Hestamannafélagið Borgfirðingur

Velkomin á heimasíðu hestamannafélagsins Borgfirðings.

Færslur: 2014 Febrúar

28.02.2014 19:14

Tölt T3 - ráslisti

Þá liggur ráslisti morgundagsins fyrir. Mótið byrjar kl. 10 stundvíslega og eru knapar eindregið hvattir til að vera ávallt tíbúnir þegar innákallið kemur. Þá mun mótið ganga hratt og vel fyrir sig, öllum til ánægju og yndisauka.  

27.02.2014 22:22

KB tölt - ráslisti

Þá er 1. útgáfa ráslistans fyrir KB töltið á laugardaginn tilbúinn og má sjá hann hérna. Ef að líkum lætur finnast einhverjar villur í honum og verða þær lagfærðar síðdegis á morgun. Því þurfa allar athugasemdir að hafa borist til Jóns Kristjáns Sæmundssonar fyrir kl. 16 á morgun. Nokkru eftir það verður gefinn út endanlegur ráslisti sem farið verður eftir á mótinu. Tilfærslur milli keppnishópa verða ekki leyfðar, sem þýðir það að ef keppandi mætir ekki í sinn riðil þá er hann úr leik þann daginn. 

26.02.2014 21:16

Kynningarfundur æskulýðsnefndar

Kynningarfundur Æskulýðsnefndar Skugga

 

Föstudaginn 7.mars kl: 18.00 ætlum við að kynna starf vetrarins í félagsheimili Skugga.

Linda Rún Pétursdóttir reiðkennari ætlar að mæta og ræða við þá krakka sem vilja taka þátt í Vesturlandssýningunni.

Pítsa í boði nefndarinnar

Allir velkomnir

Æskulýðsnefnd Skugga

25.02.2014 23:34

KB tölt - skráningar

Nú er rétt sólarhringur þar til lokað verður fyrir skráningar á töltkeppni KB mótaraðar. Ef allt er klárt og allir borga á réttum tíma verður vonandi hægt að birta ráslista fyrri hluta kvölds á fimmtudag. En til þess að það gangi upp þá verða allir að vita hvaða hesti og upp á hvora höndina ríða skal og IS númer hests og kennitala knapa verða að liggja fyrir. Síðan bara greiða inn á reikninginn sem bent er á við skráningu. Hér er að finna leiðbeiningar (þær sömu og síðast). 

Leiðbeiningar:

Farið inn á sportfengur.com og þar vinstra megin á síðunni er "SKRÁNINGARKERFI". Þá opnast síða þar sem ýmislegt er í boði en þið veljið "Mót". Þar er að finna allmarga fellivalglugga. Byrjað er á því að velja "félag sem heldur mótið" - Þar veljið þið Faxi. Þá er komið að kennitölu, netfangi, síma (kemur oft sjálfkrafa) og aðildarfélagi.

Næst er skráð inn IS númer hests. Ekki þarf að skrá forráðamann knapa. Næst er valið félag og er það eins og áður "Faxi" þá er valið næst "KB mótaröð Faxa, Skugga og Faxaborgar". Þegar búið er að velja viðburð er næst að haka við keppnisgrein og muna eftir vinstri/hægri. Þá er að "setja í körfu" og byrja upp á nýtt ef vill. Annars bara beint í "ganga frá greiðslu"  - yfirfarið upplýsingar og haldið áfram. Þá er beðið um upplýsingar um greiðanda. Næst eru upplýsingar yfirfarnar, hakað við "samþykki skilmála fyrir millifærslu"  og staðfestið. Nú ætti allt að vera komið sem hér er gert en eftir er að millifæra gjaldið - það gerið þið í heimabanka - upplýsingar um reikning birtast og númer pöntunar. Látið það koma fram í skýringu á  millifærslunni og sendið afrit til randi@skaney.is . Þá ætti allt að vera klárt og nafn ykkar kemst inn á keppendalista.

