Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2012 Maí

29.05.2012 22:26

Frá mótanefnd

Ákveðið hefur verið að fella niður gæðingamótið sem auglýst var að halda ætti n.k. laugardag. Ástæðan er að afar fáir skráðu sig til leiks. Er það miður þar sem skráningargjöld voru engin þannig að þau voru ekki hindrun. 
Í bígerð er að vera þennan dag með n.k. æfingabúðir fyrir börn og unglinga þar sem stutt er í úrtöku fyrir LM. Verður það auglýst á næstunni. 

29.05.2012 15:42

Opnir fjöruleikar Sóta á Álftanesi

Hestamannafélagið Sóti, æskulýðsnefnd, heldur í fyrsta sinn OPNA fjöruleika! 

Keppt verður í liðakeppni og þarf hvert félag að senda að lágmarki fjóra liðsmenn . 
Keppt verður í: 
A:  Fjörukappreiðar 150 m (boðhlaup í fjörunni) 
B:  Þrautabraut í fjörunni 
C:  Fet-kappreiðar með ævintýraívafi (fyrir þá sem ekki treysta sér í hitt) 
D:  Pollar - búningar - flottasta félagsþemað 
E:  Brokk-boðhlaup  (1 hringur) meðal foreldra (gildir í stigasöfnun) á vellinum meðan grillað er. 

Öllum keppendum er síðan velkomið að prófa sjósund - þeir sem þora! 
Eftir mót er boðið uppá grillaðar pylsur eða hamborgara.  
Stund:  Mánudagurinn 11. júní  kl. 18:00 
Staður: Fjaran á Álftanesi (mæting við félagshús) 

Hvert félag þarf að greiða 5.000.- í þátttökugjald og skráning fer fram á netfanginu soti@internet.is eða á heimasíðu félagsins (undir æskulýðsnefnd). Hægt er að skrá í eitt lið eða fleiri  í allar keppnir eða eitt lið í eina keppni. Nóg er að skrá nafn félagsins til að byrja með en nöfn keppanda þurfa að berast í vikunni fyrir mót. 

Með von um að æskulýðsnefndir félaganna sjái sér fært um að mæta með öfluga yngri félagsmenn! 
Kær kveðja / Æskulýðsnefnd Sóta 

26.05.2012 01:02

Félagsreiðtúr

Ágætu Skugga félagar, 

Félagsreið Skugga (Bæjarstjórnarreið). 

Ákveðið hefur verið að Félagsreið Skugga (Bæjarstjórnarreiðin), verði farin laugardaginn 02. júní n.k. (e. gæðingamótið). 
Lagt verður af stað kl. 18:00, frá tamningagerðinu við Vindás (tunnunni). 
Fararstjóri verður Jón Guðjónsson, varaform. Hmf. Skugga. 
  

26.05.2012 01:02

Keppnisvöllur

Nágrannar okkar og vinir í Hmf. Faxa munu vera með afnot af keppnisvellinum okkar, vegna námskeiðahalds, þriðjudaginn 29. og fimmtudaginn 31. maí n.k. (næstu viku), frá kl. 18:00 - 21:00. 
Félagar í Skugga verða því að þjálfa fyrir gæðingamótið og úrtökuna á öðrum tímum. 
Æskulýðsnefnd Skugga er síðan með frátekinn völlinn miðvikudaginn 30. maí, kl. 18:30 - 21:00 vegna keppnisnámskeið með Sigvalda. 

25.05.2012 00:17

Gæðingamót

Jæja kæru Skuggafélagar nú verður haldið lokað gæðingamót fyrir félagsmenn. Mótið verður 2. júní næstkomandi. Ekkert skráningargjald svo við vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn taka þátt.

 

Keppt verður í :

Barnaflokki
Unglingaflokki
Ungmennaflokki
A flokki
B flokki
150 metra skeiði

150 metra brokki

150 metra stökki

 

Skráningum skal skilað á  jonkristj@hotmail.com  fyrir kl 12 á hádegi þriðjudaginn 29 maí. Ef ekki kemur staðfestingapóstur til baka hefur skráning ekki tekist. Frekari upplýsingar í s:8488010, Siggi.

Við skráningu þarf að koma fram nafn og kennitala knapa, IS númer hests, í hvaða flokki skal keppt.

 

Kveðja mótanefnd

 

Athugið. Mótið verður ekki skráð.

23.05.2012 21:21

Úrtaka fyrir LM 2012

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, undir stjórn Skugga, laugardaginn 09. júní næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi.   Mótið hefst kl. 10:00.

Athygli er vakin á því að einungis verður forkeppni riðin, en ekki úrslit í úrtökunni.


Skráning allra félaganna verður sameiginleg og skal send á netfangið: jonkristj@hotmail.com (athugið að ef ekki kemur til baka staðfestingarpóstur á móttöku skráningar, hefur skráning ekki heppnast).  Við skráningu þarf að koma fram; IS númer hests, nafn og kt. knapa, nafn og kt. eiganda, keppnisgrein, félag sem keppt er fyrir og upp á hvora hönd skal riðið.

(Ath. Eigandi hests verður að vera skráður eigandi í WorldFeng þegar skráning fer fram).

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 22:00, miðvikudaginn 06. júní, n.k. 

..... meira 

Auglýsingin í heild 

22.05.2012 08:51

Á leið í Dalina í sumar?

Ábúendur að Seljalandi í Hörðudal ætla að taka á móti fólki og hestum í allt sumar.

Eru með svefnaðstöðu fyrir allt að 12-16 manns inni, og einnig er tjaldsvæði með snyrtingum.

