Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2013 Júní

30.06.2013 23:02

Fjórðungsmót á Kaldármelum

Nú styttist óðum í það að FM 2013 á Kaldármelum hefjist. Dagskráin byrjar á miðvikudaginn kl. 8 með knapafundi og svo byrjar keppnin með forkeppni í ungmennaflokki. Dagskráin og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins  eru lesendur hvattir til að skoða hana. 

29.06.2013 00:16

Íslandsmót fullorðinna

Heimasíða Íslandsmóts fullorðinna 2013 er komin í loftið. Þið finnið hana hérna en minnt er á að skráningu á mótið lýkur 2. júlí á miðnætti. Framkvæmdanefnd mun kappkosta að bæta inn nýjum fréttum reglulega fram að móti. 
Minnt er á að panta þarf hesthúspláss og beitarhólf um leið og skráð er og senda skal beiðnir um slíkt á Kristján eða Martein.
Undirbúiningur er í fullum gangi og standa væntingar mótshaldara til þess að vel takist til. 

27.06.2013 23:56

Kaldármelar - vinna

Póstur frá formanni - Stefáni Loga Haraldssyni.

Ágætu Skugga-félagar,

Nú er að skella á Fjórðungsmót á Kaldármelum, í næstu viku, (03.-07. júlí n.k.).  Við í Hmf. Skugga erum, ásamt félögunum hér á Vesturlandi, framkvæmdaaðilar að því móti, eins og þið væntanlega vitið. Fulltrúar okkar í framkvæmdanefndinn eru þeir Ámundi Sigurðsson og Ingi Tryggvason. Framkvæmdastjóri mótsins er Bjarni Jónasson (sími: 894-9758).
Þar sem við erum hluti af framkvæmdaaðilum mótsins er þess vænst að við getum lagt til einhverja sjálfboðavinnu við undirbúning fyrir mótið - og því er þessi póstur sendur nú að biðla til félaga í Skugga, þeirra sem áhuga-, vilja- og möguleika hafa að koma á Kaldármela og hjálpa til n.k. sunnudag (30. júní), kl. 12:00 og n.k. þriðjudag (02. júlí), kl. 10:00 - ef þess þarf?

23.06.2013 00:31

Íslandsmót - skráningar

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Íslandsmót fullorðinna sem haldið verður á vegum Hmf. Faxa í Borgarnesi 11.- 14. júlí n.k. Frestur til að skrá sig rennur út 2. júlí en enn er tækifæri til að ná lágmörkum á mótið. Hmf. Hörður er t.d. með opið íþróttamót síðast í júní og upplagt að reyna þar við lágmörkin fyrir þá sem hafa ekki náð þeim.
Þeir sem þurfa hesthúspláss fyrir hrossin sín og/eða skammbeitarhólf þurfa að senda sérstaka beiðni þar um til kristgis@simnet.is eða marteinn@loftorka.is Leiðbeiningar varðandi skráningar að öðru leiti eru hér meðfylgjandi. 

Skráningar:

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Mót í valmynd. Hestamannafélag sem heldur mót er Faxi og áframhaldið rekur sig sjálft en munið að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.


Ef einhver lendir í vandræðum með þetta má hafa samband við Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is   

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í lok skráningarferlisins. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 6.000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er þriðjudagurinn 2. júlí og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

18.06.2013 12:14

Íslandsmót 2013 - réttur til þátttöku

Rétt er að árétta það að árangur frá árinu áður gildir inn á Íslandsmót í ár, sem og allur árangur sem náðst hefur í opnum flokkum á löglegum mótum, t.d. T1 og T3 á árunum 2012 og 2013. Þá eru F1 og F2 einnig fullgildir, þ.e. allir fullorðinsflokkar (1.flokkur og 2.flokkur) og meistaraflokkur, sjá reglu 5.2. í lögum og reglum LH.

12.06.2013 09:04

Íslandsmót 2013


Eins og kunnugt er verður Íslandsmót fullorðinna haldið í Borgarnesi í sumar, nánar tiltekið dagana 11. - 14. júlí n.k. Framkvæmd er á vegum Hmf. Faxa með stuðningi Hmf. Skugga. Hestamannafélagið Faxi fagnar 80 ára afmæli sínu í ár og er vel við hæfi að standa fyrir slíkum viðburði af því tilefni. Formaður framkvæmdanefndar er Birna Tryggvadóttir Thorlacius og er unnið að undirbúningi af fullum krafti þannig að mótið og umgjörð þess verði sem best. Á allra næstu dögum verður opnað fyrir skráningu og verður það auglýst sérstaklega en miðað er við að skráning fari fram í gegn um skráningarkerfi Sportfengs. Vakin er athygli á auglýstum lágmarkseinkunnum til að geta skráð sig til leiks. Enn er hægt að reyna við þau á nokkrum mótum sbr. mótaskrá en lokafrestur til að skrá sig verður miðaður við mánaðarmótin júni - júlí.

Í Borgarnesi verður möguleiki á því að fá hesthúspláss fyrir keppnishross og eins verður möguleiki á því að setja upp skammbeitarhólf nærri keppnissvæðinu.

Gistimöguleikar eru margir - Eru hér nokkrir nefndir, Hótel Borgarnes, Hótel Hamar, Borgarnes Hostel, Lækjarkot, Staðarhús og Egils guesthouse. Síðan eru tjaldsvæði í Borgarnesi, í Fossatúni og við Hótel Brú. Allir ættu því að finna sér eitthvað við sitt hæfi, að vísu má reikna með að einhverjir staðir séu þegar uppseldir.

Það er von aðstandenda mótsins að það verði sem glæsilegast og þangað komi fjöldi manns til að fylgjast með okkar bestu knöpum og hestum í spennandi keppni. 

06.06.2013 23:40

Fjórðungsmót 2013

Nú styttist í fjórðungsmót. Framkvæmdanefnd mótsins hefur sent formönnum allra aðildarfélaga bréf með upplýsingum um mótið, skráningar, fjölda þátttakenda og fleiri atriði sem vita þarf um. Margt af þessu á beint erindi til allra hestamanna og því er bréfið birt hérna fyrir þá sem vilja kynna sér hvað verður um að vera, sem og hvernig á að skrá í opnar keppnir mótsins. 
Birti hérna niðurlag bréfsins en það má 
lesa í heild sinni hérna. 

"Mótssvæðið er að verða hið glæsilegasta og mun mótstjórn Fjórðungsmóts einnig leggja sitt af mörkum til að mótið verði sem veglegast og hestamennskunni til sóma.

 Lagt verður upp úr því að vera með skýra upplýsingamiðlun til áhorfenda m.a. með risaskjá sem staðsettur er við keppnisvöllinn.

 Það er von framkvæmdanefndar að góð stemning sé fyrir þátttöku félaga ykkar á mótinu og að hestamenn fjölmenni á Fjórðungsmót á Kaldármelum í sumar."   • 1
Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751268
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 16:17:29

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1751268
Samtals gestir: 200423
Tölur uppfærðar: 19.12.2018 16:17:29