Oft koma upp vandamál tengd því að viðkomandi finnst ekki hjá viðkomandi aðildarfélagi - en ekki er hægt að skrá sig til leiks nema vera í hestamannafélagi. Ef koma samt upp vandamál þá þarf að hafa samband við þann aðila hjá félaginu sem sér um félagakerfið Felix til að ganga frá því að allt sé eins og það á að vera. 

24.02.2014 21:33

Frá ferðanefnd

Ferðanefnd Skugga stefnir að því að fara í rekstartúra amk.  einu sinni í mánuði, jafnvel oftar og fer það eftir veðri og vindum . Verður ferðin þá auglýst með 2-3 daga fyrirvara .   planið er að fara ekkert of langt til að byrja með t.d. að Langá  og lengja þessa túra svo þegar líður á veturinn.

Páskaferðin er á sínum stað 18 apríl

 Svo hefur nefndin ákveðið að  í viku 30 verður farið í 3-5 daga ferð. Verður það auglýst betur síðar en áhugasamir taki frá viku 30 fyrir hestaferð.

24.02.2014 21:29

Sýnikennsla í Faxaborg

SÝNIKENNSLA MEÐ SIGGA SIG, HINNA OG HULDU verður í Faxaborg Borgarnesi fimmtudagskvöldið 27.02.2014 klukkan 20:00, húsið opnar klukkan 19:00. Aðgangseyrir 1.500. kr. 

23.02.2014 21:30

KB mótaröð - tölt 1. mars

Tölt!

Skráning hófst 20. febr. og lýkur kl. 23:59 næstkomandi miðvikudag. 3 inná vellinum í öllum flokkum nema barna og unglingaflokki. 
Skráning í gegnum sportfeng. Leiðbeiningar má finna á heimasíðu Skugga, www.hmfskuggi.is
Skráningargjald er 1500 kr.fyrir börn og unglinga og ungmenni. 2500.kr fyrir:
opinn flokk (ætlað þeim sem stunda keppni)
1. flokk (nokkur keppnisreynsla, en stunda ekki keppni að neinu ráði fyrir utan þessa móratöð) 
2.flokk (fyrir þá sem eru að byrja að keppa).
Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !! Sérstök verðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina. Öll mótin hefjast kl.10:00. 
Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum 
Stíupláss til leigu (Ingvar s. 843-9156)

Drög að Dagskrá: (verður birt með viðeigandi b úrslitum og hléum síðar)
10.00 Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
2.flokkur
1.flokkur
opinn flokkur (meistaraflokkur í sportfeng)
B-úrslit riðin í sömu röð
A-úrslit riðin í sömu röð.
Gera má ráð fyrir að forkeppnin gangi hratt fyrir sig og því um að gera að mæta tímanlega 
Nefndin

18.02.2014 23:59

Tilkynning frá LH

Vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komnar varðandi dagsetningar Íslandsmótanna í sumar, sendir stjórn LH frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Í sumar heldur Ísland FEIF Youth Cup á Hólum í Hjaltadal dagana 11. - 20. júlí. Þessi dagsetning er ákveðin af FEIF og stangast því miður á við dagsetningu Íslandsmóts yngri flokka. Þess vegna hefur stjórn LH, í góðri samvinnu við stjórnir hestamannafélaganna Sörla og Fáks, komist að þeirri niðurstöðu að Fákur haldi bæði mótin saman á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 23. - 27. júlí 2014.

Það er skoðun stjórna LH, Fáks og Sörla að þannig verði best staðið að mótunum og um leið staðinn vörður um hagsmuni hestaíþróttarinnar, keppenda og mótshaldara.

Jafnframt hvetja stjórnir LH og Fáks Landsþing LH í haust, til að styðja hestamannafélagið Sörla í því að halda Íslandsmót eldri flokka árið 2015, óski stjórn félagsins eftir því.

Stjórn Landssambands hestamannafélaga

18.02.2014 13:03

Námskeið í Söðulsholti

Ef næg þátttaka næst ætlar Sölvi Sigurðsson að koma og vera reiðnámskeið hjá okkur 22 og 23 feb, ef folk hefur áhuga þá endilega hafa samband við okkur í sodulsholt@sodulsholt.is eða í síma 8610175/8995625

Verð aðeins 18.000 fyrir helgina, kennt í einkatímum.