Hægt er að panta með fyrirvara kjötsúpu eða grill fyrir þreytta ferðalanga,
uppábúin rúm og morgunmat

Nánari upplýsingar í síma: 894 2194 / 434 1116 eða í netfangi: niels@seljaland.is Níels Sigurður og Ragnheiður.

21.05.2012 15:28

Frá Landsmóti ehf

Hestamenn athugið!

Vaktir hestamannafélaganna á Landsmóti 2012 eru með sama móti og áður.

Helstu störf á þeim vöktum eru eftirfarandi:

Hliðvarsla

Aðstoð við fótaskoðun

Innkomustjórnun

Upplýsingamiðstöð

Aðstoð á skrifstofu

Ýmis störf á svæði

Aukavaktir

Starfsmenn vaktana skulu hafa náð 18.ára aldri.

Starfsmenn hafa aðgang að mótinu á meðan á vöktum þeirra stendur en fá ekki almennan aðgöngumiða. Einnig má nefna að starfsmönnum er skaffaður matur á meðan á vakt stendur.

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa á þessum vöktum eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com við fyrsta tækifæri og gildir þar reglan að fyrstur kemur fyrstur fær.

Mikilvægt er að senda Nafn, kennitölu, nafn hestamannafélags og símanúmer. Mér til aðstoðar í ár verðu Ragna Rós Bjarkadóttir og munum við hafa samband í framhaldinu til þess að finna útúr því hvað hentar hverjum og hvernær.

Þessar vaktir tókust mjög vel á síðasta móti og vonumst við til að sunnlendingar standi sig jafn vel og norðlendingar gerðu á síðasta móti. Koma svo!

 

Með vissu um góðar undirtektir,

Hugrún Ósk Ólafsdóttir

Mannauðsstjóri Landsmóts hestamanna 

15.05.2012 16:31

Landsmót - miðar

Nú fer hver að verða síðastur til að kaupa miða á Landsmót 2012 í forsölu en henni lýkur á miðnætti í kvöld þann 15. maí.
Eftir það hækkar miðinn umtalsvert. 

13.05.2012 15:00

Myndir

Þá eru komnar myndir inn í myndaalmbúmið - þær eru teknar af Inga Tryggvasyni og þökkum við honum fyrir þær. Myndin sem hér birtist er af sigurvegurum í fjórgangi unglinga.

13.05.2012 00:12

Íþróttamót - úrslit

Þá er lokið samantekt úrslita íþróttamótsins okkar. Myndir hafa ekki borist ennþá en vonandi stendur það til bóta. Úrslitin eru einnig kominn ínn á vef Hestafrétta en oftast er með ólíkindum hvað þeir eru fljótir að birta það sem til þeirra er sent. Hafi þeir þakkir fyrir. En hér eru úrslit íþróttamótsins. 

12.05.2012 21:39

Aðeins af íþróttamóti

Þá er lokið glæsilegu íþróttamóti. Það hófst kl. 10 í morgun og lauk með gæðingaskeiði rétt um kl. 20:20. Skráningar voru fyrir rest milli 90 og 100. Mótið gekk vel í alla staði og eiga starfsmenn og keppendur mikið hrós skilið fyrir sinn þátt. Veðrið lék við okkur, aðeins hvessti stutta stund um miðjan dag en svo lyngdi aftur. Nýuppgerður völlurinn stóðst álagið með prýði og sýnt að nú er aðstaða okkar til mótahalds með allra besta móti. 
Úrslit og jafnvel myndir koma vonandi hér inn á síðuna síðar í kvöld. Háar einkunnir voru gefnar oft á tíðum, einkanlega í opna flokknum í tölti og fjórgangi. Áhorfendur sem voru töluvert margir fengu því eitthvað fyrir sinn snúð eins og sagt er. Einn knapi, Heiðar Árni Baldursson, fékk plús frá dómara en það er gefið fyrir sérlega fallega reiðmennsku. 

11.05.2012 20:21

Íþróttamótið - Ráslisti

Uppfært kl. 23:50. 
Þá er ráslistinn tilbúinn, hann hefur ekki tekið miklum breytingum en þó aðeins. - er uppfærðan lista að finna hérna undir. 

11.05.2012 16:56

Íþróttamót - keppendalisti

Uppfært kl. 18:20. Skráningar eru alls 100 þannig að hér er um stórmót að ræða. 
Keppendalistinn liggur fyrir  - eftir er að ganga frá ráslistum en þeir munu birtast síðar í kvöld ef allt gengur að óskum. Listinn sem hér fyrgir er listi yfir keppendur flokkaður eftir greinum. Þetta er ekki ráslisti. Ef þið finnið villur þá endilega senda póst á Kristján Gíslason. Það auðveldar vinnuna á morgun ef lítið sem ekkert þarf að lagfæra. 

Röð keppnisgreina er eftirfarandi, (birt m. fyrirvara) 

Fjórgangur (börn - unglingar - ungmenni - 1. flokkur) 
Fimmgangur
Tölt (börn - unglingar - ungmenni - 1. flokkur)

Úrslit í sömu röð

Gæðingaskeið. 

09.05.2012 23:00

Völlurinn

Í kvöld var lokið við að "girða" völlinn og er hann orðinn hinn glæsilegasti á að líta. Eiga allir þeir sem að þessari framkvæmd komu mikið hrós skilið en verkinu var stjórnað af vallarnefnd félagsins. Nú er semsagt allt að verða klárt fyrir mótið á laugardaginn en skráningu á það líkur nú í kvöld. Myndin er tekin á sama stað og myndin sem birtist á sunnudaginn hér neðar á síðunni og sýnir vel breytinguna. 
 

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53