Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2014 Janúar

30.01.2014 21:13

Sportfengur - leiðbeiningar

KB mótaröðin - fjórgangur 8. febrúar.

Nú er búið að opna fyrir skráningu á fjórgangsmótið þann 8. febrúar. Verður hægt að skrá sig til miðnættis miðvikudaginn 5. febrúar. Skráning fer fram í gegn um skráningarkerfið Sportfeng. Ef einhver þarf aðstoð er velkomið að hringja í Þórdísi Arnard. í s: 856-2734 og fá leiðsögn í gegn um ferlið.

Leiðbeiningar:

Farið inn á sportfengur.com og þar vinstra megin á síðunni er "SKRÁNINGARKERFI". Þá opnast síða þar sem ýmislegt er í boði en þið veljið "Mót". Þar er að finna allmarga fellivalglugga. Byrjað er á því að velja "félag sem heldur mótið" - Þar veljið þið Faxi. Þá er komið að kennitölu, netfangi, síma (kemur oft sjálfkrafa) og aðildarfélagi.

Næst er skráð inn IS númer hests. Ekki þarf að skrá forráðamann knapa. Næst er valið félag og er það eins og áður "Faxi" þá er valið næst "KB mótaröð Faxa, Skugga og Faxaborgar" (það er eini viðburðurinn sem er í boði núna). Þegar búið er að velja viðburð er næst að haka við keppnisgrein og muna eftir vinstri/hægri. Þá er að "setja í körfu" og byrja upp á nýtt ef vill. Annars bara beint í "ganga frá greiðslu"  - yfirfarið upplýsingar og haldið áfram. Þá er beðið um upplýsingar um greiðanda. Næst eru upplýsingar yfirfarnar, hakað við "samþykki skilmála fyrir millifærslu"  og staðfestið. Nú ætti allt að vera komið sem hér er gert en eftir er að millifæra gjaldið - það gerið þið í heimabanka - upplýsingar um reikning birtast og númer pöntunar. Látið það koma fram í skýringu á  millifærslunni og sendið afrit til randi@skaney.is . Þá ætti allt að vera klárt og nafn ykkar kemst inn á keppendalista.

Oft koma upp vandamál tengd því að viðkomandi finnst ekki hjá viðkomandi aðildarfélagi - en ekki er hægt að skrá sig til leiks nema vera í hestamannafélagi. Ef koma samt upp vandamál þá þarf að hafa samband við þann aðila hjá félaginu sem sér um félagakerfið Felix til að ganga frá því að allt sé eins og það á að vera. 

30.01.2014 21:10

KB mót - fjórgangur

KB mótaröðin 2014

 Fyrsta mót KB mótarraðarinnar fer að hefjast!

8. febrúar   

Fjórgangur

 Liðakeppni (lágmark 3 í liði - opin keppni)

Einstaklingskeppni (opin keppni)

 

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 23:00 miðvikudaginn 5. febrúar. Tekið verður á móti skráningum í gegnum Sportfeng. Aðstoð er hægt að fá í síma:844-5546-Randi.

 Skráningargjald er 1500 kr.fyrir börn, unglinga og ungmenni. 2500 kr. fyrir:

    -opinn flokk (ætlað þeim sem eru stunda keppni).
    -1. flokk (nokkur keppnisreynsla, en stunda ekki keppni að neinu ráði fyrir utan       þessa mótaröð)
    -2.flokk (fyrir þá sem eru að byrja að keppa).

Mótanefnd áskilur sér þann rétt að mega skipta sér af því hvaða flokk knapi velur.


 
Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök verðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.   Öll mótin hefjast kl.10:00.

Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum

Stíupláss til leigu (Ingvar s. 843-9156) 

Hlökkum til að sjá ykkur!!!

KB nefndin 

8.febrúar Fjórgangur

1. mars Tölt T3.
15 mars Fimmgangur, og T7.

21.01.2014 23:27

Hestaveiska Stöðvar 2


Hestaveislan hefst í dag! 
 Kæru hestaáhugamenn, 

Stöð 2 Sport vill bjóða þér einstakt tilboð á áskrift.

Þú greiðir fyrir febrúar og færð janúar frítt með!
.


Flottustu fákar og bestu knapar landsins verða á Stöð 2 Sport í vetur. Við sýnum beint frá Meistaradeildinni í hestaíþróttum og verðum með samantektarþætti í umsjón Telmu Tómasson eftir hvert mót. Við gerum einnig Meistaradeild Norðurlands, KS-deildinni og öðrum mótum góð skil. Ekki missa af sannkallaðri hestaveislu! 

Sjá nánari dagskrá framundan hér.
 

18.01.2014 21:54

KB mótaröðin


Nú styttist í það að KB mótaröðin hefjist. Fyrsta mótið verður laugardaginn 8. febrúar og er þá keppt í fjórgangi V2. Síðan er keppt í tölti T3 þann 1. mars og síðasta mótið í röðinni er fimmgangur F2 og tölt T7 þann 15. mars. Hvert þessara móta verður auglýst sérstaklega og eins verður reglugerðin um mótaröðina birt. Er hún lítið breytt frá síðasta vetri. Það er von þeirra sem að mótaröðinni standa að vel takist til. Þess má geta að LH er nú að kynna fyrir félögum hugmynd að hafa nokkurs konar Íslandsmót innanhúss á Hestadögum í Reykjavík í byrjun apríl og þar taki þátt fulltrúar allra félaga/svæða sem vilja. Því er ekki óhugsandi að efstu keppendur (opinn flokkur, ungmenni, unglingar) á hverju móti hjá okkur eigi þess kost að taka þátt í úrtöku hér í Faxaborg eftir miðjan mars. Vonandi skýrist þetta betur á næstu dögum/vikum en þessi hugmynd gæti alveg þróast í eitthvað skemmtilegt.   

