavík. Verða þeir haldnir dagana 29. mars - 1. apríl í vor. Kynnið ykkur auglýsinguna sem fylgir  

Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði þetta árið. Fimmtudag og föstudag verður farið í   reiðtúra, borðuð kjötsúpa, horft á tískusýningu, hrossaræktarbú heimsótt og horft á flotta gæðinga á lokakvöldi Meistaradeildar í hestaíþróttum í Ölfushöll.


25.01.2012 15:54

Skemmtiferð

Ágætu félagar 
Hestamannafélagið Skuggi stendur fyrir skemmtiferð á Snæfellsnes laugardaginn 11. febrúar næstkomandi. 
Lagt verður af stað með rútu frá Hyrnunni í Borgarnesi kl. 9:30 og er áætluð heimkoma kl. 17:30. 
Þátttökugjald er kr. 2.000,- á mann, sem greiðist við upphaf ferðar. 

Byrjað verður á heimsókn í hesthúsið og reiðhöllina að Bergi í Eyrarsveit, þar sem Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson búa og reka myndarlegt hrossaræktarbú og munu þau sýna okkur nokkur af ræktunarhrossum sínum. Án efa verða í þeim hópi einhver afkvæma Hríslu frá Naustum, en hún er m.a. móðir þeirra Ugga (8,24-8,79-8,57), Sporðar (8,18-8,28-8,24), Skriðu (8,13-8,43-8,31) og Haka (8,16-8,01-8,07), sem öll eru frá Bergi. 

Því næst verður stoppað í félagsheimili hesteigendafélags Grundarfjarðar, þar sem heimamenn með Ingibjörgu Sigurðardóttur, Bibbu, í broddi fylkingar, taka á móti okkur með kaffi og meðlæti eins og Grundfirðingum er svo lagið. Ef tími er til verður kíkt í hesthús í Grundarfirði eða í reiðhöll hestamannafélagsins Snæfellings. 

Síðasta stopp verður svo sunnan fjalls, hjá Gunnari Sturlusyni óðalsbónda í Hrísdal í Eyja- og Miklaholtshreppi, en hann mun sýna okkur aðstöðuna og hrossin hjá Hrísdalshestum sf, ásamt þeim Ásdísi Sigurðardóttur og Siguroddi Péturssyni sem starfa á búinu. Þar verður hægt að kynnast þeirri starfsemi sem Hrísdalshestar bjóða uppá og skoða glæsilegt 32 hesta hesthús ásamt reiðhöll. 
  
Skráning í þessa ómissandi ferð er hjá Jökli Helgasyni í síma 864-6006 eða á netfangið jokull73@simnet.is  eða hjá Halldóri Sigurðssyni í síma 892-3044 og er skráningarfrestur til laugardagsins 4. febrúar næstkomandi.  
Allir velkomnir. 
  
F.h. kynbótanefndar/skemmtinefndar (hinnar gömlu); 
Jökull Helgason og Halldór Sigurðsson 

25.01.2012 14:59

Sýnikennslu frestað

Sýnikennslu Guðmars Þórs Péturssonar sem vera átti í Faxaborg í kvöld miðvikudag 25/1 2012 hefur verið frestað vegna veðurútlits.

Sýnikennslan verður mánudaginn 30. janúar 2012 kl. 20:00.

19.01.2012 22:06

Guðmar Þór í Faxaborg

Guðmar Þór Pétursson tamningamaður með meiru verður með sýnikennslu í Faxaborg miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00.

Guðmar Þór þarf ekki að kynna fyrir hestamönnum og hann er nú orðinn ,,borgfirðingur" með aðstöðu að Staðarhúsum.

Aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir 15 ára og yngri.

Stjórn Seláss ehf.

17.01.2012 22:11

Frá framhaldsaðalfundi

Framhaldsaðalfundur Skugga var haldinn fyrr í kvöld, á dagskrá var m.a. kosningar til stjórnar og í allar nefndir í samræmi við lög félagsins. Listi yfir þá sem kjörnir voru til nefndarstarfa fyrir félagið birtist hér bráðlega en nýr formaður stjórnar er Stefán Logi Haraldsson. Aðrir í aðalstjórn eru Arnar Már Gíslason, Jón Guðjónsson, Reynir Magnússon og Helga Björk Þorsteinsdóttir. 

16.01.2012 16:01

Vesturlandssýning 24. mars

Ákveðið hefur verið að halda sýningu í Faxaborg í mars, s.k. Vesturlandssýningu. Auglýsingu um þennar stórviðburð er að finna hérna undir. 

12.01.2012 21:50

Námskeið í Söðulsholti

4 pláss laus á reiðnámskeiðið með Sölva!!!!

Reiðnámskeið helgina 28-29 Jan. Kennari verður Sölvi Sigurðsson, en hann hefur m,a stundað reiðkennslu við Háskólann á Hólum.