14.02.2014 15:57

Fyrirlestur

Fyrirlestur

Rúna Einarsdóttir mun á laugardagskvöldinu 15. febrúar halda fyrirlestur þar sem hún fjallar m.a. um þjálfun söluhrossa með tilliti til þarfa erlendra kaupenda, en Rúna hefur eins og flestir vita búið lengi í Þýskalandi og þekkir vel erlenda markaði.

Fyrirlesturinn verður haldinn í félagsheimili Skugga kl. 20:00 og er öllum opinn. Aðgangseyrir er 1000 kr.

Kaffi innifalið.

Fræðslunefnd Hmf. Faxa

09.02.2014 23:25

Fjórgangur - niðurstöður forkeppni

Þá birtast allar niðurstöður úr forkeppni Fjórgangsmóts KB mótaraðarinnar. Eins verða sundurliðaðar dómaratölur settar fram á síðunni "Fundargerðir og skjöl" Þar verður hægt að skoða einkunnagjöf þeirra þriggja dómara sem dæmdu mótið svo ágætlaga. 

Myndin hér að neðan var tekin fyrir hádegi en töluverður fjöldi áhorfenda mætti til að fylgjast með. 

08.02.2014 23:43

KB fjórgangur - úrslitin

Hér er hægt að ná í úrslitin frá því í dag, öll úrslit eru birt en síðar verður hægt að sjá niðurstöður forkeppni. Myndin hér ða neðan er af verðlaunahöfum í opna flokknum. 


07.02.2014 22:07

Ráslisti - fjórgangur 8. febr.

Þá er kominn nýr og uppfærður ráslisti, nokkrar breytingar frá því í gær og vonandi til bóta. Fimm öflug lið mæta til leiks, það eru LIT- liðið, Skjólbrekka, Black and White, Bestaliðið og Sólargeislar. Ljóst er því að harft verður barist um stigin enda glæsileg verðlaun í boði. En fyrsog fremst er þetta auðvitað til gamans gert og mótanefnd væntir þess að hinn sanni íþróttaandi svífi yfir Faxaborg á komandi mótum. 

06.02.2014 20:58

Fjórgangur - ráslisti

Þá er fyrsta útgáfa ráslistans komin í loftið - vonandi tekur hún ekki miklum breytingum en endanleg útgáfa kemur út annað kvöld. Jón Kristján Sæmundsson tekur við leiðréttingum í síma 663-6715. Skoðið hvort þið hafið skráð ykkur til leiks í réttum flokkum, varla er hægt að vera lítið vanur og mikið vanur t.d. en um það eru einhver dæmi í listanum. 

03.02.2014 22:40

Fjórgangur 8. febrúar

KB mótaröðin - Fjórgangur

Nú styttist í fyrstu keppnisgrein,  fjórgang,  KB mótaraðarinnar. Keppt er í ungmenna - unglinga - barna - 2. flokki, 1. flokki og opnum flokki (meistaraflokki í Sportfeng). Skráning fer fram í gegn um Sportfeng og má finna leiðbeiningar á heimasíðu Skugga, hmfskuggi.is . Þar og á facebook síðu KB mótaraðar er að finna meiri upplýsingar s.s. um þáttökugjöld, reglur o. fl. Skráningu lýkur kl. 23:59 miðvikudaginn 5. febrúar.  Ráslistar ættu þá að liggja fyrir á fimmtudagskvöld eða snemma á föstudegi. Mótið hefst svo kl. 10 laugardaginn 8. febrúar. Dæmt er eftir lögum og reglum LH um íþróttakeppni.

Mótanefnd

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44

Auglýsingar

Umsjón heimasíðu

Nafn:

Kristján Gíslason
clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 155
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1750153
Samtals gestir: 200237
Tölur uppfærðar: 15.12.2018 13:31:44