Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2013 Júlí

27.07.2013 01:17

Unglingaferð

Sumarferð unglinga Skugga helgina 10-11 ágúst 2013. 

Ferðin er ætluð unglingum fæddum 2000 og eldri.

Farið er frá hesthúsahverfinu laugardaginn 10 ágúst kl. 12:00.  Riðið inn í Lambafell  ( Álfthreppingakofa ) og gist þar. Á sunnudag  er svo riðið heim .

Kostnaður er 4000 kr á ungling sem er fyrir gistingu, grill á laugardagskvöld og trúss.

Það sem þarf að hafa með sér er , gott nesti og morgunmat, eitthvað til að sofa við (dýnur eru á staðnum)og góðan fatnað í samræmi við veðurspá .

Þátttöku þarf að tilkynna fyrir þriðjudagskvöldið 6. ágúst til Margrétar í síma 898-7573 eða netfang maggaeg@simnet.is

 Æskulýðsnefnd Skugga

20.07.2013 01:24

Unglingalandsmót 2013

Borgfirðingar á Unglingalandsmót
16.  Unglingalandsmót  UMFÍ  verður  haldið  á  Höfn  í  Hornafirði  um  verslunarmannahelgina. 
Ungmennasamband Borgarfjarðar hvetur alla á aldrinum 11  -  18 ára  til að taka þátt í mótinu en 
þar er keppt í 14 greinum. 
Greinarnar  sem  keppt  er  í  eru:  Fimleikar,  golf,  glíma,  frjálsíþróttir,  Karate,  Knattspyrna, 
Körfuknattleikur, Motocross, sund, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, skák, strandblak og starfsíþróttir. 
Fyrirkomulag í fótbolta og körfubolta er þannig að bæði er hægt að skrá einstaklinga eða lið. Ef 
krakkar ná í lið er liðinu gefið nafn og þau skráð í það, en séu þau ekki í liði er  hægt að skrá þau 
sem einstaklinga og eru þá sett í lið með einhverjum öðrum einstaklingsskráðum en reynt er að 
láta einstaklinga úr sama héraðssambandi vera saman í liði þó þeir nái ekki í heilt lið. Krökkunum 
er líka heimilt að safna saman í lið úr fleiri en einu héraðssambandi ef þau vilja. 
Ungmennasamband  Borgarfjarðar  og  héraðssamböndin  í  nágrennni  við  okkur  eiga  saman stórt samkomutjald sem tjaldað er á tjaldsvæði félaganna og eru þangað allir velkomnir en samböndin 
hafa  boðið uppá  kaffi,  kakó og  stundum  jafnvel  bakkelsi  í  tjaldinu,  þar eru  haldnir  liðsfundir þar sem  farið  er  yfir  árangur  dagsins  og  stundum  grillað  saman.  Góð  stemmning  er  yfirleitt á tjaldsvæðinu og því allir hvattir til að vera með fjölskyldunni á tjaldsvæðinu yfir helgina eða amk. 
koma þar við. 
Á föstudeginum 2. ágúst er mótið sett og ganga þá liðin inn á leikvanginn með fánabera fremstan. 
Mikið  hefur  verið  lagt  upp  úr  því  að  allir  keppendur  liðsins  mæti  í  skrúðgönguna  og  helst í 
einkennisfötum UMSB, en stefnt er að því að keppendur fái stuttermaboli í ár merkta UMSB í boði 
öflugra  styrktaraðila  líkt  og  hefur  verið.  Einnig  er  í  boði  að  kaupa  henson  UMSB  galla sem er merktur UMSB og kostar 10.000 kr, peysa  og buxur, en einnig  er í boði að bæta félagsmerki á 
þann galla,  t.d. merki Ungmennafélaganna, Golfklúbbsins eða hvaða félags sem er innan UMSB. 
Gallarnir verða þó ekki til á lager og þarf því að máta galla og panta en það er hægt á opnunartíma 
UMSB sem auglýstur er á heimasíðu sambandsins og þarf að ganga frá pöntun fyrir mánudaginn 
22. júlí.
Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna á heimasíðu þess:  www.ulm.is,  en allar skráningar fara í gegnum þá síðu og eins greiðsla þátttökugjalda.  Skráningarfrestur rennur út  laugardaginn 27. júlí
Liðsstjóri  UMSB  er  Hrönn  Jónsdóttir,  framkvæmdastjóri  UMSB  og  getur  hún  aðstoðað  við 
skráningar og veitt upplýsingar í gegnum netfangið umsb@umsb.is eða í síma 8481462
Vonumst til að sjá sem flesta á Höfn
Stjórn UMSB

