Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2012 Ágúst

24.08.2012 19:48

Bikarmót - ráslisti

Ráslisti Bikarmótsins í Stykkishólmi hefur verið birtur. Er hann að finna á heimasíðu Snæfellings. 
Keppendum Skugga óskum við góðs árangurs. 

16.08.2012 21:03

Bikarmót Vesturlands

Bikarmót Vesturlands 2012 í hestaíþróttum verður haldið í Stykkishólmi þann 25.  ágúst. Tímasetning og nánari dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir.
Upplýsingar verða kynntar á www.snaefellingur.123.is. 
Skráning fer fram á netfanginu asdissig67@gmail.com og hefst fimmtudaginn16. ágúst og lýkur kl 23:59 þriðjudagskvöldið 21. ágúst. Skráningargjald er 3000 kr. á hverja skráningu í 1. Flokki, en 1500 kr. í ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Ef ekki verður næg þátttaka í einhverjum flokkum verður sá flokkur sameinaður öðrum eða feldur niður. Keppt verður í hefðbundnum greinum og eru 2 inná vellinum í einu í öllum flokkum.
Reiknisnúmerið er 0191-26-876 kt.  440992-2189
Senda þarf kvittun í tölvupósti á asdissig67@gmail.com.
Skýring: nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir.
Greiðsla þarf að hafa borist fyrir kl 13:00 miðvikudaginn 22. ágúst.

Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:

Nafn og kennitala keppenda.
Nafn hests og IS númer.
Hestamannafélag sem keppt er fyrir.
Keppnisgreinar og upp á hvora hönd er sýnt.
Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur.
Flokkar sem keppt er í á Bikarmóti Vesturlands 2012:

1. flokkur: tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið
Ungmennaflokkur: tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið
Unglingaflokkur: tölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið
Barnaflokkur: tölt, fjórgangur 
100m skeið.

Kveðja,

Stjórn Snæfellings.

11.08.2012 02:04

Íþróttamót Dreyra

Íþróttamót hestamannafélagsins Dreyra verður haldið í Æðarodda, við Akranes dagana 16.-19. ágúst n.k.
Tímasetning og nánari dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir. 
Upplýsingar verða kynntar á www. ia.is (undir hestamennska)
Skráning fer fram sunnudaginn 12. ágúst. Frá klukkan 19:30-22:00 er tekið á móti skráningu í síma 867 1668 og 8609794. Einnig er hægt að senda skráningu í tölvupósti á netfangið dreyri@gmail.com fyrir kl 23:30 sama dag. Umsjón með skráningu hefur Kristín Frímannsdóttir. 

Skráningargjöld eru 5.000.- fyrir hverja keppnisgrein. Reiknisnúmerið er 0552-14-601933 og Kt: 450382-0359.

Senda þarf kvittun í tölvupósti á dreyri@gmail.com. Skýring: Nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir. Greiðsla þarf að hafa borist fyrir kl 16:00 þriðjudaginn 14. ágúst. 
Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:Nafn hests og IS númer og hestamannafélag sem keppt er fyrir og keppnisgreinar
Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur. 

Keppnisgreinar:
Fimmgangur í 1. flokk, 2. flokk, ungmennaflokk, unglingaflokki
Fjórgangur í 1. flokk, 2flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk
Tölti í 1.flokk, 2. flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk
T2 í 1. flokk, 2. flokk, ungmennaflokk
Gæðingaskeið í 1. flokk, 2. flokk, ungmennaflokk, unglingaflokk
100m skeið og 150m skeið
Áskilin er réttur til að sameina flokka ef skráning er lítill í einstaka greinum.

08.08.2012 09:20

Síðsumarsferð Skugga

Nú fer að styttast í síðsumarsferðina sem farin verður helgina 17-19 ágúst í Lindartungu.

Ekki eru neinar skipulagðar ferðir úr Borgarnesi vestur í Lindartungu á föstudeginum né frá Lindartungu og í Borgarnes á sunnudeginum nema óskir komi fram um annað. En trússbíll verður til staðar á föstudeginum og heim á sunnudeginum.

Gist verður í Lindartungu föstudags og laugardagskvöld. Það eru dýnur á staðnum en hver og einn verður að koma svefnpoka eða sæng fyrir sig.

Á laugardeginum verður riðið í kringum Hlíðarvatn.
Lagt verður af stað frá Lindartungu kl: 11:00 fyrir þá sem ekki komast á staðinn fyrr en á laugardeginum.

Hver og einn sér um að nesta sig sjálfum yfir helgina en það verður gasgrill á staðnum ef einhverir vilja notfæra sér það.

Verð: 2000 kr pr. mann nóttin í gistingu og 200 kr pr. hross í sólahring.

Það þarf að vera búið að tilkynna þátttöku fyrir 12 ágúst.

Hægt er að tilkynna þátttöku til Sæmundar  á netfangið. sjonss@simnet.is eða í síma 6969593. 

Ferðanefnd Skugga

  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53