Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2013 Febrúar

24.02.2013 22:54

Úrslit frá KB 23.febrúar

Nú er búið að setja saman skrá yfir sigurvegara KB mótsins sem haldið var laugardaginn 23.febrúar. Eins eru komnar myndir, aðallega frá verðlaunaafhendingum inn á myndalbúmið. Ef einhver á mynd frá verðlaunaafhendingu í tölti T7 í unglingaflokki þætti umsjónarmanni fengur í því að fá hana senda til að setja í albúmið. Myndin sem hér birtist er af sigurvegurum í opnum flokki í 5 gangi. 


22.02.2013 19:44

KB mót 23.2. - ráslisti

Þá birtist ráslisti morgundagsins en í KB mótaröðinni verður keppt í fimmgangi, T2 og T7. 
Röð dagskráratriða er sem hér segir að neðan en athugið að hlé verður gert milli einhverra flokka í forkeppni, svona til að dómarar og starfsmenn geti rétt úr sér. Hér er svo ráslistinn. 

Að þessu sinni er sett met í skráningum - 131 skráning er á þessu móti. 

Kl. 10:30 
T7 Börn
T7 Unglingar
T7 Ungmenni
T7 2.flokkur
T2 1.flokkur
T2 Opin flokkur 
Fimmgangur 21.árs og yngri
Fimmgangur 1.flokkur
Fimmgangur Opin flokkur.

Úrslit. 
B úrslit 
T7 2. flokki 
Fimmgang 1.flokk
Kaffi
A úrslit í öllum greinum.


19.02.2013 22:19

KB mótaröð - 23.2.2013

Styttist í annað mót KB mótaraðarinnar !!
23. febrúar     Fimmgangur, T2 og T7

Fimmgangur: Opin flokkur, 1.flokkur og  (21.árs og yngri -ef næg  þáttaka næst)
 T2:  Opin flokkur og 1.flokkur 
T7: 2.flokkur, Ungmenni, Unglingar og Börn.
Ekki er leyfilegt að keppa á sama hesti í T2 og T7 !!

Liðakeppni (lágmark 3 í liði - opin keppni)
Einstaklingskeppni (opin keppni)
Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur, 1.flokkur, 2.flokkur 

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 21. feb. á netföngin: randi@skaney.is og  birnat@yahoo.com eða í s. 844-5546 eða 699-6116.  Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, upp á hvor höndina er riðið, kennitala knapa, nafn knapa, is númer hests. Auk þess þarf að koma fram fyrir hvaða lið keppt er ef keppt er fyrir lið.

Skráningargjald er 2500.kr fyrir opinn flokk, 1flokk og 2.flokk (2.fl. 20 keppnir eða minna) og ungmenni. (1.000 kr.fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt.481079-0399 í síðasta lagi fimmtudaginn 21. feb. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.  Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.   Öll mótin hefjast kl.10:30. 

Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum 
Stíupláss til leigu (petursum@hotmail.com eða s.895-1748)

3. mót vetrarins:
16.mars  -   Tölt/ skeið í gegnum höllina.

19.02.2013 22:16

Fjórgangsmót Grana

14.02.2013 23:20

Námskeið - Lbhí

Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Matvælastofnun
Tamning hesta og notkun til reiðar felur í sér umtalsverðar breytingar á líkamsstarfsemi þeirra. Meðal annars fær munnurinn nýtt hlutverk sem er gjörólíkt því sem honum er ætlað frá náttúrunnar hendi. 
Þekking á byggingu og virkni munnsins er mikilvæg fyrir samspil manns og hests og til að fyrirbyggja særindi í munni reiðhesta. Á námskeiðinu verður farið ítarlega í líffræði munnsins í máli og myndum auk sýnikennslu á lifandi hestum. Að lokum verða eiginleikar mismunandi méla skoðaðir og hvernig er hægt að draga úr hættunni á að þau og annar beislisbúnaður skaði hestinn. 

Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru 12 þátttakendur. 

Kennari: Dr Sigríður Björnsdóttir, Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Mast. 
Tími: Lau. 23. febrúar 2013, kl 10:00 - 16:00 (7 kennslustundir). Byrjað í bóklegu í stofunni Brú, 2. hæð Ásgarðs á Hvanneyri en haldið eftir hádegi í Hestmiðstöð LbhÍ á Miðfossum. Skráningarfrestur til ca. 18. febrúar. 
Verð: 12.000 kr (kennsla, aðstaða, gögn og hádegisverður) 

Yfirlit námskeiða Endurmenntunar LbhÍ er á heimasíðunni www.lbhi.is/namskeid  þar má einnig skrá sig og greiða fyrir námskeiðin.

13.02.2013 21:07

Félagsmótin í vor

Útimótanefnd Skugga hefur gefið út hvenær mótin okkar í vor verða haldin, fyrsta mótið er Firmakeppnin, síðan er íþróttamót og síðasta mótið er gæðingamót og úrtaka fyrir FM2013

1 maí firmakeppni 
11 maí opið íþróttarmót. 
24 maí úrtaka og Gæðingamót 

Því má sjá að mikið verður um að vera í maí hjá okkur Skuggamönnum. 

