Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2013 Janúar

29.01.2013 16:11

Folaldasýning

Snæfellingur og Hestamiðstöðin í Söðulsholti
Folaldasýningin 2013.
Laugardaginn 9. febrúar, frá kl. 13:00 verður haldin folaldasýning í Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með tölvupósti til:  einar@sodulsholt.is.
Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið. Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld.

Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 7. febrúar.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.

26.01.2013 23:32

KB mótaröðin

1. mót KB mótaraðarinnar - fjórgangur

Muna taka daginn frá.....2. febrúar   
 
Liðakeppni (lágmark 3 í liði - opin keppni)
Einstaklingskeppni (opin keppni)
 
Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur, 1.flokkur, 2.flokkur 
 
Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 30. jan. á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com eða í s.691-0280 eða  699-6116. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, upp á hvor höndina er riðið, nafn knapa, IS númer hests. Auk þess þarf að koma fram fyrir hvaða lið keppt er ef keppt er fyrir lið.
 
Skráningargjald er 2500.kr fyrir opinn flokk, 1.flokk og 2.flokk (2.fl. 20 keppnir eða minna) og ungmenni. (1.000 kr. fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt.481079-0399 í síðasta lagi fimmtudaginn 2. feb. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is   þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.  Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.   Öll mótin hefjast kl.10:30. 
 
Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum 
Stíupláss til leigu  petursum@hotmail.com eða s.895-1748)
 

25.01.2013 22:58

Fjórðungsmót á Kaldármelum

Sótt á vef Eiðfaxa.

"Hestamannafélögin á Vesturlandi hafa boðið hestamönnum í Norð-Vestur kjördæmi að taka þátt í Fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum nú í sumar. Félögin sem standa að mótinu eru Dreyri á Akranesi, Faxi í Borgarfirði, Glaður í Dalasýslu, Skuggi í Borgarnesi og Snæfellingur á Snæfellsnesi.  Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og Bjarni Jónasson í Grundarfirði verið ráðinn framkvæmdastjóri mótsins eins og 3 undanfarin Fjórðungsmót.

Fulltrúar félaganna á svæðinu hittu framkvæmdanefnd mótsins á fundi sem haldinn var á Gauksmýri 16. janúar sl.  Þar var ákveðið að hestamannafélögin í Skagafirði og Húnavatnssýslu myndu eiga þátttökurétt á mótinu og standa fyrir úrtökum fyrir sína félagsmenn. Mótið verður haldið 3.-7. júlí 2013 á Kaldármelum.
 
Í Skagafirði eru hestamannafélögin Léttfeti á Sauðárkróki, Stígandi í Skagafirði og Svaði á Hofsósi. Í Húnavatnssýslu eru það Neisti og Þytur sem koma að samstarfinu.  Einnig hefur hestamannafélögum á Vestfjörðum verið boðið að taka þátt í mótinu.
 
Gert er ráð fyrir að 50 félagsmenn verði á bak við hvern hest í keppni og standa vonir til þess að með þessu verði fjöldi hrossa í fremstu röð í keppni á mótinu.
Gert er ráð fyrir kynbótasýningu á mótinu, auk ræktunarbússýninga fyrir bú á svæðinu.  Haldin verður opin töltkeppni og jafnvel opin gæðingakeppni fyrir stóðhesta eins og gert var bæði 2001 og 2005.  Sett verður upp heimasíða fyrir mótið og verður hún opnuð fljótlega," segir í tilkynningu frá Framkvæmdarnefnd

20.01.2013 23:55

Keppnisnámskeið

Keppnisnámskeið á vegum Skugga og Faxa
fyrir börn, unglinga og ungmenni.
Námskeiðið verður haldið í reiðhöllinni Faxaborg.
Reiðkennari: Sigvaldi Lárus Guðmundsson.
Fyrirkomulag kennslu:
Laugardagar -  hóptímar 4-6 í hóp
Sunnudagar -  einkatímar
Kennsluhelgar:
26-27. janúar
9-10. febrúar
9-10. mars
13-14. apríl
Verð fyrir félagsmenn með niðurgreiðslu er 14.000 kr.
Nánari upplýsingar fást hjá æskulýðsnefndum Skugga og Faxa
Skráning:
Félagsmenn Skugga hjá Möggu: maggaeg@simnet.is, sími 8987573
Félagsmenn Faxa hjá Önnu: hmffaxi@gmail.com, sími 8570774
Nánari kynning á Sigvalda má finna á heimasíðu hans: http://www.sigvaldi.com/sigvaldi-laacuterus.html

20.01.2013 19:49

Umferð í hesthúsahverfinu

Eftirfarandi er tekið af facebook síðu Skugga. 

Kæru hestamenn, 
Við viljum biðja ykkur um að aka hægar þegar þið farið um hesthúsahverfið hér í Borgarnesi, upp hafa komið nokkur atvik að bílar keyri of hratt og hestar hafa orðið hræddir og jafnvel fælst.
Þið viljið auðvitað að það sé borin virðing fyrir því að þið séuð á útreiðum og þá þurfið þið líka að bera virðingu fyrir öðrum.
18.01.2013 11:02

Laust hesthúspláss

Hesthúsapláss til leigu að Staðarhúsum í Borgarfirði. 

Erum með lausar stíur til leigu. Spónn og hey innifalið, einnig gjafir, úthleypingar og hirðing á stíum á virkum dögum. 
Góð aðstaða, 20 x 45 m reiðhöll, hringgerði og góðar útreiðaleiðir.

Nánari upplýsingar veitir Linda Rún Pétursdóttir í síma 8924050 eða lindarunp@gmail.com

14.01.2013 23:11

Námskeið á vegum Sporthesta

Í vetur verðum við (Birna & Agnar) með reiðkennslu til skiptis á mánudögum. Ef einhverjir hafa áhuga á að smala saman í hóp og koma í kennslu og/eða í einkatíma þá erum við laus eftir kl. 20:00 og væri möguleiki á reiðtíma fyrir áhugasama og eða fyrir kl. 18:30 
 
 Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu www.sporthestar.com & www.facebook.com/sporthestar og/eða senda póst á birnat@yahoo.com eða í síma 699-6116 (Birna) 899-8886 (Agnar)
 
Hugmyndir að námskeiðum.
>  * Kennsla fyrir alla aldurshópa
>  * Hópkennsla/einkatímar
>  * Knapamerkjanámskeið 1,2,3,4,5.
>  * Frumtamningarnámskeið
>  * Ásetuæfingar
>  * Konu/kalla/paranámskeið
>  * Barna/unglinga námskeið
>  * Bóklegir/Verklegir timar (video upptaka)
>  * Boðið upp á reiðkennslu eftir séróskum
>  * Leiðréttingarvinna + reiðtími
>  * Töltþjálfun
>  * Uppbygging á keppnishesti
>  * Fimiþjálfun/mýkjandi og styrkjandi æfingar
>  * Vinna við hendi/vinna með tvöfaldan taum
>  * Að auka sjálfstraust knapa
>  * Þjálfun hóps fyrir sýningar
>  * Hindrunarstökk
> o.fl..

Kv.Birna & Agnar
  • 1
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04