Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2012 Mars

30.03.2012 16:33

Rauðanesfjörur

Rauðanesferðin!! Ath. uppfært 2.apríl kl. 23:53

Hin árlega ferð á Rauðanesfjöru verður farin á Föstudaginn langa. 

Lagt verður af stað kl. 9:30 (háfjara er um kl. 12:30) 

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að stilla hestafjölda í hóf og athuga að ferðin er ekki hugsuð fyrir unga krakka.                                                          

Takið með ykkur góða skapið.

 Allir velkomnir

Ferðanefnd Skugga 25.03.2012 22:30

Vesturlandssýningin

Þá er lokið stórgóðri sýningu vestlendskra hestamanna sem haldin var í Faxaborg í gær. Troðfullt var á pöllum og urðu einhverjir því miður frá að hverfa. Fjölmörg atriði voru á sýningunni en framkvæmd hennar gekk vel, engar tafir utan smávegis í kjölfar óhapps sem átti sér stað í dekkjarallýinu en einn knapinn fótbrotnaði því miður. Þétt og góð dagskrá. Eiga forsvarsmenn sýningarinnar mikið hrós skilið. Fram kom á sýningunni að Magnús gæðakokkur hefði gefið Faxaborg hljóðkerfi sem þarna var tekið í notkun og var mikill munur á hljóðgæðum frá því sem verið hefur. Flott framtak hjá Magnúsi. Myndin sem fylgir hér er tekin af barnahópnum frá Skugga en hann var með góða sýningu. 

  
Verðlaun voru einnig veitt á sýningunni fyrir stigahæstu knapa og lið í KB mótaröðinni. Er hér mynd af verðlaunahöfum. 


22.03.2012 14:45

Vesturlandssýning - sýningarskrá

Nú hafa stjórn Vesturlandssýningar í Faxaborg n.k. laugardagskvöld birt sýningarskrána. Eru fjölda mörg atriði á dagskrá,  hvert öðru forvitnilegra en sjón er sögu ríkari - munið forsöluna. 

19.03.2012 15:47

KB mótið - úrslit

Nú er búið að vinna skrá yfir öll úrslit í T7, T2 og fimmgangi. Hana er að finna hér. Eins undir "fréttabr. og skjöl"

19.03.2012 15:42

Vesturlandssýning

VESTURLANDSSÝNING

Í FAXABORG

Borgarnesi

laugardaginn 24. mars 2012 kl. 20:00

verð: 1.500 fyrir 15 ára og eldri

www.faxaborg.is

Auglýsing frá sýningarstjórn með meiri upplýsingum 

 Þar kemur m.a. fram hvernig kaupa á miða í forsölu. 


18.03.2012 23:09

Síðasta KB mótið

Mótið byrjaði um kl. 11 í dag og var búið rúmlega 18, semsagt heilmikil törn. Fljótlega koma inn upplýsingar um niðurstöður keppnisgreina en verið er að vinna þær.

Myndin hérna að neðan er af verðlauanhöfum í A úrslitum 1. flokks í fimmgangi.


17.03.2012 22:07

Dagskráin 18.3. í Faxaborg

Eins og áður hefur kmið fram þá byrjar mótið kl. 11 í fyrramálið. Skv. áætlun mótanefndar er röð atriða sem hér segir:

Forkeppni í T7 Börn, Unglingar Ungmenni og 2 Flokkur
Forkeppni í T2 21árs og yngri, 1 flokkur og opinn flokkur
Forkeppni í Fimmgang 1 flokkur og opinn flokkur 
B-úrslit í fimmgang 1 flokkur
Hlé 20 mín
Úrslit riðin í sömu röð og forkeppni

17.03.2012 19:01

KB mótaröðin - ráslistar

Nú eru allir ráslistarnir tilbúnir - Mótið hefst skv. auglýsingu kl. 11 í fyrramálið. 

15.03.2012 23:25

Mótið 18.mars - Skráðir þátttakendur

Hérna er að finna skrá yfir skráða þátttakendur í T7 á mótinu á sunnudaginn. Eins er hérna að finna skrá yfir þá sem skráðir eru til leiks í T2 í flokki yngri en 21. árs. Endilega látið vita ef ranglega er skráð eða einhverja skráningu vantar, ekki er hægt að útiloka að eitthvað kunni að hafa fallið niður. Hins vegar munu ráslistar varla liggja fyrir fyrr en síðla á laugardag. Þá ættu allir listarnir að vera komnir inn - gott að fá athugasemdir á kristgis@simnet.is 

15.03.2012 16:41

Vesturlandssýning í Faxaborg

VESTURLANDSSÝNING

Í FAXABORG

Borgarnesi

laugardaginn 24. mars 2011 kl. 20:00

verð: 1.500 fyrir 15 ára og eldri

www.faxaborg.is

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar.

Nú styttist í Vesturlandssýningu og er undirbúningur í fullum gangi. Dagskráin er þétt og mikil og góð þátttaka á meðal hestamanna á Vesturlandi.

Endanleg dagskrá verður auglýst á allra næstu dögum en hún spannar á milli 20-25 atriði.

Þar má helst nefna börn, unglinga, A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, skeið, kynbótahross, ræktunarbú og afkvæmasýningar.

Einnig verða á sýningunni eftirtalin atriði:  Menntaskóli Borgarfjarðar, Dívurnar úr Húnaþingi, dekkjarallý, Félag tamningamanna, fimleikar, vestlenskar heimasætur,  svo eitthvað sé nefnt.

