Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2012 Júlí

31.07.2012 23:06

Sporður f. Bergi

Orðsending frá Staðarhúsum.

Sporður frá Bergi verður hérna í hólfi hjá okkur á Staðarhúsum, við erum að safna merum í hólfið þessa dagana og munum sleppa honum í á allra næstu dögum. 
  
Sporður er fífil bleikskjóttur undan Álfastein frá Selfossi og Hríslu frá Naustum sem á fjögur 1. Verðlauna afkvæmi. 
Sporður er með 8.18 fyrir byggingu, 8.28 fyrir hæfileika og 8.24 í aðaleinkun. 
  
Sporður er sprengættaður litfagur alhliða gæðingur. 
Verð 60.000 með öllu. 
  
Kær kveðja 
  
Guðmar Þór 
gsm: 8966726 

24.07.2012 19:30

Sumarferð unglinga 2012

Sumarferð Unglinga Skugga helgina 11-12 ágúst.

Ferðin er ætluð unglingum fæddum 1999 og eldri.
Farið er frá hesthúsahverfinu á laugardaginn 11 ágúst kl, 12:00.  Riðið inn að Torfhvalastöðum við Langavatn og gist þar. Á sunnudag  er svo riðið heim .
Kostnaður er 3000kr á ungling sem er fyrir gistingu, grill á laugardagskvöld og trúss.
Það sem þarf að hafa með sér er , gott nesti og morgunmat, eitthvað til að sofa við (dýnur eru á staðnum)og góðan fatnað í samræmi við veðurspá . 
Þátttöku þarf að tilkynna fyrir miðvikudagskvöldið 8 ágúst til Auðar Ástu í síma 699-1779 eða netfang dila@simnet.is 

Æskulýðsnefnd Skugga. 

18.07.2012 17:08

Norðurlandamótið í Eskilstuna

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer fram dagana 2. - 5. ágúst n.k. Svíarnir munu sýna beint á netinu frá keppninni síðustu tvo daga mótsins, þ.e. 4. - 5. ágúst, á vefsíðunni www.nc2012.se. 

16.07.2012 23:56

Íslandsmót yngri flokka


Íslandsmót Yngriflokka 2012 verður haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 26-29 júlí 2012. . Mótið er öllum opið sem eru 21 árs og yngri. Skráning hefst mánudaginn 16.júlí og lýkur fimmtudaginn 19.júlí kl 23:59, skráningargjald er 4000 kr á hverja skráningu og er skráningargjald greitt um leið og skráð er. Öll skráning og greiðsla skráningargjalda fer fram á skraning.is undir viðburði Íslandsmót Yngriflokka.

Keppt er í eftirfarandi flokkum

Börn: tölt T1, fjórgangur og fimi A.
Unglingar: tölt T1, tölt T4, fjórgangur, fimmgangur, fimi A, 100m skeið og gæðingaskeið.
Ungmenni: tölt T1, tölt T4, fjórgangur, fimmgangur, fimi A2, 100m skeið og gæðingaskeið.

Stefnt er að því að tölt T1 í öllum aldursflokkum muni vera einn keppandi inná vellinum í einu, jafnvel einnig í fjórgangi ungmenna. En í öllum öðrum hringvallargreinum verði 3 keppendur inná vellinum í einu. Mun þetta allt fara eftir fjölda skráninga í hverjum flokki.

Klár í keppni er orðin hluti af Landsmóti og verður einnig á Íslandsmóti fullorðna í ár. Við hjá Geysir höfum ákveðið að taka þátt í þessu átaki um að vera einungis að keppa á heilbrigðum hestum og höfum fengið dýralæknir í samstarf við okkur sambandi við það. Mun þetta verða með svipuðu sniði og Klár í keppni, þannig að dýralæknir mun skoða öll hross sem taka þátt í keppni á Íslandsmóti Yngriflokka sem fram fer á Gaddstaðaflötum við Hellu. Skal þessi heilbrigðisskoðun fara fram á staðnum og ákveðnum tíma fyrir hverja grein. Með þessu viljum við leggja okkar af mörkum við að fræða ungviðið um að heilbrigði hestsins sé í fyrirrúmi þegar í keppni er komið. Verða tímasetningar á þessum heilbrigðisskoðunum auglýstar með dagskránni þegar hún er tilbúin.