Kennt verður í einkatímum 20 mín tvisvar á dag og mælt er með að fólk fylgist með hinum meðan á kennslu stendur. Helgin kostar 18.000 á mann og innfalið er geymsla fyrir hrossið, kaffi og kökur en viljum biðja fólk um að taka með sér nesti í hádegismat, einnig er hægt að fá nýta eldunaraðstöðuna sem er til staðar. Skráning og nánari upplýsingar í 8995625 eða sodulsholt@sodulsholt.is 

12.01.2012 21:49

Hestadómarinn

Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH, í samstarfi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn. 
  
Nám þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir starfandi íþrótta- og gæðingadómara og fólk sem hyggst gerast dómarar en getur einnig nýst víðum hópi áhugasamra hestamanna. Námskeiðið er tilvalið fyrir starfandi dómara til að dýpka þekkingu sína á hestinum og eflast í sínum störfum. Þeir sem hafa hug á að ná sér í dómararéttindi seinna meir fá þarna góðan grunn. Ræktendur fá innsýn í hvað og hvernig hestar eru metnir og einnig er gott að öðlast þekkingu á dómstörfum til að geta metið sína eigin hesta eða aðstoðað keppnisknapa. Þannig á þetta námskeið á að nýtast breytum hópi fólks. 
Námskeiðið er röð af fjórum helgarnámskeiðum. Námið er sambland af staðarnámi og fjarnámi - nemendur fá verkefni til að vinna á milli helga. Rauði þráðurinn í gegnum allt námskeiðið verður þjálfun í dómum hverrar gangtegundar. Mikilvæg atriði verða samhliða tekin fyrir með fyrirlestrum og sýnikennslum, þau eru meðal annars:
  • Saga keppnisgreina og saga reiðmennskunnar
  • Dómkvarðar sem hafðir eru að leiðarljósi við dóma á hrossum í íþrótta- og gæðingakeppni.
  • Gangtegundir íslenska hestsins - fagurfræði gangtegundanna
  • Hugtakanotkun við mat á hrossum
  • Þjálfunarfræði og hreyfingafræði
  • Bygging hesta og tengsl við virkni í reið - líkamsbeiting hestsins
  • Atferlisfræði
  • Áseta og stjórnun
  • Taumsamband, höfuðburður og reising - Beislabúnaður og notkun hans
Kennarar koma frá fræðslunefndum Íþrótta- og Gæðingadómarafélaganna auk þess sem Mette Mannseth reiðkennari og knapi, Benedikt Líndal tamningameistari, Gunnar Reynisson kennari við LbhÍ og Lárus Ástmar Hannesson gæðingadómari,munu koma að kennslunni.   
  
Námskeiðið verður keyrt samhliða námskeiði fyrir keppnisknapa og nokkuð verður um sameiginleigar kennslu- og æfingastundir þessara tveggja námskeiðshópa (með fyrirvara um breytingar). 
  
Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-18. mars, 30.-31. mars og 28. apríl. Tími frá 15:00-20:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga og einn sunnudag frá 10:00-15:00 (72 kennslustundir). Valfrjáls æfingdagur verður í tengslum við mót 28. apríl. 
  
Verð: 86.000.-  (Kennsla, gögn, veitingar) 
 Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu gisting@lbhi.is (Lárus Ingibergs.) 
  
Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. 
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 20.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is 
  
Yfirlit námskeið má sjá á www.lbhi.is/namskeid 
  
....................................... 
  
Upplýsingar um námið veitir Lárus Ástmar Hannesson s: 8980548 - larusha@simnet.is

10.01.2012 13:49

Frestun framhaldsaðalfundar

Ágætu Skugga-félagar!

Frestun á framhalds-aðalfundi Hmf. Skugga;

Í ljósi færðar og veðurspár hefur verið ákveðið að fresta, um eina viku, boðuðum framhalds-aðalfundi Hmf. Skugga, sem vera átti í kvöld, 10. janúar kl. 20:00!

Fundurinn er því hér með boðaður á sama stað (Félagsheimilinu Vindási), þriðjudaginn 17. janúar, n.k., kl. 20:00!  

Stjórn Hestamannafélagsins Skugga

09.01.2012 15:00

Opið hús að Staðarhúsum


Tamningastöðin á Staðarhúsum í Borgarfirði mun standa fyrir opnu húsi laugardaginn 14. janúar kl. 17.

Guðmar Þór Pétursson eigandi Staðarhúsa og starfsmenn, þau Linda Rún Pétursdóttir og Sigvaldi Lárus Guðmundsson verða með sýnikennslu.
 
Boðið verður upp á hressingu og skemmtiatriði. Allir velkomnir.
(Tekið af vef Eiðfaxa.)

06.01.2012 22:22

Hestatengd námskeið LBHÍ

Tvö námskeið eru komin á skrá fyrir almenning á vormánuðum 2012 í Borgarfirði - sjá neðar. Minnum á að það borgar sig að skrá sig tímanlega.

