Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2012 Október

31.10.2012 23:05

Viðurkenningar á uppskeruhátíð

Eftirtaldir hlutu viðurkenningu á uppskeruhátíðinni s.l. föstudag. 

Viðurkenning fyrir framúrskarandi ástundun í hestamennsku hjá Skugga, árið 2012:  - Ólafur Axel Björnsson 

Viðurkenningar fyrir góðan árangur unglinga á landsmóti 2012: - Atli Steinar Ingason, Axel Örn Ásbergsson og Sigrún Rós Helgadóttir 

Viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur barna á landsmóti 2012: - Aron Freyr Sigurðsson, Gyða Helgadóttir og Arna Hrönn Ámundadóttir 

Viðurkenningar fyrir kynbótahross Skugga-félaga, 2012: 
 Hæst dæmda hryssa 5 vetra: Myrká frá Hítarnesi ( 7,59 ) /  Eigandi og Ræktandi: Jón Egilsson 
 Hæst dæmda hryssa 6 vetra: Krás frá Arnbjörgum ( 7,83 ) / Eigendur og ræktendur: Gunnar og Guðni Halldórssynir 
 Hæst dæmda hryssa 7 vetra og eldri: Tilvera frá Syðstu - Fossum ( 7,81 ) / Eigandi: Ámundi Sigurðsson - Ræktandi: Unnsteinn Snorrason 
 Hæst dæmdi hestur 5 vetra: Svikahrappur frá Borgarnesi ( 8,19 ) / Eigendur Gunnar Hlíðdal Gunnarsson og Finnur Kristjánsson - Ræktandi: Gunnar Hlíðdal Gunnarsson 
 Hæst dæmdi hestur 6 vetra: Abel frá Eskiholti II ( 8,20 ) / Eigandi: Birna Kristín Baldursdóttir - Ræktendur: Snæbjörn Björnsson og Birna Kristín Baldursdóttir

31.10.2012 23:03

Vinnudagur

Góðir Skuggafélagar 

S.l. sunnudag var byrjað á vinnu við félagsheimilið.  Þá mættu fimm félagar og sóttist þeim verkið vel.   Klæðning var rifin af þakköntum allan hringinn og rennur teknar af.  Búið er að klæða á gaflana aftur.   
Eftir er að klæða þakkanta á hliðum hússins og  setja upp nýjar rennur.  Vonir standa til að næsta sunnudag verði stillt veður og hægt að því að ljúka verkinu.  Þá vantar vinnufúsar hendur.  Sem sagt,  mætið á sunnudaginn 4/11  kl. 10:30 og njótið gleðinnar af félagsskapnum og árangursins af góðu verki. 

Þið sem getið sem getið lagt lið,  vinsamlega að látið vita til: 
Margrétar á storhofdi@talnet.is  eða í síma 845-4126 
Marteins á marteinn@loftorka.is eða í síma 860-9004 
Nú eða bara mæta. 

Húsnefnd félagaheimilis Skugga 

28.10.2012 23:06

Uppskeruhátíðin

S.l föstudagskvöld var uppskeruhátíð Skugga haldin í félagsheimilinu. Fjöldi fólks mætti á staðinn og naut þess sem fram var borið og gladdist saman yfir góðum árangri liðins árs. Fram kom að margt er á döfinni hjá hestamönnum á næsta ári - fyrstu vetrarleikarnir í byrjun febrúar og fjórðungsmót á Kaldármelum í byrjun júli. Eins verður Íslandsmót fullorðinna haldið í Borgarnesi í júli en Faxi sótti um það og fékk í tilefni 80  ára afmælis síns á þessu ári. 
Viðurkenningar voru veittar fyrir kynbótahross og eins voru börn og unglingar sem tóku þátt á Landsmóti heiðruð. Aðgöngumiðinn var happdrættismiði og fengu fjölmargir vinninga, voru þeir af ýmsu tagi og frá mörgum fyrirtækjum og einstaklingum, snyrtivörur, hestavörur og folatollar. Myndir frá hátíðinni eru nú komnar inn a myndasíðuna. 

24.10.2012 16:38

Félagsheimilið - vinna

Góðir Skuggafélagar

Um nokkur tíma hefur staðið til að bæta útlit félagsheimilisins okkar og koma í veg fyrir skemmdir, m.a.  með því að skipta um klæðningu á þakköntum og mála þak. 
  
Búið er að kaupa efni á þakkantana og verið er að bera á þá fúavörn og málningu.  Stefnt er að því á næstu heglum að rífa niður núverandi klæðningu og þakrennur.  Klæða þakkantana  að nýju og setja upp nýjar þakrennur.    Ráðgert er að  með hækkandi sól, næsta vor, verði  gluggar og þak málað.
Nú vantar vinnufúsar hendur til aða leggja hönd á plóg.   Með tilliti til veðurspár er stefnt er að því að byrja verkið næsta sunndudag, 28. októrber kl. 10:30.  Það ræðst af þátttöku hversu fljótt tekst að ljúka verkinu.
Þið sem getið lagt lið,  vinsamlega að látið vita til: 
Margrétar á storhofdi@talnet.is  eða í síma 845-4126
Marteins á marteinn@loftorka.is eða í síma 860-9004
Nú eða bara mæta.
Húsnefnd félagaheimilis Skugga 

23.10.2012 22:07

Umferðarreglur í þéttbýli

Ferða -og samgöngunefnd LH hefur gefið út umferðarreglur fyrir hestamenn sem ríða út í þéttbýli.

