Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2013 Mars

27.03.2013 09:26

Páskatölt Dreyra

Hið árlega Páskatölt Dreyra verður haldið í Æðarodda laugardaginn 30. mars n.k. Keppt verður í T3 í eftirfarandi flokkum: Meistaraflokki, fyrsta flokki, öðrum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki ef næg þátttaka fæst.
Skráningar sendist á netfangið motanefnddreyra@gmail.com fyrir kl. 22 miðvikudaginn 27. mars. Við skráningu komi fram upplýsingar um nafn og IS númer á hrossi, nafn og kennitala knapa, ásamt því upp á hvora höndina skuli sýna. Skráningu verður svarað, svo ef ekki berst svar hefur skráning misfarist og það er á ábyrgð keppenda að fylgja því eftir.
Skráningargjald í fullorðinsflokki er 2500.- fyrir fyrsta hest, en 1500.- fyrir hvern hest eftir það á sama knapa, en 1500.- fyrir börn, unglinga og ungmenni. Skráningargjöldin greiðist á reikning 552 14 601933 kt. 450382-0359 og senda staðfestingu á netfangið motanefnddreyra@gmail.com , fyrir kl. 23. miðvikudaginn 27. mars.


Kaffiveitingar á staðnum
Hlökkum til að sjá ykkur
Mótanefnd Dreyra.


 

25.03.2013 16:29

Rauðanesfjörur 2013

Hin árlega fjöruferð á Rauðanesfjöru verður farin á föstudaginn langa 29 mars

 Lagt verður af stað kl. 11:00 ( fjara er um kl. 14:00 )

Fólk er vinsamlegast beðið að stilla hestafjölda í hóf og athuga að ferðin sé ekki hugsuð fyrir unga krakka.                                                           

 Takið með ykkur góða skapið og klæðnað eftir veðri og vindum A.T.H. það getur verið mótvindur heim J

Allir velkomnir

Ferðanefnd Skugga 


23.03.2013 00:50

Faxaborg - sýningarskrá

Sýningarskrá Vesturlandssýningar 23. mars er komin út. Þar eru upplýsingar um öll sýningaratriðin, hverjir koma fram og á hvaða hestum. Upplagt er að prenta skrána út hafa með sér á sýninguna. 

Fyrir þá sem ekki gátu keypt miða í forsölu á netinu þá er enn möguleiki á því að komast yfir miða. 

Á sýningardegi verður miðasala í  reiðhöllinni Faxaborg milli kl. 13.00 og 15.00.
Hægt er að mæta á staðinn eða hringja í Þórdísi:  8562734 eða Kolbein: 8207649 .
Þeir sýnendur sem koma lengra að og þurfa hesthúspláss geta haft samband við Ingvar í síma: 843-9156 og hann mun aðstoða knapa með að koma hrossum fyrir.

19.03.2013 11:30

Vesturlandssýningin 23.3.2013

Nú er komin lokaútgáfa auglýsingar fyrir Vesturlandssýninguna sem haldin verður í Faxaborg laugardaginn 23. mars n.k. Vakin er athygli á fyrirkomulagi forsölu miða. Nú fer forsalan fram í gegn um sérstakt greiðslukerfi Sportfengs sem búið er að þróa. 
Í auglýsingunni eru leiðbeiningar um hvernig nálgast má miða á morgun og fimmtudag. Eins eru þær hérna líka. 

Forsala aðgöngumiða:
fer fram 20. og 21. mars à Sportfengur.com-skràningarkerfi-skràning-nàmskeið velja þarf Hestamannafélagið Faxa og velja atburðinn: forsala Vesturlandssýning 2013-fara þarf í vörukörfu til að fá greiðsluupplýsingar.

Athugið að pöntun telst ekki gild fyrr en kvittun fyrir greiðslu með pöntunarnúmeri berst.


18.03.2013 21:55

KB mót - niðurstöður

Nú er hægt að skoða niðurstöður frá laugardeginum. Eru þau tvennsskonar, annars vegar úrslit í tölti og skeiði og síðan heildarniðurstaða í liðakeppni og lokastaða í hverjum flokki. 

