Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2013 Maí

29.05.2013 10:08

Karlrembureiðin

Hin árlega Karlrembu-reið verður farin laugardaginn 1.júní n.k.

Lagt verður af stað frá Vindási 2a, (Halldór Sig/Helgi Helga), kl: 18:00

Gert er ráð fyrir einhesta-reiðtúr, um 10-15 km.

Léttar veitingar í boði, í Reiðhöllinni við lok reiðtúrs.

Þáttökugjald er 3.000 kr og skal greitt á staðnum, við upphaf ferðar!

Skráning er fyrir kl: 16:00 föstudaginn 31. maí.

 

Skráning hjá Helga Helgasyni, í síma 894-5030 og hjá Halldóri Sigurðssyni, í síma 892-3044

ALLIR KARLMENN VELKOMNIR!

26.05.2013 00:52

Gæðinga - og úrtökumót - úrslit

Gæðinga - og úrtökumóti Faxa og Skugga lauk um kl. 23 en það hófst kl. 10 að morgni laugardags 25. maí. Skráningar voru rúmlega 100 þannig að ekki kom á óvart þótt langt yrði liðið á kvöldið þegar því lyki. Margar glæsisýningar sáust þrátt fyrir að veðrið væri ekki alltaf upp á sitt besta. Athygli vakti hvað dómarar voru sammála í dómum sínum en samræmi var afar gott í langflestum tilfellum. Hérna er að finna niðurstöður mótsins, bæði úr forkeppni og úrslitum. Efstu þátttakendur hestamannafélaganna unnu sér þátttökurétt á FM á Kaldármelum en ekki er þó sjálfgefið að þeir nýti sér það. Verður vonandi ljóst fljótlega hverjir verða fulltrúar félaganna á Kaldármelum í júlí. Myndir verða settar inn í myndaalbúm fljótlega. Ef einhverjir eiga góðar myndir sem vilji er til að deila með öðrum þá endilega koma þeim til umsjónarmanns. 

 

24.05.2013 16:24

Ráslisti gæðinga - og úrtökumóts

Þá er ráslistinn fyrir mótið á morgun, laugardag, tilbúinn. Standa vonir til þess að eftir honum verði hægt að fara. Minnt er á reglur um breytingar á mótsstað. Mótið hefst kl. 10 stundvíslega og er byrjað á barnaflokki, síðan er unglingaflokkur og þá ungmennaflokkur. Að honum loknum er hádegishlé. Er reiknað með því um kl. 12:30 ef allt gengur eðlilega fyrir sig. Eftir hádegi er svo byrjað á B flokki og endað á A flokki. 

23.05.2013 17:19

Gæðinga - og úrtökumót

Nú liggur fyrir að Gæðinga - og úrtökumót Faxa og Skugga er stórt mót. Skráningar eru orðnar yfir 100 og skiptast þannig milli flokka.
A flokkur - 25
B flokkur  - 35
Ungmennaflokkur - 15
Unglingaflokkur - 14
Barnaflokkur  - 9
100 m. skeið - 9 hestar skráðir en opið fyrir skráningu fram að kappreiðum sem og í brokki og stökki. 

Keppendalisti (ekki ráslisti) er tilbúinn að mestu, þó vantar inn einn keppanda í B flokk og annan í ungmennafl. Ef þið sjáið villur í listanum þá endilega látið vita sem allra fyrst. Ráslisti birtist vonandi fljótlega eftir hádegi á morgun. 
Röð flokka í forkeppni verður þannig: Barnaflokkur - unglingaflokkur - ungmennaflokkur - B flokkur - A flokkur. Reiknað er með hádegishléi þegar ungmennaflokki lýkur. Nánar um það síðar. 

21.05.2013 23:54

Reiðkennaranemar í Faxaborg

KENNSLUSÝNING Í BORGARNESI 

-         frá grunni til afkasta -

Kennslusýning reiðkennaranema Hólaskóla verður haldin í reiðhöllinni Borgarnesi föstudaginn 24. maí, kl. 20:00.

Farið verður í uppbyggingu reiðhests stig af stigi, frá grunni til afkasta. Unnið verður út frá þjálfunarstigum Hólaskóla.

 Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.

 Hlökkum til að sjá ykkur J

 Reiðkennaranemar Hólaskóla

17.05.2013 23:55

Gæðinga - og úrtökumót

Ákveðið hefur verið að hestamannafélögin Faxi og Skuggi haldi eitt sameiginlegt gæðingamót og úrtöku fyrir FM á Kaldármelum. Faxi má senda 5 keppendur í hvern flokk en Skuggi 6. Einkunnir úr forkeppni eru lagðar til grundvallar þátttökurétti á FM. Ein úrslit verða riðin í hverjum flokki en átta efstu úr forkeppni ávinna sér rétt til þess að taka þátt í úrslitum. 

ÚRTAKA FYRIR FJÓRÐUNGSMÓT OG GÆÐINGAMÓT FAXA OG SKUGGA

Mótið er haldið á félagssvæði Skugga við Vindás, Borgarnesi 25. maí 2013

Keppni hefst kl. 10.00 og lýkur skráningu miðvikudaginn 22. maí kl 22.00

 KEPPNISGREINAR:

Barnaflokkur - Unglingaflokkur - Ungmennaflokkur - A fl. Gæðinga - B fl. gæðinga

100 m. fljótandi skeið - 150 m. brokk - 150 m. stökk. 

Skráningargjald 2500 kr (1000 kr fyrir annan hest), börn og unglingar 1000 kr. Engin skráningargjöld í kappreiðar.