Umferðareglur fyrir hestamenn í þéttbýli.

1. Hestamenn víkja til hægri á reiðleiðum.

2. Hestar sem eru teymdir skulu ávallt vera hægramegin og ekki fleiri en tveir ( þrír til reiðar ).

3. Reiðhjálmar eru sjálfsögð öryggistæki.

4. Endurskinsmerki í skammdegi veita hestum og mönnum aukið öryggi.

5. Lausir hundar eru ekki leyfilegir á reiðleiðum og í hesthúsahverfum.

6. Áfengi og útreiðar fara ekki saman.

7. Sýnum tillitsemi, ríðum ekki hratt á móti eða aftanundir aðra reiðmenn.

8. Fari margir hestamenn saman í hóp skal ríða í einfaldri röð ef umferð er á móti.

9. Ríðum á reiðvegum og slóðum þar sem því verður viðkomið.

10. Teymum hesta, rekstrar eru bannaðir í þéttbýli. 

Landssamband hestamannafélaga
Ferða- og samgöngunefnd.


22.10.2012 16:35

Uppskeruhátíð Skugga

Uppskeruhátíð Skuggafjölskyldunnar

Föstudaginn 26. október næstkomandi kl. 20:00 mun fræðslu- og skemmtinefnd Skugga standa fyrir uppskeruhátíð fyrir alla fjölskylduna í félagsheimili hestamanna í Skugga.

Í boði verður skemmtileg dagskrá, m.a. matur, skemmtiatriði og fleira.

Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur í leik og keppni á árinu.

Miðaverð kr. 500 á mann, miðinn gildir sem happdrættisvinningur.
 
Látið vita með þátttöku í síðasta lagi á fimmtudaginn næstkomandi í
 
netfangið siggasimba@simnet.is  eða síma 898-9289

Vonumst til að sjá sem flesta

Stjórnin

20.10.2012 20:22

Íslandsmót í Borgarnesi

Tekið af vef Eiðfaxa 21.10.

Sitt sýnist hverjum um Íslandsmótsstað en kosningar um hvaða hestamannafélög munu hýsa mótin 2013 og 2014 var að ljúka.

Hestamannafélagið Léttir sótti einn um að halda Íslandsmót yngri flokka og var sjálfkjörin gestgjafi.

Hestamannafélögin Fákur og Faxi sóttu um Íslandsmót fullorðinna. Við spjalduppréttingar kom í ljós að afar mjótt var á munum, fundarstjórar töldu atkvæði Fáks í Reykjavík 52 talsins á móti 51 atkvæði Faxa í Borgarnesi. Því var nauðsynlegt að kosningar yrðu gerðar skriflegar.

Niðurstöður þeirra urðu 61 atkvæði Fáks á móti 67 atkvæðum Faxa og því er ljóst að Íslandsmót fullorðinna 2013 verður haldið í Borgarnesi.

17.10.2012 13:08

Selás ehf

Á aðalfundi Seláss ehf., rekstraraðila reiðhallarinnar Faxaborgar, í maí 2012 var kjörin ný stjórn. 

Frá Hestamannafélaginu Skugga eru í stjórn og varastjórn
Bjarni Guðjónsson
Ingvar Þór Jóhannsson
Heiða Dís Fjeldsted
Svanhildur Svansdóttir

Frá hestamannafélaginu Faxa eru í stjórninni:
Kolbeinn Magnússon og er hann formaður stjórnar
Jón Eyjólfsson
Þórdís Arnardóttir
Atli Arnþórsson

Þar með hafa Ámundi Sigurðsson og Ingi Tryggvason frá Skugga og Baldur Björnsson og Eygló Hulda Óskarsdóttir frá Faxa látið af stjórnarstörfum fyrir Selás ehf.
Fráfarandi stjórn, sem starfaði í þrjú ár, þakkar öllum sem komu að rekstri og notkun reiðhallarinnar Faxaborgar á þessu tímabili kærlega fyrir samstarfið.  Sérstakrar þakkir til allra þeirra sem unnu í þágu reiðhallarinnar á þessum tíma. 

05.10.2012 21:50

LH þing

44 tillögur liggja fyrir 58. Landsþingi LH sem haldið verður á Reykjavík Natura dagana 19. og 20. október næstkomandi. Tillögurnar hafa nú verið birtar á vef LH sem og dagskrá þingsins. Dagskráin er þó birt með fyrirvara um örlitlar breytingar.

Hestamenn og þingfulltrúar eru hvattir til að kynna sér tillögurnar vel (tekið af vef LH)

04.10.2012 12:12

Uppskeruhátíð

Ákveðið hefur verið að halda uppskeruhátíð Hmf. Skugga föstudaginn 26. okt. Félagar eru hvattir til að ráðstafa sér ekki á þessum degi og mæta. Hátíðin verður auglýst nánar síðar. 
  • 1
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44