Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2012 Febrúar

26.02.2012 22:30

Staðan í KB liðakeppninni

Nú er mótanefnd búin að taka saman stigin að loknum tveimur mótum. Skjalið má nálgast undir "fréttabr. og skjöl". Það er mikil spenna framundan á síðasta mótinu - allt getur gerst. Eins má nálgast stöðuna í einstaklingskeppninni á sama stað.  

26.02.2012 00:49

KB tölt - forkeppni

Núna eru niðurstöður úr forkeppni töltkeppni KB mótaraðar í Faxaborg 25.2. 2012  aðgengilegar undir "Fréttabr. og skjöl". 

25.02.2012 21:27

KB tölt - úrslit

Þá er töltmótinu lokið og gekk allt hratt og vel fyrir sig. Fæ vonandi einhverjar myndir til birtingar fljótlega en hér eru úrslitin. Niðurstöður úr forkeppnum birtast fljótlega. 

24.02.2012 21:34

Forkeppni fjórgangs KB

Áhugasamir geta nálgast úrslitin úr forkeppninni í 4 - gangi frá því fyrr í þessum mánuði undir "Fréttabr. og skjöl"

Þarna koma svo í framtíðinni forkeppnir næstu móta. 

24.02.2012 18:14

KB tölt - ráslisti

Þá er ráslistinn tilbúinn. Knapar eru hvattir til að kynna sér hann vel því miklu skiptir að ekki verði tafir hjá knöpum. Listinn er á pdf formati. 

24.02.2012 16:13

Um KB töltið

Núna liggja fyrir helstu útlínur mótsins á morgun. Það byrjar kl. 11 stundvíslega og eru keppnisgreinar í eftirfarandi röð:
Unglingar (10) - ungmenni (9) - 1. flokkur (21) - 2. flokkur (11) - opinn flokkur (17) - börn - B úrslit í 1. flokki - Hlé. 
Eftir hlé eru A úrslit riðin í þessari röð: 
Börn - unglingar - umgmenni - 2. flokkur - 1. flokkur - opinn flokkur. 

Ráslistar eru í lokavinnslu og birtast er líður á daginn/kvöldið.

21.02.2012 23:19

Töltmótið í Faxaborg

25.febrúar     Tölt

Liðakeppni (lágmark 3 í liði - opin keppni)

Einstaklingskeppni (opin keppni)

Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur, 1.flokkur, 2.flokkur

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 22. feb. á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com eða í s. 691-0280 eða 699-6116.  Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, upp á hvor höndina er riðið, kennitala knapa, nafn knapa, is númer hests. Auk þess þarf að koma fram fyrir hvaða lið keppt er ef keppt er fyrir lið.

Skráningargjald er 2000.kr fyrir opinn flokk, 1flokk og 2.flokk (2.fl. 20 keppnir eða minna) og ungmenni. (1.000 kr.fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt.481079-0399  í síðasta lagi fimmtudaginn 23. feb. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.  Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.   Öll mótin hefjast kl.11:00.

Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum

Stíupláss til leigu (petursum@hotmail.com eða s.895-1748)

Mót vetrarins:

4.febrúar -   fjórgangur

25.febrúar -   tölt

18.mars  -   fimmgangur/T2/T7 f.börn

21.02.2012 17:16

KB - tölt, skráningar

Minnt er á það að frestur til skráningar á Tölt KB mótaraðarinnar n.k. laugardag rennur úr kl. 22 annaðkvöld, miðvikudagskvöldið 22. febrúar. Auglýsingin með öllum nauðsynlegum upplýsingum er í frétt hér neðar. Liðstjórar eru hvattir til að tryggja það að skráning berist innan tímafrests svo dýrmæt stig glatist ekki.  

16.02.2012 22:26

KB mótaröðin - tölt

Töltkeppni KB mótaraðarinnar verður laugardaginn 25. febrúar líkt og áður hefur komið fram og byrjar kl. 11. Endilega skoðið auglýsinguna frá mótanefndinni en sérstök athygli er vakin á því að skráningum þarf að vera lokið kl. 22 á miðvikudag. Er það gert til þess að allt geti verið klárt og tilbúið á föstudag. 

16.02.2012 22:12

Námskeið á vegum Skugga

Reiðnámskeið fyrir börn :

Heiða Dís Fjeldsted reiðkennari, verður með  reiðnámskeið fyrir börn/ unglinga sem hefst í mars og verður fram í maí. Kennt verður í Faxaborg 6 -8 skipti hálfsmánaðarlega. 

Verð fyrir námskeiðið er  3000 krónur.

         Skráning og upplýsingar hjá Auði Ástu í síma 6991779 eða netfang  dila@simnet.is

 

Keppnisnámskeið fyrir börn og unglinga.

Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari byrjar með keppnisnámskeið mánudaginn 20 febrúar næstkomandi. Þetta námskeið er fyrir þá krakka og unglinga sem vilja bæta sig í keppni og sýningum.Kennt verður hálfsmánaðarlega fram að gæðingamóti og úrtöku fyrir landsmót.

Verð fyrir þetta námskeið er 8000kr .

Skráningar þurfa að berast fyrir sunnudagskvöld 19 febrúar næstkomandi til

Rúnars í síma 6175331 eða netfang runarkarl@visir.is

Auður Ásta í síma 6991779 eða netfang dila@simnet.is

Æskulýðsnefnd Skugga.

14.02.2012 15:54

Frá Æskulýðsnefnd

Ferð á Meistaradeildina (tölt) í Ölfushöllin

Fimmtudaginn 23 febrúar.

Þessi ferð er fyrir börn/unglinga og foreldra/forráðamenn þeirra.

Lagt verður af stað með rútu frá Hyrnunni kl 16:30 og ekið sem leið liggur austur í Ölfushöll.Ekkert stopp á leiðinni og  ráðgert að verða komin þangað rúmum klukkutíma fyrir sýningu.Einhver veitingarsala er á staðnum en gott er að vera með smá nesti líka. Áætluð heimkoma er um miðnætti .

Kostnaður við ferð þessa er 2000 kr á mann og 1000 kr fyrir 12 ára og yngri.(Miðinn á mótið og rútuferð)

Tilkynna þarf þátttöku í allar síðasta lagi fyrir mánudagskvöldið 20 febrúar.

dila@simnet.is  eða síma 6991779 Auður Ásta,

hraunholt@simnet.is eða í síma 8977113 Ásberg,

(Sjálfsagt er að fylla rútuna og er því öðrum félagsmönnum velkomið að hafa samband 

09.02.2012 20:24

Folaldsýning í Söðulsholti

Laugardaginn 18.Febrúar kl. 13.00 ætlum við í Söðulsholti í samstarfi við Snæfelling að vera með folaldasýningu í Söðulsholti.. Hver skráning kostar 1000 kr, hægt er að skrá hjá Einari í síma 8993314 eða hafa samband á einar@sodulsholt.is.
Sýningin er opin öllum. Gefa þarf upp nafn,lit, fæðingarstað,föður, móðir, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum. Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að reyna stilla fjöldanum í hóf og að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld. Skráningargjald greiðist inn á 0354-26-4027 og kt 540999-2019. Síðasti skráningardagur er fimmtudaginn 16.Febrúar.

Aðgangseyrir er 1000 kr og innifalið í því eru kaffiveitingar, frítt fyrir 12 ára og yngri og auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta;)

08.02.2012 20:48

Bleika töltmótið

Auglýsing frá Fákskonum

Nú er komið að því þann 19. Febrúar munum við Fáks konur halda í annað sinn Bleika tölt mótið til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands, við færðum Krabbameinsfélaginu 500.000 þúsund í fyrra og langar að gera enn betur í ár mótið verður hið glæsilegasta vegleg verðlaun verða í boði, við bjóðum upp á 4 flokka aldurstakmark er 17 ára.  

Með fyrirfram þökk
Drífa Dan, Auður Möller og Laufey
Gsm:893-3559

08.02.2012 15:20

Ferðin á Snæfellsnes

Ágætu félagar
Við minnum á ferð hestamannafélagsins Skugga vestur á Snæfellsnes n.k. laugardag 11. febrúar n.k.
Lagt verður af stað með rútu frá Hyrnunni kl. 9:30 á laugardagsmorgun og komið heim til baka kl. 17:30.
Byrjað verður á heimsókn að Bergi í Eyrarsveit, því næst stoppað í Grundarfirði og að endingu sunnan fjalls, í Hrísdal í Eyja- og Miklaholtshreppi.
Þátttökugjald er kr. 2.000,- á mann, sem greiðist við upphaf ferðar.

Skráning í þessa ferð er hjá Jökli Helgasyni í síma 864-6006 eða á netfangið jokull73@simnet.is eða hjá Halldóri Sigurðssyni í síma 892-3044 og er skráningarfrestur til laugardagsins 4. febrúar næstkomandi. Allir velkomnir.

F.h. kynbótanefndar/skemmtinefndar;
Jökull Helgason og Halldór Sigurðsson

07.02.2012 21:34

Stjórn og nefndir 2012

Nú er komin út listi um hvernig stjórn og nefndir eru skipaðar hjá okkur þetta árið. Listinn er hérna á pdf formi en verður síðan aðgengilegur undir "Stjórn og nefndir"
Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21