Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2012 Júní

30.06.2012 13:35

Barnaflokkur - úrslit

Rétt í þessu var að ljúka A úrslitum í barnaflokki á LM. Aron Freyr kom inn í þau sem sigurvegari B flokksúrslita og áðan gerði hann sér lítið fyrir og hafnaði í 2. sæti, hvorki meira né minna. Þetta er fábær árangur hjá honum og Hlyn f. Haukatungu Syðri 1, besti árangur Skuggafélaga á landsmóti. Innilega til hamingju Aron Freyr og fjölskylda.

30.06.2012 00:24

Aron Freyr sigrar í B úrslitum

Í dag, föstudag, voru riðin B úrslit í barnaflokki á Landsmóti - þar átti Skuggi tvo keppendur, þau Aron Frey og Gyðu. Eftir spennandi og á stundum tvísýna keppni stóð Aron Freyr á hesti sínum Hlyn f. Haukatungu syðri 1 uppi sem sigurvegarar. Gyða og Hermann f. Kúskerpi höfnuðu í 6. sæti. Frábær árangur hjá þeim báðum og nú bíður Arons að ríða A úrslit kl. 13 á morgun, laugardag. 
Hér er svo tilvísun á frétt hjá Hestafréttum um úrslitin. Við vonum að honum vegni vel þar en árangur barnanna okkar hefur verið frábær á mótinu og félaginu til mikils sóma. 

28.06.2012 07:42

Milliriðill - myndir

Búið er að setja nokkrar myndir inn á Myndallbúm sem Ágústa Hrönn tók af keppni í milliriðli á LM. 

27.06.2012 11:44

Að loknum milliriðli í barnaflokki

Þá er lokið keppni í milliriðli í barnaflokki á LM. Þau Gyða og Aron Freyr eru í 9. og 10. sæti sem þýðir það að þau eru í B úrslitum (koma inn í öðru og þriðja sæti).  Á annað hvort þeirra því möguleika á því að komast í A úrslit en til þess þarf að vinna B úrslitin sem verða á föstudaginn og hefjast kl. 15:10 skv. dagskrá. En árangur barnanna er búinn að vera glæsilegur á þessu móti og mega Skuggafélagar bera höfuðið hátt hvað það varðar. 

27.06.2012 09:58

Milliriðill í barnaflokki

Þá hafa keppendur Skugga lokið keppni í milliriðli barnaflokks. Arna Hrönn var önnur í braut kl. rúmlega 9 í morgun og fékk 8,08 í einkunn. Gyða var 7. í braut og fékk 8.38. Aron Freyr var nr. 12 í braut og hlaut 8,37 í einkunn. Nú er bara að bíða lokastöðunnar því fyrr ræðst það ekki hverjir komast í úrslit, B eða A. 

26.06.2012 22:20

Þriðjudagur á Landsmóti

Í dag var forkeppni í A flokki gæðinga, forkeppni í unglingaflokki og síðan milliriðlar í B flokki. Krás og Gunnar fengu í einkunn 8,25 sem skilaði þeim 63. sætinu. Líkt og í barnaflokki átti Skuggi þrjá fulltrúa í unglingaflokki. Það merkilega gerðist að allir þessir keppendur, Sigrún Rós, Atli Steinar og Axel fengu nákvæmlega sömu einkunn, 8,27. Það dugði ekki til að komast í milliriðil en sýningarnar voru flottar hjá krökkunum. Sæti 40 - 42 niðurstaðan. Engan áttum við í milliriðli B flokks en þar sáust margar glæsilegar sýningar og ljóst að bæði B og A úrslit verða miklar veislur fyrir augað en til að komast í B úrslit þurfti að fá yfir 8,50 í einkunn.
Á morgun verða milliriðlar í barnaflokki og þar eigum við hvorki fleiri né færri en þrjá fulltrúa - verður spennandi að fylgjast með þeim fyrir hádegi á morgun. Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari má heldur betur vera stoltur af hópnum sem hann hefur þjálfað að undanförnu. 

Settar hafa verið inn myndir í myndaalbúm af keppendum í barnaflokki, eru þær teknar af Ágústu Hrönn og hafi hún þakkir fyrir.

25.06.2012 22:19

Mánudagur á landsmóti

Landsmótið hófst í morgun á B flokki - þar áttum við einn fulltrúa, Kolfreyju f. Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson. Hlaut Kolfreyja 8,25 í einkunn og 82. sætið. Hafa þau Kolfreyja og Halldór þar með lokið keppni. Eftir hádegið var svo forkeppnin í barnaflokki og fyrirfram voru töluverðar væntingar bundnar við góðan árangur í þeim flokki. Þessar væntingar stóðust og rúmlega það því allir keppendur Skugga komust í milliriðil, aldeilis frábær árangur hjá þeim Aroni Frey, Gyðu og Örnu. Aron Freyr og Hlynur f. Haukatungu Syðri 1 eru í öðru sæti með einkunnina 8,72, Gyða og Hermann f. Kúskerpi með 8,39 og 16. sætið og Arna Hrönn og Bíldur f. Dalsmynni með 8,28 og 30. sætið. 30 efstu börnin komast í milliriðil en keppni í honum hefst á miðvikudag kl. 9. Hér er vísun í frétt á eiðfaxa.is en þar má sjá Aron Frey og Hlyn í flottri sveiflu. Nú þurfa Skuggafélagar að fylgjast með keppninni á miðvikudag. Ef einhverjir eiga myndir frá forkeppni af þessum knöpum og vilja deila með lesendum þá endilega senda á umsjónarmann. En innilega til hamingju krakkar og aðstandendur með þennan árangur. 
En á morgun hefst forkeppni í A flokki kl. 8:30 og í unglingaflokki kl. 14. Verður þar örugglega hart barist en keppendum okkar þeim Gunnari og Krás í A flokki, Sigrúnu Rós og Atlas f. Tjörn, Atla Steinari og Diðrik f. Grenstanga og Axel Erni og Lomber f. Borgarnesi í unglingaflokki fylgja góðar óskir. 

