Hestamannafélagið Skuggi Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Skugga. |
|
Færslur: 2012 Desember15.12.2012 23:10Fjórðungs- og ÍslandsmótÞað er óhætt að segja að mikið verður um að vera hjá hestamönnum á komandi ári. Vertíðin byrjar á KB mótaröðinni 2. febrúar og svo heldur gleðin áfram og nær hámarki með tveimur stórviðburðum í júlí. Fjórðungsmóti á Kaldármelum 4. - 7. júlí og Íslandsmóti fullorðinna í hestaíþróttum í Borgarnesi 17. - 21. júlí. Það athugist að þessar dagsetningar eru ekki endanlega staðfestar en mestar líkur eru taldar á því að svo verði. Því má ekki seinna vera fyrir keppnisfólkið að fara að þjálfa markvisst. Skrifað af Kristján Gíslason 15.12.2012 22:50KB mótaröðin 2013Af facebook síðu KB mótaraðar. Mótaröðin skemmtilega hefst 2.febrúar !!!!!! Mótin hafa verið vel sótt undanfarin ár og góð stemmning hefur ráðir ríkjum í Faxaborginni, sem er reiðhöll okkar Vestlendinga. Í ár verður keppt í fjórgang, fimmgang, T4, T7, Tölti og Skeið í gegnum höllina. Keppnin er opin öllum þeim sem áhuga hafa og frjálst er að taka þátt í þeim greinum sem áhugi er fyrir. Ekki er skylda að vera í liði heldur er einnig frjálst að keppa sem einstaklingur. Bæta má inn nýjum knöpum/liðsfélögum inn í liðin/mótið hvenær sem er þegar verið er verið að skrá inn fyrir hvert mót yfir allan veturinn. Lagt er upp með að góður andi ríki yfir mótinu og sem skemmtilegust stemmning nái að myndast í liðunum. Flottir og skemmtilegir og/eða fallegir búningar, góða skapið og stemningin í hverju liði er metið í lok mótaraðarinnar og gríðarleg verðlaun hlýtur það lið sem þykir skara fram úr hvað það varðar. Liðakeppni (lágmark 3 í liði - opin keppni), Einstaklingskeppni (opin keppni) Flokkar: Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur, 1.flokkur, 2.flokkur Mót vetrarins: 2. febrúar - fjórgangur, 23. febrúar - fimmgangur, T2 og T7-unglingar og börn. 16.mars - Tölt/ Skeið í gegnum höllina. Skrifað af Kristján Gíslason 15.12.2012 22:33Fundargerð aðalfundarÞá er fundargerð aðalfundar tilbúin og má hana finna undir "fréttabréf og skjöl" Allar skýrslur nefnda er þar einnig að finna en þær eru hluti fundargerðar sem og skýrsla stjórnar í heild. Skrifað af Kristján Gíslason 12.12.2012 22:54Ársskýrslur nefndaNú eru ársskýrslur nefnda fyrir síðasta starfsár aðgengilegar undir "fréttabréf og skjöl". Fundargerð aðalfundar birtist svo hérna á síðunni áður en langt um líður. Skrifað af Kristján Gíslason 12.12.2012 22:37Hross - kvikmyndKæru hestamenn. Það er að verða til kvikmynd um ykkur! Hún heitir Hross og menn og verður leikinn mynd fullri lengd. Það má segja að hún sé fyrsta dramatíska kvikmyndin með íslenska hestinum í forgrunni. En við þurfum á hjálp ykkar að halda. Ef þið hafið tök á að leggja okkur lið þá kíkið á þessa síðu. Þar er hægt heita á okkur og í raun kaupa DVD diskinn fyrirfram og fá hann heimsendann þegar þar að kemur. Peningarnir sem safnast notum við til að klára eftirvinnslu myndarinnar og láta drauminn rætast. Kvikmynd sem verður óður til hestamenningarinnar og íslenska hestsins. En umfram allt góð mynd sem segir sögur af fólki eins og okkur. Mönnum sem lifa með hestum. og hestum sem lifa með mönnum. Bara fyrir ykkur sem málið varðar. (lykilorðið er: benni) Sjá einnig frekari upplýsingar um myndina og okkur sem að henni stöndum á : http://hrosss.is Skrifað af Kristján Gíslason 04.12.2012 23:11Stjórn og nefndirÁ aðalfundinum sem var að ljúka var kjörið í stjórn og nefndir líkt og lög félagsins gera ráð fyrir. Listinn yfir þá sem skipa stjórnina og nefndir á vegum félagsins er að finna hérna. Ennfremur má finna skýrslu æskulýðsnefndar hérna. Hana má ennfremur finna á heimasíðu LH. Fleiri fréttir af aðalfundi síðar og ennfremur mun fundargerð birtast á þessum vettvangi innan tíðar. Skrifað af Kristján Gíslason 02.12.2012 22:08Úrslit folaldasýningarFlaldasýning var í Faxaborg í dag og hér koma úrslitin. Eru eigendum óskað til hamingju með verðandi gæðinga og kynbótahross. HRYSSUR 1. Sinfónía frá Stóra-Ási, rauðblesótt M: Nóta frá Stóra-Ási F: Kvistur frá Skagaströnd Ræktandi og eigandi: Kolbeinn og Lára Stóra-Ási 2. Gola frá Borgarnesi, jarpvindótt M: Ísold frá Leirulækjarseli 2 F: Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 Ræktandi og eigandi: Jóhann Hólmar Ragnarsson 3. Kantana frá Stóra-Ási, brún M: Flauta frá Stóra-Ási F: Kappi frá Kommu Ræktandi og eigandi: Kolbeinn og Lára Stóra-Ási HESTAR 1. Skagfjörð frá Skáney, rauðblesóttur M: Reynd frá Skáney F: Þytur frá Skáney Ræktandi og eigandi. Bjarni Marinósson 2. Spilandi frá Uppsölum, rauðblesóttur M: Dokka frá Hofsstöðum F: Trompet frá Stóra-Ási Ræktandi og eigandi: Kristfríður Björnsdóttir 3. Dynjandi frá Skáney, rauður M: Snót frá Skáney F: Dynur frá Hvammi Ræktandi og eigandi: Haukur Bjarnason Fallegasta folaldið að mati áhorfenda var Gola frá Borgarnesi Skrifað af Kristján Gíslason
Flettingar í dag: 346 Gestir í dag: 94 Flettingar í gær: 291 Gestir í gær: 50 Samtals flettingar: 1568968 Samtals gestir: 181108 Tölur uppfærðar: 20.4.2018 14:02:30 |
clockhere Eldra efni
Tenglar |
© 2018 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is