Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2012 Nóvember

26.11.2012 19:20

Aðalfundur

Aðalfundur Hestamannafélagsins Skugga, fyrir starfsárið Okt. 2011 - Sept. 2012 , verður haldinn þriðjudaginn 04. desember 2012, kl. 20:00, í Félagsheimilinu Vindási.

Dagskrá (skv. 6.gr. laga félagsins):
 
1. Fundsetning og kjör starfsmanna fundarins
2. Skýrsla stjórnar - (Umræða um skýrslu stjórnar)
3. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af skoðunarmönnum félagsins - (Umræða um reikninga félagsins)
4. Skýrslur nefnda - (Umræða um skýrslur nefnda)
5. Kynning á inngöngu nýrra félaga og úrsögnum félagsmanna
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna, nefnda og fulltrúa á L.H. og  U.M.S.B. þing.
8. Félags- og hagagjöld
9. Önnur mál.
10. Fundi slitið


Kaffiveitingar í boði félagsins.

Stjórn Hmf. Skugga

20.11.2012 15:16

Sýnikennsla á Hvammstanga

Laugardaginn 1.desember verða þrjár áhugaverðar sýnikennslur í Þytsheimum Hvammstanga. Dagskráin hefst kl. 17:00 og lýkur 19:30.
Gert er ráð fyrir einu matarhléi og verða veitingar til sölu á staðnum. 
 
Fram koma:
Guðmundur Arnarson þjálfari og reiðkennari 
Ísólfur Líndal Þórisson þjálfari og reiðkennari 
Þórarinn Eymundsson tamningameistari 
 
Aðgangseyrir kr. 2000.- sem rennur óskiptur til hestamannafélagsins Þyts. 
Frítt fyrir 14 ára og yngri.
 
Hvetjum alla hestamenn nær og fjær til að mæta enda um mjög áhugaverða fræðslu að ræða, einnig verða verslanirnar Kidka, Knapinn Borgarnesi ofl. með kynningu og sölu á vörum sínum í Þytsheimum þennan dag.
 

19.11.2012 20:57

Folaldasýning 2012

Folaldasýning verður í reiðhöllinni Faxaborg Borgarnesi sunnudaginn 02.des.nk. kl.14:00. Skráning fari fram í síðasta lagi 30.11 nk. hjá Þórdísi á netfangið thordis@isam.is eða hjá Kolbeini á netfangið storias@emax.is  Einnig er hægt að skrá í síma   8562734  og 8207649 eftir kl, 19:00.
Skráningargjald á folald er 1500.
Aðgangur ókeypis.

Stjórn Selás ehf.

12.11.2012 21:58

Knapamerkja og prófdómaranámskeið

Sunnudaginn 18 nóvember verður boðið upp á fræðsludag og námskeið um Knapamerkin auk þess sem prófdómurum verður boðið upp á að uppfæra dómararéttindi sín og nýjum að spreyta sig á að taka próf. Fyrri hluti námskeiðsins verður öllum opinn sem áhuga hafa á að fræðast um Knapamerkin eða ætla sér að bjóða upp á Knapamerkjanámskeið í vetur. Seinni hluti námskeiðsins er einungis hugsaður fyrir þá aðila (reiðkennara) sem hyggjast taka prófdómarapróf. 

Ath. Þeir sem eru með prófdómararéttindi verða mæta á þetta námskeið og taka prófdómaraprófið til að viðhalda núverandi réttindum. 

Skráningu í prófdómarahluta námskeiðsins lýkur föstudagskvöldið 9 nóvember.

Staðsetning - Fáksheimilið og Reiðhöllin í Víðidal

Dagsetning - 18 nóvember frá klukkan 10:30 til 18

Verð
Það er frítt á fyrri hluta námskeiðsins en verð fyrir þá sem mæta á prófdómaranámskeið er 20.000 krónur og innifalið í því er kaffi og snarl yfir daginn auk próftökugjalds.

Dagskrá
Klukkan: 10:30 - 10:45 Kynning Helga Thoroddsen
Klukkan: 10:45 - 11:15 
Erindi: Arndís Brynjólfsdóttir, reiðkennari. 
Reynslan af Knapamerkjunum í Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra.
Kaffihlé
Klukkan: 11:30 - 12:00 
Erindi: Rósa Kristinsdóttir og Oddný Erlendsdóttir. 
Fjalla um reynsluna af því að vera nemandi í Knapamerkjum. Báðar hafa lokið prófi á 5. Stigi Knapamerkjanna.
Klukkan: 12:00 - 12: 15 Fyrirspurnir og umræður 
 
Þessi fyrri hluti námskeiðsins er öllum opinn sem áhuga hafa á að kynna sér Knapamerkin og leita upplýsinga um þau.
 
Matarhlé
Klukkan 13:00 - 13:30
Farið yfir helstu verkefni Knapamerkjanna þessa dagana og hvað er framundan.
Umræður
Klukkan 13: 40 - 15:30 
Farið yfir helstu áhersluatriði í prófum og æfð prófdæming af myndböndum.
Kaffihlé
Klukkan 16:00 - 18:00
Prófdómarapróf 

Þessi hluti námskeiðsins er opinn reiðkennurum sem hyggjast kenna Knapamerkjanámskeið og prófdómurum sem  vilja uppfæra prófdómararéttindi sín. Dæmd verða 2 próf á hverju stigi Knapamerkjanna og prófgögnum skilað til prófdómara. 

11.11.2012 18:11

Haustfundur Hrossvest

Hrossaræktarsamband Vesturlands hélt haustfund sinn í dag. Þar fjallaði Guðlaugur Antonsson um sýningar ársins og Sigríður Björnsdóttir dýralæknir um áverka keppnishrossa. En fyrst flutti Gísli Guðmundsson form. skýrslu um starfsemi sambandsins á árinu. Einnig voru fjórir félagar í Hrossvest heiðraðir fyrir framlag sitt til hrossarlæktar í gegn um tíðina. Einn þeirra er Skuggafélaginn Þorvaldur Jósepsson og er honum óskað til hamingju sem og öðrum þeim er viðurkenningar hlutu á haustfundinum en einnig voru veittar viðurkenningar fyrir ræktun kynbótahrossa sem hæst höfðu dæmst á svæði Hrossvest.

Fleiri myndir frá haustfundinum er að finna í myndaalbúmi. 


06.11.2012 19:48

Haustfundur Hrossvest

Haustfundur 
Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn í Hótel Borgarnesi sunnudaginn 
11. nóvember n.k. kl. 13.30 

Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2012 
verður verðlaunað 

Þá verða heiðursviðurkenningar veittar í annað sinn

Gestir fundarins verða Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ, sem fer yfir hrossaræktina s.l. sumar og Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir, sem fjallar um heilbrigði og velferð hrossa

Stjórnin.

04.11.2012 21:13

Vinna við félagsheimilið

Þá er lokið endurnýjun á þakkanti og rennum félagsheimilisins. Nokkrir félagar mættu kl. 10:30 í morgun og var verkinu lokið um kl. 17:30. Þessi vinna tók því tvo daga en unnið var einn dag um síðustu helgi. Meiri vinna bíður okkar svo í vor, bæði við félagsheimilið og vellina. Myndir í albúmi.

  • 1
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44