Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2012 Apríl

26.04.2012 23:10

Af ratleik

S.l sunnudag stóð æskulýðsnefnd Skugga fyrir ratleik á svæði hestamanna. 19 þátttakendur tóku þátt og eftir hann var grillað og veittar viðurkenningar fyrir hin ýmsu afrek sem unnin voru á meðan á leiknum stóð. Ágústa Hrönn Óskarsdóttir var með myndavélina og eru nokkra af myndum hennar að finna í myndaalbúminu. Kærar þakkir Ágústa fyrir að deila myndunum með okkur. 

24.04.2012 21:47

Firmakeppni Skugga

Firmakeppni Skugga verður haldin á velli félagsins við Vindás þriðjud. 1.mai 2012.

Keppnin hefst kl. 14:00 og er keppt í eftirfarandi flokkum og í eftirfarandi röð:
Polla - barna - unglinga - kvenna - og karlaflokki.

Verðlaunað er fyrir fyrstu fimm sætin.
Allir hestfærir Skuggafélagar eru hvattir til að mæta og taka þátt.

Mótanefnd

24.04.2012 08:37

Íþróttamót Glaðs

Opið íþróttamót Glaðs verður haldið í Búðardal þriðjudaginn 1. maí. Mótið hefst kl. 10:00.

 

Dagskrá (háð nægri þátttöku í öllum flokkum):

Forkeppni

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit

Fjórgangur: opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: opinn flokkur

Tölt: barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

100 m skeið: opinn flokkur

 

Skráningar fara fram hjá:

Þórði s:             434 1171      , netfang: thoing@centrum.is

Svölu s:             434 1195      , netfang: budardalur@simnet.is

Herdísí s:             434 1663      , netfang: herdis@audarskoli.is

Við skráningu þarf að taka fram kennitölu knapa, félagsaðild knapa, skráningarnúmer hests og upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni í tölti og fjórgangi. Tekið er við skráningum til laugardagsins 28. apríl. Skráningargjald er 1.500 kr. fyrir hverja skráningu.

 

Verðlaun verða afhent fyrir samanlagða stigakeppni vetrarins.

23.04.2012 22:39

Skemmtimót - keppni milli húsa

Nú hefur mótanefndin ákveðið að halda skemmtimót fyrir félagsmenn Skugga, þar sem
gengið er útfrá því að hvert hesthús á félagssvæðinu sendi keppanda.
Mótið er haldið í reiðhöllinni Faxaborg, laugardaginn 28. apríl og hefst mótið kl. 14.00.
Allir félagsmenn Skugga eru löggildir þátttakendur, óháð staðsetningu hesthúsa.
Mótanefndin útnefnir fyrirliða fyrir hvert hesthús í Borgarnesi.
Við hvetjum sérstaklega hesthúsaeigendur í Skugga utan þéttbýlis
Borgarness að skrá sig. (848-8010/Siggi)
Tilkynna þarf þátttöku hesthúsa til Sigga fyrir kl. 18:00 þann 27. apríl 2012

Meiri upplýsingar s.s. um keppnisgreinar og verðlaun eru hérna undir

23.04.2012 22:34

Frá Skuggadísum

Skuggadísir- Reiðtúr og göngutúr

Á morgun þriðjudag 24. apríl ætlum við Skuggadísir að fara saman í sumarreiðtúr, einnig er hægt að fara í göngutúr fyrir þær sem það vilja.
Ætlum að leggja af stað kl 18:30 úr efra hverfinu.

Sjáumst hressar

Kveðja

Guðrún Ásta, Auður Ásta, Sigga og Kristín

18.04.2012 00:24

Frá æskulýðsnefnd

Ratleikur  á hestbaki:

 

Allir að skella sér í ratleik sunnudaginn 22 apríl Kl 14:00.

Safnast saman við Félagsheimilið.

Skemmtilegur leikur fyrir alla hressa krakka,mömmur og  pabba, ömmur og afa,

 frænkur og  frændur.

Allir velkomnir.

 

Hressing (grill) og verlaunaafhending í félagsheimilinu á eftir leiknum.

13.04.2012 22:32

Húsasmiðjumót - úrslit

Hér koma úrslit Húsasmiðjumótsins sem haldið var í Faxaborg í kvöld (föstudag). Hófst það kl. 18 og var lokið kl. 20:30. Sem sagt stutt mót en skemmtilegt. Dómarar voru Ámundi Sigurðsson og Haukur Bjarnason og skiluðu þeir sínu verkefni með sóma. Keppt var í fjórum flokkum og fylgja úrslitin hérna. Þeir sem vilja sjá niðurstöður forkeppni fara inn á "Fréttabr. og skjöl". 