23.06.2012 21:13

Brákarhátíð

Félagar í Skugga eru ekki einvörðungu að stússast í kring um hesta alla daga í frítíma sínum. Í dag, laugardag, sendi félagið frækinn hóp félaga til að etja kappi við Raftana, en svo nefnast bifhjólasamtökin hér, í körfuknattleik. Fóru leikarnir fram í Englendingavík, á leirunum þar. Var hér atgangur mikill og harður og voru Raftar fyrri til að skora og héldu forystu fyrstu mínúturnar en svo snerist taflið við og harðjaxlarnir og Skuggfélagarnir Reynir Magg, Birgir Andrésar, Pálmi Sævars, Ólafur Axel og Guðmundur Böðvar unnu frækinn sigur á liði andstæðinganna. Settu þeir niður einar sjö körfur á móti þremur Raftanna þrátt fyrir að aðstæður allar væru hinar erfiðustu. Höfðu fjölmargir áhorfendur af þessu hina bestu skemmtun. Á myndum sem hér fygja má sjá aðstæður allar sem og liðið að keppni lokinni. Hins vegar hefði myndin af liðinu getað verið betri.
21.06.2012 10:15

Æfingatímar á keppnisvelli

Mótstjórn LM 2012 hefur gefið út tímatöflu fyrir æfingar á velli. 

Faxi og Skuggi eiga sameiginlega tíma sem hér segir:
Fimmtudagur 21.6.  kl. 21 - 21:30
Föstudagur 22.6. kl. 20 - 20:30
laugardagur 23.6. kl. 16:30 - 17
sunnudagur 24.6. kl. 20:30 - 21

Knapar athugi að hjálmaskylda er á svæðinu og að virða ber tímamörk. 

21.06.2012 00:18

Landsmót - ráslistar

Mótstjórn LM 2012 hefur nú birt ráslistana en eins og allir vita hefst landsmótið næsta mánudag. Verðru reynt að fylgjast með keppendum Skugga og birta árangur eins fljótt og við verður komið. Árangurinn mun svo örugglega birtast á facebook en það er fljótasti mátinn til að koma upplýsingum á framfæri. 

20.06.2012 17:27

Keppendur á Landsmóti 2012

Landsmót hestamannafélaga 2012 í Reykjavík hefst n.k. mánudag. Dagskrána er að finna á heimasíðu þess. 

Fulltrúar Skugga á Landsmótinu eru:

Barnaflokkur:
-Gyða Helgadóttir og Hermann frá Kúskerpi
-Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri 1
-Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni

Unglingaflokkur:
-Sigrún Rós Helgadóttir og Atlas frá Tjörn
-Atli Steinar Ingason og Diðrik frá Grenstanga
-Axel Örn Ásbergsson og Lomer frá Borgarnesi

B flokkur:
- Máni frá Galtanesi og Linda Rún Pétursdóttir
- Kolfreyja Frá Snartatungu og Halldór Sigurkarlsson 

A flokkur:
- Krás frá Arnbjörgum og Gunnar Halldórsson  

18.06.2012 15:31

Reiðtygjaþjófnaðir

Mikið hefur borið á því að undanförnu,  á Selfossi og Hellu, að brotist sé inn í hesthús og rándýrum hnökkum og öðrum reiðtygjum stolið. Er hér í öllum tilfellum um verulegt tjón fyrir eignendur að ræða því óvíst er hvort hlutirnir finnast eða hvernig tryggingum er varið, fyrir nú utan tjónið sem hlýst af innbrotinu sjálfu, s.s. brotnar hurðir o. fl. Hestamenn eru hvattir til þess að gjalda verulegan varhug við tilboðum um kaup á reiðtygjum því töluverðar líkur eru á því að um þýfi sé að ræða. Skv. lögum má gera þýfi upptækt hjá þeim sem hefur keypt það þótt í góðri trú sé.

15.06.2012 19:55

Þolreið - auglýsing

Laugardaginn 30. júní verður haldin þolreið frá félagssvæði Harðar að landsmótssvæðinu og endað á stóra hringvellinum á félagssvæði Fáks. Það geta allir tekið þátt á vel þjálfuðum reiðhestum en þolreið í þessari mynd er haldin árlega á íslenskum hestum um alla Evrópu.

Vegleg verðlaun eru í boði en fyrir fyrsta sæti eru veittir flugmiðar til Evrópu með Iceland Express. Einnig veitir Hestaleigan Laxnes veglega bikara fyrir fyrsta til þriðja sæti.  

Þetta verður einstaklingskeppni en ekki liðakeppni og hvetjum við þá sem áhuga hafa á þátttöku að skrá sig á netfangið irmasara@simnet.is. Þar þarf að koma fram nafn á knapa og kennitala, nafn á hesti og IS-númer. Þátttökugjald er einungis 2000 krónur og skulu lagðar inn á reikning Landsmóts ehf. 515-26-5055, kt. 501100-2690. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 22. júní.

10.06.2012 00:51

Úrtökumótið - úrslit

Öll úrslit úrtökumótsins fyrir LM eru aðgengileg á heimasíðu Hestafrétta - hér er tenging þangað. 

08.06.2012 21:39

Úrtaka - knapafundur

Keppni hefst í B flokki gæðinga kl. 10 en ákveðið hefur verið að hafa knapafund í félagsheimilinu kl. 9. Þar verður farið yfir eitt og annað er tengist keppninni. 
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53