Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2013 Apríl

30.04.2013 10:41

Fræðslu - og skemmtiferð

Kynbótanefnd Skugga stendur fyrir skemmtiferð í Vestur-Húnavatnssýslu, n.k. laugardag, 04. maí 2013.

Lagt verður af stað með rútu frá plani Menntaskólans, kl. 10:30 - og er áætluð heimkoma um kl. 20:00.

Þátttökugjald er kr. 3.000,- á mann, sem greiðist við upphaf ferðar.
Börn og unglingar, 16 ára og yngri, greiða lægra þátttökugjald, eða kr. 2.000,-

Heimsóttir verða 2-3 búgarðar í Vestur-Húnavatnssýslu og kíkt við á Hvammstanga.  Líklegir áfangastaðir eru Grafarkot, Lækjarmót, Gauksmýri og Hvammstangi.

Skráning í þessa ferð er hjá Halldóri Sigurðssyni, í síma 892 3044 - og er skráningarfrestur til fimmtudagskvölds 02. maí n.k.

Allir félagar í Hmf. Skugga eru velkomnir - það er þó miðað við að börn og unglingar, 16 ára og yngri, séu í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum.

F.h. Kynbótanefndar Hmf. Skugga
Halldór Sig.

24.04.2013 23:15

Firmakeppni

FIRMAKEPPNI 1. MAÍ

KEPPT ER Í
 - Pollaflokk yngri en 10 ára allir fá verðlaun
 - Barnaflokk
 - Unglingaflokk 
 - Ungmennaflokk
 - Konur 
 - Karlar
Keppni hefst kl. 14.00
Verðlaunaafhending að loknu móti í félagsheimili
Kaffisala á vegum félagsins

Mótanefnd

23.04.2013 16:58

Íþróttamót Snæfellings

Opið Íþróttamót Snæfellings

í Grundarfirði  sunndudaginn 28. apríl, kl. 10

-Barnaflokkur -

V2( fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 

T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).

-Unglingafl. -

V2 (fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 

T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).

-Ungmennafl. - 

V2 (fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu),

 T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).

-2.flokkur. - 

V2 (fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 

T7 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu, Hæt tölt snúið við frjáls ferð á tölti). 

Þessi flokkur er ætlaður þeim sem eru lítið keppnisvanir eða eru að hefja keppnisferilinn.

-Opinn flokkur -

V1,(fjórgangur

F1,(fimmgangur)

T1,(tölt)  einn inn á vellinum í einu.

Gæðingaskeið

100 m skeið

Pollaflokkur 9 ára og yngri verður í hádegishléinu og allir fá viðurkenninguskráning á staðnum í Pollaflokkinn

Athugið breyttar reglur:

Athygli keppenda er vakin á því að nú má ekki lengur skipta um hest (koma með annan hest en þann sem skráður var) þó svo að um íþróttakeppni sé að ræða. Einnig á því að í keppnisgreininni Tölt T3 eru úrslit riðin eins og forkeppni, þ.e. hvert atriði sýnt aðeins upp á aðra höndina en ekki upp á báðar hendur eins og í T1. Lámarkseinkunn var feld niður og því mega  allir keppa í (V1, F1, T1,).  Einnig  minnum við á að nú þarf barn að verða að lágmarki 10 ára á árinu til að mega keppa.

Skráningar:

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 2000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagur 25. apríl á miðnætti og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

Skráningakerfið - leiðbeiningar

Það er búið að útbúa kennslumyndband þar sem farið er í gegnum skráningu á mót með skráningakerfi okkar hestamanna. Myndbandið er hér.

Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við: 
Sigurodd í síma 8979392 
Kveðja Mótanefnd Snæfellings


23.04.2013 16:56

Skeifudagur Grana

Skeifudagur Grana á Mið-Fossum

Sumardaginn fyrsta verður haldinn hátíðlegur Skeifudagur Grana á Mið-Fossum í Andakíl, sem er hestamiðstöð LbhÍ. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt við LbhÍ afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum. Reiðkennari nemenda í vetur er Heimir Gunnarsson. Dagskráin hefst kl. 9 á Mið-Fossum, sem er skammt frá Hvanneyri, með forkeppni í Reynisbikarnum, en kl. 13 hefst formleg dagskrá. Þarna verða sýningaratriði reiðkennara, kynning á frumtamningatryppum, úrslit í keppni um Reynisbikarinn og Gunnarsbikarinn. Klukkan 15 verða verðlaun afhent og reiðmenn útskrifaðir í mötuneyti skólans á Hvanneyri.  

17.04.2013 23:29

Ratleikur

Ratleikur á hestbaki:

Allir að skella sér í  ratleik laugardaginn

27. apríl kl. 11.00.