Eftirtalið þarf að koma fram svo skráning teljist gild: Keppnisflokkur, nafn eiganda hests og kennitala og nafn knapa, IS númer og nafn hests.

Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt. 481079-0399 í síðasta lagi miðvikudaginn 22. maí annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista. Skráning  kristgis@simnet.is og sigridur@gbf.is

 Senda skal kvittun á: helga.bjork@simnet.is. Eftirfarandi þarf að greina frá við greiðslu: Hestur og knapi sem greitt er fyrir.

 Þeir sem vilja fá leigðar stíur í Faxborg hafi samband við Ingvar í síma 843 9156.

Vanti ítarlegri upplýsingar um mótið má hafa samband við Sigurð í síma 897-2171. 

Sjáumst sumarmótanefndir Faxa og Skugga.


16.05.2013 22:43

Íþróttamót - úrslit

Nú er hægt að skoða úrslitin frá íþróttamóti Faxa og Skugga sem haldið var laugardaginn 11. maí s.l. Skjalið inniheldur bæði forkeppni og úrslit. Síðan er bara að undirbúa þátttöku í næsta mótri sem haldið verður laugardaginn 24. maí. Er það gæðinamót og jafnframt úrtaka fyrir FM á Kaldármelum í júlí. Auglýsing birt á morgun, föstudag. 

10.05.2013 14:38

Raslisti 11.5.2013

Nu er raslistinn tilbuinn og er hann her ad finna. Eins birtist hann hja Faxa og trulega vidar. 

10.05.2013 08:37

Ráslisti íþróttamóts

Ráslistinn birtist hér um leið og hann  berst.Væntanlega seinnipartinn í dag. 

06.05.2013 22:00

Aðalfundur Hrossvest

Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands 
Verður haldinn  08. maí 2013 n.k. kl. 20.30 í Hótel Borgarnesi.
Venjuleg aðalfundarstörf.
 
Stjórnin. 
 

06.05.2013 15:13

Sumarbeit

Umsóknir um beitarhólf fyrir árið 2013 skulu berast skriflega til beitarnefndar Skugga fyrir 13. maí n.k., í netföng:   dila@simnet.is, Ólafur Þorg. (899 6179) habbasigga@simnet.is, Andrés Jóh. (860 9030)

Í umsóknum skal tilgreina fjölda hrossa sem sótt er um fyrir, í sumarbeit, í haustbeit eða í heilsársbeit.

Beitarnefnd Skugga

04.05.2013 11:34

Breytingar á reglum LH

Nú er ekki lengur heimilt að skipta um hest í keppni (koma með annan en skráður var)  - þótt um íþróttakeppni sé að ræða.Eins eru nú komnar nýjar reglur um aldur keppenda í barnaflokki. Þar mega einvörðungu keppa börn sem verða 10 - 14 ára á árinu. Ekki er heimilt að keppa upp fyrir sig þótt ekki sé boðið upp á keppni í pollaflokki. Ennfremur eru úrslit í T3 riðin eins og í forkeppni, þ.e. bara upp á aðra hönd. 

04.05.2013 11:01

Íþróttamót Skugga og Faxa

OPIÐ ÍÞRÓTTAMÓT FAXA OG SKUGGA 11. MAÍ

Keppni hefst kl. 10.00 á félagssvæði Hmf. Skugga við Vindás.

KEPPT ER Í

 - Barnaflokki (börn fædd 2000 - 2003) , tölti T3 og fjórgangi V2

 - Unglingaflokki, tölti T3 og fjórgangi V2

 - Ungmennaflokki, tölti T1 og fjórgangi V2

 - Opinn flokkur, tölt T1, fjórgangur V2, fimmgangur F2 og gæðingaskeið.

Skráningagjald er 2500 kr (1000 kr fyrir annan hest), börn og unglingar 1000 kr

Eftirtalið þarf að koma fram svo skráning teljist gild:

Keppnisgrein og flokkur, upp á hvora höndina er riðið, kennitala og nafn knapa og IS númer og nafn hests

Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt. 481079-0399 í síðasta lagi þriðjudaginn 7. maí því annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.

Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is  þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.

Skráð er í gegnum sportfengur.com (skráð undir Faxa , Íþróttamót Skugga og Faxa )

Æskilegt er að skráningar fari í gegnum sportfeng. Skráningar í síma 897-2171 Sigurður og helgikh@simnet.is

Skráningu lýkur þriðjudaginn 7. maí kl 22.00


02.05.2013 23:27

Fjölskyldureiðtúr

Fjölskyldureiðtúr fimmtudaginn 9. maí, 2013 (uppstigningardag )

Lagt af stað frá félagsheimilinu kl: 14.00. Kaffi / kakó í félagsheimilinu á eftir.

Allir velkomnir

Æskulýðsnefnd Skugga  

02.05.2013 23:24

Ferðin á laugardag

Þetta er lokaútkall í skemmtiferð Kynbótanefndar, sem fara á í Vestur-Húnavatnssýslu n.k. laugardag, 04. maí 2013. (sjá frétt hér neðar)
Lagt verður af stað með rútu frá plani Menntaskólans, kl. 10:30.

Þeir sem enn eru ekki búnir að skrá sig í ferðina geta gert það fyrir kl. 12:00 á morgun, föstudag, til Halldórs Sig. í síma 892-3044.
Allir þeir sem áhuga og tök hafa á eru hvattir til að skrá sig í ferðina.
kveðja,
Fyrir hönd Kynbótanefndarinnar
Stefán Logi

Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21