15.07.2013 10:40

Síðsumarsferð Skugga

Síðsumarsferð Skugga 2013

laugardaginn 17 ágúst

Lagt verður á stað frá Svignaskarði  Kl 11:00 (með nesti, hesta og húmor)

Riðinn verður hringur, leiðin er um 30 km. Þetta er góð 2 hesta ferð, erfitt getur verið að vera með fleiri vegna þröngrar götu. 

Hægt verður að koma með hesta á föstudagskvöld og einnig að geyma hesta til sunnudags fyrir þá sem það kjósa.

Kostnaður við það verður kr 250 nóttin fyrir hrossið.

Annars kostar ekkert.

Ef veður leyfir þá verður hægt  að grilla saman í lok ferðar og borða úti.

Þáttaka tilkynnist fyrir 12 ágúst
í síma 898-9246 Sigga Skúla
eða í tölvupásti  sigga.sk@simnet.is

Ferðanefnd. 

13.07.2013 23:51

Íslandsmótið í Borgarnesi

Nú eru aðeins eftir A úrslit og skeið á Íslandsmótinu sem haldið er í Vindási. Svæðið skartar sínu fegursta og á vallarnefndin og allir þeir sem komið hafa að undirbúningi þess mikið hrós skilið. Vellirnir standast álagið mjög vel og hafa knapar hrósað þeim. Veðrið hefur einnig verið okkur hagstætt hingað til, nánast ekkert rignt á keppendur. Fyrir áhugasama er bent á að fréttir af framgangi mótsins má nálgast á heimasíðu þess og einnig á facebook síðu mótsins. En skemmtilegast er þó að mæta á svæðið og fylgjast með veislunni sem framundan er. 

08.07.2013 23:48

Íslandsmót - ráslistar

Nú eru ráslistarnir fyrir Íslandsmót fullorðinna tilbúnir og er þá að finna á heimasíðu mótsins . Dagskráin er alveg að verða tilbúin en mótið hefst með knapafundi kl. 18:30 fimmtudaginn 11. júlí. Kl. 20 verður síðan fyrri sprettur í 150 og 250 m. skeiði. Sunnudaginn 14. júlí verður sjónvarpið (rúv) með beina útsendingu frá mótinu og hefst hún kl. 13 en þá fara fram A úrslit í Tölti T1, Tölti T2, Fjórgangi og að síðustu Fimmgangi. Áhugamenn um hestaíþróttir eru hvattir til að fjölmenna í brekkuna. 

07.07.2013 01:13

Kaldármelar - laugardagur

Í dag voru A úrslit í barna - unglinga - og ungmennaflokki, ásamt svo mögrum fleiri flottum dagskráratriðum. 
Í unglingaflokki áttum við tvo keppendur - þau Atla Steinar Ingason á Atlasi f. Tjörn og Sigrúnu Rós Helgadóttir á Biskup f. Sigmundarstöðum. Eftir úrslitin var Atli Steinar í öðru sæti og Sigrún Rós í sjötta sæti. Í barnaflokki áttum við líka tvo fulltrúa. Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu syðri 1 hlaut 2. sætið og Berghildur Björk Reynisdóttir það sjöunda. Engan fulltrúa áttum við í úrslitum ungmennaflokks. En glæsilegur árangur í dag hjá okkar fólki - innilega til hamingju með árangurinn. 