Myndin hér að neðan er af sigurvegurum í kvennaflokki, en þar sigraði Linda Rún Pétursdóttir13.04.2012 14:35

Húsasmiðjumót - Ráslisti

Loks birtist ráslisti fyrir kvöldið - Ekki er alveg víst að 2. flokkur - Karlar sé sem bestur en tæknin var að eins að stríða. En hann er hérna að finna.

12.04.2012 22:22

Húsasmiðjumót - þátttaka og röð

Þá er skráningu lokið (fyrir nokkru) og ljóst að mótið verður ekki stórt. Skráningar eru 34.

Röð flokka verður eftirfarandi:

1. Stúlkur - 3 skráningar
2. Drengir - 7 skráningar
3. Konur - 9 skráningar
4. Karlar - 15 skráningar

Ráslistar birtast vart fyrr en eftir hádegi á morgun. 

11.04.2012 22:17

Viðburðadagatöl 2012

Formaður hefur útbúið viðburðadagatöl fyrir apríl - ágúst. Eru þau aðgengileg undir "Fréttabr. og skjöl". 
Eins má ná í þau hérna. Apríl - Maí - Júní - Júlí - Ágúst. Nú er auðveldara að fylgjast með. 

11.04.2012 10:10

Húsasmiðjumót - uppfærsla

Nokkrar villur hafa slæðst með í upprunalegu auglýsingunni - Búið er að laga það í auglýsingunni hérna fyrir neðan en ekki í pdf skjalinu. Þetta snýr að flokkum og eins var reikningsnúmer ranglega skráð. 

10.04.2012 13:14

Síðasti vetrardagur

Stórdansleikur í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, síðasta vetrardag miðvikudaginn 18. apríl 2012 frá kl. 23:00 til 03:00
Ingó og Veðurguðirnir halda upp fjörinu. Aldurstakmark 16 ár og miðaverð 3.000 kr.

09.04.2012 23:06

Húsasmiðjumót - 4gangur

Mótanefnd hefur ákveðið að halda OPIÐ fjórgangsmót í samstarfi við Húsasmiðjuna n.k. föstudag, 13. apríl og byrjar mótið kl. 18. Endilega skoðið auglýsingu en helstu atriðin eru: 

13. apríl     fjórgangur

Mótið hefst kl. 18 í Faxaborg

Keppt verður í flokkunum:
Stúlkur - fæddar 1996 og yngri

Drengir - fæddir 1996 og yngri

Konur - fæddar 1995 og eldri

Karlar - fæddir 1995 og eldri 

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 11.apríl á netfangið: , jonkristj@hotmail.com eða í s. 8488010 - Siggi.  Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, upp á hvor höndina er riðið, nafn knapa, is númer hests, nafn hests.

Skráningargjald er 2000.kr fyrir fyrir eldri flokka (1.000 kr.fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir yngri flokk (1000 kr. fyrir annan hest). Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt.481079-0399  í síðasta lagi fimmtudaginn 12.apríl, annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga. 

Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum

Stíupláss til leigu (petursum@hotmail.com eða s.895-1748       

Mótanefndin     


02.04.2012 16:21

Páskatölt Dreyra

Páskatölt Dreyra

Hið árlega páskatölt Dreyra verður haldið í Æðarodda laugardaginn 7. apríl n.k. Keppt verður í teymingaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, öðrum flokki og opnum flokki. Skráning í síma 8609794 (Svandís) fimmtudaginn 5. apríl frá kl. 19:00-22:00, eða á netfangið kristinf@internet.is, þar sem fram koma upplýsingar um nafn knapa  og nafn, aldur og lit á hrossi, aðildarfélag og á hvora höndina skal sýnt, fyrir miðnætti 5. mars. Skráningargjöld eru kr. 1.500.- fyrir fullorðna, kr. 1.000.- fyrir unglinga og ungmenni og kr. 0.- fyrir börn og teymingaflokk og greiðast þau á staðnum á mótsdag, mótið hefst kl. 12:00. Mótið er opið öllum. Gómsæt verðlaun í boði!

Kaffisala á staðnum.

Hlökkum til að sjá þig.

Nefndin

  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53