16.01.2014 23:44

Áður auglýst folaldasýning

Folaldasýningin sem vera átti í Faxaborg hefur verið blásin af. Ástæðan er lítil skráning. 

14.01.2014 00:02

Frá aðalfundi

Aðalfundur Skugga var haldinn í kvöld, mánudag. Var hann fjölmennur, málefnalegur og góður. Stefán Logi var endurkjörinn formaður. Alltaf fjölgar í félaginu en í kvöld fjölgaði félögum um sjö. Fljótlega verður hægt ða lesa fundargerðina hér á síðunni en verið er að ganga frá henni til birtingar.

 
10.01.2014 23:07

Dómararáðstefna

LH í samvinnu við dómarafélögin, stendur fyrir dómararáðstefnu n.k. fimmtudag 16. janúar. Ráðstefnan verður haldin í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst hún kl. 17:00.

Fjölbreytt erindi og sjónarhorn munu koma fram á ráðstefnunni og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Dagskrá

 1. Setning og skipun fundarstjóra
 2. Erindi frá GDLH - Sigurður Straumfjörð Pálsson formaður
 3. Erindi frá HÍDÍ - Pjetur N. Pjetursson formaður
 4. Fulltrúi frá RML fer yfir málefni og áherslur
 5. Fulltrúi FT ræðir þeirra sýn á dóma
 6. Fulltrúi Járningarmanna ræðir járningar keppnis- og sýningarhrossa út frá dýravelferð
 7. Kaffihlé
 8. Sigríður Björnsdóttir fer yfir niðurstöður "Klár í keppni" og ræðir dýravelferð í keppni/sýningum
 9. Almennar umræður
 10. Ráðstefnuslit um kl:19:00

08.01.2014 23:56

Folaldasýning í Faxaborg

Folaldasýning verður í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi

laugardaginn 18. janúar nk. og hefst kl.13:00.


Skráning fer fram í síðasta lagi miðvikudaginn 15. janúar hjá

Þórdísi á netfangið thordis@isam.is eða hjá Kolbeini á netfangið storias@emax.is


Einnig er hægt að skrá í síma 856-2734 og 820-7649 eftir kl. 19:00.

Skráningargjald á folald er 1500 kr.

Skráningargjald greiðist inná reikn.0326-26-5206, kt.520609-0830.

Aðgangur á sýninguna er ókeypis.


Stjórn Selás ehf.

05.01.2014 16:57

Námskeið í Söðulsholti

Hvernig væri nú að byrja nýtt ár á því að skella sér á námskeið!!!!!
Sölvi Sigurðsson verður með reiðnámskeið hjá okkur í Söðulsholti helgina 11-12 jan, frábær kennari, kennt í einkatímum, hesthúspláss fyrir hrossin yfir helgina. Laugardaginn 18 januar ætlar svo íslandsmeistarinn í járningum, Gunnar Halldórsson að vera með járningarnámskeið hjá okkur. 
nánari upplýsingar 8995625/8610175. sodulsholt@sodulsholt.is


05.01.2014 16:53

Týnd hryssa

Hryssa tapaðist úr girðingu í Einarsnesi einhverntímann í desember. 
Lýsing: 6 vetra móálótt frekar stór og gróf á hausinn ekki faxmikil er með seprarákir á öllum löppum, örmerkt. Hryssan er spök og róleg í umgengi. 
Ef einhver kannast við að hafa séð til ferða hennar þá vinsamlega hafa samband við Óðinn í Einarsnesi. 

03.01.2014 20:33

Aðalfundur Skugga

Aðalfundarboð

 Aðalfundur Hestamannafélagsins Skugga, fyrir starfsárið Okt. 2012 - Sept. 2013 , verður haldinn mánudaginn 13. janúar 2014, kl. 20:00, í Félagsheimilinu Vindási.

 Dagskrá (skv. 6.gr. laga félagsins):

1.     Fundsetning og kjör starfsmanna fundarins

2.     Skýrsla stjórnar - (Umræða um skýrslu stjórnar)

3.     Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða og áritaða af     skoðunarmönnum félagsins - (Umræða um reikninga félagsins)

4.     Skýrslur nefnda - (Umræða um skýrslur nefnda)

5.     Kynning á inngöngu nýrra fé­laga og úrsögnum félagsmanna

6.     Laga­breytingar

7.     Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna, nefnda og fulltrúa á L.H. og  U.M.S.B. þing.

8.     Fé­lags- og haga­gjöld

9.     Önnur mál.

10. Fundi slitið

Kaffiveitingar í boði félagsins.

 Stjórn Hmf. Skugga

03.01.2014 20:26

Faxaborg - lyklar

Frá stjórn Seláss ehf. 
Skipt verður um skrár á reiðhöllinni Faxaborg mánudagskvöldið 06.01.2014 klukkan 20:00. Allir handhafar korta geta komið upp í reiðhöll á milli klukkan 20:00 og 21:00 og fengið nýjan lykil. Einnig skorum við á alla sem af einhverjum ástæðum hafa lykla í fórum sínum að skila þeim. Af gefnu tilefni höfum við hert reglurnar varðandi lyklasamninga,nýjar reglur verða kynntar korthöfum við afhendingu.

Stjórnin
 • 1
Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44