Fyrir þá sem vantar hesthúspláss, beitarhólf eða eru að velta fyrir sér gistingu á svæðinu geta haft samband við Guðmund Guðmundsson í síma             8614334      .

13.07.2012 20:14

Síðsumarsferð Skugga

Síðsumarsferð Skugga verður farin helgina 17-19 ágúst 
Stefnan er tekin vestur í Kolbeinsstaðahrepp og gist verður í Lindartungu.
Hugmyndin er að ríða í kringum Hlíðarvatn á laugardeginum.
Þeir sem hafa hug á að koma með eru beðnir að láta vita fyrir 10 ágúst á netfangið sjonss@simnet.is eða í síma 6969593.
Nánari upplýsingar um verð og tímasetningar þegar nær dregur.

 kveðja
 Ferðanefnd Skugga.

06.07.2012 10:18

Opið gæðingamót Snæfellings

Opið mót
Verður  haldið á Kaldármelum
laugardaginn 7 júlí 2012


Dagskrá:
(háð nægri þátttöku í öllum flokkum og fjölda skráninga, einnig hvort þetta verður einn eða tveir dagar)
 
         Forkeppni
         Pollaflokkur, bæði keppt í flokki polla þar sem er teymt og án  teyminga. Allir fá þátttökuverðlaun.
         B-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir, 
         barna-unglinga- og ungmennaflokkar.
         A-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir.
         Tölt: 17 ára og yngri, opinn flokkur fullorðinna og minna keppnisvanir fullorðnir.
         100m skeið: skráning á staðnum, skráningargjald kr. 3000 á hest,
      sigurvegari fær 1/3 skráningargjalda í verðlaun.
 
Skráningar fara fram með því að senda tölvupóst á netfangið, herborgs@hive.is
 
Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests . 
Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir hverja skráningu í öllum flokkum nema í skeiði, barna- og unglingaflokki, en þar er skráningargjaldið kr. 500 fyrir hverja skráningu.
Skráningargjöld þarf að greiða fyrir lok skráningartíma inn á reikning 0191 26 876, kt  440992-2189.  
 Kvittun send á herborgs@hive.is
Tekið er við skráningum til  klukkan 22 fimmtudaginn 5 júlí en þó er best að fá skráningar sem fyrst..

Grill og reiðtúr á laugardagskvöldinu á Kaldármelum
 
Sameiginlegt grill verður á Kaldármelum eftir mót á laugardaginn,
þátttöku þarf að skár fyrir hádegi á fimmtudeginum í netfangiðmuggur71@hotmail.com eða í síma 841 2300 Sæþór.
Maturinn kostar 2500 kr. fyrir fullorðna, 1500 kr. fyrir 16 ára og yngri.
Fólk sér sjálft um drykkjarföng.
Eftir grillið ætlum við svo í fjölskyldureiðtúr.
 

06.07.2012 10:02

Opin gæðingakeppni Faxa

Opin gæðingakeppni Faxa 2012 verður haldin á Mið-Fossum Laugardaginn 21.júlí og hefst keppni kl.10:00. 
Keppt verður í A­ flokki , B- flokki, barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki.
Skráningargjald er 2500 kr. í A og B- flokk fyrir fyrsta hest og svo 1500 kr. Ungmenni 2500 kr, börn og unglingar 1500kr.

Skráning á netföngin thordis@isam.is og í síma  8995140  Ómar
Skráningu lýkur þriðjudaginn 17.júlí kl. 22:00. Skráningargjöld skulu greiðast á reikning 0326-26-5300 kt.530169-0659 fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 18.júlí(annars telst skráningin ekki gild), setja skal IS númer hests sem skýringu.
 
Senda skal kvittun fyrir greiðslunni á thordis@isam.is
 
Við skráningu þarf að gefa upp nafn og fæðingarnúmer hests og einnig nafn, kennitölu og aðildarfélag eiganda og knapa.

03.07.2012 00:51

Myndir

Komnar eru inn myndir í myndaalbúm frá hópreiðinni og frá B og A úrslitum í barnaflokki. Myndasmiður Ágústa Hrönn, kærar þakkir.
  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53