Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2013 Ágúst

19.08.2013 23:07

Bikarmótið í Búðardal - úrslit

Keppendur frá Hmf. Skugga innbyrtu flest stigin á Bikarmóti Vesturlands og voru því bikarmeistarar þetta árið - til hamingju ágætu keppendur sem sáu sér fært að fara vestur og keppa fyrir félagið sitt. Öll úrslit og niðurstöður dóma má finna á heimasíðu Hestamannafélagsins Glaðs og því verða þau því ekki tíunduð hér. 

02.08.2013 23:31

Bikarmót Vesturlands

Bikarmót Vesturlands
fer fram í Búðardal laugardaginn 17. ágúst og hefst stundvíslega klukkan 10:00.
Dagskrá: 
Forkeppni:
Fjórgangur (V2) opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur (F2) opinn flokkur
Tölt (T3) barnaflokkur, unglingafl., ungmenna.fl. og opinn flokkur
Gæðingaskeið 
Úrslit:
Fjórgangur opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur opinn flokkur
Tölt barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur
100m skeið
Athygli er vakin á því að dagskrá er auglýst með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum.
Skráningar:
Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á 
síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á 
SportFeng er líka á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin. Á forsíðu skráningakerfisins 
er smellt á Mót í valmynd. Áframhaldið rekur sig sjálft, gætið þess bara að fylla í alla 
stjörnumerkta reiti (einnig félagsaðild þó sjálfgefið félag komi fram), fara svo í Vörukörfu að 
skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu. Hægt er að skoða leiðbeiningarmyndband 
af ferlinu hér.
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar 
koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur 
merkt við að greiðsla hafi borist.
Skráningargjald er kr. 2.000 í allar greinar, nema barnaflokk þar er gjaldið 1.000 kr. Síðasti 
dagur skráninga er miðvikudagurinn 14. ágúst og það sama gildir um greiðslu 
skráningagjalda.
Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Svölu í síma 861 4466/434 1195, budardalur@simnet.is eða 
Þórð í síma 893 1125/434 1171, thoing@centrum.is 
Ráslistar verða birtir á vef Glaðs fimmtudagskvöldið 15. ágúst , www.gladur.is 
Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni!    
  • 1
Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 276
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750245
Samtals gestir: 200241
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 14:36:21