Myndin hér að neðan er af Stefaníu Sigurðardóttir sem valinn var vinsælasti knapinn af áhorfendum.

 

18.03.2013 21:51

Frá Hmf. Dreyra

Páskatölt Dreyra verður haldið 30. mars n.k. Mótið er opið öllum og er fyrsta löglega töltmót vetrarins á Vesturlandi.  Nánar auglýst síðar með upplýsingum um skráningu og fleira.

16.03.2013 22:38

KB mótaröðin - tölt og skeið

Þá er KB mótaröðinni lokið að þessu sinni. Frábær þátttaka á öllum mótunum, í dag voru um 140 skráningar og á síðasta móti voru þær um 130. Þrátt fyrir þennan fjölda keppenda þá gekk mótið vel fyrir sig á allan hátt. Töltkeppninni var lokið um kl. 16 en þá hófst skeiðkeppnin í gegn um höllina og sáust margir frábærir sprettir. Úrslitin birtast um leið og úrvinnslu gagnanna lýkur. Nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingum eru komnar í myndaalbúmið. Myndin hér að neðan er af Inga Tryggvasyni, liðsstjóra LIT liðsins kampakátum með sigurbikarinn. 


15.03.2013 20:35

Frá ferðanefnd

Nú eru að detta inn upplýsingar um viðburði á vegum ferðanefndar. Ferð á Rauðanesfjörur er skv. hefð föstudaginn langa, þann 29. mars. Væntanlega verður brottför úr hesthúsahverfinu um kl. 10:30. En örugglega betur kynnt er nær dregur. 
Síðan er kvennareið sett á 18. maí og sumarferðin hefur verið sett á helgina 17. - 19. ágúst. Nú er bara að merkja við á dagatalinu. 

15.03.2013 19:52

Dagskrá KB mót 16.3.

10:30 Mót byrjar
Tölt Ungmenna
Tölt unglinga
Tölt barna
Tölt 2.flokkur
Tölt 1.flokkur
Tölt opinn flokkur
Hlé
B úrslit 2.flokkur
B úrslit 1.flokkur
B úrslit opinn flokkur
A úrslit Ungmenna
A úrslit unglingar
A úrslit barna
A úrslit 2.flokkur
A úrslit 1. Flokkur
A úrslit opinn flokkur
Hlé
Skeið 1.flokkur
Skeið opinn flokkur

Verðlaunaafhending, liðakeppni, einstaklingskeppni!!!!!!" segir í tilkynningu frá Mótanefnd

15.03.2013 07:59

KB - ráslisti, tölt-skeið

Ráslisti morgundagsins í KB mótaröðinni er tilbúinn. Að vanda eru margar skráningar og því má búast við góðum degi. En ráslistinn er hérna.  Röð keppnisatriða og sagskrá birtist síðar í dag. 

13.03.2013 10:02

Vesturlandssýning 2013

Nú styttist í stórsýningu hestamanna á Vesturlandi í Faxaborg. Mikið verður í hana lagt og fjölmörg spennandi atriði á dagskránni. Allar nánari upplýsingar er að finna hérna í þessari auglýsingu. 

10.03.2013 22:54

Ferð í Ölfushöllina 14. mars.

Æskulýðsnefnd Hmf. Skugga hyggst standa fyrir ferða á Meistaradeildina, eins og gert var í fyrra - en þátttaka getur ráðið því hvort verður af ferðinni.

Þessi ferð er hugsuð fyrir börn/unglinga og foreldra/forráðamenn þeirra, en þó er öllum félagsmönnum Hmf. Skugga velkomið að koma með, meðan pláss er.

Lagt verður af stað með rútu frá Hyrnunni kl 16:30 og ekið sem leið liggur austur í Ölfushöll.  Ekkert stopp á leiðinni og  ráðgert að vera komin þangað rúmum klukkutíma fyrir sýningu.  Einhver veitingasala er á staðnum en gott er að vera með smá nesti líka.  Áætluð heimkoma er um miðnætti .