14.03.2012 21:35

Frá mótanefnd - breyting

Það verður boðið upp á T7 (frjáls ferð, hægt tölt og áseta og stjórnun dæmt) í Barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki og 2.flokki.
Þeir sem eru í 2.flokki og vilja taka þátt í T2 (slaktaumatölti) geta farið í T2 í 1 flokk og síðan verður boðið uppá T2 fyrir 21 árs og yngri. Knapi má fara með sama hest í allar greinar.

Keppnisgreinar og flokkar á mótinu á sunnudaginn eru því sem hér segir: 

T7 í barna,unglinga,ungmenna og 2 flokk
T2 í 21 árs og yngri, 1 flokk og opinn flokkur
Fimmgangur - 1.flokkur og opinn flokkur

12.03.2012 20:03

Guðmar Þór í Staðarhúsum

Guðmar Þór Pétursson mætir aftur á klakann.

Helgina 30.mars-1.apríl, n.k., býður Guðmar Þór upp á reiðnámskeið að Staðarhúsum í Borgarfirði. Boðið verður uppá einkatíma og paratíma. Námskeiðið mun byrja á sýnikennslu á föstudagskvöldið.

Upplýsingar og skáning í tölvupósti  gudmar@gudmar.com eða í síma 8924050


12.03.2012 08:19

KB mót - 5g og T2/T7

3. mót KB mótaraðarinnar  sunnudaginn 18 mars í Faxaborg Borgarnesi.

Mótið er öllum opið og hefst keppni  stundvíslega kl. 11.00

Keppt verður í Slaktaumatölti í öllum flokkum (frjáls ferð, hægt tölt, snúið við og taumur gefinn), en T7 í barnaflokk (frjáls ferð, hægt tölt, áseta og stjórnun dæmt).

Einnig er keppt í fimmgangi í 1 flokk og opnum flokk.

 Dagskrá;

Hefst á forkeppni í slaktaumatölti í þessari röð,

Barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2 flokkur, 1 flokkur og opinn flokkur og síðan 1 flokkur og opinn flokkur í fimmgang.

Hlé í 20 mín.

Úrslit riðin í sömu röð og forkeppni.

Skráningar þurfa að berast á netföngin hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com, eða í símum 6910280/699 6116 fyrir kl. 23.00  miðvikudagskvöldið 14 mars.  Eftirtalið þarf að koma fram, nafn knapa og kennitala, IS númer hests, upp á hvora hönd er riðið, hvaða flokk og fyrir hvaða lið er keppt ef viðkomandi er í liði,  skráningargjald er 2000 kr en 1000 kr  fyrir annan hest og börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt;481079-0399 og kvittun sendist á netfangið helga.bjork@simnet.is  þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga, greiðist í síðasta lagi fimmtudaginn 15 mars annars er viðkomandi ekki settur á ráslista.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að almennar reglur um fóta- og beislabúnað gilda.

Þetta er lokamótið og mikið verður um verðlaunaafhendingar, því til mikils að vinna þar sem úrslit ráðast ekki fyrr en á lokamínútu um hver ber sigur af hólmi í einstaklings og liðakeppninni.

Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum.

Stíupláss til leigu pantanir berist  petursum@hotmail.com  eða 8951748.

Vonumst til að sjá sem flesta

Mótanefnd Faxa og Skugga

10.03.2012 12:00

Vesturlandssýning 2012

Nú er undirbúningur fyrir Vesturlandssýninguna í fullum gangi og dagskráin að verða fullmótuð. Mörg ræktunarbú eru komin á blað ásamt skemmtiatriðum og góðum gestum. Ennþá er verið að skoða og velja hross í eftirfarandi atriði:

Kynbótahross:
4 vetra hryssur

4 vetra folar

5 vetra hryssur

5 vetra folar

6 vetra og eldri hryssur

Vestlenskir stóðhestar

Stóðhestar í notkun á Vesturlandi 2012

A flokkur gæðinga 
B flokkur gæðinga 
Skeiðhestar

 

Sýningin verður haldin þann 24. mars næstkomandi í Faxaborg, Borganesi. Endilega hafið samband við neðangreinda ef þið eigið hross sem gætu átt erindi á sýninguna og eins ef þið hafið ábendingar.

Eyþór Jón Gíslason, brekkuhvammur10@simnet.is, gsm:             898-1251      
Svala Svavarsdóttir, budardalur@simnet.is, gsm:             861-4466      

 

Einnig er hægt að hafa samband við eftirfarandi aðila: 
Ámundi Sigurðsson, amundi@isl.is, gsm             892 5678      

Baldur Björnsson, baldur@vesturland.is, gsm             895 4936      

Stefán Ármannsson, stefan@hroar.is, gsm             897 5194       (aðallega varðandi kynbótahross)


(af heimasíðu Glaðs, gladur.is) 

10.03.2012 11:33

Landsmót UMFÍ - 50+

UMFÍ heldur 2. landsmót sitt fyrir 50+ í Mosfellsbæ dagana 8 - 10. júní n.k. Þar verður keppt í hinum ýmsu greinum er henta þessum aldursflokki, m.a. hestamennsku, fjórgangi, fimmgangi og tölti. Eru Skuggafélagar og aðrir hvattir til að taka þátt í skemmtilegu móti. Auglýsingar varðandi þetta eru tengdar hér í textanum að ofan. Kynnið ykkur málin og merkið við á dagatalinu. 
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53