10.02.2013 22:16

Ánægjuvogin - styrkur íþrótta

ÁNÆGJUVOGIN -STYRKUR ÍÞRÓTTA

niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt
 íþróttastarf fyrir börn og ungmenni

Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10.bekk.

Mánudaginn 11.febrúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi í Hjálmakletti, menningarhúsi Borgarfjarðar og hefst fundurinn klukkan 20:00.

Þar mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin sé að standast áskoranir nútímasamfélags eða eingöngu að þjálfa til árangurs. Viðar mun styðjast við niðurstöður rannsóknarinnar Ánægjuvogin sem Rannsókn og greining gerði fyrir UMFÍ og ÍSÍ.

Þátttaka er ókeypis og öllum heimil

06.02.2013 08:25

Vetrarmót Grana

06.02.2013 07:39

Vesturlandssýning í Faxaborg

Birt hefur verið auglýsing fyrir Vesturlandsssýninguna í Faxaborg. verður hún haldin laugardaginn 23. mars n.k. og verður mikið um dýrðir. Endilega kíkið á hana.

05.02.2013 12:00

Næsta mót

Frá mótanefnd

Ákveðið hefur verið að keppa í eftirtöldum greinum og flokkum þann 23. febrúar

T2 1-flokkur og opinn flokkur
T7 2-flokkur, ungmennafl. unglingafl. og barnaflokkur
fimmgangur 1-flokkur, opinn flokkur og 21 árs og yngri (ef næg þátttaka).

Nánar auglýst síðar.
kv.
Mótanefnd

02.02.2013 23:20

KB fjórgangur úrslit

Fréttatilkynning frá mótanefnd.
"Það leit ekki vel út með veður þegar fyrsta mót KB mótaraðarinnar var sett en
strax um hádegi lægði vind og flest allir skiluðu sér í hús og fengu að keppa á
sínum fákum þó það hafi ekki allt staðist rétt tímaplön enda lítið við því að
gera þegar veðrið setur strik í reikninginn.  Mikil og góð þátttaka var á þessu
móti, margar flottar sýningar og pallarnir þéttsetnir af áhorfendum sem létu
vel í sér heyra og studdu sína liðsmenn.  Dómarar voru þeir Sigurbjörn
Viktorsson og Guðmundur F.Björgvinsson, þulur Jón Eyjólfsson frá Kópareykjum og
kunnum við þeim kærar þakkir fyrir vel unnin störf.  Næsta KB mót verður 23
febrúar næstkomandi og verður þá keppt í fimmgangi, T2 og T7, nánar auglýst
síðar."

En hérna eru úrslit dagsins í pdf skjali. Niðurstöður forkeppni verða fljótlega aðgengilegar hér á síðunni. Myndir, nánast eingöngu frá verðlaunaafhendingum, eru svo komnar í myndaalbúmið. Gæðin eru svona upp og ofan. Gaman væri ef einhver ætti góðar myndir frá keppninni sem hann væri til í að deila með fleirum. Myndin hérna að neðan er af verðlaunahöfum í barnaflokki.


02.02.2013 15:39

KB mót - B úrslit

Þá eru úrslitin hafin. B úrslitin búin og A úrslitin eftir. Oddur Björn Jóhannsson vann B úrslit í 1. flokki og Sigurlína Erla Magnúsdóttir B úrslit 2. flokks. Myndir af verðlaunahöfum birtast hér fljótlega. 

02.02.2013 14:09

KB mótið

Nú stendur keppni yfir í fjórgangi KB mótaraðar. Veður hafði áhrif á mætingu í morgun en nokkuð riðlaðist röð keppenda í fyrstu flokkunum. Því þurfti að hliðra til fyrir nokkra keppendur. 
En töluverður fjöldi fólks er mættur til að fylgjast með keppninni og fer fjölgandi eftir því sem líður á daginn.

01.02.2013 22:01

Íslandsmót fullorðinna

Eins og kunnugt er verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Borgarnesi í sumar. Framkvæmdaraðili er Hestamannafélagið Faxi en Skuggi mun vinna að framkvæmdinni með þeim. Nú hefur verið ákveðið að mótið verði haldið dagana 11. - 14. júli. Er þar um að ræða helgina eftir fjórðungsmótið á Kaldármelum. Því er ljóst að mikið verður um að vera hjá hestamönnum þessa dagana. 

01.02.2013 18:01

KB mótaröð - ráslisti

Þá er ráslistinn fyrir keppni morgundagsins tilbúinn. Keppendur eru beðnir um að kynna sér vel hvar þeir eru í keppnisröð og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. Tveir keppendur eru inn á í einu svo forkeppnin ætti að geta gengið nokkuð hratt og vel fyrir sig. 
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04