Kostnaður við ferðina er kr. 3.000,- fyrir 13 ára og eldri, en kr. 2.000,- fyrir 12 ára og yngri.(Miðinn á mótið og rútuferð) 

Tilkynna þarf þátttöku, í allra síðasta lagi, fyrir mánudagskvöldið 11. mars.

maggaeg@simnet.is  eða síma 8987573  - Margrét Eggertsdóttir

 (Sjálfsagt er að fylla rútuna og eru því áhugasamir félagsmenn hvattir til að hafa samband )


09.03.2013 01:31

KB - tölt og skeið

Styttist í þriðja og síðasta mót KB mótaraðarinnar !!

16. mars Venjuleg töltkeppni og skeið í gegnum höllina.

 Liðakeppni (lágmark 3 í liði - opin keppni)

Einstaklingskeppni (opin keppni)

Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur, 1.flokkur, 2.flokkur.
Opinn flokkur og 1.flokkur í skeiði ef næg þáttaka næst

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 12. mars. á netföngin: randi@skaney.is eða í s. 844-5546 eða 663-6715 Jón Kristján.  Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, upp á hvor höndina er riðið, kennitala knapa, nafn knapa, is númer hests. Auk þess þarf að koma fram fyrir hvaða lið keppt er ef keppt er fyrir lið.

 Skráningargjald er 2500.kr fyrir opinn flokk, 1flokk og 2.flokk (2.fl. 20 keppnir eða minna) og ungmenni. (1.000 kr.fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir börn og unglinga. 

Börn og unglingar þurfa að borga jafnt og hinir ætli þeir að vera með í skeiði. Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt.481079-0399 í síðasta lagi fimmtudaginn 14. mars. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.  Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina. Verðlaunaafhending fyrir einstaklings- og liðakeppni í lokin!   Öll mótin hefjast kl.10:30.

 Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum

08.03.2013 13:47

FEIF Youth Camp í Noregi 2013


FEIF Youth Camp í Noregi 2013

FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 22. - 29. júlí 2013 í vesturhluta Noregs, milli Álasunds og Moldö. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Það er norska Íslandshestasambandið í samstarfi við þjálfunarstöðvarnar Kjersem og SP og hestamannafélagið á staðnum, Vestnes. Gistingin verður til að mynda í Kjersem.

Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Noregi er til dæmis þetta:

Ø  2 reiðtúrar á íslenskum hestum í hinum stórfenglegu norsku fjöllum

Ø  Fjallganga upp á eitt fallegasta fjall Noregs með leiðsögumanni sem hefur klifið Mount Everest

Ø  Fræðsla um tamningu hesta

Ø  Dagsheimsókn til heimsmeistarans Stians Pedersen

Ø  Farið í viðarkyntan heitan pott

Ø  Skoðunar- og verslunarferð í Ålesund

Ø  Þjálfað fyrir litla keppni

Ø  Geirangursfjörður heimsóttur en hann er sannarlega fallegur staður og er m.a. á heimsminjaskrá UNESCO

Ø  Grillkvöld og margt fleira!

Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 5. apríl 2013 og skulu umsóknirnar berast á netfangið hilda@landsmot.is fyrir þann tíma.

Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir Æskulýðsmál. Einnig hægt að nálgast umsóknina með því að smella hér.

Kostnaður við búðirnar er ?550 sem er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Noregi. Flug og ferðir til og frá FEIF YC staðnum í Noregi eru ekki innifaldar.

Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið hilda@landsmot.is.  

04.03.2013 12:49

Vesturlandssýning í Faxaborg

Laugardaginn 23. mars n.k. verður stórsýning í Faxaborg, Vesturlandssýningin. Verður vel til hennar vandað og því er nauðsynlegt að þeir sem vita af atriðum sem ættu heima þar setji sig í samband við skipuleggjendur. Sameinumst um það hesta - og hestaáhugamenn að gera þessa sýningu sem glæsilegasta, bæði með góðum atriðum og eins góðri mætingu. En skoðið auglýsinguna um sýninguna. 
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04