05.07.2013 23:25

B úrslit á Kaldármelum

Í dag voru riðin B úrslit í nokkrum flokkum. Áttum við keppendur í þeim öllum. 

Tölt 17 ára og yngri: Þorgeir Ólafsson og Frigg f. Leirulæk í 4. sæti
Ungmennaflokkur: Berglind Ýr og Segull f. Sveinatungu í 8. sæti
Unglingaflokkur: Þorgeir Ólafsson og Frigg f. Leirulæk í 2. sæti
Barnaflokkur: Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur f. Dalsmynni í 2. sæti, Ísólfur Ólafsson og Goði f. Leirulæk í 3. sæti og Stefanía Hrönn Sigurðardóttir og Hermann f. Kúskerpi í 6. sæti. 

Aldeilis flottur árangur hjá okkar fólki. 

04.07.2013 15:42

FM 2013 - Barna - og unglingaflokkur

Í morgun var keppt í unglingaflokki á FM á Kaldármelum. Okkar keppendum gekk vel. Atli Steinar er efstur eftir forkeppni á Atlasi f. Tjörn. Sigrún Rós Hewlgadóttir er í þriðja sæti á Biskup f. Sigmundarstöðum. Eru þau því í A úrslitum. Þorgeir Ólafsson og Frigg f. Leirulæk eru í 9. sæti og því fyrstur inn í B úrslit. Góður árangur þarna á ferð. 

Keppni í barnaflokki er einnig lokið - allir keppendur Skugga komust annað hvort í  A eða B úrslit. Aron Freyr og Berghildur í A úrslitum og Ísólfur, Arna Hrönn og Stefanía Hrönn í B úrslit - ekki er þetta síðri árangur en hjá unglingunum. 

03.07.2013 22:47

Kaldármelar - dagur 1

Þá er allt komið á fullt á Kaldármelum. Forkeppni lokið í Ungmennaflokki, B - flokki gæðinga og Tölti T3, 17 ára og yngri. Bestum árangri í dag náði Sigrún Rós Helgadóttir á Biskup f. Sigmundarstöðum og Atli Steinar Ingason á Diðrik frá Grenstanga en þau komust bæði í A úrslit í T3. Síðan er Berglind Ýr í 10. sæti í ungmennaflokki og því í  B úrslitum. 

Dagskráin á morgun er þannig og óskum við keppendum okkar góðs gengis í unglinga - barna -  og A flokki. 
 

Fimmtudagur 4. júlí 2013

09:00 - 12:00

Forkeppni unglingaflokkur

13:00 - 15:30

Forkeppni barnaflokkur

15:30 - 20:30

Forkeppni A flokkur 

10:30 - 12:00

Dómar stóðhestar 4 vetra - á kynbótabraut

13:00 - 17:00

Dómar stóðhestar 5 vetra og eldri - á kynbótabraut

21:00 - 23:00

Trúbador í veitingatjaldi


Allar niðurstöður birtast mjög fljótt á facebook síðu mótsins sem og á heimasíðunni. 

02.07.2013 22:56

Skráningarfrestur að renna út

Skráningarfrestur á Íslandsmótið í Borgarnesi rennur út á miðnætti í kvöld. Glæsilegir vinningar í boði, hesthúsapláss fyrir keppendur, hey í boði Jóns Valgarðssonar að Eystra-Miðfelli og Ólafs Davíðssonar á Hvítárvöllum og spónn fyrir keppendur mótsins verður í boði Furu.

Mótið hefst svo fimmtudaginn 11. júlí síðdegis, nákvæm dagskrá birt að lokinni skráningu.

Glæsileg verðlaun fyrir samanlagða sigurvegara mótsins verða í boði SIGN, öll önnur verðlaun mótsins eru í boði Samskipa hf.  