Mæting við félagsheimili hestamanna, Vindási.

Skemmtilegur leikur fyrir hressa krakka, mömmur og pabba, afa og ömmur, frænkur og frændur.

Allir velkomnir.

Eftir ratleikinn verður verðlaunaafhending og grill í félagsheimilinu.

 

Æskulýðsnefnd Skugga

16.04.2013 08:29

Íþróttamót Glaðs

Opið íþróttamót Glaðs 20. apríl

Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 20. apríl og hefst stundvíslega kl. 10:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni:

Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Pollaflokkur (9 ára og yngri): tölt á frjálsum hraða, 1 hringur upp á hvora hönd

Tölt T3: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

Úrslit:

Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur

Fimmgangur: opinn flokkur

Tölt: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

100 m skeið

 

Skráningar:

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin. Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.

Hér er myndband sem sýnir notkun skráningakerfisins. Ef einhver lendir samt í vandræðum er sjálfsagt að hafa samband við Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is eða við Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.  

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 17. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

 

Athugið breyttar reglur:

Athygli keppenda er vakin á því að nú má ekki lengur skipta um hest (koma með annan hest en þann sem skráður var) þó svo að um íþróttakeppni sé að ræða. Einnig á því að í keppnisgreininni Tölt T3 eru úrslit riðin eins og forkeppni, þ.e. hvert atriði sýnt aðeins upp á aðra höndina en ekki upp á báðar hendur eins og í T1 sem við höfum hingað til keppt í. Loks minnum við á að nú þarf barn að verða að lágmarki 10 ára á árinu til að mega keppa í barnaflokki.

Mótanefnd GlaðsÍþróttamót Glaðs

16.04.2013 08:24

Járninganámskeið

Gunnar Halldórsson verður með járninganámskeið við Vindás 5 í Borgarnesi

Laugardaginn   20 apríl frá kl 10:00- 17:00. 

Farið verður yfir grunnatriði járninga, sýni kennsla, og nemendur mæta með tvo hesta sjálfir til að járna og þau verkfæri sem að þeir eiga.

Námskeiðið kostar 15000 kr ( innifalið, hádegismatur  og léttar kaffiveitingar ) 

Verslunin Knapinn veitir 20% afslátt af járningarverkfærum og skeifum sem kynnt verður á staðnum. 

Aðeins fimm manns komast á námskeiðið að yfir daginn svo að um að gera að panta sem fyrst í netfang gunnararnbjorg@gmail.com

Nánari upplýsingar gefur Gunnar í síma 8988134

Fræðslu og Skemmtinefnd Skugga.

12.04.2013 12:16

Hestaumferð um Vallarás

Nokkuð hefur borið á því í vetur að hestamenn hafi notað sér Vallarásinn til þjálfunar hrossa sinna. Er það alveg bannað skv. auglýsingu frá árinu 2002 en þá birtist meðf. auglýsing í Lögbirtingarblaðinu.

Auglýsing
um umferð í Borgarbyggð
Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og að fenginni tillögu bæjarstjórnar Borgarbyggðar hefur 
verið ákveðið að banna alla umferð  hrossa eftir Vallarási í Borgarnesi. 
Ákvörðun þessi tekur gildi við birtingu auglýsingarinnar.
27. júní 2002.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi,
Stefán Skarphéðinsson.

05.04.2013 08:10

Sýnikennsla í Faxaborg

Sýnikennsla í Faxaborg.

Á miðvikudaginn  10.apríl n.k.  kl. 20.30  verður haldin sýnikennsla með Jakobi Sigurðssyni sem  segir frá og sínir þjálfunaraðferðir sem hann notar.   Jakob þarf vart að kynna, hann er einn okkar besti keppnis-  og sýningarknapi.  Var valinn íþróttaknapi 2012, m.a. tvöfaldur Íslands meistari.

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri sem þarna gefst.

Að lokinni sýnikennslu verður kynning á hinni nýju keppnisgrein  Töltfimi.   Trausti Þór Guðmundsson  mun  þar miðla af sinni alkunnu snilld. 

Miðaverð er kr. 2.500 , börn 6-12 ára kr. 1.000, yngri enn 6 ára frítt  innifalið í miðaverði er happdrættismiði og eru margir góðir folatollar í vinning.   

T.d. undir  Abraham f. Lundum, Blæ f. Hesti, Blæ f. Torfunesi,  Dyn f. Hvammi, Fálka f. Geirshlíð, Hákon f. Ragnheiðarstöðum,  Huginn f. Haga, Leikni f. Vakurstöðum,  Sólon f. Skáney, Straum f. Skrúð, Takt f. Stóra Ási og  Þyt f. Skáney.

Allur ágóði rennur til reiðhallarinnar Faxaborgar.   • 1
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750204
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:05:04