Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2013 Nóvember

29.11.2013 23:01

Mótahald 2014

Hestamenn í Borgarfirði sem og á Vesturlandi öllu koma til með að hafa í nógu að snúast á næsta ári. Fjölmörg mót og viðburðir hafa verið skipulagðir, Því verður ekki lengur dregið að fara að þjálfa, þ.e. þeir sem áætla að taka þátt í mótum ársins en fyrsta mótið er 8. febrúar. Öll mótin eru haldin af Faxa og Skugga sameiginlega utan Bikarsmóts sem Faxi stendur fyrir að þessu sinni og firmakeppni Skugga sem er innanfélagsmót.  

8. febrúar - Vetrarmót í Faxaborg: Fjórgangur
1. mars - Vetrarmót í Faxaborg: Tölt
15. mars - Vetrarmót í Faxaborg: Fimmgangur, T2 og T7. 
29. mars - Vesturlandssýning í Faxaborg
24. apríl - Firmakeppni Skugga haldin í Vindási
3. - 4. maí - Íþróttamót Faxa og Skugga í Vindási 
24. maí - Gæðingamót Faxa og Skugga í Vindási
14 - 15. júní - Úrtaka fyrir LM 2014 í Vindási, fyrir flest (öll) félögin á Vesturlandi. 
16. ágúst - Bikarmót Vesturlands á Mið Fossum.

Hvert mót og viðburðir verða auglýstir sérstaklega með passlegum fyrirvara. 

Nú er bara að merkja við þessar dagsetningar á dagatalinu og haga undirbúningi miðað við það.  
22.11.2013 10:19

Uppskeruhátíð í Stykkishólmi

Vestlenskir hestamenn gleðjast

Vestlenskir hestamenn munu hittast og eiga góða kvöldstund á Hótel Stykkishólmi laugardaginn 30. nóv.

Frábær verð

Jólahlaðborð kr. 6.000

Gisting með morgunmat kr. 5.500

Eins manns herbergi kr. 9.000 

Viðurkenningar

Veislustjóri Ingi Tryggvason

Söngur

Tónlist

Gleði

Dans

Fjör

Miðapantanir í síma 430-2100 eða helst með tölvupósti hotelstykkisholmur(Q)hringhotels.is

 Ath: Takið fram að þið séuð að panta á hátíð hestamanna þannig að verðafsláttur komi fram í bókun.  Einnig er mikilvægt að panta sem fyrst.

Lárus Ástmar Hannesson mun bjóða uppá ferð um bæinn með léttri leiðsögn og viðkomu á kaffihúsi.

 Lagt verður af stað frá Hótel Stykkishólm kl. 14:30

Hittumst og gleðjumst

"Það er gaman að vera hestamaður"

Sjálfsprottin undirbúningsnefnd


19.11.2013 23:20

Myndir frá uppskeruhátíð

Arnar Már var svo elskulegur að senda okkur nokkrar myndir sem hann tók á uppskeruhátíðinni og er þær að finna í myndaalbúminu. Hafi hann þakkir fyrir. Vonandi verður hægt að birta lista yfir handhafa viðurkenninga og fyrir hvað þær voru veittar fljótlega. 

11.11.2013 15:44

Íslandsmeistari í járningum

Frétt af vef Eiðfaxa.

Við óskum félaga okkar Gunnari Halldórssyni til hamingju með titilinn. 

Íslandsmeistaramótið í járningum fór fram um helgina en það var Gunnar Halldórsson sem varð Íslandsmeistari í járningum. Mótið fór fram laugardaginn 9. nóvember í Hveragerði. 

 Íslandsmeistaramótið í járningum var haldið í fyrsta sinn árið 2009. Keppnir sem þessar eru algegnar víðast hvar erlendis þar sem það þykir mikill heiður fyrir járningarmann að vera krýndur landsmeistari.  Keppnir sem þessar njóta mikilla vinsælda meðal áhorfenda því að fylgjast með svona keppni er bæði skemmtilegt og fræðandi fyrir hestaáhugafólk. 

Járningar eru faggrein sem tekur þrjú til fimm ár að læra, í sumum löndum eins og til dæmis Bretlandi er hreinlega bannað að járna hest ef viðkomandi hefur ekki til þess tilskilinn réttindi. Víða annar staðar í Evrópu er þróunin að verða á þann veg að einungis fagmenn hafi leyfi til þess að taka að sér járningar gegn greiðslu og víða neita tryggingarfélög að tryggja járningamenn nema þeir hafi til þess tilskilinn réttindi.  


  • 1
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750115
Samtals gestir: 200236
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 12:59:53