Hesthúspláss á keppnissvæði og nágrenni: Þeir sem þurfa hesthúspláss fyrir hrossin sín og/eða skammbeitarhólf er bent á að hafa samband við Kristján eða Martein; kristgis@simnet.is  eða marteinn@loftorka.is  

Möguleiki á hesthúsplássi í Borgarnesi, á Hvanneyri (18 km.) Staðarhúsum (15 km.), Miðfossum (16 km.) Grímarsstöðum (15 km.), Stafholtsveggjum 2 (23 km.) og Lundum 2 (27 km.).

Gistimöguleikar í Borgarnesi og nærsveitum eru fjölmargir og má sjá nöfn þeirra á heimasíðu mótsins www.islandsmotlh.is/.

 Framkvæmdanefnd ÍM2013

 Viltu gerast styrktaraðili Íslandsmóts fullorðinna í hestaíþróttum? þú getur þú sent okkur mail á hmffaxi@gmail.com

 

02.07.2013 22:52

Íslandsmót yngri keppenda

Íslandsmót yngri flokka verður haldið á Akureyri 18. - 21. júlí. 

Huga þarf að mörgu áður en lagt er af stað í svona mót og því viljum við benda knöpum á að gera eftirfarandi.

Mikilvægt er að þið útbúið lista fyrir foreldra ykkar svo þau gleymi engu;)

 - Er búið að láta skoða hestakerruna?
 - Er búið að standsetja fellihýsið?
 - Er nóg til af leðurfeiti og skósvertu?
 - Er farið að huga að keppnisjárningu á gæðinginn?

 - Er búið að huga að hesthúsaplássi fyrir gæðinginn meðan á keppni stendur?
 - Er keppnisgallinn hreinn og pússaður?

Þetta eru hlutir sem verða að vera í lagi og vonumst við eftir að foreldrarnir hjálpi ykkur sem mest við að gera þessa upplifun sem skemmtilegasta. 

Hægt er að panta hesthúsapláss með því að senda tölvupóst á elfa@lettir.is eða hringja í Svein Arnarsson í síma 662-1121

 Verið hjartanlega velkomin hingað í Eyjafjörðinn og við í Hestamannafélaginu Létti á Akureyri hlökkum til að taka á móti ykkur

Búið er að opna fyrir skráningar og fer hún fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add og líkur skráningu á miðnætti 11. Júlí.

Skráningargjaldið er 4000 kr. fyrir hverja grein.

02.07.2013 10:26

FM 2013 - Kaldármelar

Fjórðungsmótið byrjar á morgun, miðvikudag og er dagskrá dagsins eftirfarandi.

Miðvikudagur 3. júlí 2013

08:00

Knapafundur

08:30 - 10:30

Forkeppni ungmennaflokkur

10:30 - 14:00

Forkeppni tölt 17 ára og yngri (T3)

14:00 - 18:00

Forkeppni B flokkur

10:30 - 11:30

Dómar hryssur 4 vetra - á kynbótabraut

13:00 - 16:00

Dómar hryssur 5 og 6 vetra - á kynbótabraut

16:00 - 17:00

Dómar hryssur 7 v. og eldri - á kynbótabraut

19:00 - 21:00

Forkeppni stóðhesta A og B flokkur


Fulltrúar Skugga í ungmennaflokki eru þau Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Segull f. Sveinatungu, Nökkvi Páll Jónsson og Myrká f. Hítarnesi  og Axel Ásbergsson og Lomber f. Borgarnesi. 

Skuggi á eftirtalda fulltrúa í B flokki: Stólpi f. Borgarnesi og Berglind Ríosa Guðmundsdóttir, Straumur fþ Skipanesi og Ólafur Guðmundsson, Eskill f. Leirulæk og Gunnar Halldórsson, Hrafnkatla f. Snartartungu og Halldór Sigurkarlsson, Abel f. Eskiholti II og Jakob Sigurðasson og Kolfreyja f. Snartartungu og Iðunn Svansdóttir.
  • 1
Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21