 

Járning og hófhirða I

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.      

                   

Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

 

Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.

Tími: Lau. 14. jan., kl. 10:00-18:00 og sun. 15. jan., kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.

 

Verð: 22.900kr. (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is eða s: 433 5000 - æskilegt er að skrá sig fyrir 8. janúar.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5200 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590.

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda - www.bondi.is

 

Þjálfun reiðhestsins! - tveggja helga námskeið ;-)

Námskeið fyrir hestafólk sem vill bæta sig og sinn reiðhest.

 

Í upphafi vetrar er hugað að því að leggja stöðugan og góðan grunn sem hægt er að byggja ofaná með áframhaldandi þjálfun. Grunnatriði eins og að áseta og ábendingar séu réttar og virkar, að hesturinn sé jafn og samspora, að hann sé í jafnvægi, andlega og líkamlega og að sátt sé um taumsamband. Eftir þetta tveggja helga námskeið eiga nemendur að vera með vel skilgreint markmið fyrir hvern hest og þjálfun miðuð við það. Farið er yfir hvernig hinar ýmsu hlýðniæfingar sem ætlaðar eru til að mýkja og styrkja hestinn eru að lokum nýttar til þess að laga hestinn að markmiðinu.

 

Kennslufyrirkomulagið byggir í bland á einkatímum, hópatímum, sýnikennslu og fyrirlestrum. Lögð er mikil áhersla á verklega heimavinnu á milli helga. Þegar kennt er í einka- eða hópatímum þurfa aðrir nemendur að kunna að nýta sér það með því að fylgjast með öðrum. Í fyrsta lagi sér maður oft spegilmynd af eigin vandamálum og iðulega sjáum við það sem við ekki finnum þegar við ríðum sjálf. Í öðru lagi fáum við að sjá vinnubrögð og heyra leiðbeiningar oftar endurtekin og í þriðja lagi sjáum við og upplifum hvernig á að takast á við viðfangsefni eða vandamál sem aðrir hesta hafa en manns eigin.

 

Fyrri helgi - Grunnur lagður:

Í upphafi verða einkatímar þar sem farið er í gegnum hvern hest fyrir sig og áttað sig á hvar áherslur skulu lagðar. Að degi loknum verður sameiginlegur fyrirlestur og/eða sýnikennsla.  Seinni daginn verða tveir reiðtímar þar sem tveir vinna í einu.

 

Farið yfir nokkra þætti, s.s.

o Taumsamband. Að fá hestinn til að samþykja létt taumsamband og að hann bregðist við taumábendingum með léttleika og án spennu.

o Jafnvægi. Að hesturinn haldi jafnvægi án áreitis frá knapa.

o Áseta.

o Fótábendingar. Að hesturinn bregðist við fótábendingum með léttleika og án spennu.

o Stjórn á yfirlínu. Að knapi geti haft áhrif á reisingu og höfuðburð hestsins.   

o Náð stjórn á hraða.

 

Seinni helgi - Auknar áherslur á markmiðið:

Fyrri dag ríða tveir og tveir í hóp, tveir reiðtímar per knapa. Seinni dag einkatími þar sem farið verður í lokamarkmiðið, t.d. riðið prógram á hringvelli eða beinni braut.

 

o Upprifjun og einstök vandamál. Farið yfir hvernig hefur tekist til við þjálfun frá síðustu helgi.

o Auknar kröfur um jafnvægi á gangtegundum - söfnun og mýkt.

o Bætt samspil taum- og fótábendinga.

o Hesturinn stilltur inn á markmiðið - Aukin krafa um afköst á gangi, viðbragðsflýti og aukna orku í hreyfingum

 

Kennari: Ísólfur Líndal Þórisson, reiðkennari.

Staðsetning: Hestamiðstöð LbhÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði

Tími:  11.-12. feb. og 3.-4. mars kl. 09:00 - 19:00 (48 kennslustundir) Skráningar berist fyrir 28. janúar!

Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Verð: 52.500.- Innifalið er kennsla, léttur hádegisverður og aðstaða fyrir hross viðkomandi helgi.

Hafi viðkomandi áhuga á gistingu má hafa samband við Lárus Ingibergsson húsvörð hjá LbhÍ en víða má einnig finna gistiaðstöðu í Borgarfirði.

 

Skráning: endurmenntun@lbhi.is   eða í síma 433 5000

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 9.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590.  Kvittun með skýringu send á endurmenntun@lbhi.is

  

 

Yfirlit yfir öll námskeið á vorönn 2012 er á www.lbhi.is/namskeid - kynnið ykkur málið.

 

Kveðja

 

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

 

Endurmenntun LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands / Agricultural University of Iceland

tel: 433 5000 - e-mail: endurmenntun@lbhi.is   

www.lbhi.is/namskeid

www.facebook.com/namskeid

  • 1
Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21